Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 25 B ú s e t i h s f . S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8 w w w . b u s e t i . i s Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! umsóknarfrestur til og með 11. mars nk. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 16:00. Með umsóknum um íbúðir á lánum með tekjumarki þarf að skila: síðustu skattskýrslu og launaseðlum síðustu sex mánaða. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 12. mars kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. N Ý T T H Ú S Kristnibraut 61-63, Reykjavík Aðeins þrjár íbúðir eftir Almenn lán - Afhending 16. maí 2003 3ja herb.2ja herb. Miðholt 1, Mosfellsbæ 81m2 íbúð 103 Alm.lán Búseturéttur frá kr. 1.474.129 til kr. 1.555.255 Búsetugjald kr. 58.259 Laus strax að ósk seljanda Berjarimi 5, Reykjavík 72m2 íbúð 202 Lán með tekjum.* Búseturéttur kr. 1.519.145 Búsetugjald kr. 45.350 Laus maí/júní að ósk seljanda Miðholt 1, Mosfellsbæ 48m2 íbúð 202 Alm.lán Búseturéttur frá kr. 825.414 til kr. 907.551 Búsetugjald kr. 40.114 Laus strax að ósk seljanda Miðholt 9, Mosfellsbæ 70m2 íbúð 302 Lán með tekjum.* Búseturéttur frá kr. 1.325.022 til kr. 1.339.353 Búsetugjald kr. 36.439 Laus strax að ósk seljanda Íbúð með almennum lánum veitir rétt til vaxtabóta. Íbúð á láni með tekjumarki veitir rétt til húsaleigubóta. 4ra herb. Lerkigrund 7, Akranesi 94m2 íbúð 301 Alm.lán Búseturéttur kr. 1.340.858 eða 3.888.881 Búsetugjald kr. 77.222 eða 62.228 Laus strax að ósk seljanda Breiðavík 9, Reykjavík 90m2 íbúð 301 Alm.lán Búseturéttur frá kr. 1.145.316 til kr. 1.157.704 Búsetugjald kr. 67.294 Laus seinni part júní að ósk seljanda Kirkjustétt 13, Reykjavík 112m2 íbúð 308 Alm.lán Búseturéttur frá kr. 2.013.069 til kr. 2.186.593 Búsetugjald kr. 89.155 Laus júni/júlí að ósk seljanda N Ý T T H Ú S - allir eiga möguleika Þverholt 13-15, Mosfellsbæ Fimm hæða lyftuhús í hjarta bæjarins, stutt í alla þjónustu, gott útsýni af efri hæðunum. Enn eru nokkrar íbúðir eftir. Sex 2ja herb. 72-83m2, réttur 1.461.830-1.578.517, gjald 72.711-78.363 Sex 3ja herb. 82-90,3m2, réttur 1.571.263-1.756.028, gjald 78.013-86.963 Tvær 4ra herb. 100-119m2, réttur 1.850.485-2.125.303, gjald 91.538-104.852 Almenn lán. Afhending 4. apríl 2003 *Lán með tekjumarki var áður kallað leiguíbúðalán Ein 4ra herb. 99m2 Búsetur. 1.965.632 Búsetugjald 85.310 Tvær 3ja herb. 89/91m2 Búsetur. 1.769.465 og 1.805.132 Búsetugjald 76.797 og 78.345 SNERTIFLETIR stóru stofnana- leikhúsanna og áhugaleikhópa eru í fljótu bragði ekki áberandi hér á landi. Þjóðleikhúsið hefur nokkur síð- ustu ár valið bestu áhugamannasýn- ingu ársins og hún verið sett upp á stóra sviðinu. Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu býr nú að reynslu og þekkingu Sigrúnar Valbergsdótt- ur sem hefur leikstýrt áhugamönnum ótal sinnum auk starfa sinna í at- vinnuleikhúsi. Þessi sýning á rætur að rekja til þessarar tengingar. Það er að vona að þessi sýning verði upp- haf að víðtækara samstarfi áhugaleik- hópa jafnt og einstaklinga úr þeim geira og Borgarleikhússins. Höfundurinn, Júlíus Júlíusson, er formaður Leikfélags Dalvíkur, og hefur áður komið að leik og leikstjórn með áhugamönnum. Hann hefur samið töluvert af styttri leikverkum; tvö örleikrita hans, sem áður höfðu verið sýnd á örleikjahátíð í Skorradal, voru valin til sýningar á Menningar- nótt Reykjavíkurborgar og sl. haust voru sjö örleikrita hans sýnd á Dalvík. Spunaleikritið Hann var áður flutt af sjö áhugaleikurum víðs vegar að af landinu á þingi Bandalags íslenskra leikfélaga á Hallormsstað í maí í fyrra. Þar gaf Júlíus leikurunum sömu forsendur en eðli málsins sam- kvæmt spannst verkið töluvert á annan veg. Borgarleikhúsið valdi sjö leikara sem Júlíus skipaði í hlutverkin. Eftir föngum var því haldið leyndu fyrir þátt- takendum hverjir aðrir skipuðu leikhópinn þar til rétt fyrir sýningu. Júlíus gaf þeim ákveðnar upplýsingar um einkenni hverrar persónu og einstaka leikari bjó yfir upplýs- ingum um einhvern þátt í framvindu leiksins. Það var vægast sagt sérkennilegt að fylgjast með þessari sýningu verða til. Það verður að taka fram að flestir í leikhópnum hafa mikla reynslu af leikspuna, sem skil- aði sér í miklu öryggi þeirra. Leik- stíllinn var töluvert frábrugðinn venjulegum sviðsleik; leikararnir urðu að nema hvert tilsvar mótleikara sinna til að geta spunnið upp andsvar svo þeir léku mjög ákveðið hver á móti öðrum. Hópurinn varð fyrir vik- ið lokaðri frá áhorfendum séð og á stundum var leikurinn meira í ætt við það sem tíðkast fyrir framan kvik- myndatökuvélar. Tilsvörin skiluðu sér misvel fram til áhorfenda, sér- staklega framan af, en þegar leikar- arnir höfðu vanist leiknum gáfu þeir meira af sér út í salinn. Forsendur þær sem höfundur gaf sex leikaranna voru þær að persón- urnar hefðu allar fengið boð um að mæta á veitingastað án frekari skýr- inga. Er gestirnir, þrír karlmenn og þrjár konur, koma á staðinn ber sjö- unda persónan, þjónn, fyrir þá máltíð og smám saman kemur í ljós að eitt eiga þeir sameiginlegt – að hafa átt nótt með sama manni. Nær leikslokum kemur þjónninn inn með bréf frá huldumanninum, ástmanni þeirra, sem skýrir út hvers vegna hann kallaði þau saman. Harpa Arnardóttir og Valur Freyr Einars- son gerðu sér mikinn mat úr sínum persónum enda þær dregnar hvað skýrustum dráttum frá höfundarins hendi. Bergur Þór Ingólfsson, Sveinn Þórir Geirsson og Gunnar Hansson voru hvað leiknastir að bregðast við nýjum aðstæðum og spinna út frá þeim. Minna bar á Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og Arn- björgu Hlíf Valsdóttur enda erfitt að spila úr þeim forsendum sem þeim voru gefnar nema í nærmynd á hvíta tjaldinu eða í innhverfu eintali. Það var ákaflega gaman að fylgjast með hve vel leikurunum tókst að vinna saman að því að skapa þessa sýningu. Það var erfitt að trúa því að textinn hefði ekki verið skrifaður og æfður fyrirfram, svo leikandi létt varð hann til í munni þeirra. Ef einhvern tímann hefur verið hægt að notast við hugtakið leikhúsgaldur þá er það hér þar sem rúmlega klukkutíma löng sýning með öllum þeim sjónarhorn- um sem fylgja sjö ólíkum persónum og útúrdúrum sem geta fylgt einni kvöldstund varð til eins og af sjálfri sér. Sýningin var ekki tekin upp og verður ekki endurtekin svo hér var list augnabliksins í hávegum höfð – þessi sýning mun einungis lifa í end- urminningu áhorfenda og leikara. List augnabliksins Júlíus Júlíusson LEIKLIST Borgarleikhúsið Höfundur og leikstjóri: Júlíus Júlíusson. Ljósamaður: Kári Gíslason. Svið og leik- munir: Christopher Ian Astridge. Bún- ingar: Leikarar og leikstjóri með aðstoð búningadeildar Borgarleikhússins. Leik- arar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Gunnar Hansson, Harpa Arn- ardóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sveinn Þórir Geirsson og Valur Freyr Ein- arsson. Sunnudaginn 2. mars. HANN Sveinn Haraldsson Listasafn Íslands Hádegisleiðsögn um sýninguna Á mörkum málverks- ins kl. 12.10-12.40, í fylgd Rakelar Pétursdóttur, deildarstjóra fræðslu- deildar. Sigrún Sigurðardóttir sagnfræð- ingur heldur fyrirlestur í Norræna húsinu kl. 12.05-13 í í hádeg- isfundaröð Sagn- fræðingafélags Íslands sem hald- in er í samstarfi við Borg- arfræðasetur. Erindið nefnist „Fruma í borg- arlíkama. Um Walter Benjamin og Paul Virilio“. Sigrún fjallar um einstaklinginn sem ferðast um í nú- tímaborginni þar sem vélrænar og skilvirkar athafnir eru hafðar að leiðarljósi. Á undanförnum árum virðast arkitektar og skipulagsfræð- ingar hafa veitt þörf fólks til að draga sig í hlé frá skilvirkni og hraða stórborgarlífsins aukna athygli og hafa brugðist við með því að skapa rými í borgarlíkamanum þar sem borgarbúar geta komið saman og deilt reynslu sinni með öðrum, svæði sem í fyrirlestrinum verða nefnd „rými frásagnarinnar“. Einnig verð- ur þessi þörf borgarbúans fyrir það næði sem þessi rými skapa tengd við hugmyndir þýska heimspekingsins Walters Benjamins og franska menningarrýnisins Pauls Virilios um nútímann og stórborgina. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Sigrún Sigurðardóttir SIGRÍÐUR Aðalsteinsdóttir, messósópran syngur við píanóund- irleik Daníels Þorsteinssonar á Háskólatónleik- um í hádeginu á morgun, kl. 12.30, í Norræna húsinu. Á efnis- skránni eru verk eftir Johannes Brahms og þrjú íslensk þjóðlög í útsetningu Snorra Sigfúsar Birgissonar. Aðgangseyrir er 500 kr., ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskír- teina. Söngur við pí- anóundirleik Sigríður Aðalsteinsdóttir Viðhorf útlend- inga á námskeiði NÁMSKEIÐIÐ Ímynd Íslands að fornu og nýju fer fram í fyrirlestra- sal Þjóðarbókhlöðu miðvikudagana 5. og 12. mars. Á námskeiðinu verður fjallað um viðhorf útlendinga til Ís- lands frá miðöldum til samtímans og tekin valin dæmi frá tímabilinu. Markmið þess er m.a. að auðvelda fólki að átta sig á hvernig ímynd Ís- lands hefur orðið til og þróast. Í Þjóðarbókhlöðu stendur nú sýningin Ísland – Skrif erlendra manna um Ísland og Íslendinga fyrri alda“ sem tengist efni námskeiðsins. KVIKMYNDIN Sólon Íslandus, sem kvik- myndaleikstjórinn Margrét Rún Guð- mundsdóttir hefur nú unnið að í hartnær fjög- ur ár, er komin í fram- leiðslustöðvun. Að sögn Margrétar mun hún nú snúa sér að öðrum og vonandi farsælli verk- efnum. Ástæða þess að lengra verður ekki haldið um sinn er skort- ur á fjármagni, tveir styrkir frá Þýskalandi töpuðust og því neyðast aðstandendur til að skila inn styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands. Margrét segir að á tímabili hafi verið útlit fyrir að þetta næðist í höfn. „Engin íslensk mynd hefur fengið eins mikið fé í Þýskalandi eða um 90 milljónir kr. Í byrjun október 2002 héldum við að við hefðum náð að full- fjármagna myndina. Síðastliðinn október misstum við svo annan þýska styrkinn. Ég skar fjárhagsáætlunina niður í þá upphæð sem eftir var, fækkaði starfsliði og tökudögum til muna og einfaldaði brelluskotin. En framleiðendur sögðu að þetta væri sjálfsmorð og ekki forsvaranlegt að gera mynd um stórmennskubrjálæð- inginn Sölva Helgason af tómum van- efnum. Við börðumst hins vegar hart. Af því að Kvikmyndasjóður Íslands hafði styrkt Sólon aðeins um sem nam 18% af heildarframleiðslukostn- aði urðum við að finna a.m.k. 60% fjármagnsins erlendis. Samtals sótt- um við a.m.k. átján sinnum um styrk í kvikmyndasjóðum, nítján sinnum um meðframleiðslu sjónvarpsstöðva og höfðum samband við tuttugu og þrjú dreifingarfyrirtæki.“ Margrét lýsir því að sex til átta aðrar leiknar íslenskar myndir hafi verið að leita í svipaða sjóði og þau á sama tíma. „Það segir sig sjálft að slíkt gengur ekki upp. Það er nefnilega ekki hlaup- ið að því að fjármagna íslenska kvik- mynd erlendis. Fyrir u.þ.b. fimm ár- um var fjármögnunin auðveldari, þá gátu íslensk kvik- myndaverkefni sem fengu vilyrði fyrir háum styrk hjá Kvikmynda- sjóði nánast gengið að því vísu að fá í kjölfarið styrk úr evrópska sjóðnum Eurimages og úr Norræna sjóðnum NTFT. En nú hefur Evrópa opnast í austur- átt og Pólland, Búlg- aría, Tékkland, Sló- vakía, Rúmenía, Slóvenía, Lettland og Króatía eignast aðild að Eurimages og þessar þjóðir því komnar með bónusinn sem Íslendingar höfðu áð- ur. Samkeppnin er sumsé orðin eit- ilhörð og sárafáar íslenskar myndir hljóta nú styrk úr Eurimages. Svip- uðu gegnir um norræna sjóðinn.“ Margrét álítur það hafa verið hálf- gerðan bjarnargreiða á sínum tíma er kvikmyndasjóður ákvað að styrkja margar myndir með litlum styrkjum. „Íslendingar verða að stefna að því að verða sjálfum sér nógir ef ís- lensk kvikmyndamenning á að eiga sér framtíð,“ segir Margrét. „Þetta betl erlendis gengur ekki lengur, sér- staklega af því að það er heldur ein- hliða. Íslendingar þiggja gjarnan fé erlendis, en eru ófúsari að gjalda líku líkt.“ Kostnaður við íslenska kvikmynda- gerð hefur aukist undanfarin ár segir Margrét. „Hjálpsemi og fórnarlund leikara, starfsfólks og fyrirtækja á sér líka eðlilega einhvers staðar tak- mörk,“ segir hún. „Ef menn vilja gera metnaðarfullar íslenskar kvikmyndir sem geta stoltar staðið sig í alþjóð- legri samkeppni, hreppt verðlaun og viðurkenningar, slegið í gegn, notið almennrar hylli og jafnvel aðsóknar og þá aukið hróður okkar Íslendinga erlendis verður að leggja eitthvað í þær. Í lokin langar mig af öllu hjarta að þakka innilega öllum þeim fjöl- mörgu Íslendingum, leikurum, vænt- anlegu teymi, vinum og velunnurum sem hjálpuðu mér og Íslensku kvik- myndasamsteypunni við ítarlegan undirbúning myndarinnar á Íslandi.“ Hætt við kvikmyndina Sólon Íslandus Ekkert fjármagn – engin mynd Margrét Rún Guðmundsdóttir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.