Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 21 „EFTIR svona námskeið fer maður að hugsa meira um tilfinningar sín- ar og vinina. Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt og skemmti- legt,“ sögðu þau Telma Dís Ólafs- dóttir og Jón Þór Gylfason, nem- endur í 7. bekk MÓ í Heiðarskóla að loknu sjálfstyrkingarnámskeiði fyrir bekkinn. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar hefur verið að bjóða foreldrum upp á námskeiðið „Öflugt sjálfstraust“ sem Foreldra- húsið og Vímulaus æska eru með á sínum snærum. Þar sá eitt foreldrið að sömu aðilar bjóða einnig upp á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og rætt var um það við meðal for- eldra barnanna í 7. MÓ hvort þau ættu ekki að bjóða börnum sínum á slíkt námskeið. Foreldrarnir eru sammála um að námskeiðið hafi verið mjög gott, börnin séu yfir sig ánægð og sumir vilja meira. Leið- beinendurnir hafi náð vel til barnanna og þátttaka þeirra í nám- skeiðinu ætti eftir að skila sér bæði í skólastarfinu sem og á öðrum vettvangi, enda hafi þau fengið mikla styrkingu bæði sem ein- staklingar og einnig sem hópur. Að sögn Telmu Dísar og Jóns Þórs snerist námskeiðið að miklum hluta um að teikna og mála tilfinn- ingar sínar. Að því loknu var rætt um myndirnar, hvað þær sýndu og þær skoðaðar ofan í kjölinn. „Við vorum mikið að ræða um vinahópa, okkur og aðra krakka í bekknum en líka þá vini sem við eigum innan skólans. Við voru að ræða um hver við værum, hverjir vinir okkar væru og hvað við gerðum,“ sögðu Telma Dís og Jón Ingi í samtali við blaðamann. Þau sögðu að mæting á námskeiðið hefði verið góð, allir nemendur bekkjarins mætt og ver- ið áhugasamir um námsefnið. – Haldið þið að þetta eigi eftir að þjappa bekknum betur saman? „Maður fer að hugsa meira um tilfinningar sínar og vini en við í bekknum erum mjög samrýnd og erum mikið saman, þannig að það vantar ekkert upp á það. Það hefur meira að segja komið upp sú hug- mynd að senda mótmælabréf upp á skrifstofu vegna þess að næsta vet- ur verður bekknum skipt upp og bekkjunum tveimur í okkar ár- gangi blandað saman. Það lýst okk- ur illa á og þess vegna kom þessi hugmynd upp,“ sögðu Telma Dís og Jón Ingi að lokum og það er greini- legt á máli þeirra að 7. MÓ í Heið- arskóla er fyrirmyndarbekkur. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Telma Dís Ólafsdóttir og Jón Þór Gylfason voru ánægð að loknu sjálfstyrk- ingarnámskeiðinu og sögðu það hafa verið lærdómsríkt. Sjálfstyrkingarnámskeið í Heiðarskóla „Hver erum við og hvað gerum við?“ Keflavík UNNIÐ er að undirbúningi opnunar upplýsingamiðstöðar fyrir ferðafólk í Bókasafni Reykjanesbæjar. Hún mun bera nafnið Upplýsingamiðstöð Reykjaness og fyrir liggur yfirlýsing um að hún verði upplýsingamiðstöð fyrir Suðurnesin. Stjórnendur Reykjanesbæjar boð- uðu hagsmunaaðila úr ferðaþjón- ustu, starfsfólk bókasafnsins og fleiri til samráðsfundar vegna undirbún- ingsins. Þar kom fram hjá Árna Sig- fússyni bæjarstjóra að Ferðamála- ráð Íslands hefði lýst því yfir að Upplýsingamiðstöðin gegndi hlut- verki landshlutamiðstöðvar á Suður- nesjum fyrir ferðafólk, að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum. Reykjanesbær myndi annast rekst- ur hennar, bærinn fengi 1,5 milljóna króna styrk frá Ferðamálaráði upp í kostnaðinn en myndi einnig leggja í umtalsverðan kostnaði á móti. Upplýsingamiðstöðin sem nú er í Leifsstöð mun heyra undir Upplýs- ingamiðstöð Reykjaness og verða nokkurs konar landamærastöð þar sem allir landshlutar hefðu rétt til að koma sínum upplýsingum að. Upplýsingamiðstöðin verður í hús- næði Bókasafns Reykjanesbæjar í Kjarna við Hafnargötu í Keflavík. Fyrirhugað er að hún verði í litlum fundarsal sem þar er og að opnaðar verði nýjar dyr út á ganginn í Kjarna í þeim tilgangi. Starfsfólk bóksafns- ins mun sinna gestum, auk þess sem fyrirhugað er að koma þar upp tölv- um og upplýsingavef til að auðvelda fólki að afla sér upplýsinga. Árni lagði áherslu á að verið væri að byggja bókasafnið upp sem alhliða upplýsingamiðstöð fyrir Reykja- nesbæ. Starfsfólkið væri sérhæft í því að miðla upplýsingum og nú bættist við nýr þáttur á því sviði. Miðstöð símenntunar á Suðurnesj- um er að undirbúa námskeið sem starfsfólkið getur nýtt sér til að auka þekking sína á þessu nýja starfssviði. Ekki hefur verið ákveðið endan- lega hvenær Upplýsingamiðstöðin verður opnuð en Árni vonast til að það verði í maímánuði. Athuga strætóferðir í Leifsstöð Jafnframt kom fram hjá bæjar- stjóranum að við umræður um nýjan samning við SBK um almennings- samgöngur í bæjarfélaginu væri ver- ið að athuga möguleika á ferðum milli Leifsstöðvar, þar sem margt fólk starfar, og Reykjanesbæjar. Fram kom á fundinum að hugsanlegt væri að ferðafólk gæti nýtt sér þess- ar ferðir og áframhaldandi akstur í Bláa lónið. Upplýsingamiðstöð Reykja- ness verður í bókasafninu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hulda B. Þorkelsdóttir bæjarbókavörður sýnir aðstöðuna sem tekin verður undir Upplýsingamiðstöð Reykjaness. Með henni á myndinni eru Helga Ingimundardóttir, Bergþóra Sigurjónsdóttir og Steinþór Jónsson. Reykjanesbær ANNAR tveggja heimilislækna á heilsugæslustöð Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja í Reykja- nesbæ hefur látið af störfum vegna veikinda og hinn heilsu- gæslulæknirinn hefur verið veikur frá því um helgi. Enginn heimilislæknir var því starfandi á heilsugæslunni í gær. Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, segir að vegna þessa sé ákveðin óvissa í mál- efnum heilsugæslunnar. Hins vegar tekur hún fram að ekki ríki neyðarástand því yfirlækn- ir heilsugæslustöðvarinnar starfi þar og læknar sjúkra- hússins sinni brýnustu tilfell- um. Þá taki unglæknar og læknanemar einstaka vaktir. Loks nefnir hún að hjúkrunar- fræðingar stofnunarinnar taki á sig aukna vinnu meðan þetta ástand varir. Einn heimilis- læknir er í Grindavík. Allir heimilislæknar við heilsugæslustöðvarnar á Suð- urnesjum sögðu upp störfum og hættu á síðasta ári, vegna deilna við yfirvöld um skipulag og launakjör. Ekki hafa náðst samningar um að þeir komi til baka og flestir þeirra hafa ráðið sig annars staðar. Áfram leitað Sigríður segir að stjórnend- ur stofnunarinnar haldi áfram að leita að nýjum læknum fyrir stöðvarnar. Þá getur hún þess að í gær hafi tekið til starfa nokkrir nýir starfsmenn. Þann- ig hafi byrjað barnalæknir í hlutastarfi sem taki vaktir á heilsugæslustöðinni og næring- arráðgjafi, einnig í hlutastarfi, sem í upphafi muni einbeita sér að þjónustu við sykursjúka. Þá hafi tekið til starfa fjármála- stjóri hjá stofnuninni og ráðinn hafi verið hjúkrunarfræðingur í sérverkefni við stjórnun. Læknis- laust á heilsu- gæslunni Keflavík ÍTALS K- ÍS LE N S K A VE R S LU NAR RÁÐIÐ DAGSKRÁ Ávörp: Geir H. Haarde, fjármálaráðherra Íslands Daniele Molgora, aðstoðarfjármálaráðherra Ítalíu Framsögur: Samskipti á fjármálasviði - William Symington, Treasury & Risk Management, Íslandsbanka Veitingastaðurinn Ítalía: Hvernig höfum við farið að? - Tino Nardini, eigandi og kokkur á Veitingahúsinu Ítalíu Sjötíu ára reynslusaga af viðskiptum við Ítali - Ragnar Borg, G. Helgason & Melsteð hf. Ítalir, menning og listir, í viðskiptalegu tilliti - Ólafur Gíslason, listfræðingur og fararstjóri Ítalir í orkuframkvæmdum á Íslandi - Roberto Velo, Impregilo Iceland Branch Lok málþings ÍTALSKUR VIÐSKIPTADAGUR fimmtudaginn 6. mars 2003 kl. 15 - 17:00 í fundarsal Húsi verslunarinnar 14. hæð - Andrea G. Mochi Onory di Saluzzo, sendiherra Ítalíu á Íslandi Af þessu tilefni mun kokkurinn Fabrizio Lusenti frá Dezensano della Garda á Norður-Ítalíu, matreiða á Hótel Holti 7.-8. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.