Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 27 VIÐ Garðbæingar höfum staðið frammi fyrir þeim vanda að finna stað undir nýjan grunnskóla sem þjóna á Ásahverfi og hinu óbyggða Sjálandi. Fyrir kosningarnar í vor var tekist á um tvær leiðir, annars vegar að reyna með öllum ráðum að finna skólanum stað í Ásahverfi eða í útjaðri þess. Hins vegar á lóð við sjóinn nokkuð fjarri nýbygg- ingasvæðunum. Sjálfstæðisflokkur- inn hraktist í afstöðu sinni þegar frambjóðendur flokksins fundu óánægju með staðsetningu allfjarri íbúum. Þannig lofaði bæjarstjórinn því skömmu fyrir kosningar m.a. í Morgunblaðsgrein að „staðsetning skólans verði ákveðin í sátt og sam- vinnu við íbúa skólahverfisins“. Tveir kostir vænlegastir Frá kosningum hafa nýjar hug- myndir fæðst og öðrum verið ýtt út af borðinu. Haldið var íbúaþing í október sl. þar sem m.a. var fjallað um staðsetningu skólans. Þær tvær nýju hugmyndir sem valið stendur nú á milli eru annars vegar að skól- inn rísi við útfall Arnarneslækjar þar sem nú standa íbúðarhús við Ránargrund en einnig iðnaðarhús sem bærinn hefur keypt fyrir 59 millj.kr. í tengslum við byggð á Sjálandi. Hinn kosturinn er sá að skólinn komi á hluta Héðinslóðar, en þá er gert ráð fyrir að fyrirtæk- ið Héðinn haldi áfram starfsemi sinni á hluta lóðarinnar. Til reiðu undir skóla eru 20.000 fermetrar af þessari gríðarstóru lóð og yrði kostnaður bæjarins við uppkaup eigna og réttinda sambærilegur við fyrrnefnda kostinn. Kynningarfundi hafnað Brátt líður að ákvarðanatöku. Hér gefst ekki ráðrúm til að bera saman þessa tvo kosti en hvorugur er gallalaus. Þó hefur komið fram í umræðum í bæjarstjórn að við fulltrúar óháðra og framsóknar í bæjarstjórninni aðhyllumst frekar staðsetningu á Héðinslóðinni á meðan sjálfstæðismenn stefna að skóla við Ránargrund. Það sem vakið hefur hvað mesta furðu hjá mér eru yfirlýsingar og vinnubrögð Ásdísar Höllu Braga- dóttur bæjarstjóra. Nú kemur á daginn að áður boðað samráð við íbúana skiptir litlu, því að hennar undirlagi var felld tillaga í bæjar- stjórn um kynningarfund meðal íbúa á þessu svæði um áðurnefnda tvo valkosti. Borið er við nægu samráði frá kosningum m.a. með íbúaþingi. Gallinn er sá að þá voru skólahugmyndirnar heldur skammt gengnar og ómótaðar. Hitt var einnig bagalegt hve fáir íbúar tóku þátt í störfum hóps á þinginu sem ætlað var að fjalla um staðsetningu skólans. Verst var þó að bæjar- stjórinn tók sjálfur þátt í störfum hópsins og hafði áhrif á niðurstöður hans. Okkur bæjarfulltrúum var uppálagt að taka ekki beinan þátt í íbúaþinginu eins og Ásdís Halla orðaði það í grein í Morgunblaðinu eftir þingið „Við, sem frá degi til dags störfum í þágu bæjarbúa, sát- um á hliðarlínunni og fylgdumst spennt með.“ Bæjarstjórinn gerði nokkru síðar í bæjarstjórn játningu þess efnis að hún hefði ekki staðið á hliðarlínunni eins og hún hafði áður fullyrt heldur blandað sér í umræð- ur í skólahópnum. Eftir þetta á ég afar erfitt með að treysta orðum bæjarstjórans. Íbúarnir geta það ekki heldur þar sem stóra kosn- ingaloforðið um samráðið og sam- vinnuna um staðsetningu skólans er svikið án sýnilegs tilefnis. Má treysta orðum bæj- arstjórans í Garðabæ? Eftir Einar Sveinbjörnsson „Kosninga- loforðið um samráðið og samvinnuna um stað- setningu skólans er svikið.“ Höfundur er bæjarfulltrúi af B-lista í Garðabæ. Í LOK árs 2001 samþykktu hlut- hafafundir í Kaupþingi banka og Frjálsa fjárfestingarbankanum að sameina bankana. Við samein- inguna fengu hluthafar Frjálsa fjárfestingarbankans hlutabréf í Kaupþingi banka. Í reikningsskilum sameinaðs banka var notuð svokölluð sam- legðaraðferð en þá eru efnahags- reikningar bankanna lagðir saman en engin viðskiptavild bókuð í reikningum þrátt fyrir að mark- aðsverð beggja bankanna væri hærra en bókfært eigið fé þeirra. Þessi aðferð er í samræmi við ís- lensk lög og hefur margoft verið notuð við sameiningu fyrirtækja á íslenskum verðbréfamarkaði. Önn- ur leið, svo kölluð kaupaðferð, hefði verið að færa viðskiptavild til eignar í efnahagsreikningi samein- aðs banka en viðskiptavildin hefði verið mismunur á bókfærðu verði og markaðsverði Frjálsa fjárfest- ingarbankans á þeim tíma. Áhrif á fjárhagsstöðu sameiginlegs banka hefði verið hærra bókfært eigið fé. Söluhagnaður sérgreindur Á þriðja ársfjórðungi síðasta árs seldi Kaupþing öll hlutabréf sín í Frjálsa fjárfestingarbankanum. Á þeim tíma sem Kaupþing átti bankann breyttist rekstur hans mjög mikið. Bankinn hafði verið rekinn með 169 milljóna króna tapi árið 2000, hafði yfir sextíu starfs- menn, rak verðbréfamiðlun og eignastýringu og átti hlutabréf í skráðum og óskráðum félögum fyrir tæpa þrjá milljarða. Bankinn sem Kaupþing seldi var hins vegn- ar sérhæfður útlánabanki sem var rekinn með 483 milljóna króna hagnaði árið 2002, var með 22 starfsmenn og átti eingöngu vaxta- berandi eignir. Söluverð Frjálsa fjárfestingar- bankans var 3,8 milljarðar, sem er í samræmi við verðmat á bank- anum sem Deloitte & Touche hef- ur unnið og KPMG yfirfarið. Sölu- hagnaður Kaupþings var umtalsverður og var hann sér- greindur í níu mánaða uppgjöri fé- lagsins sem birt var 1. nóvember síðastliðinn. Þessu til viðbótar var birt hver afkoma bankans væri ef ákveðið hefði verið árið 2001 að nota kaupaðferð en ekki samlegð- araðferð við sameiningu bankanna. Kaupþing hefur í öllum uppgjörum sem birt hafa verið eftir söluna upplýst hluthafa og markaðsaðila um áhrif mismunandi reiknings- skilaaðferða á afkomu bankans. Flýtir upplýsingaþróun Skráning Kaupþings í kauphöll- inni í Stokkhólmi hefur tekist mjög vel. Ekki nóg með að mörg þúsund sænskir hluthafar hafi bæst við hlutahafahóp Kaupþings heldur hafa viðskipti með bréf fé- lagsins verið tíð og Kaupþing verið í hópi þeirra félaga á O-lista kaup- hallarinnar sem hve oftast er átt viðskipti með. En skráningin á Kaupþingi í Kauphöllinni í Stokk- hólmi hefur ekki einungis góð áhrif fyrir Kaupþing og hluthafa bankans. Ákvörðun stjórnar Kaup- þings um að samhliða skrá hluta- bréfin í annarri alþjóðlegri kaup- höll mun flýta fyrir allri þróun á íslenskum verðbréfamarkaði, hvort heldur varðar ítarlegri upplýsinga- gjöf um launakjör æðstu stjórn- enda eða upplýsingagjöf um mis- mun á íslenskum og alþjóðlegum reikningsskilum. Betri og ítarlegri upp- lýsingagjöf Eftir Hreiðar Má Sigurðsson Höfundur er aðstoðarforstjóri Kaupþings banka. „Höfum upp- lýst hluthafa og markaðs- aðila um mismun á íslenskum og alþjóð- legum reikningsskila- venjum.“ flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Sendum grænmetismat í hádeginu til fyrirtækja Sími 552 2028 fyrir hádegi ÉG rakst um daginn á harla sér- kennilega grein sem Hjörtur Gísla- son skrifaði í Morgunblaðið hinn 6. febrúar s.l. Í greininni fann hann fiskveiðum í Atlantshafi flest til for- áttu, nema þeim íslensku. Það sem hljóp svona í skapið á Hirti var skýrsla sem gerði úttekt á fiskveið- um þjóðanna við Norður-Atlantshaf. Það að Færeyingar voru þar taldir fremstir í flokki hneykslaði Hjört ákaflega og fullyrti hann að Færey- ingar stunduðu ofveiði. Þar sem ég þekki nokkuð til að- stæðna í Færeyjum finnst mér eðli- legt að Hjörtur útskýri hvað hann á við með fullyrðingum sínum um „of- veiði“. Sá skilningur sem að öllu jöfnu er lagður í þetta hugtak er að veitt sé það mikið úr tilteknum stofni að hann minnki og að honum stafi bein hætta af sóknarmynstrinu. Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að það hafi farið framjá Hirti að þorsk- og ýsustofninn hefur verið að stækka við Færeyjar á undanförnum árum og er um þessar mundir í sögulegum hámörkum. Mig finnst viðeigandi í þessu sam- hengi að benda á að íslenskum stjórnvöldum, sem í tæp 20 ár hafa farið að vísindalegum ráðum fiski- fræðinga og að auki notað besta fisk- veiðikerfi í heimi, hefur tekist svo hönduglega til að minnka þorskveið- ar við Íslandsstrendur úr 438 þús. tonnum á ári niður í 179 þús. tonn. Þetta er árangur sem verður að telj- ast ákaflega markverður. Ég vona að Hjörtur jafni sig fljótt og vel á skýrslunni góðu og að hann geti sætt sig við þá staðreynd að hægt sé að stjórna fiskveiðum öðru- vísi en með íslensku kvótakerfi og það jafnvel svo að árangur náist. En hvað sem því líður bíð ég spenntur eftir útskýringum Hjartar Gíslasonar á ofveiðinni við Færeyj- ar. Sjálfbær (of)veiði Eftir Auðun Konráðsson Höfundur er formaður Meginfélags útróðrarmanna, Færeyjum. „Þorsk- og ýsustofn- inn hefur verið að stækka við Færeyjar.“ Innlit • matur • ljós • hillur • glös • lítil rými • kaffi • hönnun lif u n Fylgir Morgunblaðinu á morgun lifun tímarit um heimili og lífsstíl númer tvö 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.