Morgunblaðið - 09.03.2003, Síða 48

Morgunblaðið - 09.03.2003, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁGÆTI Kristinn Pétursson! Í Mbl. 19. jan. segir þú tímabært að hætta að deila um Kárahnjúkavirkj- un og jafnframt að minnihlutahópur um öfgafulla friðun hálendisins verði að sýna þann þroska að kunna að tapa! Ertu ekki að skjóta sjálfan þig í fótinn? Þú, helsti andstæðingur kvótakerfisins í fiskveiðum þar sem þó er unnið eftir lögum sem Alþingi hefur sett og við skulum þá ætla að meirihluti þjóðarinnar fylgi. Virtir vísindamenn og alþjóðastofnanir hafa lagt blessun sína yfir fyrirbærið þó að þeir séu að sjálfsögðu ekki „konung- legir kjánar“! Herfa niður ójöfnur á botninum og jafna hann – gott mál, þetta grær upp aftur! Rækta smáfisk – fínt – þorskur í dós! Vitlaus dán- arstuðull – „neikvæð áróðurstilgáta“! Skipting kvótans – sanngjörn – „að meðaltali“! Er ekki mál að láta af þessari andsöðu þinni við vilja meiri- hlutans um fiskveiðistjórnina? Andstæðingar virkjunar og álvers hafa (eins og þú um fiskinn!) verið málefnalegir og heiðarlegir í mál- flutningi sínum og enn er málið ekki frágengið svo það er ótímabært að gefast upp! Þar við bætist að það kemur virkjun eftir þessa! Því hefur aldrei verið haldið fram að Lands- virkjun gangi ekki vel um, en óspillt náttúra er allt annað en manngert umhverfi – það er ekki náttúra! Þú talar um sauðkindurnar í Mývatns- sveit sem bíti grasið meðan gæsin rífi það upp! Það er nú eins og mig minni að eitthvað vanti af tönnum í kind- urnar svo þær verða víst að rífa líka en vera má að þeirra hlutur í upp- blæstrinum hafi verið ofmetinn hin seinni ár. Varðandi framburð jökulánna og uppgufun þá hlýnar Lögurinn varla við að fá Jökulsá á Brú í sig til við- bótar Jökulsá á Dal og þó ég sé nú ekki vel kunnugur þarna þá minnir mig að sú fyrrnefnda sé hið mesta drulluskólp og miklu nær því að vera „la natural drulla“. Hún kemur nú í Löginn í fyrsta sinn! Er ekki frekar líklegt að hitastig hans lækki og upp- gufun minnki ef gegnumstreymið eykst um meira en helming? Sé Lög- urinn yfir 100 m djúpur – botninn er nú varla „um 100 m neðar en yfirborð sjávar“ – þá er það alla vega mikill munur frá Hálslóni sem víða verður aðeins 2–4 m að dýpt og vatnsborðið breytist um tugi metra frá hausti til vors! Lónið er jökulvatn í um 600 m hæð yfir sjó svo uppgufun verður varla til að auka loftraka á svæðinu umfram það sem núverandi gróður og vötn gefa. Þegar búið er að eyða 200 milljörðum í virkjun og álver – með ríkisábyrgðum og skattafríðind- um, verður þá ekki lítið eftir til að byggja upp annan atvinnurekstur – alla vega á sömu kjörum og virkjunin fær? Þar vantar kjölfestufjárfesta! Mundu kvótakóngarnir vilja leggja eitthvað af mörkum til uppbyggingar atvinnurekstrar – þeir eiga víst ein- hvern aur? Uppbyggðir vegir með bundnu slit- lagi á hálendinu er ekki það sem nátt- úruverndarfólk vill, a.m.k. vil ég frek- ar sleppa því að sjá þetta land ef heilsan þolir ekki þær koppagötur sem nú eru! Auðvitað munum við gera það besta úr málinu ef virkjunin rís en þangað til er stríð! RAGNAR EIRÍKSSON, Lindargötu 15, Sauðárkróki. Að skjóta sig í fótinn! Frá Ragnari Eiríkssyni: STUNDUM mætti ætla að Suður- nesjamenn væru að því leyti öðru vísi en annað fólk að láta bókstaflega allt yfir sig ganga. Í Morgunblaðinu 4. mars sl. er „frétt“ undir fyrirsögn- inni „Læknislaust á heilsugæslunni“ en í Reykjanesbæ hefur ekki verið eðlileg læknisþjónusta svo mánuðum skiptir – eftir að læknar á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja gengu út og réðu sig annars staðar. Í þessari makalausu „frétt“ er haft eftir forstjóra Heilbrigðisstofnunar- innar að ráðnir hafi verið nýir starfs- menn, þ.á m. barnalæknir í hluta- starf, fjármálastjóri, hjúkrunar- fræðingur og næringarráðgjafi – og það má skilja forstjórann á þann hátt að heilsugæslan sé nú bara í nokkuð góðu lagi þótt vanti læknana! Ég vil benda stjórn Heilbrigðis- stofnunarinnar á þá staðreynd að heilsugæslustöðvar eru mannaðar læknum annars staðar á landinu en á Suðurnesjum, m.a. læknum í fullu starfi, og stjórn stofnunarinnar er því vorkunnarlaust að semja við lækna eins og gert er annars staðar á landinu í stað þess að standa í þrá- kelknislegu karpi, jafnvel í fjölmiðl- um, eftir að hafa málað sig út í horn. Fólk á Suðurnesjum á, lögum samkvæmt, rétt á eðlilegri læknis- þjónustu og ef stjórnandi og stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja geta ekki tryggt hana er þess ein- faldlega krafist að þeir segi af sér störfum tafarlaust. Núverandi ástand í heilsugæslu- málum á Suðurnesjum er hættulegt. Það þarf ekki stórslys til að um mannslíf verði að tefla. Þá er ljóst að öryggisleysið og fyrirhöfnin, sem þetta ástand skapar í sveitarfé- laginu, t.d. fyrir aldrað fólk og fólk með veik börn, er gjörsamlega óþol- andi. Ábyrgðarleysi, ef ekki hreinn og klár glannaskapur, stjórnenda Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja er með ólíkindum og Suðurnesjamenn hljóta að lýsa fullri ábyrgð á hendur þeim og stjórnendum Reykjanesbæjar í þessu máli. Taki hvorugir af skarið nú þegar er hér með farið fram á að heilbrigðisráðherra taki af þeim völdin og komi þessari sjálfsögðu þjónustu aftur í eðlilegt horf. LEÓ M. JÓNSSON, tæknifræðingur, Höfnum, Reykjanesbæ. Hættuleg heil- brigðisstofnun! Frá Leó M. Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.