Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 33
í blaðagrein sem birtist í Tímanum í
september 1969. Greinin ber yfir-
skriftina „Í útlöndum er ekkert
skjól“ og kemur fram að fokið sé í
mörg skjól við brottför hans frá
París þar sem hann hafi ekki aðeins
lagt sig í líma við að greiða götu
námsmanna heldur hafi heimili hans
og Ragnheiðar verið sem vin í þeirri
auðn sem hin ríka og fagra Par-
ísarborg geti virst fjarri átthögum.
Á því rausnarheimili hafi alltaf verið
rými fyrir nokkra til viðbótar. Sig-
urður og Ragnheiður voru alla tíð
einstaklega samhent. Ragnheiður
var ekki aðeins traustur bakhjarl
við rekstur heimilis en einnig við
sendiráðsstörf.
Hagsmunagæsla og fyrirgreiðsla
af ýmsu tagi er drýgsti þáttur
sendiráðsstarfa. En hvert sem Sig-
urður fór var hann einnig fulltrúi
sagnaarfs Íslendinga, ljóðlistar og
bókmennta. Sigurður var ljóðelskur
og og stálminnugur. Ljóðlistin var
honum ekki aðeins dægradvöl held-
ur mótaði hún viðmót hans og lífs-
afstöðu. Hvort sem hann var að
stappa stálinu í íslenska námsmenn
í París eða rækta tengsl við erlend
stjórnvöld fann hann þar þann sem
styrk sem dugði. Við starfsfólk ut-
anríkisþjónustunnar þökkum Sig-
urði samfylgdina um langan veg og
sendum Ragnheiði hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Gunnar Snorri Gunnarsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 33
Vegna mistaka birt-
ust greinar um Mar-
gréti Sigurjónsdóttur
með grein um Margréti
Sæmundsdóttur í
blaðinu í gær. Við biðjumst afsökun-
ar á þessum mistökum og birtum
greinarnar hér aftur.
Ég man eftir því þegar ég hitti
Möggu í fyrsta skipti fyrir rúmum
fimm árum, þegar leiðir okkar Sigga
lágu saman. Hún tók mér opnum
örmum og strax fann ég hversu hlý
og góð kona hún var. Hún var ekki
orðmörg en hafði gaman að vera inn-
an um fólk. Þegar við Siggi eignuð-
umst Árna Þór sat hún með lang-
ömmustrákinn og væntumþykjan
leyndi sér ekki. Og þegar fram líða
stundir munum við Siggi setjast nið-
ur með Árna og segja honum frá
langömmu sinni sem var svo góð við
hann. Magga var kona sem kvartaði
aldrei þrátt fyrir að heilsan væri far-
in að gefa sig, heldur lét hún já-
kvæðni og brosið ráða för, sem við
unga fólkið ættum að taka til eftir-
breytni.
Núna er Magga komin á góðan
stað og baráttan við veikindin er lok-
ið, ég vona að þér líði vel og að þú
fylgir okkur áfram. Minningin þín er
ljós í lífi okkar.
Við getum ei breytt því,
sem frelsarinn hefur að segja,
um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög, sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð
MARGRÉT
SIGURJÓNSDÓTTIR
✝ Margrét Sigur-jónsdóttir fædd-
ist að Minnibæ í
Grímsnesi 27. febr-
úar 1917. Hún lést á
deild K-2 á Landa-
koti 10. febrúar síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Fossvogskirkju 20.
febrúar.
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár
og erfitt sé við hana að una,
við verðum að skilja
og alltaf við verðum að
muna,
að guð, hann er góður
og veit hvað er best fyrir
sína.
Því treysti ég nú
að hann geymi vel sálina
þína.
(Bryndís Jónsdóttir.)
Björg Árnadóttir.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
(Jóhannes úr Kötlum.)
Kveðja
Árni Þór.
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR,
Ásabyggð 14,
Akureyri,
síðast til heimilis á Kumbaravogi,
Stokkseyri,
andaðist aðfaranótt sunnudagsins 2. mars.
Jarðsett verður frá Kollafjarðarneskirkju laugardaginn 8. mars kl. 14.
Páll Hjartarson,
Jón Hjartarson, Áslaug Ólafsdóttir,
Hreinn Hjartarson, Sigurbjörg Gísladóttir,
Sigmar Hjartarson, Guðný S. Hallgrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar og tengdamóðir,
ANNA PETERSEN,
Flókagötu 25,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn
1.mars.
Bernhard Petersen, Anna María Petersen,
Elsa Petersen, Bogi Nilsson,
Othar Örn Petersen, Helga Petersen,
Ævar Petersen, Sólveig Bergs.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR
frá Baldurshaga,
Vestmannaeyjum,
Dalbraut 20,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi laugardaginn
1. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Hulda Ósk Jónsdóttir, Haukur Ó. Geirsson,
Guðjón Haukur Hauksson, Bryndís Jóhannesdóttir,
Tinna Ósk Hauksdóttir, Sævar Geir Ómarsson
og barnabarnabörn.
Bróðir minn,
HELGI MÁR KRISTJÁNSSON,
Bræðraborgarstíg 32,
lést á heimili sínu laugardaginn 1. mars.
Guðbrandur Kristjánsson.
Elskulegur fóstri minn,
BALDVIN ÓLAFSSON
húsasmiður,
áður til heimilis á Háteigsvegi 50,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudag-
inn 28. febrúar.
María Guðmundsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HALLDÓR GUÐMUNDSSON,
Þangbakka 8,
(áður Akurgerði 8),
Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu, Reykjavík föstudaginn
28. febrúar sl.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 7. mars kl. 13.30.
Anna Steinunn Jónsdóttir,
Helga Halldórsdóttir,
Guðmundur Halldórsson, Elín Snæbjörnsdóttir,
Jón Árni Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA FRIÐRIKSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugar-
daginn 1. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Friðrik Georgsson, Anna Jónsdóttir,
Vilborg Georgsdóttir, Guðmundur Björnsson,
Lovísa Georgsdóttir, Brynjar Hafdal,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ANNA MAGNEA BERGMANN,
Hringbraut 77,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugar-
daginn 1. mars.
Útförin auglýst síðar.
Böðvar Þ. Pálsson,
Ásta Vigdís Böðvarsdóttir, Kristinn Vilberg Vilhjálmsson,
Margrét Böðvarsdóttir,
Anna Þóra Böðvarsdóttir, Lúðvík U. Smárason,
barnabörn og barnabarnabörn.
þú stendur á sviðinu einn því hvert
sem þú fórst varðst þú miðpunktur
allrar athygli, með einstökum per-
sónutöfrum og hlýju áttir þú salinn.
En nú ert þú farinn, sviðið er
autt.
Eftir sitjum við með minningu um
einstakan dreng.
Ég vona að fjölskylda þín og sér-
staklega Axel þinn einkasonur geti
fundið styrk í þeirri hlýju og vin-
semd sem þú skildir eftir hjá okkur.
Blítt og rótt
breiðir nótt
blæju um fjöll og voga.
Augun þín,
ástin mín,
eins og stjörnur loga.
Sonur kær!
svefninn vær
sígur brátt á hvarma.
Sofðu rótt
sumarnótt
svæfir dagsins harma.
(Jón frá Ljárskógum.)
Elskaður og dáður ertu af okkur
og öllum sem líf hvers þú snertir og
við eru þakklát fyrir að hafa kynnst
þér, því betri mann höfum við ekki
fyrir hitt.
Þínir vinir
Ottó og Guðlaug.
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina