Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 9 Gallakápurnar komnar St. 36—56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 sérverslun. Sérhönnun st. 42-56 Bómull, hör, viskos Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Fallegur Ferðafatnaður Fataprýði Bankastræti 14, sími 552 1555 Glæsilegar sumarvörur Gott verð Ítölsk gæði Gjöfin hans og hennar Mán 3/3: Grænmetislasagna með focchia brauði o.fl, fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Þri 4/3: Afrískur pottréttur & sweetpotato krókettur m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Mið 5/3: Kartöfluboltar í góðum félagsskap, m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fim 6/3: Suðurevrópskar kræsingar m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fös 7/3: Brókkolíbakstur og sinnepssósa, m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Helgin 8/3 og 9/3: Góðgæti frá Marokkó. Mán 10/3: Mousssaka og fetasalat o.fl. Matseðill www.graennkostur.is Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán. - fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-14 Glæsilegar vorvörur KJÓLAR, JAKKAR, PILS OG BUXUR Snorrabraut 38, sími 562 4362 ALVÖRU ÚTSÖLULOK Kápur 1.000 - Kjólar 500 - Veski 500 Svartir dragtarjakkar 1.000 Silkijakkar 2.000 Svartar flíspeysur 500 ÞRÁTT fyrir miklar annir gefa þingmenn sér tíma til að stinga saman nefjum og kætast. Að minnsta kosti gefur meðfylgjandi mynd ekki annað til kynna. Hvað þeim Þorgerði K. Gunn- arsdóttur og Arnbjörgu Sveins- dóttur, þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins, fór á milli í gær skal þó ósagt látið. Morgunblaðið/Jim Smart Kátt á þingi KRISTJÁN Pálsson alþingismaður tilkynnti í upphafi þingfundar á Al- þingi í gær að hann hefði sagt sig úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Kristján sagði í gær að ákvörðun sín tengdist á engan hátt störfum sínum innan þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins. Þar hefði hann átt gott samstarf við samþingmenn sína. „Það er ekki auðveld ákvörðun neinum þing- manni að ég hygg að segja skilið við flokk sinn en þegar sjálfsvirðing manna og réttlætiskennd er fótum troðin er ekki hjá slíkri ákvörðun vikist, hversu erfið sem hún kann að vera.“ Kristján greindi frá því að aðdrag- andinn að þessari niðurstöðu hefði ekki verið langur, en í lok nóvember sl. hefði hann upplifað það að upp- stillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefði ekki gert ráð fyrir sér á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. „Fyrir þingmann sem telur sig hafa unnið af heilindum á Alþingi fyrir flokk sinn og umbjóðendur er þetta mikil aðför sem getur ekki annað en kallað á viðbrögð. Þó að þessi ákvörðun hafi tekið á taugarn- ar er þó léttir að hún er að baki. Ég mun freista þess með sérframboði í komandi alþingiskosningum að ná þingsæti að nýju í Suðurkjördæmi. Auðna ræður hvort það mun takast.“ Tilkynnti úrsögn úr þingflokki VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagði í fyrirspurn- artíma á Alþingi í gær að „það væri mjög athugandi“, eins og hún orðaði það, að fara yfir það hvort ástæða væri til þess að setja sér- stakar reglur um upplýsinga- skyldu varðandi launakjör æðstu starfsmanna lífeyrissjóða. Kom þetta fram í máli ráðherra við fyr- irspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Jóhanna minnti á, í fyrirspurn sinni, að Kauphöll Íslands hefði nú ráðist í það að setja reglur um upplýsingaskyldu um launakjör og hlunnindi stjórnenda hlutafélaga sem skráð eru í Kauphöllinni. „Fjármálaeftirlitið hefur heimild til setja sambærilegar reglur um upplýsingaskyldur lífeyrissjóða og sparisjóða um launakjör stjórn- enda þeirra,“ sagði hún og vísaði þar til 40. gr. laga um starfsemi lífeyrissjóða og 57. gr. laga um viðskiptabanka og sparisjóði. „Full ástæða er til að sambærileg upp- lýsingaskylda gildi um þessa aðila, ekki síst lífeyrissjóðina,“ sagði hún. Í svari ráðherra kom fram að hún teldi það „mjög mikilvægt mál“, að Kauphöllin skyldi setja skýrar reglur um fyrirtæki og fé- lög sem skráð væru í Kauphöllinni. „En það sem varðar lífeyrissjóðina tel ég að það sé mjög athugandi að fara yfir það hvort ástæða sé til þess að setja sérstakar reglur sem snúa að þeim og launakjörum þeirra æðstu starfsmanna, en það yrði þó að gerast á annan hátt að sjálfsögðu.“ Sagði ráðherra að Jó- hanna væri þarna að hreyfa við máli sem full ástæða væri til að fara yfir. Æðstu starfsmenn lífeyrissjóða Upplýsinga- skylda um launa- kjör athugandi ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæðagreiðslum verða eftirfarandi mál á dagskrá. 1. Álverksmiðja í Reyðarfirði. 2. Stjórnsýslulög. 3. Staðlar og Staðlaráð Íslands. 4. Útlendingar (útlendingar frá EFTA-ríkjum). 5. Hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög og sjálfseign- arstofnanir. 6. Fyrirtækjaskrá. 7. Kosningar til Alþingis. 8. Almannavarnir o.fl. 9. Vinnutími sjómanna. 10. Vátryggingastarfsemi. 11. Ársreikningar. 12. Samvinnufélög. 13. Sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur. 14. Einkahlutafélög. 15. Samkeppnislög. 16. Opinbert eftirlit með fjár- málastarfsemi. 17. Aðgerðir gegn peningaþvætti (EES-reglur). 18. Tóbaksvarnir. 19. Umhverfismengun af völdum einnota umbúða. 20. Vegagerð milli Loðmund- arfjarðar og Seyðisfjarðar. Dagskrá Alþingis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.