Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 16
FRÉTTIR/KOSOVO 16 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ „MIKILVÆGAST fyrir okkur er að það skuli nú vera orðin staðreynd að okkur sé treyst fyrir svona verkefni án þess þó að her sé til staðar á Ís- landi,“ sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Morgunblaðið eftir at- höfnina í gær. „Með þessu erum við búnir að sanna að við getum tekið að okkur slík verkefni og það er enginn sem efast um það lengur. Það er nauðsynlegt að við tökum þátt í frið- argæslu eins og aðrar þjóðir. Við eig- um að leggja okkar af mörkum og það er mikilvægt fyrir okkur að öðl- ast reynslu á þessu sviði. Við eigum mikið af hæfu fólki sem er komið hingað og það eiga fleiri eftir að taka þátt í þessu starfi.“ Halldór sagði það vissulega rétt að um kostnaðarsamt verkefni væri að ræða fyrir Ísland, en rætt hefur ver- ið um að kostnaður yrði a.m.k. 60 milljónir króna fyrsta hálfa árið. „Við höfum hins vegar ákveðið að byggja upp Íslensku friðargæsluna og taka þátt í þessu með öðrum Evr- ópuþjóðum. Friður á Balkanskaga kemur okkur við eins og öðrum Evr- ópubúum þó að Balkanskaginn sé vissulega nokkuð langt í burtu. Það er fólk heima á Íslandi sem á rætur að rekja til Kosovo og við höfum auð- vitað skyldur við það,“ sagði hann. „Maður finnur að íbúarnir hér vilja sjálfstæði og ekkert minna en sjálfstæði,“ sagði Halldór aðspurður um þá fundi sem hann hefði átt með áhrifamönnum í Kosovo. „Á sama tíma er mjög erfitt að viðurkenna það sjálfstæði vegna þess hvaða áhrif það hefði á aðra hluta svæð- isins. Það má því segja að þetta sé allt fast. Vandinn er að þróa svæðið áfram án þess að leysa þessi atriði. Það er mjög erfitt og flókið mál.“ Sækjast eftir fjárfestingum Á fundi Halldórs og Ibrahims Rugova, forseta Kosovo, kom til tals hvort íslenskir aðilar myndu hugs- anlega vilja koma að fjárfestingum í Kosovo. Um þetta atriði segir Hall- dór: „Hér er nóg vinnuafl og þar af leiðandi fyndist manni líklegt að ýmsir væru tilbúnir til að fjárfesta. Óvissan um lagalega kerfið, réttindi manna og fyrirtækja, að ekki sé tal- að um öryggi fólks, er hins vegar svo mikil að það er mjög vandasamt að fá hingað inn fjárfesta.“ Halldór sagði aðspurður um Rug- ova, sem verið hefur eins konar faðir hins albanska meirihluta í héraðinu, að hann hefði verið afar elskulegur í viðkynningu. Hann væri hins vegar greinilega merktur af þeim hræði- legu atburðum sem orðið hefðu í Kosovo. Halldór sagði ferðina annars hafa verið afar ánægjulega, ekki síst at- höfnin í gær. „Ég er stoltur af því að vera Íslendingur í dag og stoltur af þessu fólki sem er að vinna hérna á okkar vegum. Við borðuðum saman kvöldverð og þetta er afskaplega samhentur hópur. Við finnum það hér að Íslendingarnir eru mjög vin- sælir og standa sig vel.“ Staðfesting á því að Íslandi sé treyst LIÐSMENN Íslensku friðargæsl- unnar stýra flugvellinum í Pristina næsta árið í umboði KFOR-fjöl- þjóðahers Atlantshafsbandalagsins (NATO) en þessu verki hafa Ítalir sinnt undanfarin þrjú ár. Meðal þeirra sem viðstaddir voru athöfnina í gær voru Filippo Berselli, aðstoð- arvarnarmálaráðherra Ítalíu, og Ibrahim Rugova, forseti Kosovo- héraðs. Umfang athafnarinnar var býsna mikið. Um hernaðarlega athöfn var að ræða og stóðu liðsmenn ítalska flughersins heiðursvörð í salnum, ásamt Íslendingum sem nú vinna að flugstjórnarmálum á flugvellinum. Þjóðsöngvar Íslands og Ítalíu voru leiknir. Fjöldi ítalskra blaðamanna hafði fylgt aðstoðarvarnarmálaráð- herranum til Kosovo og fjölmiðlar í Kosovo voru einnig á staðnum. Raunar vakti heimsókn Halldórs mikla athygli í fjölmiðlum hér í Kos- ovo og minntist Þjóðverjinn Michael Steiner, æðsti yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, en SÞ hefur stýrt héraðinu síðan loftárásum NATO á Júgóslavíu lauk í júní 1999, sérstak- lega á það á fundi sem þeir Halldór áttu saman í gærmorgun. Halldór þakkaði Ítölum fyrir vel unnin störf í ávarpi sem hann flutti við athöfnina í gær. Halldór sagði Ís- lendinga staðráðna í að standa sig einnig vel. „Við stöndum nú í þeim sporum að vinna samkvæmt áætlun er gerir ráð fyrir að stjórn vallarins fari undir borgaralega stjórn UN- MIK [SÞ í Kosovo] 1. apríl 2004,“ sagði Halldór og lýsti þeirri von sinni að þetta markmið mætti nást. „Ég get staðfest að Ísland er reiðubúið að að gegna áfram forystuhlutverki vegna þessa verkefnis allt fram á vor á næsta ári en þá vonumst við til að umbreytingunum verði lokið á já- kvæðan hátt,“ sagði Halldór síðan. Rifjaði upp för Balbos Aðstoðarvarnarmálaráðherra Ítalíu, Filippo Berselli, gerði í ávarpi sínu að umtalsefni för Ítalans Italos Balbos yfir Atlantshafið 1933 en Balbo kom við á Íslandi á för sinni vestur um haf. Sagði Berselli að gaman væri að því í þessu sambandi að Íslendingar skyldu nú vera að leysa Ítali af hólmi við þetta verk- efni. Kvaðst hann ekki efast um að Íslendingar myndu valda því verki vel, sem þeim hefur nú verið falið. Halldór hélt frá Kosovo síðdegis í gær en áður hafði hann átt fund með forseta Kosovo-búa, Ibrahim Rug- ova. Ræddu þeir samstarf og sam- skipti Íslands og Kosovo, hina erfiðu pólitísku og efnahagslegu erfiðleika sem Kosovo-búar mega takast á við og drauma þeirra um sjálfstæði. Spurðist Rugova m.a. fyrir um það hvort hugsanlegt væri að Íslending- ar kæmu að fjárfestingum í hér- aðinu, en fjármagn vantaði sárlega til að hægt væri að snúa við blaðinu. Halldór ræddi einnig við Bajram Rexhepi, forsætisráðherra Kosovo, og Michael Steiner, sem fyrr segir. Steiner lýsti sérstakri ánægju sinni með að Ísland skuli nú tekið við stjórn flugvallarins í Pristina og end- urtók hann þau ummæli sín á stutt- um fundi sem þeir Halldór áttu með fjölmiðlafólki eftir samtal sitt. Með Halldóri í förinni til Kosovo var eiginkona hans, Sigurjóna Sig- urðardóttir. Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson Michael Steiner, yfirmaður SÞ í Kosovo, og Halldór Ásgrímsson fyrir utan höfuðstöðvar samtakanna í Pristina. Ísland fylgir verkefninu eftir Íslendingar ætla að stýra Slatina-flugvelli í Pristina í Kosovo næsta árið, allt þar til hann verður færður undir borgaralega stjórn SÞ og heimamanna í apríl árið 2004. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra staðfesti þetta í gær er hann tók við stjórn flug- vallarins fyrir hönd Íslensku friðargæslunnar. Davíð Logi Sig- urðsson var með Halldóri í heimsókninni til Kosovo. HALLGRÍMUR Sig- urðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar, stýrir frá og með deg- inum í gær um hundr- að mönnum frá fjórtán þjóðum sem nú reka flugvöllinn í Pristina. Hallgrímur hefur tit- ilinn ofursti í Íslensku friðargæslunni, enda hernaðarleg stjórn yf- ir flugvellinum; Ísland stýrir nú vellinum í umboði KFOR – fjöl- þjóðahers NATO í Kosovo. Stefnt er þó að því að her- inn verði færður undir borgaralega stjórn 1. apríl 2004. „Þetta kom þannig til að fyrir rúmlega tveimur árum voru menn að ræða um þá hefð hjá NATO að ein þjóð skuli jafnan taka að sér hvert verkefni, taka svokallað for- ystuþjóðarhlutverk,“ segir hann. „Það verður hins vegar alltaf erf- iðara og erfiðara að fá stóru þjóð- irnar til að taka að sér forystu- hlutverk vegna verkefna því það getur verið svo dýrt. Á sama tíma hafa menn síðan verið að hnýta í smáþjóðirnar fyrir að leggja ekki nógu mikið af mörkum. Ég innti þá eftir því hvort þeim hefði ekkert dottið í hug að breyta hugsuninni að baki þessu, þ.e. að setja tiltekið verkefni undir bandalag þjóða; ein- hver smáþjóð – í þessu tilfelli Ísland – teldist forystuþjóðin en að hún stýrði þó fyrst og fremst samstarfs- teymi manna frá mörgum löndum.“ Segir Hallgrímur, sem í Kosovo Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður flugvallarins í Pristina Ánægjulegt starf en krefjandi er jafnan kallaður Halli, að ekkert meira hafi gerst í þessu á þeim tímapunkti. „Þegar Ítalirnir byrja að tala um það sl. sumar að þeir vilji hætta [að stýra flug- vellinum], þá bauðst engin þjóð til að leysa þá af. Þeir margítrek- uðu óskir sínar og enduðu svo með því að segja í byrjun sept- ember að þeir myndu loka flugvellinum 30. september ef þeir yrðu ekki leystir af. Þá var komið að máli við Íslendinga um að taka þetta að sér.“ Ekki er aðeins um að ræða að flugumferðarstjórn heyri nú undir Íslendinga, heldur einnig rekstur slökkviliðs á vellinum, veðurstofu og heilsugæslustöðvar og þá heyra hlaðmenn undir stjórn Hallgríms. Verkefnið felur einnig í sér þjálfun 60–80 heimamanna, en stefnt er að því að þeir leysi útlendingana af hólmi síðar meir. Hallgrímur segir að ánægjulegt hafi verið að taka við þessu verk- efni í ljósi þess hvernig það bar að. Hann gerir þó ekki ráð fyrir því að vera nema fram á vor í Kosovo og kemur þá annar Íslendingur, Garð- ar Forberg, og leysir hann af hólmi en Garðar hefur verið stöðvarstjóri flugfélagsins Atlanta í Madrid. „Þetta er afskaplega skemmtilegt starf en býsna krefjandi. Ég held ég hafi ekki tekið mér hálfan frídag síðan ég kom hérna eftir jólafrí,“ sagði Hallgrímur. Hallgrímur Sigurðsson ÁTTA íslenskir flugumferðarstjórar eru við frið- argæslustörf í Pristina. Myndin var tekin í desem- ber síðastliðnum en flugumferðarstjórarnir eru nú alls tíu. Ljósmynd/Kristján Torfason Flugumferðarstjórar í Pristina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.