Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 2
RÍKISSTJÓRNIN hefur sam-
þykkt tillögu Sivjar Friðleifsdótt-
ur umhverfisráðherra um stuðn-
ing Íslands við rússnesku
framkvæmdaáætlunina um
verndun hafsvæða gegn mengun
frá landi. Ísland mun leggja fram
100 þúsund dollara á fimm árum
eða um 8 milljónir króna.
Siv sagði að rannsóknir hefðu
leitt í ljós að um 80% af mengun
hafsins kæmu frá landi og helm-
ingur þess landsvæðis sem lægi að
norðurskautinu tilheyrði Rúss-
landi. Það væri því hægt að ná
miklum árangri í verndun hafsins
með því að taka á staðbundnum
vandamálum við strendurnar.
Væri víða mikil mengun á haf-
svæðinu við Norður-Rússland
sem rekja mætti til Sovéttímans.
Nú hefði náðst samkomulag um
framkvæmdaáætlun sem miðaði
að því að taka á staðbundnum og
langdrægum afleiðingum þessar-
ar mengunar.
Áætlunin nyti stuðnings Norð-
urskautsráðsins og væri á áætlun
vinnuhóps ráðsins um verndun
hafsins (PAME) sem veitir aðstoð
við framkvæmd rússnesku áætl-
unarinnar. Vinnuhópurinn hefur
skrifstofu á Akureyri, en Ísland
gegnir formennsku í Norður-
skautsráðinu tímabilið 2002–2004.
Bæði Bandaríkin og Kanada hafa
samþykkt að styðja áætlunina.
Siv sagðist fagna því mjög að
þetta verkefni væri að fara af stað.
Það væri að sjálfsögðu mikið
hagsmunamál Íslendinga að tekið
væri á mengun hafsins, en Ísland
hefði haft forystu á alþjóðlegum
vettvangi í baráttu gegn mengun
hafsins. Rússar hefðu skuldbund-
ið sig til að leggja umtalsverða
fjármuni til þessa verkefnis. Þetta
væri reyndar í fyrsta skipti sem
Rússar skuldbyndu sig til að setja
sjálfir fjármagn í alþjóðlegt um-
hverfisverkefni.
Ísland styður mengun-
arvarnir í Rússlandi
HYGGST STEFNA DAVÍÐ
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir að Hreinn Loftsson, stjórn-
arformaður Baugs, hafi greint sér
frá því 26. janúar 2002 að Jón Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi
viðhaft þau ummæli að greiða þyrfti
Davíð 300 milljónir gegn því að hann
léti af andstöðu við fyrirtækið.
Hreinn Loftsson segir að frásögn
Davíðs sé röng og Jón Ásgeir kveðst
ætla að stefna ráðherranum fyrir
meiðyrði.
Deilt um forsendur ESB
Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu-
neytisstjóri utanríkisráðuneytisins,
og Gerhard Sabathil, sendiherra
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, deildu á ráðstefnu í gær
um þær forsendur sem fulltrúar
ESB byggja á í viðræðum um aðlög-
un EES-samningsins að stækkun
ESB.
Var að undirbúa hryðjuverk
Khalid Shaikh Mohammed, einn
forsprakka al-Qaeda, var að skipu-
leggja hryðjuverk í Bandaríkjunum
og á Arabíuskaga þegar hann var
handtekinn í Pakistan á laugardag.
Nöfn hugsanlegra útsendara al-
Qaeda, meðal annars í Bandaríkj-
unum, fundust í íbúð þar sem
Mohammed var handtekinn.
Tekið við stjórn flugvallar
Íslenska friðargæslan tók í gær
við stjórn Slatina-flugvallar í Kosovo
af ítalskri hersveit. Halldór Ás-
grímsson staðfesti við athöfn af því
tilefni að Íslendingar myndu annast
þetta verkefni þar til flugvöllurinn
verður færður undir borgaralega
stjórn í apríl á næsta ári.
Dreifð eignaraðild betri?
Íslandsbanki er vænlegri kostur
fyrir erlenda fjárfesta en Lands-
banki og Búnaðarbanki vegna þess
að eignaraðild að bankanum er
dreifð, að sögn sérfræðings svissn-
eska fjárfestingarbankans Fox Pitt.
Hann segir það mikilvægt fyrir fjár-
festana að allt hlutafé banka geti
gengið kaupum og sölum.
Íhuga breytingar á herafla
Bandaríski hershöfðinginn James
L. Jones, yfirmaður herafla Atlants-
hafsbandalagsins, hefur hafið við-
ræður við aðildarríki bandalagsins
um hugsanlegar breytingar á banda-
rískum herstöðvum í álfunni.
Þriðjudagur
4. mars 2003
Prentsmiðja
Morgunblaðsins blað B
Verð
við allra hæfi
– fyrir þína hönd
Allar tegundir
lífeyrissparnaðar og fjölbreyttar ávöxtunarleiðir
Þú getur kynnt þér víðtæka þjónustu okkar í lífeyrismálum hjá ráðgjöfum
okkar í Ármúla 13, í síma 515 1500 eða á Lífeyrisvef Kaupþings,
www.kaupthing.is/lifeyrir. Einnig getur þú fengið ráðgjafa heim þegar
þér hentar.
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Vefsvæði
íbúðalánasjóðs 17
Nýjaríbúðir
áÁlftanesi
HótelLuna
viðSpítalastíg
Sérbýlið
áberandi 27
Gamalt hús í nýju
hlutverki 46
!"!#$!
% "
#$
&'(
)*+
&'(
) *+
!
"#$
"%$"&&'
-%.$/#$
%"/++%
01%23+
456#0!+
(1+1/7+ !+
8+ 23+
'%" 9+
"
:$+;
% ":$+;
$!+%.+
:$+;
% ":$+;
(
(%<) "%"+$
+$ 1+=""+)>>>1+
?"/@+AB
*
*
*
*
!!,
" # $
)*
+" /@AB
--
#
.
'/
"-
.
"
#%%
"$%/0
#121
#1
#.12-
##2#
+B
3! 4
! $ "/$"$
"$'$"&&'
8%"+#$!
&"
%""+
" " !
% "
$ $
Í GÓÐA veðrinu um helgina notuðu
margir tækifærið til þess að fara í
sumarhúsin, en þeir eru sem betur
fer margir, sem eiga kost á því.
Auk allra sumarhúsanna í eigu ein-
staklinga er mikill fjöldi bústaða í
eigu fagfélaga og starfsmanna-
félaga, sem eru leigð út til fé-
lagsmanna og yfirleitt á góðum
kjörum.
Raunar eiga heiti eins og orlofs-
hús eða frístundahús miklu betur
við en sumarhús eða sumarbústað-
ir, enda mörg af þessum húsum nú
svo vel úr garði gerð, að það er
hægt að vera í þeim jafnt vetur
sem sumar og húsin orðin sann-
kölluð vetrarvirki. Samt hefur heit-
ið sumarhús orðið býsna lífseigt og
endurspeglar kannski þrá landans
eftir birtu og yl.
Sala og kaup á sumarhúsum eru
hvað mest síðla vetrar, kannski eðli
málsins samkvæmt, því að þeir sem
ætla að kaupa sumarhús vilja helzt
ná heilu sumri. Kaup á sumarhús-
um eru að ýmsu leyti frábrugðin
kaupum á íbúðarhúsnæði og þá
fyrst og fremst vegna þess, að hús-
bréfalán fást ekki út á sumarhús.
Algengt verð á notuðum sumarhús-
um er á bilinu 4–8 millj. kr. Ein-
staka hús fer á mun hærra verði,
en það fer að sjálfsögðu bæði eftir
staðsetningu og stærð.
Engin ákveðin regla er raunar til
um greiðslu kaupverðs á sumarhús-
um. Ef um litla bústaði er að ræða
eru þeir stundum greiddir út í hönd
eða þá á mjög stuttum tíma. Ef um
dýrari bústaði er að ræða er meira
um að kaupverðið sé að hluta greitt
með skuldabréfi til einhverra ára.
Samgöngur og fjarlægð frá þétt-
býlisstöðunum og þá einkum frá
höfuðborgarsvæðinu skipta máli.
Eftirsóttustu svæðinu eru á Suður-
landi og Vesturlandi í sæmilegu
ökufæri frá höfuðborgarsvæðinu.
Sömu sögu er að segja um sum-
arhúsasvæðin út frá Akureyri og
öðrum þéttbýlisstöðum úti á landi.
Vaxandi ásókn í Borgarfjörð
Uppsveitir Árnessýslu hafa lengi
verið hvað eftirsóttustu sumarhúsa-
svæðin. Áhugi á sumarhúsum í
Borgarfirði og á Mýrum og allt
vestur á Snæfellsnes hefur þó auk-
ist til muna vegna Hvalfjarðar-
ganganna.
Að sögn Magnúsar Leópoldsson-
ar hjá Fasteignamiðstöðinni, sem
er með fjölda sumarhúsa á sölu-
skrá, hefur markaðurinn verið að
taka við sér með hækkandi sól.
Magnús Leópoldsson er nú með
til sölu sumarhús í Kálfhólabyggð í
landi Stóra-Fjalls í Borgarbyggð.
Húsið er 63,4 ferm., byggt 1980 á
leigulóð, sem samningur er um til
2042. Í húsinu eru þrjú svefnher-
bergi, stór stofa með steyptum arni
og rúmgott og vandað nýtt eldhús.
Til staðar er rafmagn og kalt
vatn og rafmagnshitun og hitakút-
ur. Sólpallar eru við húsið. Húsið
var allt málað 2001 nema þakið og
lóðin hefur verið að hluta skipulögð
og unnin eftir teikningum Stanislas
Bohic landslagsarkitekts. Ásett
verð er 8,5 millj. kr.
„Þetta hús stendur á frábærum
stað og umhverfi þess er einstakt,“
sagði Magnús Leópoldsson að lok-
um.
Með hækkandi sól tekur sum-
arhúsamarkaðurinn við sér
Þessi fallegi sumarbústaður í landi Stóra Fjalls í Borgarbyggð er nú til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Húsið er 63,4 ferm. og í
því eru þrjú svefnherbergi, stór stofa með steyptum arni og rúmgott og vandað nýtt eldhús. Ásett verð er 8,5 millj. kr.
Gagnvirk
þjónustusíða
Yf ir l i t
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VERÐ á matvælum hefur þróast
með mjög mismunandi hætti á und-
anförnum árum. Þannig hafa til
dæmis egg, kjöt og grænmeti hækk-
að lítið undanfarin ár og verulega
minna en verðlag á sama tímabili.
Hins vegar hefur fiskur stórhækkað í
verði á undanförnum árum, einkum
nýr og frosinn, en skelfiskur hefur
hækkað svipað og verðlag á tíma-
bilinu.
Þetta kemur fram þegar farið er
yfir mælingar Hagstofu Íslands á
verðþróun á matvælum, en mæling-
arnar eru hluti af mælingum vísitölu
neysluverðs. Á síðustu sex árum frá
því í mars 1997 hefur fiskur hækkað
um 61,4% í verði á sama tíma og vísi-
tala neysluverðs hefur hækkað að
meðaltali um 25,7%. Raunar hefur
nýr fiskur og frosinn hækkað enn
meira eða um 83,2% á sama tíma og
skelfiskur og aðrar sjávarafurðir
hafa hækkað um 26,7%, sem er svip-
að og verðlag á tímabilinu
Kjöt hefur hins vegar hækkað um
10,5% á sama tíma, sem er verulega
minna en verðlagshækkunin á tíma-
bilinu, og sama gildir um egg, sem
hækkað hafa um 8,6%, og grænmeti
og kartöflur, sem hækkað hafa um
6,2%. Ávextir hafa hækkað um 18,5%
á tímabilinu, sem er nokkru undir
verðlagshækkun, en ostar hafa
hækkað um 36,6% og brauð og korn-
vörur um 31,6%. Mjólk hefur hækkað
um 25,4%, en léttmjólk og undan-
renna lítið eitt meira eða um 29,1%.
Sykur, súkkulaði og sælgæti hafa
hins vegar hækkað um 27,9% á tíma-
bilinu, sem er ekki ósvipað og verð-
lagshækkunin að meðaltali. Þá hafa
drykkjarvörur hækkað um 20,4%.
Svína- og alifuglakjöt
hefur lækkað í verði
Þegar skoðað er hvernig verð á
einstökum tegundum kjöts hefur
breyst á tímabilinu kemur í ljós að
svína- og alifuglakjöt hefur lækkað
talsvert í verði eða um 11% og 13%.
Lambakjöt hefur hækkað um 11,6% á
síðustu sex árum og nautakjöt hefur
hækkað um 20,7%.
Ef þessar verðbreytingar á mat-
vælum á undanförnum sex árum eru
settar í samhengi við verðlagshækk-
un á tímabilinu kemur í ljós að kjöt
hefur lækkað um 12% í verði í hlut-
falli við almennt verðlag á sama tíma
og fiskur hefur hækkað um 27%. Ef
liðurinn fiskur, nýr og frosinn, er ein-
göngu skoðaður hefur hann hækkað
um tæp 46% á tímabilinu.
Þegar einstakar kjöttegundir eru
skoðaðar kemur í ljós að lambakjöt
hefur lækkað um 11% á tímabilinu,
nautakjöt hefur lækkað um 4%,
svínakjöt hefur lækkað um 29% og
kjúklingar um tæpt 31%.
Mikil verðhækkun á fiski
& &",
" ! !%,
!!,
!,
% %,
" !,
"!,
! %+#%+ 93$$+ %,
(%<)("01C<
#$/7"D""01+0
!$/7"D""01+0
$!+D+01+0
$!+
"+
'+! 0$0+#7+!+
E=""/5$!<+%01
.$!+@$$! 01
$%1$!+
/5$
!"$/7"D""01+0
+.$$/+#7+!+
#%F"+
E2$/7"D""01+0
4/7"
G
8+3%"$+"71!+01
3
5!
H<+#"7!+"#7+!0<+.$$/+#7+!+1+*+
"1%2+@+ Raunlækkun á verði allra kjöt-
tegunda í hlutfalli við verðlag
TÍU stórmeistarar eru efstir og jafnir eftir þrjár um-
ferðir á Eddumótinu í atskák, sem hófst í gær. Helgi
Áss Grétarsson er eini Íslendingurinn í þeim hópi.
Mótið er haldið til minningar um Guðmund J. Guð-
mundsson og á myndinni leikur Elín Torfadóttir,
ekkja hans, fyrsta leikinn í skák Topalovs, stiga-
hæsta skákmanns mótsins, gegn Gunnari Björnssyni.
Henni til aðstoðar var Einar S. Einarsson, fyrrver-
andi forseti Skáksambands Íslands. Fjórar umferðir
verða tefldar á mótinu í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Morgunblaðið/Ómar
Tíu stórmeistarar með fullt hús
Frumvarp til
fjáraukalaga
vegna aðgerða
stjórnvalda
FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir H.
Haarde, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp
til fjáraukalaga fyrir árið 2003 vegna sam-
þykktar ríkisstjórnarinnar um átak í at-
vinnu- og byggðamálum. „Samkvæmt sam-
þykktinni aukast framlög til
vegaframkvæmda um 4.600 milljónir kr. á
næstu 18 mánuðum og vinnu við verkefni
sem þegar hafa verið ákveðin verður flýtt
innan ársins,“ segir í athugasemdum frum-
varpsins.
Þar segir að alls sé gert ráð fyrir að út-
gjöld ársins 2003 aukist um 4,7 milljarða kr.
og verði því samtals 264,8 milljarðar. „Sam-
þykkt ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir
6.300 milljóna kr. útgjöldum á næstu 18
mánuðum og er því gert ráð fyrir að 1.600
milljónir kr. komi til gjalda árið 2004.
Hagnaður af sölu eigna aukist um 2.600
milljónir kr. og heildartekjur verði því 274,2
milljarðar kr. Afkoma ríkissjóðs rýrnar því
um 2.100 m.kr. og tekjuafgangur á ríkis-
sjóði verður 9.358 m.kr. í stað 11.458 m.kr.
Áætlað er að heildartekjur af sölu hluta-
bréfa og eignarhluta verði 16.870 m.kr. en
þær eru áætlaðar 12.670 m.kr. í fjárlögum.“
Í frumvarpinu er lagt til að fjárheimild
menntamálaráðuneytisins verði aukin um
einn milljarð, fjárheimild samgönguráðu-
neytisins verði aukin um þrjá milljarða og
fjárheimild iðnaðarráðuneytisins verði auk-
in um 700 milljónir.
Álversfrum-
varpi vísað til
þriðju umræðu
FRUMVARPI iðnaðarráðherra, Valgerðar
Sverrisdóttur, um heimild til að reisa ál-
verksmiðju í Reyðarfirði var vísað til þriðju
og síðustu umræðu á Alþingi í gær. Var það
samþykkt með 45 atkvæðum þingmanna
Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks,
Frjálslynda flokksins og Samfylkingarinn-
ar gegn fimm atkvæðum Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs.
Áður hafði tillaga þingflokks VG um að
frumvarpinu verði vísað frá verið felld í at-
kvæðagreiðslu. Þingflokkur VG studdi einn
frávísunartillöguna.
Valgerður Sverrisdóttir sagði undir lok
atkvæðagreiðslunnar að málið nyti mikils
stuðnings innan Alþingis enda væri það
þaulunnið af þingnefnd. Stefnt er að því að
frumvarpið verði að lögum í atkvæða-
greiðslu á Alþingi á miðvikudag.
♦ ♦ ♦
Maríuerla sést á Höfn
Hornafirði. Morgunblaðið.
Í FYRRADAG sást til maríuerlu við Byggðasafnið á
Höfn í Hornafirði og skömmu síðar sást til erlunnar
við Sílavík. Þetta var karlfugl í mjög fallegum bún-
ingi.
Það voru Elínborg og Sigrún Pálsdætur og Hálf-
dán Helgason sem sáu fuglinn en þau voru á ferð
með Birni Arnarssyni fuglaáhugamanni við safnið.
Björn segir öruggt að maríuerlan sé langt að komin
og trúlega hafi hún villst af leið frá vetrarheim-
kynnum sínum í Afríku.
Fyrir þremur dögum frétti Björn af fyrstu mar-
íuerlunum í Lúxemborg og fuglinn sem sást á Höfn
gæti því verið úr þeirra hópi en að undanförnu hafa
verið sterkir sunnanvindar í háloftunum. Það er
sjaldgæft að sjá maríuerlur svo snemma, venjulega
koma þær ekki til landsins fyrr en í endaðan apríl.
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Viðskipti 13/15 Minningar 32/36
Erlent 16/18 Hestar 37
Höfuðborgin 19 Bréf 40
Akureyri 20 Dagbók 42/43
Suðurnes 21 Kvikmyndir 52
Landið 22 Fólk 48/53
Neytendur 23 Bíó 50/53
Listir 24/25 Ljósvakar 54
Forystugrein 28 Veður 55
* * *