Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ B andaríski menningar- fræðingurinn Lawr- ence Grossberg segir í afar hnýsilegri grein, „MTV: í sveiflu á (póstmódernískri) stjörn- unni“, að til þess að öðlast skilning á því hversu kröftug skilaboð tón- listarsjónvarps á borð við MTV séu þá þurfi að veita miðlun þess á andrúmi, geðhrifum og tilfinn- ingum sér- staka athygli. Hann telur að tónlistar- sjónvarpið miðli fremur inntakslausu andrúmi og geðhrifum en inntaki og gildum; andrúmið dreifist eins og smit og lúti í raun ekki lög- málum hefðbundinnar miðlunar sem geri það að verkum að erfitt sé að henda reiður á því. Þetta ofdekur við geðhrifin, eins og Grossberg kallar það, tengir hann tilkomu hins póst- móderníska ástands þar sem sam- bandið milli geðhrifa og hug- myndafræði hefur sífellt orðið nánara. Grossberg á við að það verði stöðugt erfiðara að taka af- stöðu byggða á yfirvegaðri skoðun á raunverulegum aðstæðum. Fólk myndar sér frekar skoðun byggða á tilfinningum sem spretta af neyslu tilbúinna mynda sem vísa ekki til veruleikans heldur aðeins til annarra tilbúinna mynda. Hér er Grossberg að lýsa heimi of- urveruleikans sem Baudrillard hefur fjallað um. Grossberg talar um rökheim hinnar áreiðanlegu fölsunar í því sambandi vegna þess að hinn sjálfhverfi tilbúni heimur hefur þrátt fyrir allt raun- verulegt gildi fyrir fólk. Þó að hann vísi ekki til raunveruleikans, eins og við höfum þekkt hann, þá vísar hann til tilfinningalegrar reynslu eða geðhrifa sem fólk tel- ur sönn í sjálfum sér. Hinn falski, tilbúni heimur virðist því upp- runalegur og áreiðanlegur. Þetta er meðal annars heimur sjón- varpsins þar sem allar myndir eru jafn tiltækar, jafn raunverulegar, jafn tilbúnar, jafn sambærilegar. Í sjónvarpi er engin dulin þekking, segir Grossberg, eða öllu heldur, þar er sífellt verið að ljóstra upp hinni duldu þekkingu og end- urtaka hana fyrir áhorfendur. Í sjónvarpi liggur allt í augum uppi. Hin dulda þekking sjónvarpsins er í raun sú að það hefur engu að leyna vegna þess að ekkert er á bak við skjáinn. Skjámyndin felur þannig ekki í sér neina víðari skír- skotun, enga dýpri merkingu, hún er öll þar sem hún er séð. Ef við erum í raun algerlega sam- bandslaus (við veruleikann), segir Grossberg, þá er sambandsleysið sá sjálfsagði grunnur sem við byggjum líf okkar á. Þannig verð- ur ofurveruleikinn okkar sjálf- sagða umhverfi og geðshræringin okkar sjálfsagða hugarástand. Grossberg telur að þessi rök- fræði ráði ríkjum í tónlistar- sjónvarpi á borð við MTV og víðar í afþreyingarmenningu samtím- ans. Notkun á hinu brotakennda, á myndum án tilvísunar, á efni án inntaks, á sögu án veruleika og á frásögnum án samhengis verður sífellt algengari. Frumleiki og merking virðast ekki lengur eft- irsóknarverðir eiginleikar í texta en þeir eru fullir af endurtekn- ingum og eru vart aðgreinanlegir hver frá öðrum. Þetta á ekki ein- ungis við um fagurfræði auglýs- inga, áréttar Grossberg. Í bókinni Táknræn skipti og dauði heldur títtnefndur Jean Baudrillard því fram að boð- skiptagrundvöllur samtímans hafi breyst í kjölfar rafvæðingarinnar með þeim hætti að nú skipti tákn hvert við annað en ekki veru- leikann í merkingarmyndun sinni. Þegar táknin hafa misst skír- skotun sína til veruleikans má snúa þeim við, breyta þeim og skipta þeim út fyrir önnur án til- lits til þess sem vísað er til. Tákn, sem áður voru ljós, eru orðin full- komlega óljós, að mati Baudrill- ards, og samspil þeirra einkennist af leik. Tákn vísar á tákn sem vís- ar á enn annað tákn og heimurinn er hugmynd sem verður aldrei að veruleika. Poppiðnaðurinn og tískan eru slíkir innheimar og þá er að finna víðar í menningar- landslaginu. Austurríski arkitekt- inn Raimund Abraham lýsir því yfir í nýlegu viðtali – þvert á trú módernískra arkitekta síðustu aldar – að í byggingarlist skipti hugmyndin höfuðmáli en bygg- ingin sjálf sé aukaatriði. Abraham segir: „[…] það er hugmyndin sem vekur áhuga minn. Maður getur skrifað arkitektúr, maður getur teiknað arkitektúr, maður getur búið til líkön – arkitektúr þarf ekki að byggja.“ Grossberg segir að tónlistar- sjónvarpið geri að engu gildi stíls, inntaks og smekks. Í staðinn býð- ur það fólki að setja sig í stellingar sem það veit að eru eingöngu stellingar. Stellingarnar eru ein- ungis spurning um val en ekki skoðun eða gagnrýna afstöðu. Þær eru til marks um að viðkom- andi hefur valið að fylgja ákveð- inni línu um sinn, að hann hefur látið hrífast – gengið í nokkurs konar geðshræringarbandalag – en hrifning hans hefur enga víðari skírskotun, hún hefur enga merk- ingu, og það er erfitt að henda reiður á orsökum hennar enda liggja þær í illhöndlanlegu and- rúmi tímans. Á sama hátt er sam- hengið í heimi tísku og menningar stundum ráðgáta. Við fyrstu kynni vaknar grunur um eitthvert innra samhengi, eitthvert hug- myndalegt eða jafnvel raunveru- legt bakland en við nánari skoðun kemur jafnvel í ljós að í þessum heimi er heldur engin dulin þekk- ing – hann er allur á yfirborðinu. Geðshrær- ingar- bandalagið Stellingarnar eru einungis spurning um val en ekki skoðun eða gagnrýna af- stöðu. Þær eru til marks um að viðkom- andi hefur valið að fylgja ákveðinni línu um sinn, að hann hefur látið hrífast – gengið í nokkurs konar geðshræringarbandalag. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Þegar Sigurður Haf- stað fór frá Ósló árið 1965 varð það tilefni nokkurra blaðaskrifa í norskum blöðum því ýmsir helstu menning- arvitar Noregs töldu ástæðu til þess að koma á framfæri við fjölmiðla þakklæti fyrir störf hins íslenska sendiráðsstarfsmanns. Var þar lýst söknuði vegna brottfarar hans og aðdáun á framlagi hans til eflingar menningartengsla Íslands og Nor- egs. Ivar Eskeland, sem Íslending- um er að góðu kunnur, tók reyndar fram í grein í Dagbladet að ætlunin hefði verið að taka viðtal við Sigurð en frá því hafi verið horfið því það hefði aldrei getað mætt ströngum kröfum fagurkerans Sigurðar um SIGURÐUR HAFSTAÐ ✝ Sigurður Her-steinn Árnason Hafstað fæddist í Vík í Skagafirði 27. júlí 1916. Hann andaðist í Reykjavík 21. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 28. febrúar. stíl og framsetningu, nema þá helst með því að fela honum að skrifa viðtal við sjálfan sig. Það hefði hins veg- ar ekki verið hægt vegna lítillætis hans og anna við búferlaflutn- inga. Ég treysti mér ekki frekar en Ivar Eskel- and til þess að skrifa texta samboðinn Sig- urði en þessi síðbúnu minningarorð eru þakklætisvottur utan- ríkisþjónustunnar fyrir störf í hennar þágu um 42 ára skeið. Þegar Sigurður hóf þar störf í aprílbyrjun árið 1944 hafði utanrík- isþjónustan vart slitið barnsskónum og lýðveldið enn ekki stofnað. Starfsaðstaðan var oft frumstæð og kjör knöpp, ekki síst fyrir mann sem hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Sigurður var sendur strax 1945 til Stokkhólms og tveimur árum síð- ar til Moskvu. Þar var diplómat- anum unga og fjölskyldu hans kom- ið fyrir á hótelherbergi á vegum sendiráðsins meðan beðið var eftir því að sovéska stjórnkerfið af- greiddi umsókn um íbúð. Aðstaða til matseldar á herbergjum var ekki sem best, vöruúrval takmarkað og þarf ekki mikið hugarflug til þess að ímynda sér örðugleikana sem yf- irstíga þurfti í daglegu lífi og starfi. Sendiherra hafði aðsetur í París svo það féll í hlut Sigurðar að sjá um rekstur sendiráðsins og samskipti við sovésk stjórnvöld á þessum tíma ógnarstjórnar Stalíns. Síðar átti leiðin eftir að liggja aftur til Reykjavíkur, til Parísar, aftur til Moskvu, Stokkhólms og í tvígang til Óslóar en eftir þessa eldskírn hafa önnur verkefni vart vaxið honum í augum. En í bréfi til ráðuneytis- stjóra árið 1965 þegar flutningar frá Ósló til Parísar stóðu fyrir dyrum segir Sigurður: „Ég þarf ekki að út- lista það fyrir þér, hvað það er mik- ið átak fyrir mann sem hefur stóran barnahóp í eftirdragi , að skipta um umhverfi og slá rótum sínum niður í öðru og ókunnu landi. En þetta er sá einfaldi hlutur og það óumflýj- anlega, sem menn í okkar vondu at- vinnu verða að sætta sig við, en þetta hefur vissulega sínar góðu hliðar.“ Sigurður og Ragnheiður voru gestrisin og veitul og var heimili þeirra sem skagfirskt höfuðból í þjóðbraut hvar sem þau dvöldu. Al- úð þeirra og umhyggju við íslenska námsmenn í París er fagurlega lýst Haraldur Sigþór Bergmann, sem var sonur bróður míns Grétars Berg- mann, er látinn langt um aldur fram. Lífshlaup hans var stormasamt, fullt af baráttu, höfnun og vonbrigðum. HARALDUR SIGÞÓR BERGMANN ✝ Haraldur SigþórBergmann fædd- ist í Súðavík í Álfta- firði 29. ágúst 1950. Hann lést á heimili sínu í Hátúni 10A í Reykjavík aðfara- nótt 14. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Valgerður Haraldsdóttir, f. 28. febrúar 1932, og Loftur Grétar Berg- mann, f. 4. febrúar 1934. Haraldur verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þannig sá ég það en ef satt skal segja hafði ég ekki mikið samneyti við hann, þótt hann hringdi oft í mig þegar hann hafði slævt særindin og vonleysið kom yfir hann. Það var oft gam- an að tala við Halla eins og hann var kallaður. Ekki vantaði hann greindina og hafði því oft skemmtilegar skoð- anir á mönnum og mál- efnum. Eftir að Grétar missti eiginkonu sína og var orðinn veikur reyndist Halli honum frábærlega. Ekki held ég að Grétar hefði trúað því að það yrði Halli sem myndi veita honum mestan stuðning þegar á reyndi. Grétar afneitaði nefnilega þessum syni sínum lengi vel og held ég að ekkert hafi sært Halla meira. Halli hafði í mörgu líkt skapferli og Grétar og nauðalíkir voru þeir í útliti. Það sem ég er þakklátastur þessum frænda mínum fyrir er þrotlaus bar- átta hans við að sætta okkur bræður. Hann gerði sér vel grein fyrir því að ósættið fór illa með okkur báða. Oft hringdi hann og átti langar viðræður við mig um þetta mál. Að lokum hafði hann erindi sem erfiði. Við náðum sáttum og Halli var mjög glaður. Hitti ég hann nokkrum sinnum heima hjá Grétari eftir það og fór vel á með okkur þremur. Enginn veit hver hefur fengið mest út úr lífinu fyrr en upp er stað- ið. Lífið er óráðin gáta. Það er alls ekki víst að líf án sjáanlegrar áreynslu skili mestum árangri. Ef til vill tók Halli fleiri próf en við mörg hver, próf sem vonandi koma honum að miklum notum á hinni marg- slungnu þroskabraut eilífs lífs. Ég kveð Harald frænda minn með söknuði en ég veit að við hittumst aftur heima og þá munum við ræða um lífshlaup okkar beggja í þessari jarðvist og vonandi verða einhvers vísari. Valgerði móður hans og öðr- um aðstandendum sendi ég samúð- arkveðjur. Guðlaugur Bergmann. Ég kynntist Valda sumarið 1994, hann var þá að vinna á Rosen- berg. Við urðum góðir vinir og ég átti alltaf vísan stað í fatahenginu hjá honum, var alltaf númer 100. Ég á margar góðar minningar frá þessum tíma sem ég geymi í hjarta mínu og hef verið að tína þær fram eina og eina undanfarna daga, þegar hann spilaði á gítarinn og söng fyrir mig lag, þegar hljómsveitin hans, Virdian Green, var með tónleika á skólaballi og þegar hann kenndi mér brot úr lagi með Metalica. Ég var mjög treg að læra á gítarinn en hann gafst ekki upp fyrr en ég var búin að læra þennan hluta lagsins. En leiðir okk- ar skildu. Ég var því mjög ánægð að hitta Valda aftur fyrir ca 17 mán- uðum síðan í samtökunum, mér VALDIMAR GUNNARSSON ✝ Valdimar Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 12. mars 1973. Hann lést af slysförum 11. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 19. febrúar. hlýnaði um hjartaræt- ur að þekkja einhvern, hann hafði verið þar síðan í júní og hann tók vel á móti mér. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að segja þér að mér þykir vænt um þig, Valdi, og ætla að enda þetta á orðum sem þú skrifaðir í bókina mína. Takk fyrir að vera í samtökunum og Guð vaki yfir þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Barbara Hafey. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi.) Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Úr 121. Davíðssálmi.) Elsku Sigga, Gunnar, Daði, Axel og aðrir ástvinir. Guð geymi ykkur og blessi. Saumaklúbburinn. Góður drengur er nú farinn frá okkur og við sem eftir sitjum erum harmi lostin. Minningarnar streyma og tárin falla. Mér hefur oft fundist eins og ég væri á tónleikum með þér þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.