Morgunblaðið - 04.03.2003, Page 20
AKUREYRI
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÍR menn voru handteknir
þar sem þeir höfðu komið sér
fyrir á gistiheimili á Akureyri
og var einn þeirra með fíkni-
efni í fórum sínum. Við leit í
herbergi þeirra fundust 30 e-
töflur og 15 grömm af hassi í
eins gramms pakkningum.
Fíkniefnin voru ætluð til sölu
á Akureyri. Lögregla fylgdist
um liðna helgi grannt með
grunuðum fíkniefnaneytend-
um og voru tveir aðrir hand-
teknir grunaðir um sölu, en
þeir reyndust ekki hafa efni í
fórum sínum. Afskipti voru
höfð af mörgum, sem þekktir
eru að fíkniefnaneyslu, til að
gera þeim erfitt fyrir og
stuðla með því að minni
neyslu.
Með 30
e-töflur
og hass á
gistiheimili
MEISTARAFLOKKUR
Íþróttafélagsins Magna á
Grenivík í knattspyrnu hefur
ákveðið að efna til kirkju-
tröppumaraþons um páskana
og hlaupa upp og niður hinar
víðfrægu kirkjutröppur Akur-
eyrarkirkju í einn sólarhring.
Um er að ræða áheitahlaup
þar sem almenningur og fyr-
irtæki geta styrkt félagið með
frjálsum framlögum.
Hlaupið hefst kl. 8 að
morgni laugardagins 19. apríl
og lýkur á sama tíma sunnu-
daginn 20. apríl, en það verð-
ur sr. Svavar A. Jónsson
sóknarprestur í Akureyrar-
kirkju sem tekur fyrsta
sprettinn. Að honum loknum
taka leikmenn meistaraflokks
við og hlaupa samfellt í sólar-
hring, en hlaupinu hyggjast
þeir ljúka með því að fara í
messu kl. 8 á páskadagsmorg-
un.
Fjölmenni er jafnan á Ak-
ureyri um páskana og vona
þeir Magnamenn að mara-
þonhlaup þeirra í kirkju-
tröppunum verði til þess að
lífga enn frekar upp á bæj-
arlífið. Þeir hvetja því bæj-
arbúa og gesti þeirra til að
mæta á staðinn og hvetja
menn til dáða.
Maraþon-
hlaup í
kirkju-
tröppum
Fræðslufundur á vegum skóla-
þróunarsviðs kennaradeildar
HA verður í dag, þriðjudag, kl.
16.15 í Þingvallastræti.
Anna Guðmundsdóttir, aðstoð-
arskólastjóri í Hrafnagilsskóla,
flytur erindi sem hún nefnir; Það
er bara heilans vandamál en
fjallað verður um lestur, lestr-
arkennslu og lestrarörðugleika.
Sagt verður frá starfendarann-
sókn á kennslu í gagnvirkum lestri
á miðstigi. Rannsóknin var verk-
efni til meistaraprófs við fram-
haldsdeild KHÍ. Fjallað verður um
hvernig bekkjarkennarar notuðu
gagnvirkan lestur til að efla
lesskilning nemenda sinna og auka
með þeim námsvitund. Gerð
verður grein fyrir framförum
nemenda á rannsóknartímabilinu
og hvaða lærdóm má draga af nið-
urstöðunum um möguleika
almennra kennara til að auka
lesskilning nemenda með
markvissri kennslu.
Í DAG
KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur
verið dæmdur í þriggja mánaða
fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands
eystra, en dómurinn er skilorðs-
bundinn og fellur niður haldi mað-
urinn almennt skilorð í tvö ár. Mað-
urinn var ákærður fyrir brot á
fíkniefnalögum, skjalafals og fjár-
svik.
Maðurinn var ákærður fyrir að
vera með rúm 69 grömm af hassi í
vörslum sínum er hann ásamt
tveimur piltum var handtekinn á
heimili annars þeirra, fyrir að flytja
efnið frá Reykjavík og selja á Ak-
ureyri.
Þá var maðurinn ákærður fyrir að
hafa notað falsaðar ávísanir í við-
skiptum á þremur stöðum sem og að
hafa ekki skilað leikjatölvu sem
hann tók á leigu heldur selt til að
greiða skuldir. Játaði maðurinn sak-
argiftir eftir að nokkrum sakarefn-
um hafði verið breytt við meðferð
málsins og var það í samræmi við
rannsóknargögn lögreglu. Þóttu
brot hans því nægilega sönnuð. Með
hliðsjón af skýlausri játningu og að
hann hafði ekki áður gerst sekur við
brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf
né hegningarlögum þótti fært að
fresta fullnustu refsingarinnar og
fellur hún niður að liðnum tveimur
árum haldi hann almennt skilorð.
Hassið var gert upptækt og þá var
manninum gert að greiða tæplega
30 þúsund krónur auk vaxta í skaða-
bætur, sem og sakarkostnað en mál-
flutningsþókun skipaðs verjanda
greiðist úr ríkissjóði.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Skilorð í tvö ár
vegna ýmissa brota
UNDANFARNA daga hafa rúður
í strætisvagnaskýlum á Akureyri
verið brotnar og er tjónið umtals-
vert.
Níu rúður í skýlum í Gilja- og
Síðuhverfi hafa verið brotnar og
þar af fimm aðfaranótt sunnu-
dags. Að sögn lögreglunnar á Ak-
ureyri kostar hver rúða um 40
þúsund krónur og biður hún alla
þá sem geta gefið upplýsingar um
þessi skemmdarverk að láta vita.
Stefán Baldursson fram-
kvæmdastjóri Strætisvagna Ak-
ureyrar sagði að ástandið hefði
verið óvenju slæmt að undan-
förnu en frá áramótum hafa 15
rúður verið brotnar í strætis-
vagnaskýlum í bænum. Tjónið
nemur samtals um 600.000 krón-
um fyrir utan vinnu við að skipta
um rúðurnar og hreinsa upp gler-
brotin. Stefán sagði að unnið
væri að því að finna skemmdar-
vargana en hann taldi að ekki
væru neinir smákrakkar þarna á
ferð. „Hér er um að ræða högg-
þolið öryggisgler, sem á m.a. að
þola spark en mönnum tekst engu
að síður að brjóta það. Fyrir ára-
mótin voru sæti í skýlunum
sprengd upp, þar sem þau hrein-
lega rifnuðu af festingunum og
einnig var reynt að sprengja
glerin en án árangurs. Það þarf
mikinn vilja til að valda þessum
skemmdum og hér er ekki um
nein slys að ræða,“ sagði Stefán
en þrjár rúður voru brotnar um
hábjartan dag á dögunum.
Hann sagði ekki fýsilegt að
skipta um rúður á meðan þetta
ástand varir. Menn hafi verið að
brjóta þrjár til fimm rúður í einu.
„Fólk hefur verið mjög ánægt
með þessi skýli, þau eru björt,
veita gott skjól en eru ekkert
mjög áberandi í umhverfinu. Það
er því mjög leiðinlegt að ein-
hverjir sjúkir menn skuli ganga
um og skemma þau.“
Fimmtán
rúður
brotnar
frá ára-
mótum
Morgunblaðið/Kristján
Gunnlaugur Árnason bílstjóri, t.v., og Stefán Baldursson, framkvæmda-
stjóri SVA, hreinsa upp glerbrot við strætisvagnaskýli í Vestursíðu.
Skemmdarverk unnin
á strætisvagnaskýlum
TVEIR piltar hafa í Héraðsdómi
Norðurlands eystra verið dæmdir í
skilorðsbundið fangelsi, annar í 90
daga og hinn í 45 dag vegna að-
ildar að líkamsárás á bílaþvottapl-
ani á Húsavík í fyrrasumar. Var
piltunun gert að greiða þeim sem
ráðist var á rúmlega 120 þúsund
krónur í bætur. Þriðji pilturinn
sem ákærður var vegna málsins
var sýknaður.
Sá sem fyrir árásinni varð var
ásamt fleira fólki á bílaplaninu
þegar piltana bara að, en á þá
slettist vatn og kom til átaka í
kjölfarið. Sá sem sýknaður var ýtti
piltinum yfir vegg og hlutust ekki
af því nein meiðsl, en eftir það tók
hann ekki þátt í árásinni. Hinir
tveir voru hins vegar dæmdir enda
taldi dómurinn að atgangur þeirra
á vettvangi hefði ekki við í neinu
samræmi við upptök átakanna, þ.e.
að á það slettist vatn. Tekið var
tillit til ungs aldurs piltanna og að
þeir játuðu í aðalatriðum háttsemi
sína fyrir dómi. Sá sem þyngri
dóm hlaut varð uppvís að því að
sparka í fórnarlambið undir lok at-
lögunnar og þótti það fólskulegt.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Skilorðsbundið
fangelsi fyrir árás
BALDVIN Þorsteinsson EA, fjöl-
veiðiskip Samherja, kom til heima-
hafnar á Akureyri á laugardag en
næstu fjórar til fimm vikurnar
verður unnið við að setja niður
vinnslulínu á millidekk skipsins.
Um er að ræða vinnslulínu fyrir
uppsjávarfisk, bolfisk og rækju.
Baldvin Þorsteinsson var á loðnu-
veiðum en þeirri vertíð er nú lokið,
að sögn Kristjáns Vilhelmssonar út-
gerðarstjóra Samherja. Skipið fór í
nokkurra daga síldarleit fyrir vest-
an, fann lítið af síld en landaði þó
„slatta“ af síld í Krossanesi á laug-
ardag, að sögn Kristjáns.
Morgunblaðið/Kristján
Næstu vikurnar verður vinnslulína sett í Baldvin Þorsteinsson.
Vinnslulína um borð í
Baldvin Þorsteinsson
ATVINNULEYSI hefur aukist á Norðurlandi
eystra og er nú um 4% af vinnuafli svæðisins án at-
vinnu. Svæðisvinnumiðlun hefur í ljósi þessa aukið
við úrræði fyrir fólk á atvinnuleysisbótum.
Þannig býður Menntasmiðjan upp á vinnu-
klúbb, sem er námskeið í atvinnuleit, mennta-
smiðju ungs fólks og menntasmiðju kvenna. Í
samstarfi við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar er
boðið upp á fimm námskeið, þrjú á Akureyri og tvö
í Ólafsfirði og í samstarfi við Fræðslumiðstöð
Þingeyinga verða haldin námskeið í sýslunni.
Svæðisvinnumiðlun hefur einnig staðið fyrir hóp-
ráðgjöf á Akureyri þar sem þátttakendur ræða
reynslu sína á vinnumarkaði og í atvinnuleit og
miðla henni sín á milli.
Einnig hefur atvinnuleitendum verið boðið að
taka áhugasviðspróf sem þykir gagnlegt sjálfskoð-
unartæki og getur gefið vísbendingar um náms-
og starfsval.
Svæðisvinnumiðlun mun áfram leita samstarfs
við sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök um
starfskynningu, starfsþjálfun og reynsluráðningu
og eins styrkir hún fólk á atvinnuleysisskrá til að
sækja námskeið á eigin vegum. Loks má nefna að
Svæðisvinnumiðlun mun síðar bjóða námskeið í
stofnun og rekstri smáfyrirtækja í samvinnu við
Akureyrarbæ.
Á næstunni verður lögð sérstök áhersla á að fá
sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök til að ráða
til sín fólk af atvinnuleysisskrá til að sinna sér-
stökum verkenfum sem eru umfram venjuleg um-
svif og hefðu að öðrum kosti ekki verið unnin í
launaðri vinnu.
Mörg námskeið í boði fyrir atvinnulausa