Morgunblaðið - 04.03.2003, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.03.2003, Qupperneq 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 15 Eru atvinnutæki flitt hjartansmál? – h lut i a f Í s landsbanka K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s S í m i 4 4 0 4 4 0 0 Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir. Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. REKSTUR Útgerðarfélags Akur- eyringa skilaði umtalsvert betri af- komu á nýliðnu ári en árið á und- an. Hagnaður af rekstrinum var 1,4 milljarðar króna og hefur aldr- ei verið meiri. Árið 2001 varð 87 milljóna króna tap á rekstrinum. Velta ÚA-samstæðunnar á liðnu ári nam 6,8 milljörðum króna, sem er aukning um ríflega 11% frá árinu á undan. Veltufé frá rekstri á liðnu ári nam tæplega 1,3 millj- örðum króna og lækkaði lítillega frá árinu áður. Gengishagnaður vegur mest í bættri afkomu. Vergur hagnaður (EBITDA) nam 1,4 milljörðum króna, sem er um 235 milljónum minna en árið áður. Afskriftir námu samtals 957 milljónum króna, þar af voru 266 milljónir vegna sérstakrar niðurfærslu eigna. Fjármagnsliðirnir voru já- kvæðir um tæpan 1,1 milljarð króna en árið áður voru þeir nei- kvæðir um 940 milljónir. Þessa breytingu má að stærstum hluta rekja til þess að á árinu 2002 styrktist krónan verulega en árið áður hafði hún veikst mikið. Meðal fjármagnsliða eru tekjufærðar tæpar 400 milljónir vegna sölu- hagnaðar eignarhluta. Stjórn fé- lagsins gerir tillögu um að greidd- ur verði 29% arður til hluthafa af nafnverði hlutafjár á árinu 2002. Guðbrandur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri segir niðurstöðu af rekstri ÚA á liðnu ári vel ásætt- anlega. „Þetta er mesti hagnaður í sögu félagsins og undanfarin tvö ár hafa verið metár hvað varðar veltufé frá rekstri. Rekstrarum- hverfi greinarinnar er þokkalegt en í ljósi þess hve sveiflur í gengi gjaldmiðla hafa verið miklar síð- ustu misserin gefur mun betri mynd að horfa á tölur frá síðustu tveimur árum saman þegar nið- urstaða rekstrarins er metin,“ seg- ir Guðbrandur. Methagnaður hjá ÚA HAGNAÐUR af rekstri samstæðu Haraldar Böðvarssonar hf. á Akra- nesi á árinu 2002 var 900 milljónir króna en 196 milljóna króna tap var á rekstrinum árið 2001. Heildartekjur samstæðunnar námu 6.759 milljónum króna, sem er aukning um 1.287 milljónir króna frá fyrra ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) á árinu 2002 nam 1.166 milljónum króna, sem er 22% af tekjum, samanborið við 1.078 millj- ónir króna árið áður, sem var um 24% af tekjum þess árs. Veltufé frá rekstri nam 964 milljónum króna á árinu 2002 og jókst um 248 millj- ónir króna eða 35% frá árinu áður. Skuldir félagsins lækkuðu verulega eða yfir 1.200 milljónir króna á síð- astliðnu ári og eiginfjárhlutfall hækkaði úr 25,5% í 37,2%. Meðal fjármagnsliða er gengishagnaður vegna skulda í erlendum myntum, sem aðallega er tilkominn vegna styrkingar íslensku krónunnar, og nam hann 585 milljónum króna á árinu 2002. Styrking íslensku krón- unnar hafði hins vegar neikvæð áhrif á framlegð félagsins. Stjórn félagsins gerir tillögu um greiðslu á 21,3% arði til hluthafa. Haraldur Sturlaugsson fram- kvæmdastjóri segir árið 2002 án nokkurs vafa eitt besta ár í 97 ára sögu fyrirtækisins. „Afli skipanna hefur aldrei verið meiri og skilaði það sér í góðum hagnaði og einnig í því að heildarlaun félagsins námu yfir tveimur milljörðum króna,“ segir Haraldur. „Horfur á helstu afurðamörkuðum eru góðar, en ef sterkt gengi íslensku krónunnar verður viðvarandi, mun framlegð almennt í sjávarútvegi verða lakari, sérstaklega hvað varðar land- vinnslu,“ segir Haraldur. HB hagnast um 900 milljónir REKSTUR Skagstrendings hf. á liðnu ári skilaði 112 milljónum króna í hagnað, samanborið við 102 milljóna króna tap árið 2001. Bætta afkomu má að stærstum hluta rekja til styrkingar íslensku krónunnar. Velta Skagstrendings á liðnu ári var ríflega 2,3 milljarðar króna og minnkaði um 92 milljónir milli ára. Veltufé frá rekstri minnkaði einnig á milli ára, var 238 milljónir á árinu 2002 á móti 335 milljónum árið áð- ur. Eiginfjárhlutfall hækkar Vergur hagnaður Skagstrendings (EBITDA) varð 277 milljónir króna á liðnu ári og er það um 223 millj- ónum lakari niðurstaða en árið áð- ur. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 212 milljónir króna, en árið áð- ur voru þeir neikvæðir um 353 milljónir. Þessa breytingu má rekja til þess að krónan styrktist veru- lega á árinu. en hafði veikst árið áð- ur. Eiginfjárhlutfall Skagstrendings var 32,3% í árslok 2002 og hækkaði frá árinu á undan þegar það var 27,2%. Stjórn félagsins gerir tillögu um að greiddur verði 17,1% arður til hluthafa af nafnverði hlutafjár á árinu 2002. Að sögn Jóels Kristjánssonar, framkvæmdastjóra, einkenndist af- koma rækjuvinnslu og -veiða af erf- iðu rekstrarumhverfi greinarinnar. Afli frystitogarans Arnars HU hafi hins vegar aldrei verið meiri eða rúm sjö þúsund tonn, að verðmæti 1.088 milljónir króna. 112 millj- óna króna hagnaður Skag- strendings Hagnaður af rekstri Loðnuvinnsl- unnar á Fáskrúðsfirði árið 2002 varð 295 milljónir króna eftir skatta. Ekki er hægt að bera uppgjörið nú saman við árið 2001 þar sem þetta er fyrsta rekstrarár eftir samruna Loðnu- vinnslunnar eldri og sjávarútvegs- hluta Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Rekstrartekjur félagsins að frá- dregnum eigin afla voru 2.310 millj- ónir, en rekstrargjöld 1.829 milljón- ir. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 480 milljónum sem er 21% af tekjum og veltufé frá rekstri var 423 milljónir. Loðnuvinnsl- an rekin með hagnaði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.