Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ eru áhöld um hvort veðurfar á Íslandi bjóði upp á útikaffihús á sumrin, hvað þá í byrjun mars að nýloknum þorra. Aðstæður virðast hins vegar ákjósanlegar fyrir slíkt um þessar mundir enda minnir veðurblíðan miklu fremur á ilmandi vor en há- vetur. Þessi stúlka naut veitinga útivið í Nauthólsvíkinni í gær á meðan aðrir nýttu tækifærið til göngutúra á stígnum sem liggur meðfram víkinni. Það er því óhætt að segja að sannkölluð sumarstemning hafi ríkt hjá borgarbúum í gær. Morgunblaðið/ RAX Vorblíða í marsbyrjun STÓR vélageymsla við bæinn Ber- serkseyri, mitt á milli Grundar- fjarðar og Stykkishólms, brann nánast til grunna eftir að eldur kom þar upp laust fyrir klukkan átta í gærkvöld. Hvorki fólk né búfénaður var í hættu vegna eldsins en eignatjón er verulegt. Slökkvistarfið tók um einn og hálfan tíma en vakt var við stað- inn í nokkurn tíma á eftir. Vélageymsla brann til grunna ÍSLANDSBANKI er vænlegri kost- ur fyrir erlenda fjárfesta en Lands- banki og Búnaðarbanki vegna þess að eignaraðild að bankanum er dreifð. Þetta segir hlutabréfasérfræðingur sem starfar fyrir svissneska fjárfest- ingarbankann Fox-Pitt, Kelton (FPK) sem nýverið gerði greiningu á Íslandsbanka. Hann segir að það sé mikilvægt fyrir erlenda fjárfesta, svo sem lífeyr- issjóði og fleiri sem hugsanlega vilja fjárfesta í íslenskum bönkum, að allt hlutafé tiltekins banka geti gengið kaupum og sölum. Algengt sé í bönk- um á Norðurlöndum að einn eða tveir fjárfestar eigi hlut sem ekki sé til sölu. Þannig minnki kjölfestufjárfestarnir það hlutafé sem öðrum fjárfestum stendur til boða hverju sinni og geri bankann óáhugaverðan kost. Í greiningarskýrslunni kemur fram að FPK mælir með kaupum á bréfum í Íslandsbanka og telur bankann eiga góða möguleika á að vaxa og auka hagnað á næstunni. Dreifð eignarað- ild eykur áhuga  Hlutabréfagreining/14 FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur fengið ný verkefni í Frakklandi og eru nær allar 25 flugvélar félagsins bókaðar út árið, að sögn Lindu Svan- bergsdóttur, sölu- og markaðsfull- trúa fyrirtækisins. Linda segir að gjaldþrot franska félagsins Air Liberté í febrúar hafi aukið spurn eftir leiguvélum í Frakklandi og verði tvær af vélum Air Atlanta því í verkefnum fyrir frönsku flugfélögin Air France og Corsair, sem Air Liberté hefði ann- ars sinnt. Linda segir að Atlanta hafi þegar tekið að sér verkefni í Frakk- landi en frá og með maímánuði verði önnur þessara véla í verkefnum fyrir Corsair og hin til taks á Orly-flug- velli frá maí fram í október. Stór hluti flugflota Atlanta er bundinn í langtímaverkefnum fyrir flugfélögin Excel Airways og Virgin Atlantic í Bretlandi, Southern Winds í Argentínu, Malaysian Cargo í Mal- asíu og Aeromar-flugfélagið í Dóm- iníska lýðveldinu. Air Atlanta leigir auk þess vélar sínar til annarra flug- félaga og ferðaskrifstofa víðs vegar um heiminn, en auk vélanna leigir fé- lagið áhöfn og annast viðhald og tryggingar. Linda segir að Atlanta sé stærst sinnar tegundar í heiminum, sama hvort miðað sé við stærð flugflota eða fjölda útleigðra tíma. Í flota fé- lagsins eru fimmtán vélar af gerðinni Boeing 747, átta af gerðinni Boeing 767 og tvær Boeing 757, en þriðja Boeing 757-vélin verður afhent í apr- ílmánuði. Um 250 flugmenn og flug- vélstjórar, um 500 þjónustuliðar og um 315 starfsmenn á jörðu niðri vinna hjá Atlanta, sem er með tíu starfsstöðvar í átta löndum, Bret- landi, Argentínu, Indónesíu, Malas- íu, Sádi-Arabíu, Dóminíska lýðveld- inu, Nígeríu og Íslandi. Vélar Atlanta nán- ast bókaðar út árið Ein af 15 B747 vélum Atlanta undir merkjum Virgin Atlantic. Ný verkefni fyrirtækisins í Frakklandi GUNNAR Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins, og Gerhard Sabathil, sendiherra framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins (ESB) gagnvart Íslandi og Noregi, deildu í gær um þær forsendur sem fulltrúar ESB byggja á af sinni hálfu í viðræðunum um að- lögun EES-samningsins að stækkun ESB. Á ráðstefnu um Ísland og stækkun ESB og EES sem fór fram á Hótel Loftleiðum í gær andmælti Gunnar Snorri því sem Sabathil hélt fram um að það væri sanngjörn krafa af hálfu ESB, að Ísland og hin EFTA-ríkin í EES greiddu svip- að hlutfall af þjóðartekjum og aðildarríki ESB til að standa straum af þeim kostnaði sem fylgir því að taka fátæk fyrrver- andi austantjaldsríki inn í ESB og EES. Gunnar Snorri sagði fram- kvæmdastjórnina vera með kröfum sínum að reyna að láta aðrar grundvallarforsendur gilda í viðræðunum sem nú standa yfir um stækkun EES en hún lætur gilda í samningavið- ræðum um stækkun ESB. EES- samningurinn væri hluti af gild- andi lagaskuldbindingum ESB. En nú reyndi ESB að breyta þessari forsendu til hagstæðari vegar fyrir sig, með því að gera kröfu um breytingar á þeim samningum sem nú eru í gildi milli ESB og EFTA-ríkjanna um framlög í þróunarsjóði og setja þessa kröfu sem skilyrði fyrir eiginlegri aðlögun EES- samningsins að stækkuninni. Fá út svipaðar tölur um framlög Á ráðstefnunni sagði Sabathil að í bráðabirgðaútreikningum framkvæmdastjórnarinnar á því hvert hugsanlegt framlag Ís- lands yrði í uppbyggingar- og jöfnunarsjóði ESB, ef landið væri aðili að sambandinu, væri komizt að mjög svipuðum niður- stöðum og gert er í nýlegri skýrslu Deloitte & Touche um hugsanleg heildarframlög Ís- lands í sjóði ESB, sem unnin var að beiðni Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra. Deilt um for- sendur stækk- unar EES  Ísland nýtur/17 Í MÝVATNSSVEIT var fyrir nokkrum dögum stærsta snjóhús landsins. Húsið var um 200 fermetr- ar að stærð og lofthæðin þrír metrar. Veggir húss- ins voru tæpir þrír metrar á þykkt við jörðu en rúm- lega metri þegar ofar dró. Þetta var ekkert venjulegt snjóhús, heldur ísveitinga- staður sem opna átti um síðustu helgi. En sunn- anáttirnar komu í veg fyr- ir að þær áætlanir yrðu að veruleika. Eigendur hússins eru þó ekki af baki dottnir, þeir ætla að setja í það kælikerfi og segja enn ekki loku fyrir það skotið að veitingar verði framreiddar í fimm gráðu frosti áður en farfuglarnir lenda við Mývatn. Húsið var byggt utan um járn- grind en eins og hvert annað snjó- hús er snjór og ís helsta bygging- arefnið. „Við byrjuðum að hanna húsið síðasta sumar,“ segir Yngvi Ragn- ar Kristjánsson, hótelstjóri Selhót- els í Mývatnssveit. Búið var að byggja snjóhúsið upp í þriggja metra hæð og um viku vinna eftir í byggingunni. „Þá byrjuðu þessar blessuðu sunn- anáttir að stríða okkur. Húsið virt- ist ætla að standa þetta vel af sér en svo héldu sunnanáttirnar áfram og eina nóttina hrundi það niður.“ Yngvi segir hugmyndina að ís- veitingahúsinu komna frá Finn- landi en Selhótel í samvinnu við Sportferðir á Akureyri ætla að reka húsið. „Fysta árið átti að vera bar í húsinu og framreiða átti léttan pinnamat,“ útskýrir Yngvi. Sunnanáttin bræddi veitingahúsið Snjóhúsið, sem var um 200 fermetrar, í byggingu á dögunum þegar allt lék í lyndi. ♦ ♦ ♦ HÆTT hefur verið við fram- leiðslu kvikmyndarinnar Sólon Íslandus. Unnið hefur verið að myndinni í um fjögur ár en nú er svo komið að allar leiðir eru lokaðar hvað fjármögnun varðar. Meginástæðan fyrir þessum endalokum er sú að ekkert varð af styrkveitingu frá Þýskalandi. Því neyðast aðstandendur til að skila styrk frá Kvikmyndasjóði. Margrét Rún Guðmunds- dóttir, leikstjóri myndarinnar, segir íslenska kvikmynda- menningu um margt í öng- stræti og styrkja þurfi innviði hennar hérlendis. Hætt við kvikmyndina Sólon Íslandus  Ekkert fjármagn/25 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.