Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 35 var öldin önnur og menn gátu ekki skroppið á milli landa eins og í dag. Það var því mikið lán að Magnús ásamt Kristni og Jóni bróður hans unnu þann stóra í Happdrætti Há- skólans á sameiginlega miða þeirra og létti það róðurinn hjá þeim öllum en Magnús varð fyrir þeirri miklu sorg um þær mundir að missa bæði föður og bróður með skömmu milli- bili. Vinningurinn kom því í góðar þarfir á þessum erfiðu tímum. Magnús var mikill dundari og íþróttir voru ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. Þó fundu þeir vinirnir sameiginlega íþrótt en það var borð- tennis og var hann stundaður af miklu kappi á borðstofuborði Elínar, móður Kristins, og þar var meira að segja haldið borðtennismót. Sam- gangur var mikill á milli heimilanna og vissi Magnús að hann gat komið við í kaffi til Elínar fram undir mið- nætti. Eitt laugardagskvöldið yfir kaffinu, þegar Magnús hafði lokið námi og var búinn að fá sér ágætan Saab, var ákveðið að drífa sig næsta dag vestur á Snæfellsnes og ganga á jökulinn. Þá fóru, auk þeirra félaga, Sigríður, systir Magnúsar, Jón og undirrituð. Ferðin gekk að óskum og gaman að spóka sig á toppnum. Þó var eitt atvik sem seint gleymist. Jón var nýbúinn að fá ökuleyfið og lang- aði að taka aðeins í Saabinn. Í fyrstu gekk allt að óskum þrátt fyrir að þá væri ekið á malarvegum en allt í einu er vinkilbeygja framundan og hrað- inn nokkuð mikill. Það var lengi tví- sýnt um hvort Jóni tækist að halda bílnum á veginum og munaði litlu að illa færi. Eftir þetta ákvað Magnús að taka við stýrinu aftur. Hlé varð á sambandinu þegar við hjónin dvöldum í Bandaríkjunum í tæp níu ár en þráðurinn var tekinn upp aftur við heimkomuna. Þá hafði Magnús stigið sitt mesta gæfuspor er hann hafði gengið að eiga hana Her- dísi og saman höfðu þau eignast Ingi- björgu og Ólaf og fóstruðu þar að auki bróðurson Herdísar. Við vorum komin með tvö börn og það þriðja væntanlegt. Nú tóku við skemmtileg ár með barnaafmælum, fermingar- og stúdentsveislum og var alltaf mik- ið tilhlökkunarefni að mæta í veisl- urnar hjá þeim enda Herdís lista- kokkur og Magnús mikill fjölskyldumaður og góður gestgjafi. Þegar uppeldinu var lokið og sam- verustundunum fækkaði tók Magnús til sinna ráða. Þá hafði hann verið fé- lagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík- Breiðholt í nokkur ár og nú hvatti hann Kristin til að ganga í klúbbinn. Það gekk ekki í fyrstu en árið 1997 gekk Kristinn í klúbbinn og síðan hafa þeir hist reglulega á fundum og í ferðalögum á vegum klúbbsins. Okk- ur konunum hefur oft verið boðið með og minnumst við margra ljúfra stunda á þeim vettvangi. Það er mikil sorg að þurfa að kveðja Magnús svona snemma en það er þakkarvert að hafa átt svo tryggan og góðan vin í öll þessi ár. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til allrar fjölskyldunnar. Blessuð sé minning Magnúsar Ólafssonar. Sigrún og Kristinn. Kveðja frá Fasteignamati ríkisins Fráfall samstarfsmanns okkar, Magnúsar Ólafssonar fyrrverandi forstjóra, var í senn fyrirvaralítið og ótímabært. Mánudaginn fyrir hálfum mánuði gekk Magnús undir aðgerð vegna gruns um krabbamein. Sá grunur reyndist alltof réttur. Aftur gekk Magnús undir aðgerð á fimmtu- dag og enn á föstudag. Við sólarupp- rás sunnudaginn 23. febrúar var Magnús Ólafsson allur, sextugur að aldri. Eftir nám í byggingarverkfræði starfaði Magnús hjá Hafnarmála- stofnun ríkisins, verkfræðistofunni Hönnun og gegndi starfi byggingar- fulltrúa og bæjarverkfræðings í Mos- fellssveit. Lengst helgaði hann Fast- eignamati ríkisins krafta sína. Árið 1984 hóf hann störf sem umdæmis- verkfræðingur. Þremur árum síðar var hann skipaður forstjóri og gegndi því til ársins 2000. Undir hans stjórn þroskaðist stofnunin og efldist. Hluta af þeim tíma átti Magnús sæti í stjórn félags forstöðumanna ríkis- stofnana. Síðustu árin annaðist Magnús stjórn ýmiss konar faglegra mála. Magnús var gæfumaður í einkalífi. Hann var hreykinn af fjölskyldu sinni og unni henni mjög. Eftirlifandi eiginkona hans, Herdís Heiðdal, var kennari þar til hún fór á eftirlaun síð- asta haust. Þeim Magnúsi varð tveggja barna auðið auk þess sem þau fóstruðu systkinabarn Herdísar. Það var með miklu stolti og gleði sem Magnús tók virkan þátt í undirbún- ingi brúðkaupa barna sinna, Ólafs á árinu 2001 og Ingibjargar rétt fyrir síðustu áramót. Litu þau hjónin, Magnús og Herdís, með mikilli eft- irvæntingu til fæðingar fyrsta barna- barnsins sem von er á síðla sumars. Nákvæmni og vandvirkni ein- kenndu störf Magnúsar. Best naut hann sín þegar fást þurfti við flókin og vandasöm verkefni sem kröfðust íhygli og fræðilegrar þekkingar. Hann hafði góðan skilning á lögum og var minnugur, athugull og sann- gjarn. Fyrir hönd Fasteignamats ríkisins þökkum við Magnúsi Ólafs- syni fyrir störf hans í þágu stofnun- arinnar, fyrir samstarfið og góða við- kynningu. Hann var góður félagi og heilsteyptur og heiðarlegur maður. Herdísi og fjölskyldunni vottum við djúpa samúð. Haukur Ingibergsson, Margrét Hauksdóttir. Magnús Ólafsson, fyrrverandi for- stjóri Fasteignamats ríkisins, lést að morgni 23. febrúar s.l. á sextugasta og fyrsta aldursári. Með Magnúsi er genginn langt fyrir aldur fram mann- kostamaður og drengur góður. Við sem urðum þess aðnjótandi að vinna með honum og undir hans stjórn í mislangan tíma, urðum þess fljótlega áskynja að þar sem Magnús fór, þar fór vænn maður. Hann var nærgætinn yfirmaður sem lét sér annt um samstarfsfólk sitt, fylgdist vel með högum þess og þá sérstak- lega ef hann vissi að eitthvað bjátaði á hjá mönnum. Hann var í senn fróð- leiksfús og um leið fróður um sam- ferðafólk sitt og atburði því tengda. Hann var hafsjór af fróðleik á mörg- um sviðum og naut þess að miðla öðr- um þar af þegar það átti við. Öll framganga Magnúsar á vinnu- stað var hófstillt og yfirveguð. Allur hans stjórnunarstíll mótaðist af þess- um eðlisþáttum. Hann var sanngjarn og réttsýnn yfirmaður sem gerði raunhæfar kröfur til samstarfsfólks síns, um leið var hann mjög metn- aðarfullur fyrir sína hönd og sinnar stofnunar og lét sér annt um fram- gang hennar og orðstír. Sjálfur var hann þekktur af vönduðum og öguð- um vinnubrögðum. Hann bjó yfir yf- irgripsmikilli þekkingu og reynslu af oft á tíðum flóknum og vandasömum matsverkefnum, sem dugðu stofnun- inni vel. Magnús var mikill fjölskyldumað- ur, stoltur og sæll með fjölskylduna, sína ágætu konu og mannvænleg börnin, sem hann miðlaði okkur oft fréttum af. Það var stoltur faðir sem sagði okkur frá brúðkaupum þeirra beggja fyrir skömmu og góðum ár- angri þeirra í námi og starfi. Samstarfsfólki hans í Fasteigna- mati ríkisins var brugðið við þau vá- legu tíðindi að Magnús hefði greinst með alvarlegan sjúkdóm þar sem gæti brugðið til beggja vona um bata. Engan grunaði þó að stundin sem gæfist væri svo örstutt sem raun varð á. Missir stofnunarinnar er mik- ill þegar reynsluríkur starfsmaður fellur skyndilega frá. Missir okkar samstarfsfólksins er líka mikill þar sem við sjáum á bak góðum manni. Um leið og við kveðjum Magnús Ólafsson með söknuði og þökkum honum samfylgdina, sendum við inni- legar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans allrar. Starfsfólk Fasteigna- mats ríkisins. Það var haustið 1965 að átta ungir Íslendingar hófu nám í danska tækniháskólanum DTH. Allir höfð- um við lokið fyrri hluta námsins í verkfræðideild Háskóla Íslands. Sumir höfðu verið saman í mennta- skóla og aðrir áttu að baki samveru alveg frá fyrstu skólaárum. Þessi hópur var einkar samstæður í starfi og leik öll árin í Kaupmannahöfn. Einn í hópnum var Magnús Ólafsson. Að námi loknu dreifðist hópurinn nokkuð og samskipti minnkuðu með- an brauðstritið stóð sem hæst og makar og börn bættust við. En taug- in var sterk sem snúin var í Kaup- mannahöfn og brátt fór hópurinn aft- ur að hittast. Árlegar samkomur urðu að samkomum tvisvar á ári, safnað var í ferðasjóð og haldið utan bæði til að vitja fornra slóða í Kaup- mannahöfn og til að sækja heim suð- rænni lönd. Þær raddir höfðu heyrst í hópnum að fjölga bæri ferðum og fundum og nýta okkur þessar góðu samverustundir meðan þær gæfust. Viku áður en Magnús lést sendi hann okkur tölvupóst þar sem hann sagðist þurfa að gangast undir að- gerð vegna veikinda sem þá nýlega höfðu greinst en hann kvaðst vera bjartsýnn á að allt færi vel. Mánuði fyrr höfðum við öll verið saman eina kvöldstund og ekki sýndi hann þá nein merki þess að hann væri veikur. Aðgerðin leiddi í ljós að erfiðir tímar biðu hans en að hann yrði allur þetta fljótt óraði okkur ekki fyrir. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ótta- laus hyggjum við að hann hafi haldið héðan. Magnús var að eðlisfari frekar al- vörugefinn og hugsandi maður. Hann var mikill námsmaður og ná- kvæmur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var með afbrigðum vandvirkur og farsæll í störfum sín- um. Um það getum við sem þurftum á ráðgjöf hans að halda borið vitni. Magnús var bóngóður og vann fljótt og vel það sem hann tók að sér. Á þessari stundu yfirgnæfir harm- ur yfir skyndilegu fráfalli Magnúsar vinar okkar minningarnar um sam- verustundir okkar, en þær gleymast ekki. Hópurinn er fátækari í dag en hann er þó ríkur af minningum um sómamann sem hafði sannleikann og réttlætið að leiðarljósi. Við sendum eiginkonu hans, Her- dísi, börnum þeirra, Ólafi og Ingi- björgu, og móður hans, Ingibjörgu, innilegar samúðarkveðjur og biðjum Hinn Hæsta að líkna þeim. Verkfræðingahópurinn og eiginkonur. Við fráfall Magnúsar Ólafssonar er harmur kveðinn að félögum í Rót- arýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt. Magnús gekk til liðs við klúbbinn um mitt ár 1989 og hafði því verið félagi í nærri fjórtán ár. Á síðasta starfsári var hann ritari klúbbsins og gegndi því embætti með miklum ágætum. Magnús lagði sig fram um að leysa störf sín vel af hendi og auðséð var að þar fór samviskusamur og heiðarleg- ur maður í alla staði. Andlát Magnúsar bar brátt að. Hann hafði kennt sér meins í örfáar vikur og hafði samband við mig þeg- ar fyrir lá að hann þyrfti að gangast undir aðgerð. Erindið var að tjá mér að hann yrði frá fundum í eina til tvær vikur. Hann lagði áherslu á að ég myndi flytja félögunum kveðju hans, eins og hann fyndi á sér hvað í vændum væri. Einungis viku síðar var hann allur. Við í Rótarýklúbbnum Reykjavík- Breiðholt söknum sómamanns og góðs félaga. Hugheilar samúðar- kveðjur flytjum við Herdísi og fjöl- skyldunni allri. Rótarýklúbburinn Reykjavík–Breiðholt, Jón L. Árnason, forseti. Laugardagskvöldið 15. febrúar kom „Z-liðið“ saman til árlegs fagn- aðar. Magga Ólafs og Herdísar var strax saknað, því mikið hefur þurft til að þau létu sig vanta. Ástæða fjarver- unnar voru óvænt veikindi Magga. Viku síðar var hann allur. Við bekkj- arsystkinin sitjum slegin eftir. Sá fyrsti úr bekknum er fallinn frá og skarðið er stórt. Upphaf Z-liðsins má rekja til haustsins 1959, er fremur ósamstæð- ur hópur varð að 4. bekk Z í Mennta- skólanum í Reykjavík. Við lentum í T-stofunni í norðurenda rishæðar skólans. Okkur þótti tæplega taka því að fara alla leið niður á jarðhæð í stuttum frímínútum og sátum því oft- ast bara á borðunum og töluðum saman. Fljótlega fórum við líka að hittast af ýmsum tilefnum utan skólatíma og smám saman bundust þarna bönd sem enn eru að styrkjast. Heitið Z-liðið festist við hópinn. Maggi, eins og hann var alltaf kall- aður, varð fljótlega þungavigtarmað- ur í bekknum. Hann var mjög góður námsmaður, félagslyndur og góð blanda af ljúfmennsku, festu og trausti. Hann var fjörugur og tók þátt í ærslum bekkjarfélaganna, en gætti þess að fara ekki yfir strikið. Hann hafði ákveðnar skoðanir og var kappsamur í rökræðum. Maggi hafði sterka réttlætiskennd og var mjög staðfastur. Þegar frönskukennari rak hann úr tíma fyr- ir litlar sakir kom hann ekki meira í frönskutíma þann veturinn. Hann nýtti tímana til sjálfsnáms og mætti í prófið um vorið og stóð sig þá með stakri prýði. Þótt árin liðu breyttist ekki staða Magga í Z-liðinu. Með Herdísi sér við hlið hélt hann áfram að vera sami góði félaginn sem við vissum að við gætum treyst á og leitað til. Slíkir vinir eru dýrmætir. Við kveðjum með söknuði og þakk- læti góðan vin og sendum Herdísi og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. „Z-liðið“ – bekkjar- systkin úr MR. Við bekkjarsystkinin úr z-bekkn- um í MR og stúdentar 1962 komum saman fyrir stuttu, eins og við höfum gert næstum árlega, og áttum skemmtilega kvöldstund saman. Þarna vorum við ánægð yfir því að vera öll í fullu fjöri og líta bærilega út miðað við aldur og fyrri störf. Þú Guðmundur minn mættir ekki og enginn okkar vissi um sjúkdóm þinn eða grunaði um þennan skjóta og sorglega endi. Þótt við bekkjarsystkin séum nær öll komin á sjötugsaldurinn bregður okkur illa við þetta fyrsta skarð í hópinn, svona óvænt og fær mann til að staldra við og ígrunda líf sitt. Minningarnar hrannast upp frá námárunum í menntó. Við sátum gjarnan nærri hvor öðrum á aftasta bekk í kennslustofunni og oft var gott að fá að líta á glósurnar þínar eða heimadæmin, því samviskusemi þín við heimavinnuna og stærðfræðina almennt reyndist mér oft vel í mínum letiköstum heima fyrir. Ekki þurfti ég að toga upp úr þér hjálpsemina. Kynni bekkjarsystkina vilja oft rofna eftir námsárin en samheldni z-liðsins, eins og við kölluðum okkur gjarna, varð til þess að vinskapurinn hefur haldist alla tíð. Seinna á lífs- leiðinni liggja vegir okkar svo einnig saman á einn eða annan hátt, eins og hjá okkur þegar þú og þín kona tengjast systur minni Steinunni í Hulduhólum og síðar, þegar þú varðst kennari minn á námskeiða- haldi í háskólanum. Þar spjölluðum við oft saman og rifjuðum upp góðar stundir úr MR. Og mikið gátum við skemmt okkur yfir að rifja upp þegar við fengum ákúrur fyrir að hafa alveg sömu vill- urnar í heimaverkefninu. Ég hafði víst sökkt mér full djúpt niður í heimavinnu þína, Magnús minn, í það sinn. Ég þakka þér allar góðu stund- irnar og sendi fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur á þessari sorgar- stund. Guð styrki ykkur öll. Bjarni Marteinsson. Í dag er kvaddur hinstu kveðju Magnús Ólafsson verkfræðingur, góður vinur okkar og nágranni. Kynni okkar hófust fljótlega eftir að þau Herdís og Magnús fluttu í Álf- heimana fyrir 25 árum, ásamt tveim- ur börnum sínum, þeim Ingibjörgu og Ólafi. Hjá okkur bjó þá dóttir okk- ar og sonur hennar, Magnús, sem er jafnaldri Ólafs sonar þeirra. Tókust fljótt með þeim slík vinátta að þeir urðu óaðskiljanlegir og er svo enn í dag. Þeir urðu fljótt heimagangar hvor hjá öðrum og úr þessum rótum spratt samband okkar við Herdísi og Magnús, sem alla tíð hefir verið gott og farsælt. Magnús kom okkur fyrir sjónir sem hreinskiptinn og góður maður sem öllum vildi gott gera og fjöl- skyldan var honum allt. Sá siður komst á að við hittumst um hver ára- mót, ýmist á heimili þeirra eða okkar og stundum á báðum stöðum sama kvöldið. Magnús var þá hrókur alls fagnaðar og spilaði Tennessee Waltz af innlifun, en þetta hafði verið hans uppáhaldslag frá tólf ára aldri. Um síðustu áramót hittumst við í hinsta sinn, en þremur dögum fyrr vorum við viðstödd brúðkaup Ingibjargar og sáum stoltan föður leiða dóttur sína upp að altarinu. Ekki grunaði okkur að svo stutt yrði til hinstu kveðjustundar, en Magnús greindist með illvígan sjúkdóm í janúarlok sem dró hann til dauða á stuttum tíma. Áfallið er fregnin barst varð því enn sárara en ella. Að leiðarlokum er Magnúsi þökk- uð samfylgdin með söknuði og trega. Herdísi, Ingibjörgu og Ólafi og mökum þeirra, svo og aldraðri móður og eftirlifandi systur sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Magnúsar Ólafs- sonar. Fjölskyldan Álfheimum 18. Það var stuttur aðdragandi að láti Magnúsar Ólafssonar verkfræðings og fyrrum forstjóra Fasteignamats ríkisins. Hann lést eftir skamma legu 23. febrúar síðastliðinn. Magnús Ólafsson varð forstjóri Fasteignamats ríkisins árið 1986 og gegndi því starfi til ársins 2000. Hann var gætinn embættismaður sem lagði áherslu á að rétt væri staðið að málum. Vel látinn og virtur af sam- starfsmönnum sínum. Magnús var virkur í Félagi for- stöðumanna ríkisstofnana og var kosinn í trúnaðarstöður á árinu 1994. Stuttu síðar tók hann ennfremur sæti í stjórn félagsins og sat hann í stjórn þess til starfsloka sinna sem for- stjóri. Á stjórnarfundum var gott að njóta liðsinnis Magnúsar. Ábending- ar hans voru vel grundaðar og hann var ráðagóður maður enda tölu- glöggur og nákvæmur. Hann kom oft og tíðum með sjónarmið sem ekki lágu í augum uppi. Sem félagi var hann afbragð annarra, hnyttinn, og glaðsinna. Umfram allt var Magnús orðvar og lagði ekki illt orð til nokk- urs manns. Hógværð og sjálfsögun var honum eðlislæg, velviljaður var hann og gott að leita til hans. Um hann má því segja hið fornkveðna, að hann væri drengur góður. Félag forstöðumanna ríkisstofn- ana þakkar Magnúsi Ólafssyni góða og gefandi samfylgd og sendir eft- irlifandi eiginkonu, börnum þeirra og öðrum aðstandendum samúðarkveðj- ur. Magnús Jónsson, Skúli Eggert Þórðarson. Skráning fasteigna og mat þeirra til verðs er einn af hornsteinum upp- lýsingasamfélagsins. Við það verk- efni skipti miklu að nákvæmni og vandvirkni væri viðhöfð. Fasteigna- mat ríkisins hefur haft þetta hlutverk með höndum um langt árabil. Á miðjum níunda áratug síðustu aldar var Magnús Ólafsson ráðinn forstjóri þeirrar stofnunar og gegndi því starfi vel á annan áratug. Fasteignamatið hefur ætíð verið ein af lykilstofnunum Fjármálaráðu- neytisins og því mikilvægt að sam- skipti ráðuneytisins við stofnunina sé á traustum og faglegum grunni. Ég hóf störf í ráðuneytinu skömmu eftir að Magnús tók við starfi forstjóra og áttum við mikið og náið samstarf frá fyrsta degi. Þau samskipti voru öll eins ánægjuleg og hugsast gat. Prúð- mennsku hans og velvilja var við brugðið þegar á þurfti að halda. Hann var nákvæmur í embættis- færslu og gætti þess vel að öll sjón- armið kæmu fram. Hann tók vel í all- ar hugmyndir sem frá ráðuneytinu komu og lagaði stofnunina að breytt- um aðstæðum í þjóðfélaginu. Hann rak einnig stofnun sína af ráðdeild og réttsýni. Þá var með dyggri þátttöku Magnúsar lagður grundvöllur að viðamikilli endurskipulagningu á skráningu fasteigna í landinu. Fjármálaráðuneytið þakkar Magnúsi Ólafssyni vel unnin störf á liðnum árum og sendir eftirlifandi að- standendum samúðarkveðjur. Þórhallur Arason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.