Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 2 Tilnefningar til Óskars- verðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates. SV. MBL Kvikmyndir.com HK DV Tilnefningar til Óskarsverð- launa þ. á. m. besta mynd13 Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. Sýnd kl. 10.10. Sýnd kl. 8. B.i. 12. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 3.45 og 5.50. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT kl. 5.30. Sýnd kl. 4 og 8. Bi. 12. kl. 9. Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri10 Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd.6  HJ MBL EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4.30, 8 og 10.10. B.i. 16. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. HÚN er evrópsk stemningin sem svífur yfir leigumyndbandavötnum þessa vikuna því á morgun og á fimmtudag koma út tvær eðalmyndir frá Evrópu en þó ólíkar mjög. Fyrsta ber að nefna spænsku myndina Tal- aðu við hana, mynd Pedros Almodóv- ars, sem unnið hefur til fjölda verð- launa, þ.á m. Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, er tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna og er af mörgum talin allra besta mynd síð- asta árs. Myndin var valin besta er- lenda myndin á Golden Globe-verð- launaathöfninni og á BAFTA-hátíðinni bresku, var hún valin besta mynd á öðru tungumáli en ensku og Almodóvar hlaut verðlaun fyrir besta handritið. Almodóvar er einmitt tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir þetta magnaða handrit en einnig sem besti leikstjórinn. Tilraunin (Das Experiment) er þýskur sálfræðitryllir um tilraun sem gerð er með samband fanga og fanga- varða, mátt einkennisbúninga, vald og valdníðslu, en efni myndarinnar byggist lauslega á sönnum atburðum, tilraunum sem gerðar voru í alvör- unni í Stanford-fangelsi 1971, þar sem tilraunadýr voru háskólanemar sem brugðu sér í gervi fangavarða og fanga. Myndin sló rækilega í gegn í heimalandinu og hefur verið sett í flokk með Hlauptu Lola hlauptu, sem hluti af nýrri kynslóð þýskrar kvik- myndagerðar. Myndin hlaut áhorf- endaverðlaun á Þýsku kvikmynda- verðlaunum og var tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Á fimmtudag kemur svo út Eddie Murphy-myndin Pluto Nash, vægast sagt umdeild mynd, sem gagnrýn- endur eru ekkert alltof hrifnir af. En síðan hvenær hafa Eddie Murphy- unnendur verið að láta þær skrítnu skrúfur hafa áhrif á sig? Aðrar myndir sem koma út í vik- unni eru spennumyndirnar Í skugg- anum (In the Shadows) með Mathew Modine og James Caan, Afhjúpunin (Full Disclosure) með Penelope Anne Miller og Virginia Madsen og Hilde- gard. Það er annars af leigunum að frétta að Hver er Bourne? (Bourne Iden- tity) og XXX ruku út eins og sjóðheit- ar lummur. Einnig voru allmargir sem þorðu að skoða upprunalegu út- gáfuna af hrollvekjunni Hringnum, mynd sem er vægast sagt ógnvekj- andi.                                                      !"!#$ %  !"!#$ !"!#$ %   & ! !"!#$ !"!#$ !"!#$ %   & !  & !  & ! !"!#$ !"!#$ !"!#$ %  !"!#$ %  %  ' ' ' ( !  ' ' ( !  ' ( !  ( !  ' ( !  ' ( !  ' ' ' ( !  ( !  ( !                     "       #   $ % &  ' ( " )  * !  +  "  ,   - , )     Evrópskt var það heillin Pedro Almodóvar hefur hlotið ein- róma lof fyrir Talaðu við hana, sem kemur út á myndbandi á morgun. Útgáfa á leigumyndböndum Bagdad í beinni (Live From Baghdad) Stríðsmynd Bandaríkin 2002. Skífan. VHS (105 mín.). Ekki við hæfi mjög ungra barna. Leikstjóri: Mick Jackson. Aðalleikendur: Michael Keaton, Helena Bonham Carter, Lili Taylor, Bruce McGill, David Suchet. TÍMASETNING dreifingar Live From Baghdad gæti ekki verið heppi- legri en einmitt nú þegar allt virðist vera að fara í bál og brand á nýjan leik í Írak. Eins og nafn- ið bendir til fjallar hún um sjónvarps- útsendingar frá höfuðborg þessa hrjáða lands, en ein af fréttum dagsins (24. feb.) er einmitt sú að Dan Rather, fréttahaukur CBS, var að skjóta kollegum sínum ref fyrir rass og fékk þriggja tíma viðtal við Saddam Hussein. Myndin hefst í desember árið 1990, Persaflóastríðið að skella á og veður öll válynd sem leika um fréttamenn Bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Þeir fylgjast með atburða- rásinni í landinu sem verður æ ískyggilegri með hverjum deginum sem líður af frestinum sem alþjóða- samfélagið veitti Hussein til að draga herlið sitt til baka frá Kúveit. Frétta- menn og tökulið CNN er undir stjórn Roberts Wiener (Keaton), en hópur- inn markaði tímamót í stríðsfrétta- flutningi er hann varð einn eftir í borginni er loftárásirnar hófust í árs- byrjun 1991. Þar sem myndin er gerð af sama fyrirtæki og á CNN, er ekki gott að segja hversu áreiðanleg hún er í garð frérttastofunnar, sem náði heimsat- hygli vegna atburðanna sem hér er lýst. Myndin er byggð á minningum Wieners sem varð fjölmiðlahetja fyrir vikið og hvergi dregið úr ágæti hans og liðsmannanna né öfund annarra fréttastofnana. Hvað sem því líður er Bagdad í beinni óvenju fagmannleg og spenn- andi afþreying þar sem maður finnur gjörla álagið á fréttamönnunum undir miklum þrýstingi og fjandsamlegt andrúmsloftið. Einn aðalkosturinn er sannfærandi leikur. Þau Keaton og Bonham Carter komast vel frá aðal- hlutverkum fréttastjórnendanna en aukaleikaranir sem holdiklæða frétta- og tökumannagengi CNN, er jafnvel enn þéttara og eiga stæstan þátt í að gera Bagdad í beinni með eft- irminnilegri myndum af þessum toga. Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Fréttir og stríð Rakarinn / The Barber Frumleg og ófyrirsjáanleg um blóð- þyrstan rakara sem villir á sér heim- ildir í fámennu þorpi. McDowell stendur sig frábærlega í hlutverki rakarans. Mynd sem kemur á óvart. (H.J.) Krókódílamaðurinn / Crocodile Hunter  Bráðskemmtilega en um fram allt fróðlegt dýragrínmynd fyrir alla fjöl- skylduna. Þær eru ekki á hverju strái.(S.G.) Pinero  Ógeðfellt en áhrifaríkt verk um árás- argjarnan snilling sem á sér ekki við- reisnar von. Pinero er það meist- aralega leikinn af Bratt að túlkunin ein er þess virði að leigja myndina. (S.V.) Baran  Þroskasaga frá Íran er harla óvenju- legt efni á myndbandamarkaðnum og vel þegið. Forvitnileg og framandi. Tækifæri til að virða fyrir sér framandi mynd. (S.V.) Varðliðar Texasríkis / Texas Rangers  Lítur prýðilega út en atburðarásina skortir kjöt á beinið.Úr verður for- vitnilegur leikhópur og ætti útkoman að hugnast velflestum vestraunn- endum.(S.V.) Himinn og jörð að farast / Sky is Falling  Ein af þessum litlu myndum sem leyna á sér, byrja e.t.v. ekki of vel, en luma á fínum persónum og óvenju- legri atburðarás. Bráðskondin mynd á köflum, sem þó skilur mátulega lít- ið eftir sig.(H.J.) Græni drekinn / Green Dragon  Lágstemmd og vel gerð mynd um um hlið á Víetnamstríðinu sem ekki hefur verið ofarlega á baugi í þeim fjölmörgu myndum sem gerðar hafa verið um þennan afdrifaríka viðburð í sögunni. Sjónum er beint að þeim þúsundum Víetnama sem flúðu heimaland sitt og hlutu hæli í Banda- ríkjunum.(H.J.) Maðurinn frá Elysian Fields / The Man from Elysian Fields  Tilfinningaflækja miðaldra karl- manns, sem neyðist til að horfast í augu við að hafa ekki upp á annað að bjóða en líkama sinn, er sannfær- andi, einkum vegna frábærrar frammistöðu Andy Garcia og Mick Jagger.(S.G.) Fágætir fuglar / Rare Birds  Ljúf og áreynslulítil dægurfluga eftir Vestur-Íslendinginn Sturlu Gunn- arsson, kannski bara helst til of áreynslulítil.(S.G.) Fyrstu hjólabrettakapparnir / Dogtown and Z-Boys  Stórfróðleg mynd um merkilegt upp- runa hjólabrettaiðkunnar og lífsstíls- ins í kringum hana, allt í senn fyrir áhugamenn og þá sem hvorki þekkja haus né sporð á fyrirbrigðinu.(S.G.) Níu drottningar / Nueve reinas /Nine Queens Spennandi, argentínsk glæpamynd, sannkallað hnossgæti öllum þeim sem hafa gaman af vel gerðum og óvenjulegum myndum.(S.V.) Handan sólar / Abril Despedaç- ado/ Behind the Sun Þessi hæggenga en einkar ljóðræna mynd tekur verulega á áhorfandann, er glæsilega úr garði gerð, kröftug, sjóðheit og ögrandi. Alls ekki auð- veld á að horfa en afskaplega gef- andi.(S.G.) GÓÐ MYNDBÖND Heiða Jóhannsdóttir/Skarphéðinn Guðmundsson/Sæbjörn Valdimarsson  Meistaraverk  Ómissandi Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Níu drottningar er margverðlaun- uð óvenjuleg glæpamynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.