Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús Ólafssonfæddist í Reykja- vík 10. nóvember 1942. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut hinn 23. febrúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ingibjarg- ar Sturludóttur, f. 21. nóvember 1913, og Ólafs Guðmundsson- ar, f. 4. mars 1912, d. 17. júlí 1966. Systkini Magnúsar eru 1) Jón Arinbjörn, f. 29. des- ember 1938, d. 25. ágúst 1965, kvæntur Sigurlínu Stefánsdóttur, f. 1939. Dætur þeirra eru Ásgerð- ur Ingibjörg og Jóhanna Rósa. 2) Jóhanna Svandís, f. 17. ágúst 1946, d. 13. febrúar 1996. 3) Sig- ríður Pálína, f. 3. febrúar 1949, gift Ingimar Halldórssyni, f. 1945. Magnús kvæntist hinn 22. ágúst 1970 Herdísi Heiðdal kennara, f. 5. desember 1939 á Patreksfirði, dóttur Önnu Sigríðar Jóhannes- dóttur, f. 1903, d. 1993. Þau eign- uðust tvö börn. Þau eru: 1) Ingi- björg, eðlisfræðingur, f. 18. apríl 1974, gift Örvari Arnarsyni læknanema, f. 14. febrúar 1976. 2) Ólafur verkfræðingur, f. 30. júní 1975, kvæntur Írisi Baldursdóttur verkfræðingi, f. 14. september 1976. Fóstursonur Magnúsar og Herdísar var Vilberg Hauksson verkstjóri, f. 4. október 1962, d. 6. júní 2000. Sonur hans er Ingvar Steinar, nemi, f. 22. september 1985. Magnús lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Há- skóla Íslands 1965 og M. Sc. prófi í byggingarverkfræði frá DTH í Kaup- mannahöfn 1968. Hann var verkfræð- ingur hjá Vita- og hafnamálastofnun ríkisins 1968-1972, deildarverkfræðingur þar 1971- 1972, verkfræðingur hjá verk- fræðistofunni Hönnun hf. 1972- 1974 og aftur 1982-1984. Hann var verkfræðingur Mosfells- hrepps og byggingarfulltrúi 1974- 1981, en þá var starfinu skipt. Hann var verkfræðingur hrepps- ins 1981-1982, umdæmisverk- fræðingur Reykjavíkur hjá Fast- eignamati ríkisins 1984-1987, forstjóri 1987-2000, fram- kvæmdastjóri matssviðs 2000- 2002 og framkvæmdastjóri rann- sókna- og eftirlitssviðs frá 2002 til dánardags. Magnús var félagi í Rotary klúbbnum Reykjavík-Breiðholt frá 1989, þar af ritari 2001–2002. Hann sat í stjórn Félags forstöðu- manna ríkisstofnana 1994-2000. Útför Magnúsar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur langar að minnast tengda- föður okkar, Magnúsar Ólafssonar. Það var á árunum ’97 til ’98 sem við fórum að venja komu okkar í Álf- heima 22. Ófá laugardagskvöldin sát- um við saman við matarborðið hjá Herdísi og Magnúsi með unnustu/a okkar. Meðan við nutum frábærrar matreiðslu Herdísar skemmti Magn- ús okkur med sögum frá barnæsku sinni eða ræddi við okkur um helsta áhugamál hans, heimsstyrjöldina síð- ari og sögu 20. aldar. Það kom manni sífellt á óvart hversu vel hann var að sér og minnugur á nöfn, dagsetning- ar og atburðarás sögunnar. Eftir að við vorum flutt til Dan- merkur og Svíþjóðar voru Magnús og Herdís dugleg að heimsækja okk- ur. Þótt þröngt hafi verið í stúdenta- íbúðum okkar þá fór alltaf vel um okkur og við nutum skemmtilegra samræðna og oft sem áður líflegra frásagna Magnúsar. Okkur er minnisstætt sumarið 2001 þegar við hittumst öll í Stokk- hólmi og keyrðum norður í Dalina og heimsóttum sænskan starfsfélaga Magnúsar. Þar var glatt á hjalla, spil- að og sungið af hjartans lyst á meðan mýflugurnar réðust á okkur í sum- arhitanum. Til þessarar ferðar var leigð lítil rúta og kom þar fram ein- stök ratvísi Magnúsar og leiðsögu- mannshæfileikar. Það var notalegt að vera í návist Magnúsar. Hann var alltaf úrræða- góður og tók hlutunum með jafnaðar- geði. Gott var að leita til hans þegar leysa þurfti ýmis viðfangsefni og fá óhlutlæg svör við erfiðum spurning- um. Æðruleysi Magnúsar kom skýrt fram þegar við heyrðum í honum í síðasta sinn í síma eftir að honum hafði verið gerð grein fyrir hversu al- varleg veikindi hans væru. Ekki hvarflaði þó að okkur að kveðju- stundin væri svona stutt undan. Það má segja að síðasta samveru- stund okkar allra hafi verið um sl. jól og áramót í brúðkaupi Ingibjargar og Örvars. Þá sást hversu vel Magn- ús naut þess að vera með fjölskyldu sinni. Það er margs góðs að minnast, en hér látum við staðar numið. Magnús var einstakur maður og góður tengdafaðir. Það er okkur mjög sárt að missa hann svona skyndilega, án nokkurs fyrirvara. Minning hans mun lifa með okkur. Hvíl í friði. Íris og Örvar. Elsku afi minn, nú ertu farinn í ferðina sem við öll komum til með að fara í þegar okkar tími kemur, en þinn tími var alltof stuttur og það er ekkert sem við getum gert til að breyta því, því miður. Það er svo margs að minnast, t.d. ferðarinnar með þér og ömmu til Patró fyrir mörgum árum og reddinganna þegar ég keypti bílinn þá 16 ára og enn í æf- ingaakstri. Öll skiptin þegar ég og pabbi komum til ykkar ömmu Ingi- bjargar og Óla var oft glatt á hjalla. Nú eruð þið pabbi örugglega búnir að hittast þarna uppi og pabbi tekið vel á móti þér en hann lést 6. júní árið 2000. Afi, þú varst mikill fróðleiksbrunn- ur og gast miðlað nánast endalaust úr þeim brunni. Elsku afi, við eigum öll eftir að ylja okkur við góðar minn- ingar um góðan mann. Góði guð, gefðu okkur styrk á þessum erfiða tíma. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Dísu ömmu, Ingibjargar, Örvars, Óla, Írisar og annarra að- standenda. Afa burt sem vikinn er veitist jafnan ljúft að minnast. Yndislegt að óska sér að aftur mega sjást og finnast. (J.M.G.) Mamma, afi og amma á Akranesi senda líka sínar innilegustu samúðar kveðjur. Kveðja. Þinn Ingvar Steinar Vilbergsson. Við viljum minnast Magnúsar Ólafssonar sem lést snögglega eftir skammvinn veikindi. Aðeins eru tveir mánuðir síðan fjölskyldur okkar sameinuðu krafta sína við undirbúning að brúðkaupi barna okkar. Athöfnin í kirkjunni og veislan sem á eftir fylgdi tókust ein- staklega vel. Þar ber mikið að þakka þeim hjónum Magnúsi og Herdísi sem báru hitann og þungann af öllum undirbúningnum. Við minnumst hversu stoltur Magnús var þegar hann leiddi dóttur sína upp að alt- arinu. Einnig minnumst við ræðunn- ar hjá Magnúsi í brúðkaupinu, hversu hreykinn hann var þegar hann talaði um dóttur sína, son og tengdabörn. Þau hjón Magnús og Herdís voru einstaklega góð heim að sækja. Við nutum frábærra veitinga í mat og drykk og gaman var að spjalla um heima og geima. Magnús hafði frá mörgu að segja og hafði m.a. ódrep- andi áhuga á öllu sem tengdist heimsstyrjöldinni síðari. Hann sagði skemmtilega frá og hreif okkur iðu- lega með í fróðlegri frásögn um ákveðna atburði. Þó að kynnin hafi ekki verið löng þá eigum við margar góðar minning- ar um samverustundir okkar. Fyrir þær viljum við þakka. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Við sendum Herdísi og öðrum ást- vinum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi góður Guð hjálpa ykk- ur til að takast á við ykkar mikla missi. Guðrún og Örn. Mig langar í fáum orðum að minn- ast Magnúsar (Magga) mágs míns og vinar sem er látinn eftir mjög stutt veikindi. Þar féll frá mætur maður langt um aldur fram. Manni gengur stundum illa að skilja tilgang lífsins en honum hlýtur að vera ætlað annað og meira hlutverk á æðri stöðum. Maggi var grandvar og góður maður sem aldrei talaði illa um nokk- urn mann og ávallt var gott að eiga hann að. Það má segja að hann hafi verið fastur punktur í tilverunni. Ef maður bað hann um greiða þá var það ætíð auðsótt mál. Gaman var að ræða við Magga um hin ýmsu mál því hann var fróður maður og víðlesinn. Alltaf var jafngott að koma í Álf- heimana til Magga og Dísu. Þau voru samrýnd hjón. Það má segja að þau hafi oftast verið nefnd í sama orði. Þar var heilbrigt og gott heimilislíf með börnum þeirra; Ingibjörgu, Ólafi og Vilberg fóstursyni. Á neðri hæðinni áttu heimili móðir mín og móðursystir í góðu atlæti síð- ustu æviárin eftir að þær fluttu frá Patreksfirði. Á heimili Magga og Dísu má segja að hafi verið miðstöð okkar systkin- anna og fjölskyldna. Ógleymanlegar eru allar áramótaveislurnar sem þar voru haldnar til fjölda ára. Þar komu saman ungir og aldnir úr fjölskyld- unum og var þá ætíð glatt á hjalla. Aldrei gat ég fullþakkað Magga fyrir uppeldið á Vilberg syni mínum sem þau hjón ólu upp frá unga aldri en hann er látinn, varð bráðkvaddur fyrir rúmum tveimur árum. Maggi reyndist Villa ætíð sem besti faðir. Einnig hafa þau hjón reynst Ingv- ari Steinari syni hans mjög vel og lit- ið til með honum eftir að hann missti föður sinn. Öldruð móðir Magga dvelur nú á Hrafnistu, bið ég algóðan Guð að styrkja hana í hennar miklu sorg. Ég mun ætíð minnast þín, Maggi minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vor grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum (Hallgr. J. Hallgr.) Elsku Dísa systir, Ingibjörg, Örv- ar, Óli, Íris, Sigríður, Ingimar og aðr- ir ástvinir. Við hjónin vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Guð veri með ykkur. Haukur. Minn elskulegi frændi, Magnús Ólafsson, er látinn. Andlát hans bar allt of brátt að og minnir okkur á hverfulleika lífsins. Fyrir tveim vik- um hringdi hann til mín um kvöld- tíma til þess að segja mér að hann væri á leið á sjúkrahús. Sagðist vera búinn að vera hálfslappur um tíma og að hann þyrfti að fara í aðgerð. Við ræddum þetta fram og aftur, hann sagðist vera alveg rólegur og ákveð- inn að takast á við þetta, það væri svo margt sem hægt væri að gera nú til dags. En það fór svo að baráttan var töp- uð eiginlega áður en hún hófst. Er ég fór að heimsækja hann á spítalann eftir aðgerðina var hann mjög slapp- ur en sló á létta strengi og hlakkaði til að hitta krakkana sína sem bæði búa erlendis og voru væntanleg heim að sjúkrabeði hans. Það fór því miður svo að hann náði ekki að hitta þau eins og hann hafði svo innilega vonað. Magnús átti miklu láni að fagna í einkalífinu, kvæntur yndislegri konu, henni Dísu, og óskabörnin þeirra, Ingibjörg og Ólafur, eru bæði góðum gáfum gædd, vönduð að allri gerð og foreldrum sínum til sóma. Þau hafa aflað sér góðrar menntunar og hafa nú bæði lokið sínu námi. Fjölskylda Magnúsar og Dísu, öldruð móðir og ástkær systir og mágur hafa misst mikið. Magnús var alla tíð mjög ábyrgur og samviskusamur maður sem bar hag ættingja sinna og fjöl- skyldu mjög fyrir brjósti og fylgdist með velferð sinna af áhuga og um- hyggju og fór ég ekki varhluta af um- hyggju hans. Frá því hann var lítill drengur hafa verið mjög náin tengsl okkar í milli og fannst mér alltaf ég eiga dálítið í þeim systkinum öllum enda hafa þau sýnt mér og minni fjöl- skyldu mikla hlýju og ræktarsemi. Ég minnist ófárra heimsókna þeirra systkinanna til Ísafjarðar hér á árum áður, en þau voru eins og farfuglarnir á vorin í huga mér, tryggð þeirra við mig og slóðir feðra sinna var slík. Ólafur, faðir Magnúsar, var fóst- urbróðir minn, og ólumst við upp sem systkini. Ólafur var mun eldri en ég og taldi sig bera ábyrgð á mér þegar ég fyrst kom til Reykjavíkur til dval- ar og átti ég að vissu leyti mitt annað heimili hjá honum og Ingibjörgu konu hans. Þau hjón voru ekki rík af fjármunum en því ríkari af gestrisni og góðu viðmóti, snyrtimennska og reglusemi voru aðalsmerki heimilis- ins. Við þessar aðstæður ólst Magnús upp ásamt systkinum sínum og þess- ir eiginleikar hafa fylgt fjölskyldunni til þessa dags. Magnús var ekki gam- all þegar hann vildi vita alla hluti, stundum fannst manni nóg um en þegar hann fékk ekki svör leitaði hann í bækurnar. Sem drengur dvaldi hann tvö sumur heima hjá okkur á Ísafirði og það eru engar ýkj- ur að hann var búinn að lesa allar bækur á heimilinu og fékk einnig lán- aðar bækur hjá nágrönnum okkar. Engum duldist þá þegar að dreng- urinn yrði menntamaður. Með elju og dugnaði vann hann að því að mennta sig og virkilega braust til mennta af eigin rammleik og náði markmiði sínu þegar hann útskrifað- ist sem verkfræðingur í Kaupmanna- höfn. Þrátt fyrir að menntunardraumar Magnúsar rættust þá var sorgin ekki langt undan. Í ágúst 1965 fórst Jón bróðir hans í hörmulegu sjóslysi við Reykjanes og lét eftir sig konu og tvær litlar stúlkur. Ólafur faðir hans var þá farinn að heilsu og lést ári síð- ar langt fyrir aldur fram. Þau systk- inin bjuggu áfram með móður sinni uns þau stofnuðu sín eigin heimili, fyrst Magnús og síðan Sigríður en Jóhanna og móðir hennar héldu heimili saman áfram. Það var mikið reiðarslag þegar Jóhanna greindist með illkynja sjúkdóm aðeins 43 ára gömul. Um tíma leit út fyrir að hún ynni sigur í baráttu sinni við sjúk- dóminn en því miður lauk baráttunni með ósigri 13. febrúar 1996, en þá var hún aðeins 49 ára gömul. Þetta var enn eitt stóra áfallið sem þessi litla fjölskylda varð fyrir en með hjálp eft- irlifandi barna sinna og tengdabarna var Ingibjörgu gert kleift að vera heima eins lengi og hægt var en þar kom að hún fluttist á Hrafnistu þar sem hún dvelur nú. Enn eitt áfall dundi á fjölskyldunni þegar Vilberg, fóstursonur Dísu og Magnúsar, varð bráðkvaddur í júní 2000, þá tæplega fertugur. Maður spyr sig hvers vegna en fær engin svör. En sem betur fer voru gleðilegu atburðirnir í lífi Magnúsar margir, fjölskyldan var miðdepill lífs hans og hann var hlýr og góður fjölskyldufað- ir, bróðir og sonur og mér var hann alltaf yndislega góður frændi. Það var yndislegt að vera gestur í brúðkaupi Ólafs og Írisar og aftur var boðið til brúðkaups í desember sl. er Ingibjörg og Örvar giftu sig. Allt var gert til þess að þessar stundir yrðu sem eftirminnilegastar. Gleði og hamingja ríkti í fjölskyld- unni. Nú er hljótt í Álfheimunum, þegar heimilisfaðirinn er farinn. En eftir lifir minning um góðan dreng. Hann verður nú borinn til grafar á af- mælisdegi föður síns. Ég og börnin mín sendum allri fjölskyldunni innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum ykkur guðsbless- unar. Sigríður Aðalsteinsdóttir. Stoltur faðir leiðir dóttur sína inn kirkjugólfið, lítið afabarn í leynum, ógleymanleg stund fyrir réttum tveim mánuðum. Föðurhlutverkinu var að ljúka og nýr kafli framundan en hann varði alltof stutt. Kallið er komið og nú verðum við hjónin að kveðja kæran vin til margra ára. Þeir vinirnir Magnús og Kristinn höfðu þekkst frá því að þeir voru smádrengir. Þeir bjuggu í sama hverfinu og fóru báðir í Laugarnes- skólann. Síðan var flutt á Réttar- holtsveginn í sömu raðhúsalengjuna með aðeins eitt hús á milli. Eftir landsprófið frá Vonarstrætinu var haldið í MR og þar í stærðfræðideild- ina. Magnús átti mjög gott með að læra og stundaði námið vel og lauk stúdentsprófi með hárri einkunn. Á góðum stundum var gaman að heyra þá félaga rifja upp menntaskólaárin. Þá voru þeir farnir að sinna þeim störfum sem þeir höfðu menntað sig til og gátu því hlegið að reynslu sinni af ströngum kennurum með grimma einkunnagjöf. Ein sagan kom þó mest á óvart en það var þegar Magn- ús var rekinn út úr tíma. Það var ekki hægt að ímynda sér að hann stæði fyrir ólátum því að hann var sérstak- lega dagfarsprúður maður enda var ástæðan sú að frönskukennarinn hafði látið hann skrifa nokkra stíla í röð uppi á töflu. Magnús bæði kunni efnið og skrifaði vel, en að lokum fannst Magnúsi komið nóg, neitaði að skrifa meira og var þá rekinn út. Magnús tók fyrri hluta próf í verk- fræði frá HÍ og síðan lokanám í byggingaverkfræði frá Verkfræði- háskólanum í Kaupmannahöfn. Þá MAGNÚS ÓLAFSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Nýja Glæsibæ, sími 533 6129 • Smáratorgi, sími 544 4031 Hafnarfirði, sími 565 0480 • Reykjanesbæ, sími 421 1501 Heiðrum minningu látinna Blómalagerinn • beint frá bóndanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.