Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 47 FÓLK  STOKE City er á höttunum eftir danska landsliðsmanninum Stig Töft- ing sem er á mála hjá Bolton. Töfting hefur ekki verið í náðinni hjá Sam All- ardyce, knattspyrnustjóra Bolton, og er Stoke að reyna að fá miðjumann- inn öfluga að láni. Stoke mætir Brighton annaðkvöld í sannkölluðum fallbaráttuslag. Stoke er í næstneðsta sæti með 28 stig, stigi minna en Brighton sem er í fjórða neðsta sæti.  TONY Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, segist hafa fengið grænt ljós hjá Gunnari Þór Gíslasyni, stjórnar- formanni félagsins, að styrkja leik- mannahópinn fyrir lokasprettinn í 1. deildinni. „Við þurfum að styrkja liðið áður en það verður of seint og von- andi tekst mér að fá tvo til þrjá sterka leikmenn til okkar á næstunni,“ segir Pulis.  BRASILÍUMAÐURINN Lucio skrifaði í gær undir nýjan samning við þýska 1. deildarliðið Bayer Lever- kusen. Lucio, sem er 24 ára gamall varnarmaður og var í heimsmeistara- liði Brasilíumanna síðastliðið sumar, gerði samning til ársins 2007.  LUCIO er sem stendur á sjúkralist- anum vegna ökklameiðsla en forráða- menn Leverkusen vonast til að fá hann til leiks á næstunni og að hann geti hjálpað liðinu í þeirri hörðu fall- baráttu sem það er í.  LEE Bowyer miðvallarleikmaður West Ham missir af næstu tveimur leikjum sinna manna sem eru á móti Everton og Sunderland. Bowyer fékk að líta sitt 10. gula spjald á leik- tíðinni í leik West Ham og Tottenham og verður þar með að taka út tveggja leikja bann.  ARNE Erlandsen, þjálfari norska knattspyrnuliðsins Lilleström, segir að engin félög í deildinni komi til að standast Rosenborg snúninginn á komandi leiktíð sem hefst eftir sex vikur. Erlandsen segir að Rosenborg sé með yfirburðarlið og öruggt að það vinni meistaratitilinn tólfta árið í röð.  TRYGGVI Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Stabæk í gær sem gerði markalaust jafntefli við Helsingborg á æfingamóti á La Manga.  Á sama móti skildu Lilleström og sænska liðið Guif Sundsvall jöfn, 1:1. Gylfi Einarsson og Indriði Sigurðs- son léku báðir allan leikinn fyrir Lille- ström en Davíð Þór Viðarsson lék síðasta stundarfjórðunginn. Paul Strand skoraði mark Lilleström en Sundsvall jafnaði metin úr víta- spyrnu sem dæmd var á Indriða.  ALVIN Gentry var í gær rekinn úr starfi þjálfara hjá Los Angeles Clipp- ers í NBA-deildinni í körfuknattleik. Í hans stað var ráðinn aðstoðarþjálfar- inn Dennis Johnson. Clippers hefur vegnað illa og situr í neðsta sæti kyrrahafsriðilsins með 19 leiki unna og 39 tapaða. Gentry tók við liði Clippers tímabilið 2000-2001 en var áður hjá Detroit og Miami. ÓLAFUR Stefánsson er einn níu handknattleiksmanna sem hafa verið útnefndir í kjöri Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, í kjöri á handknattleiksmanni ársins 2002, en blað IHF, Hand- ball Magazine, stendur fyrir kjör- inu nú eins og undanfarin ár og hafa lesendur áhrif á niðurstöð- una með atkvæði sínu. Tilkynnt verður í byrjun apríl hver hrepp- ir hnossið. Þeir sem koma til álita þetta árið eru Þjóðverjinn Daniel Stephan, Lars Christiansen, frá Danmörku, Frakkinn Bertrand Gille, Rússinn, Denis Krivochly- kov, Mladan Matic frá Júgóslavíu, S-Kóreubúinn Won-Chul Paek, Sobhi Sioud frá Túnis, Magnus Wislander, Svíþjóð, og Ólafur Stefánsson. Suður-Kóreumaðurinn Kyung- Shin Yoon, leikmaður hjá Gumm- ersbach, varð fyrir valinu í fyrra vegna ársins 2001, en hann er ekki á listanum að þessu sinni þótt hann hafi farið á kostum með liði sínu í Þýskalandi og m.a. verið markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar enn eitt ár- ið. Íslenskir handknattleiksmenn hafa áður verið í kjöri og skemmst að minnast Kristjáns Arasonar og Valdimars Gríms- sonar. Hvorugur þeirra hlaut þó útnefninguna á sínum tíma. Ólafur í kjöri á leikmanni ársins GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í hand- knattleik, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann ætti von á tilboði í vikunni frá þýska 2. deildarliðinu Kronau/Östringen en eins og Morgunblaðið greindi frá var Guðmundur í Þýskalandi á dögunum og átti þar við- ræður við forráðamenn fé- lagsins auk þess sem hann skoðaði aðstæður hjá því. Kronau/Östringen á góða möguleika á að komast upp í Bundesliguna en eftir leiki helgarinnar er liðið með 41 stig í efsta sæti suðurriðils- ins í 2. deildinni, Düsseldorf hefur 39 stig og Melsungen 31 og á Kronau/Östringen leik til góða. Efsta liðið tryggir sér sæti í Bundeslig- unni. Guðmundur lék ekki með Conversano á sunnudag þeg- ar liðið sigraði Trieste, 35:26, í ítölsku 1. deildinni í handknattleik. Conversano á deildarmeistaratitilinn næsta vísan en þegar þremur um- ferðum er ólokið er liðið með 47 stig, Prato í öðru sæti með 41 og Trieste í þriðja með 37 stig. Tilboð á leið til Guð- mundar Það var ekki laust við að kvíðagætti fyrir leikinn í huga áhorfenda sem voru á bandi heimamanna. Eng- inn Darrel Lewis, sem hefur verið jafnbesti leikmaður Grindvíkinga und- anfarið, en hann er ekki leikfær og fæst úr skorið á morgun með framhald mála hjá honum. Svipaða sögu væri sjálfsagt hægt að segja um leik heimamanna í byrjun því ekkert virtist ætla að ganga og Grindvíkingar tóku leikhlé eftir fimm mínútna leik í stöðunni 2:12. Haukamenn settu niður þrist í kjölfarið og útlitið var svart. Þá lokuðu heimamenn vörninni og settu næstu tíu stig þannig að leik- hlutanum lauk 12:15. Í öðrum leikhluta hrökk Stevie Johnson, leikmaður Hauka, í flug- gír og setti niður 16 stig en Helgi Jónas Guðfinnsson var ekki á því að láta Stevie einan um hitunina og setti niður 14 stig. Eftir tölu- verðar sveiflur fóru heimamenn með sex stiga forskot inn í hálf- leik, 44:38. Í seinni hálfleik má segja að heimamenn hafi lokað endanlega fyrir allar sóknir Haukamanna en öll skot rötuðu niður hjá heima- mönnum, sem bættu jafnt og þétt við forskot sitt þannig að um miðj- an fjórða leikhluta náðu heima- menn 30 stiga forustu og Haukar hentu hvíta handklæðinu inn á með því að setja þá leikmenn inn á sem lítið höfðu fengið að spreyta sig. Leiknum lauk svo með glæsi- legum liðssigri 105:80. Náðum góðri stemningu „Flott að þetta skuli vera búið, en spenna hafði verið að byggjast upp í langan tíma því við höfum fengið nokkur tækifæri til að landa þessum titli. Við náðum að berja okkur saman og ná upp góðri stemningu eftir slaka byrjun. Þetta var ótrúlegur leikur – eig- inlega allt ofan í,“ sagði kampakát- ur fyrirliði Grindvíkinga, Páll Axel Vilbergssson. Viljinn mikill „Þetta var fyrst og fremst trú á vörnina, viljinn var mikill, mörg sóknarfráköst þannig að við feng- um oft nokkur tækifæri á skoti. Við lokuðum eiginlega vörninni á meðan við vorum að stilla miðið. Ég er gríðarlega ánægður með strákana í þessum leik,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga. Liðsheildin var áberandi hjá heimamönnum og áttu þeir allir hreinan stórleik. Hjá Haukunum átti Stevie Johnson ágætan leik og Sævar Haraldsson einnig. Morgunblaðið/Árni Torfason Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindvíkinga, lyftir bikarnum sem Grindvíkingar fengu í gær fyrir að tryggja sér sigur í deildarkeppninni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Grindvíkingar deildarmeistarar GRINDVÍKINGAR lönduðu deildarmeistaratitlinum á sannfærandi hátt í Röstinni í gærkvöldi. Eftir miklar sveiflur í fyrri hálfleik settu heimamenn í fluggír og rúlluðu gestunum í Haukum upp, 105:80. Fyrir lokaumferðina á fimmtudagskvöldið eru Grindvíkingar með 34 stig og Keflvíkingar 32, en Grindavík stendur betur í innbyrðisvið- ureignum liðanna fari svo að félögin endi með jafnmörg stig. Garðar Páll Vignisson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.