Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 6
JARÐSKJÁLFTI, upp á 1,3 stig á Richterskvarða, kom fram á jarð- skjálftamæli við Aðalból á virkj- unarsvæðinu norðan Vatnajökuls um klukkan 19:15 í fyrrakvöld. Þeg- ar jarðfræðingar fóru að athuga málið kom í ljós að um sprengingar verktaka voru að ræða. Að sögn Hjörleifs Sveinbjörns- sonar, jarðfræðings á Veðurstofu Íslands, var fyrst talið að þarna væri náttúrulegur jarðskjálfti á ferð. „Það hafði ekki komið nein til- kynning um sprengingar og þetta leit mjög skjálftalega út. Manneskj- an sem var á bakvaktinni fór þá að grennslast nánar eftir þessu og komst svo að því að það voru sprengingar þarna nákvæmlega á þessum tíma.“ Hjörleifur segist ekki vita til þess að skjálftar hafi orðið á þessu svæði. „Það hafa verið skjálftar í Kverkfjöllum, Öskju og Herðubrei- ðalindum en ekkert þarna. Þess vegna var þetta svolítið óvenju- legt.“ Hann segir hins vegar al- gengt að sprengingar við fram- kvæmdir af þessum toga komi fram á jarðskjálftamælum. Virkjanasvæðið norðan Vatnajökuls Jarðskjálfti reyndist sprenging FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐKOMUGÖNGIN sem Íslenskir aðalverktakar eru að sprengja við Innri-Kárahnjúk eru nú orðin um 408 metrar að lengd en sú tala breytist fljótt vegna þess að verkið gengur vel. Útskot er út í gilið sem er 17 metrar á lengd þegar komið er 260 metra inn í göngin. Alls er því búið að sprengja 425 metra. Heildarlengd ganganna verður 720 metrar með útskotum en aftur verður opnað út í gilið þegar göngin eru orðin 430 metrar. Gangamunninn er í 522 metra hæð yfir sjó og þau enda í 445 metra hæð, halli ganganna er 13,5%. Að sögn Guðmundar Sveins- sonar Kröyers, jarðfræðings hjá Hönnun Egilsstöðum, sem hefur daglegt eftirlit með gerð gang- anna, hefur ekkert komið á óvart við gerð þeirra. Framkvæmdir ganga vel og verklok eru áætluð um miðjan apríl. Gilveggur Dimmugljúfra sýnir okkur jarðfræðina Guðmundur segir jarðfræðina í sjálfum göngunum frekar einfalda. „Þær jarðfræðirannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu svæði hafa gefið mjög góða mynd af því sem við máttum búast við inn í sjálfum göngunum, auk þess sem gilveggur Dimmugljúfra sýnir okkur beint þá jarðfæði sem þau munu koma til með að liggja um. Efsti hluti ganganna liggur um mismunandi móbergsmyndanir, en neðsti hluti þeirra mun liggja í dyngjubasalti. Þetta eru jarðmynd- anir frá ísöld. Móbergið myndaðist undir jökli á jökulskeiði ísaldar, en basaltið á hlýskeiði ísaldar“. „Kárahnjúkar og Sandfell eru móbergshnjúkar sem mynduðust í eldgosi undir jökli fyrir um 20.000–40.000 árum í lok ísaldar. Þetta eru yngstu gosmenjar á þessu svæði. Eftir að ísöld lauk hefur rofmáttur Jökulsár á Dal að- allega tekið við að móta landið á þessu svæði, það er gljúfrið sjálft og sethjallana hér fyrir innan það. Einnig er að finna í göngunum setfylltar sprungur sem liggja að mestu þvert á gangastefnuna. Engar færslur eru sjáanlegar á bergmassanum í tengslum við þessar sprungur. Sprungurnar eru mest áberandi í efri hluta gang- anna, en þeim fækkar mikið eftir því sem neðar er farið,“ segir Guð- mundur. Jarðfræðin í sjálfum göngunum frekar einföld Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Guðmundur Sveinsson Kröyer jarðfræðingur við Sandfell. Norður-Héraði. Morgunblaðið. KRISTJÁN Pálsson og stuðnings- menn hans hafa ákveðið að bjóða fram óháðan lista til Alþingis í Suð- urkjördæmi og hefur Kristján sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum svo og þingflokknum og mun hann starfa sem óháður þingmaður á yfirstand- andi þingi. Kristján segir að verið sé að und- irbúa framboð listans og það verk sé raunar þegar hafið. Lýðræðisreglur ekki virtar í Sjálfstæðisflokknum Kristján sagði að með ákvörðun miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins og vegna ummæla framkvæmdastjóra hans í Morgunblaðinu liti hann og stuðningsmenn hans svo á að mið- stjórnin og framkvæmdastjórinn hefði lýst því yfir að ekki væri ástæða til að virða lýðræðislegar reglur og réttlætishugsjónir í mál- inu. „Skoðanir mínar og annarra flokksmanna, sem hafa undrast ólýð- ræðisleg vinnubrögð síðustu mánaða við val á lista í kjördæmunum, virð- ast ekki skipta máli í augum mið- stjórnar. Ég get ekki unað þeim vinnubrögðum að réttur manna og lýðræði sé fótum troðið og skiptir þá engu hvar það er gert eða af hverj- um,“ sagði Kristján. Spurður um stefnumál sagði Kristján að þar sem umsókn hans um sérframboð undir merkjum Sjálfstæðisflokksins hefði verið hafnað yrði samin sérstök stefnu- skrá sem yrði kynnt á næstunni og þá hvaða stefnumál yrðu sett á odd- inn. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Kristján telja að hann og stuðnings- menn hans hefðu þann stuðning sem myndi skila honum á þing. „Það hafa ýmsar kannanir verið gerðar á stuðningi við mig. Það var stór fund- ur í Stapanum fyrir þremur mánuð- um þar sem 300 manns mættu og um svipað leyti var gerð skoðanakönnun á Suðurnesjum þar sem spurt var hvorn menn vildu frekar sem leið- toga Sjálfstæðisflokksins, mig eða Árna Ragnar. Tæplega 70% töldu að ég ætti að leiða listann. Síðan hafa verið gerðar ýmsar netkannanir og auk þess höfum við auðvitað heyrt í mjög mörgum í kjördæminu öllu. Þannig að við teljum að þetta fram- boð hafi heilmikla möguleika.“ Kristján segir að auðvitað sé þetta ekki staða sem hann hefði kosið sér. „Það óskar sér enginn þess að þurfa að yfirgefa flokkinn og fara í fram- boð óháð honum. Þetta er neyðarúr- ræði fyrir mig því ég sá enga aðra leið til þess að mæta þeirri vanvirðu sem mér hefur verið sýnd af ákveðnum hópi manna innan Sjálf- stæðisflokksins.“ Sérframboð Kristjáns í Suðurkjördæmi Morgunblaðið/Jim Smart Jón Einarsson, Valþór Söring Jónsson og Kristján Pálsson. Kristján Pálsson telur sig og stuðningsmenn hafa fylgi til þess að fá mann kjörinn á þing Davíð Oddsson forsætisráðherra Harmar ákvörðun Kristjáns DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segist harma þá ákvörð- un Kristjáns Pálssonar alþing- ismanns að fara í sérframboð við alþingiskosningarnar í vor. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf núna á öllu sínu að halda. Það er mjög hart að honum sótt, hann þarf svo sannarlega ekki á þessu að halda,“ segir Davíð. Svipað fylgi Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar lyndi flokkurinn 2,3%. Miðað við þessar niðurstöður fengi Sjálfstæðisflokkurinn 25 þingmenn og Framsóknarflokkur- inn átta þingmenn, stjórnarflokk- arnir því samtals 33 þingmenn, Samfylkingin fengi 25, Vinstri grænir fimm en Frjálslyndi flokk- urinn engan þingmann ef kosið yrði nú. Úrtakið var 600 manns og var könnunin framkvæmd símleiðis. 63,8% aðspurðra tóku afstöðu. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 38,6% atkvæða ef kosið yrði til Alþingiskosninga nú, samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í gær. Samfylkingin fengi 37,9% atkvæða. Munurinn er að sögn Fréttablaðsins innan vikmarka og því ómarktækur. Framsóknarflokkurinn mældist með 12,5% fylgi en í könnun blaðsins fyrir viku mældist hann með 14,3%. Vinstri grænir mældust með 8,6% fylgi og Frjáls- FULLTRÚI alþjóðlegu umhverfis- verndarsamtakanna International Rivers Network, IRN, sat fyrir tveimur vikum fund með fjórum fulltrúum Landsvirkjunar og Smára Geirssyni, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, þar sem upplýsing- um um efnahags- og umhverfisþátt Kárahnjúkavirkjunar var komið á framfæri. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að ekkert hafi verið gert með þessar upplýsingar í bréfi sem þessi sömu samtök sendu svo til a.m.k. eins fjármálafyrirtækis, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu sl. laugardag, þar sem gerð er tilraun til að koma í veg fyrir að lán fáist á alþjóðavettangi til framkvæmdanna við Kárahnjúka. Þorsteinn segir að fulltrúi samtak- anna, Peter Bosshard, hafi haft sam- band við Landsvirkjun og honum ver- ið boðið til fundar er hann var hér á ferðinni á dögunum á vegum Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. Í milli- tíðinni hafi Smára Geirssyni verið boðið að sitja fundinn, þar sem hann var staddur í Reykjavík þennan dag, 20. febrúar. Að sögn Þorsteins var þetta ekki síst gert í ljósi þess sem fram komi á vefsíðu IRN að samtökin vilja afla upplýsinga og starfa náið með heimamönnum á þeim svæðum sem vatnsaflsvirkjanir eru reistar. Auk Þorsteins og Smára sátu á fundinum með Bosshard þeir Stefán Pétursson, fjármálastjóri Landsvirkj- unar, Sigurður Arnalds, sem vann að umhverfismati Kárahnjúkavirkjunar fyrir Landsvirkjun, og Björn Stefáns- son, yfirmaður virkjanadeildar fyrir- tækisins. ,,Bosshard greindi okkur frá því þegar hann kom að hann hefði hitt Þorstein Siglaugsson, hagfræðing sem unnið hefur fyrir Náttúruvernd- arsamtök Íslands. Við fjölluðum sér- staklega um þær fullyrðingar Þor- steins að fyrirtækið tapaði 36 milljónum dollara á ári á Kárahnjúka- virkjun og gáfum þessum manni okk- ar skýringar, m.a. varðandi það hvernig arðsemiskrafan á að vera,“ segir Þorsteinn Hilmarsson og telur Bosshard hafa tekið undir þær at- hugasemdir sem Landsvirkjun gerði við útreikninga Þorsteins Siglaugs- sonar. ,,Síðan sjáum við í bréfinu sem Morgunblaðið greindi frá, að hann segir frá því athugasemdalaust að ár- legt tap af virkjuninni verði 36 millj- ónir dollara, þrátt fyrir að hafa fengið okkar skýringar. Þorsteinn segir Bosshard hafa ver- ið ánægðan með fundinn þó að hann hafi tekið skýrt fram að hann hafi ekki verið sammála öllu sem þar hafi komið upp. Hann hafi haft efasemdir um hversu skynsamlegt sé að ráðast í gerð virkjunarinnar og sagt reynsl- una vera þá að kostnaðaráætlanir vatnsaflsvirkjana færu yfirleitt úr böndum. ,,Við buðum honum allar nánari upplýsingar. Um miðja síðustu viku fékk ég svo tölvupóst frá manninum þar sem hann spyr nokkurra spurn- inga, meðal annars um við hvaða banka við erum að skipta. Við höfum ekki svarað þessu ennþá en það er ljóst á bréfinu sem greint var frá í Morgunblaðinu að hann hefur ein- hverja bakleið að upplýsingum. Þetta bréf ber vott um að hann nýtir sér á engan hátt þær upplýsingar sem hann var þó að sækja til okkar nokkr- um dögum áður. Hann lítur greini- lega framhjá þeim hlutum sem hann var upplýstur um og vefengdi ekki á fundinum. Það er líklegt að hann sæki allan sinn fróðleik til Náttúruvernd- arsamtaka Íslands. Ef að menn hafa góðan málstað, sem náttúruvernd vissulega er, þá eiga menn að vera vandir að meðulum,“ segir Þorsteinn. Landsvirkjun um samtökin International Rivers Network Gerðu ekkert með upplýsingar sem þau fengu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.