Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 52
Morgunblaðið/Jim Smart
Sveinn, Gunnar, Arnbjörg Hlíf og Katla Margrét tóku þátt í uppfærslunni einstöku á sunnudag.
LEIKARARNIR Bergur Þór Ingólfsson,
Arnbjörn Hlíf Valsdóttir, Katla Margrét Þor-
geirsdóttir, Sveinn Þórir Geirsson, Gunnar
Hansson, Valur Freyr Einarsson og Harpa
Arnardóttir tóku öll þátt í einþáttungi Júl-
íusar Júlíussonar frá Leikfélagi Dalvíkur í
Borgarleikhúsinu á sunnudaginn.
Verkið Hann, sem gerist á veitingastað í
miðbæ Reykjavíkur, byggist að mestu á
spuna og vissu leikararnir sjö ekki með hverj-
um þeir voru að fara að leika fyrr en fimm
mínútum fyrir sýningu. Persónunum í verkinu
er boðið í mat og er undirskrift boðskortsins
aðeins „Hann“.
„Þetta var ofsalega gaman og gekk mjög
vel,“ segir Harpa Arnardóttir, ein leik-
kvennanna í hópnum. „Það er alltaf skemmti-
legt að taka þátt í svona spuna,“ segir hún og
útskýrir að allir hafi fengið persónulýsingu og
tillögur að klæðnaði og innra lífi manneskj-
unnar fyrir sýninguna, sem aðeins var haldin í
þetta eina sinn.
„Við fengum tvær vörður. Þegar ein setn-
ing var sögð vissum við að við ættum að tala
um „Hann“, sem bauð til veislunnar. Síðan
kemur bréf, þá vissum við að við ættum að
fara að tínast út. Að öðru leyti er þetta alveg
frjáls spuni.“
„Með þessu samstarfi vill Borgarleikhúsið
vekja athygli á starfi áhugaleikhússins, sem
er með miklum blóma,“ segir í tilkynningu frá
leikhúsinu.
„Það er mjög gaman að tengja saman at-
vinnuleikhús og áhugaleikhús. Hann hefur
gert þennan spuna með áhugaleikurum og
þeir voru flestir í salnum. Þeir þekktu þess
vegna persónurnar. Svo voru umræður á eftir.
Það er yndislegt að eiga þetta stefnumót til
að byggja brú á milli atvinnu- og áhugaleik-
ara.“
Júlíus Júlíusson frá Leikfélagi Dalvíkur
stjórnaði spunaverkinu.
Harpa Arnardóttir leikkona. Allir fengu per-
sónulýsingu og tillögur að klæðnaði frá leik-
stjóra fyrir sýninguna.
Brú milli atvinnu-
og áhugaleikhúss
Sjö manna spuni í Borgarleikhúsinu
Morgunblaðið/Sverrir
Sirrý úr sjónvarpsþáttunum Fólki og Bergþór
Pálsson stússast yfir pottum. Að baki glittir í
Dag B. Eggertsson.
VERÐLAUN vegna Iceland Food and
Fun hátíðarinnar sem fram fór dagana
25. febrúar – 2. mars voru veitt í Perl-
unni á sunnudag. Það voru Flugleiðir
og íslenskur landbúnaður sem stóðu
fyrir þessari alþjóðlegu matar- og
skemmtihátíð sem meðal annars fól í
sér kokkakeppni ýmissa erlendra mat-
reiðslumanna en einnig keppni ís-
lenskra áhugamanna um matreiðslu.
Hátíðin gekk þá inn í liðna Vetr-
arhátíð Reykjavíkurborgar síðustu
dagana og á meðan hátíðin stóð yfir
voru í gangi sælkeradagar á tólf veit-
ingastöðum í höfuðborginni.
Leikar fóru þannig að Þorfinnur
Ómarsson varð hlutskarpastur í keppni
áhugamanna í matreiðslu en öðru sæti
hampaði Dagur B. Eggertsson. Sig-
urlaug Jónasdóttir hreppti svo þriðja
sætið.
Úrslit meðal erlendu matreiðslu-
mannanna voru þau að „Iceland Nat-
urally“ kokkur ársins 2003 var valinn
Volker Drkosch frá Þýskalandi. Ítalinn
Roberto Donna hreppti verðlaun fyrir
besta fiskréttinn, Marko Alander frá
Finnlandi hlaut verðlaun fyrir besta
kjötréttinn og Jeff Tunks frá Banda-
ríkjunum var með besta eftirréttinn.
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra,
Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra,
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð-
herra, og Þórólfur Árnason, borg-
arstjóri í Reykjavík, afhentu verð-
launin.
Örn Árnason glaðhlakkalegur með framlag sitt í
áhugamannakeppninni.
Sælkera-
hátíð í Perl-
unni slitið
52 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 8. Enskur texti. Strangl.B.i. 16. Sýnd kl. 8 og 10..Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 8 og 10.10.
Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur
allstaðar slegið í gegn.
Hefur verið líkt við “The Sixth Sense”
Áður en þú deyrð, færðu að sjá
SV MBL
Radío X
KVIKMYNDIR.IS
SV MBL HK DV
SG Rás 2
Radio X
Sýnd kl. 6. Ísl.tal.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.
Norrænir bíódadagar
hefjast á fimmtudaginn.
ÞÞ
Fréttablaðið
/
ÁLFABAKKI / KRINGLAN
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10.
Sumir tala
um það,
aðrir fara
alla leið
Svalar stelpur.
hörkuspenna og
fjör. Með
hasargellunni
Michelle Rodriguez
úr „The Fast and
the Furious“.
Vinsælasta myndin í
Bandaríkjunum.
2 vikur á toppnum.
Stútfull af topp
tónlist og brjálæðri
spennu.
LEIKHÓPURINN Perlan fagnaði 20 ára leik-
afmæli sínu með sýningu í Iðnó um helgina. Í
hópnum eru 12 manns og komu allir fram í
afmælissýningunni Afmælis-Perlum, sem
samanstóð af sex dans- og leikverkum.
Ennfremur stendur yfir sýning á ljós-
myndum, veggspjöldum, blaðaúrklippum,
leikbúningum og fleiru tengdu leikhópnum í
Iðnó.
Kynnir á Afmælis-Perlum var Björgvin
Franz Gíslason, dansstjórn annaðist Lára
Stefánsdóttir en meðdansari var Ívar Örn
Sverrisson. Leikstjórn og umsjón var í hönd-
um Sigríðar Eyþórsdóttur líkt og áður.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Verndari leikhópsins Perlunnar er Björk
Guðmundsdóttir.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Boðskapur afmælissýningarinnar var kær-
leikur, friður og gáski.
Hrein perla
Leikhópurinn Perlan fagnar 20 ára leikafmæli