Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ frá 27.510 kr. á mánuði í 3 ár Innifalið: Leiga til 36 mánaða, akstur allt að 20.000 km á ári, auka dekkjagangur, umfelgun, smur- og þjónustueftirlit samkvæmt þjónustubók. frá 25.924 kr. á mánuði í 3 ár Innifalið: Leiga til 36 mánaða, akstur allt að 20.000 km á ári, auka dekkjagangur, umfelgun, smur- og þjónustueftirlit samkvæmt þjónustubók. Sævarhöfða 2a · sími 525 9000 · bilheimar@bilheimar.is · www.bilheimar.is Komdu í Bílheima og kynntu þér Opel á rekstrarleigu! F í t o n / S Í A F I 6 4 1 3 Viltu að ég setji upp boxhanskann, pjakkurinn þinn? Mikilvægur rannsóknarstyrkur Lýtur að vernd eignarréttar Guðrúnu Gauksdótt-ur, lektor við laga-deild Háskólans í Reykjavík, var nýverið veittur fimm milljóna króna styrkur til rann- sókna sem snúast um Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og verndun eignarréttar. Um er að ræða hluta af viða- mikilli alþjóðlegri rann- sókn um Mannréttindayf- irlýsingu Sameinuðu þjóðanna. – Hver veitir styrkinn? „Styrkurinn sem ég hlaut er rannsóknarstöðu- styrkur og það er Rann- sóknarráð Íslands, RANNÍS, sem úthlutar honum. Slíkir styrkir eru veittir til þriggja ára og eru ætlaðir vísindamönnum sem nýlega hafa lokið doktorsprófi eða samsvarandi menntun og sækjast eftir að hasla sér völl á Íslandi. Gert er ráð fyrir að um- sækjandi semji við íslenska stofn- un um aðstöðu og er stofnunum þannig gert kleift að ráða til sín starfsmenn til að efla mikilvægar rannsóknir eða afla sér færni á nýjum sviðum. Ég er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og hef gert slíkan samning við hann og hef aðstöðu til að vinna að rannsókn minni þar.“ – Viltu segja okkur eitthvað frá rannsóknum þínum? „Rannsóknin lýtur að vernd eignarréttar samkvæmt 17. grein Mannréttindayfirlýsingar Sam- einuðu þjóðanna frá 1948. Al- mennt má segja að áhugi fræði- manna á alþjóðlegri vernd eignarréttar hafi aukist á undan- förnum árum en takmarkað hefur verið ritað um það efni. Megin- markmið rannsóknar minnar er að rannsaka forsögu, þýðingu og hlutverk eignarréttarákvæðis yf- irlýsingarinnar. Tekist er á um ýmsar grundvallarspurningar, svo sem þær hvort eignarréttur sé grundvallarréttur einstaklinga og ef svo er hvert sé inntak slíks réttar, t.d. hvort hægt sé að tala um ákveðið lágmarksinntak eign- arréttar sem öllum ríkjum beri að virða. Hvort tiltekið eignarskipu- lag njóti verndar. Hvaða hags- munir njóti verndar sem eign og hverjir njóti eignarréttarvernd- ar. Hvenær réttur einstaklinga verði að víkja fyrir almannahags- munum og hvaða skilyrði eigna- skerðingar þurfi að uppfylla.“ – En tengsl þín við alþjóðlegu rannsóknina? „Með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna var grund- völlur lagður að alþjóðlegri mannréttindavernd. Rannsókn mín er hluti af heildarrannsókn á efni, þýðingu og hlutverki yfirlýs- ingarinnar. Bandarískur prófess- or í þjóðarrétti átti frumkvæðið að þessari rannsókn. Hann hefur fengið til liðs við sig fræðimenn á sviði mannréttinda til að skrifa um hver og ein þeirra réttinda sem tryggð eru í yfir- lýsingunni. Höfundar eru sérfræðingar á sviði mannréttinda og þess ákvæðis sem rannsóknin lýtur að. Rannsóknunum er ætlað að bæta úr skorti á ítarlegri fræðilegri umfjöllun um lagalega þýðingu einstakra réttinda yfirlýsingar- innar og áhrif þeirra í alþjóða- rétti.“ – Hefur alþjóðleg vernd eign- arréttar einhver áhrif á íslenskan rétt? „Á undanförnum árum hefur skilningur manna á eðli og inn- taki mannréttindaákvæða stjórn- arskrárinnar breyst vegna áhrifa frá alþjóðlegum mannréttinda- samningum, ekki síst Mannrétt- indasáttmála Evrópu. Sem dæmi má nefna skýringu dómstóla á tjáningarfrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar og á rétti einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Það er ástæða til að ætla að viðhorf til skýringar á eignarréttarákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu muni hafa áhrif á skýringu ís- lensks réttar.“ – Hvað getur þú sagt okkur um rannsóknir í lögfræði á Íslandi? „Að mínum dómi þarf að efla rannsóknir í lögfræði, sérstak- lega á tilteknum sviðum. Að margra dómi hefur það verið hindrun í vegi rannsókna að þær hafa ekki reynst vænlegar til starfsframa miðað við þjálfun við ýmis lögfræðistörf. Við erlenda háskóla er lagt mikið upp úr þýð- ingu rannsóknarstarfs.“ – Hvaða þýðingu hefur það fyr- ir þig að hreppa svo myndarlegan styrk? „Það veitir mér tækifæri til að hasla mér völl sem fræðimaður og nýta þá þekkingu og reynslu sem ég hef öðlast við samningu doktorsritgerðar minnar. Einnig má nefna að rannsóknir á sviði lögfræði tryggja þekkingu og efla kennslu. Það er þýðingarmikið hlutverk lagadeilda að stuðla að rannsóknum á réttarþróun í sam- félaginu. Rannsóknir tryggja að nýir straumar þekkingar og við- horfa verði tiltækir, þar á meðal með sam- anburði við alþjóðarétt og rétt í erlendum ríkj- um. Það er stefna Há- skólans í Reykjavík að tryggja að svo verði.“ – Hvenær lýkur rannsókn þinni? „Styrkurinn er veittur til þriggja ára og miðast lok rann- sóknarinnar við það tímamark. Rannsókn þessi nýtist hins vegar við athugun skyldra viðfangsefna í íslenskum rétti og alþjóðarétti og ég mun því geta byggt á henni í fræðistörfum í framtíðinni.“ Guðrún Gauksdóttir  Guðrún Gauksdóttir fæddist í Reykjavík 30. október 1963. Kandídat frá lagadeild Háskóla Íslands 1989, fékk meistara- gráðu í þjóðarrétti frá lagadeild Háskólans í Lundi 1993 og er að ljúka doktorsnámi frá þeim skóla. Starfaði eftir lagapróf í tvö ár hjá Borgardómi Reykja- víkur og samhliða námi hefur hún sinnt lögfræðikennslu bæði í Lundi og á Íslandi auk þess að sinna lögfræðistörfum. Á eina dóttur, Ingibjörgu Þorsteins- dóttur, f. 1988. … að hasla mér völl sem fræðimaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.