Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 55
KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 55 2ja tíma flug, fjölmargar krár, írska tónlistin og ótrúlegt úrval verslana gera fer› til Dublin a› ómótstæ›ilegum kosti. Skemmtilegar sko›unarfer›ir í bo›i. Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting me› morgunver›i í 4 nætur og íslensk fararstjórn. Úrval-Úts‡n í tvíb‡li á Hótel Burlington. 52.120 kr. Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 04 96 03 /2 00 3 Sta›grei›sluver›: ÞAÐ runnu á menn tvær grínur, ef ekki fleiri, þegar tilkynnt var að gal- gopinn Adam Sandler myndi leika aðalhlutverkið í fjórðu mynd undra- barnsins Pauls Thomas Andersons. Þessi rugludallur í mynd eftir björt- ustu von bandarískrar kvikmynda- gerðar, eftirlæti allra gagnrýnenda sem gert hafði Búggí-nætur og Magnólía! Þetta var aðalumræðuefni dagsins þegar Örvita af ást, eða Punch Drunk Love kom fyrst fyrir augu almenn- ings, en hún var sýnd sem ein af myndunum í aðalkeppninni á kvik- myndahátíðinni í Cannes í maí síðast- liðnum. Gat Paul Thomas Anderson gert níutíu mínútna langa róman- tíska gamanmynd – Búggí nætur og Magnólía voru báðar rúmlega þrír tímar – og það sem menn höfðu kannski enn meiri áhyggjur af; hvort virkilega væri hægt að taka Adam Sandler, af öllum mönnum, alvarlega sem leikara. Vissulega var það eins og að sjá Davíð versla í Bónus að sjá Adam Sandler í Cannes, þessari helstu hátíð „alvarlegrar“ kvik- myndagerðar. Í körfu í Cannes „Ég er aðallega búinn að horfa á MTV og vera í körfubolta með bróður mínum,“ svaraði hann líka frönskum blaðamanni þegar hann var spurður hvað hann hefði haft fyrir stafni á þessari virðulegu og sögufrægu kvik- myndahátíð. Hann var annars ósköp afslappað- ur og venjulegur drengurinn, rétt eins og leikstjórinn hans Anderson, þar sem þeir voru á blaðamannafundi um morguninn eftir allra fyrstu sýn- inguna á myndinni; blaðamannasýn- ingu sem hófst kl. 8 um morguninn. Það lá greinilega vel á þeim enda máttu þeir vera góðir með sig, vel- þóknunin skein úr augum blaða- manna sem greinilega voru hættir að efast um þetta framandi samstarf eft- ir að hafa séð myndina og sannfærst. Forpokuðustu listaspírur úr röðum kvikmyndarýna höfðu staðið sjálfa sig að verki við að klappa fyrir frammistöðu Sandlers, nokkuð sem þeir héldu að þeir ættu aldrei eftir að gera. Það var hreinn farsi að horfa upp á þessar spírur sjá Sandler nýju ljósi – þennan trúð úr Brúðkaups- söngvaranum (Wedding Singer), Stóra pabba (Big Daddy), Vatnsber- anum (Waterboy) og Nicky litla (Little Nicky) – allt í einu hafði hann áunnið sér virðingu þeirra sem „vit- ið“ eiga að hafa í kvikmyndaheimin- um. „Það er aðeins ein ástæða fyrir því að ég fékk Sandler. Ég hef alltaf ver- ið mikill aðdáandi hans, allt síðan hann var í Saturday Night Life-sjón- varpsþáttunum. Ég vildi spreyta mig á gamanmynd og Sandler hefur alltaf átt auðvelt með að koma mér til að hlæja. Mér finnst hann fyndinn,“ við- urkennir Anderson fúslega. „Göngu- lag hans er fyndið og höfuð hans er fyndið og eyrun á honum eru fyndin. Ég hef reyndar ekki séð hann nakinn en það gæti líka verið fyndið.“ „Til að vera alveg hreinskilinn er alls ekkert fyndið við það að sjá mig nakinn,“ bætir Sandler við og fram- kallar enn hærri hlátrasköll en And- erson hafði gert. Anderson er ekki heldur eins og maður hafði ímyndað sér, því á fasi hans var greinilegt að þar færi maður sem tæki sig sko ekki hót alvarlega, heldur væri í einhverjum eigin heimi, með sitt sjö daga skegg, reytta hár og makindalega bros. Og hann flissaði yfir nákvæmlega öllu sem sagt var á fundinum, sérstaklega því sem Sandler sagði. Honum þykir hann greinilega fyndinn. Kveikjan að myndinni Örvita af ást er grein sem Anderson las í tímarit- inu Time um verkfræðinginn David Phillips sem fékk ótrúlega hugdettu er hann sá auglýst að afsláttarmiðar á flugfargjöldum fylgdu ákveðinni búðingstegund. Phillips tók sig til og keypti 12.150 pakka af búðingnum og vann sér þannig inn 1,25 milljónir flugmílna, sem eru fleiri flugferðir en hann mun nokkru sinni geta nýtt sér um ævina, og það fyrir aðeins 200 þúsund krónur, upphæðina sem hann þurfti að punga út fyrir búðingnum. Þetta dæmalausa uppátæki er út- gangspunkturinn fyrir titilpersónu myndarinnar, Barry Egan (Sandler), uppátækjasaman, einrænan og feim- inn ungan mann með lítið sjálfstraust en stórt hjarta. Þetta þótti Anderson gráupplögð söguhetja í rómantísku gamanmyndinni sinni og auðvitað fannst honum þurfa konu eins og bresku Emily Watson til að falla fyrir honum. „Hann kom bara í heimsókn til mín einn daginn með tvær myndbands- spólur undir höndum, sagði mér að hann vildi fá mig til að leika í sinni næstu mynd og setti svo myndböndin í tækið mitt, sem reyndust vera eldri myndir hans. Ég horfði á þær, fannst þær frábærar og sagðist meira en til í að vinna með honum. Við byrjuðum að tala saman og eitthvað small, eins og gerist þegar góðir félagar kynn- ast,“ sagði Sandler um fyrstu kynni sín af Anderson og á þann veg, að honum tókst að erta hláturtaugar manna í öðru hverju orði, nokkuð sem grínista af guðs náð er einum lagið. „Hann sagði: „Gerum eitthvað saman sem hvorugur okkar hefur gert áður.“ Svo sagði hann að Emily ætlaði að vera með og ég sagði: „Það hljómar vel.““ Adam og Emily Anderson segir hvatann á bak við það að hann ákvað að gera Örvita af ást fjórþættan; í fyrsta lagi að leika sér með búðingshugmyndina, öðru lagi löngunin til að gera rómantíska gamanmynd, í þriðja lagi tækifæri til að vinna með Sandler og Watson og í fjórða lagi að geta sannað fyrir sjálf- um sér og öðrum að hann gæti gert 90 mínútna langa mynd sem virkar. Watson, sem stödd var í slagtogi með Sandler og Anderson þennan morgun, segist ekki hafa átt í neinum vandræðum með að ákveða hvort hún vildi hlutverkið. „Í fyrsta lagi er afar auðvelt að leika konu sem fellur fyrir Adam,“ segir hún og gjóar augunum til hans og Sandler roðnar í alvöru. „Svo fannst mér yndislega kærkomið að fá að leika konu sem væri ekki sí- grátandi eða létist ekki í lokin.“ „Þetta var í fyrsta skipti sem ég kyssti mótleikkonu og kærastan mín varð ekki reið. Hún bara hallaði höfð- inu niður á aðra öxlina og sagði „ahhh“.“ Degi Sandlers og Andersons lauk með formlegri frumsýningu á Örvita af ást í Lumiére kvikmyndahúsinu við La Croisette um kvöldið. Frakk- inn hafði fallið í stafi yfir Sandler þennan dag. Hver veit nema kominn sé til sögunnar arftaki dáðasta Kana í Frakklandi, háðfuglinn Jerry Lewis. Paul Thomas Anderson leikstýrði Adam Sandler í rómantísku myndinni Örvita af ást „Hann er með fyndin eyru“ Háðfuglinn Adam Sandler og leikstjórinn Paul Thomas Anderson eiga sameiginlegt að vera ekki allir þar sem þeir eru séðir. Á meðan spaugarinn þráði að sanna sig sem alvöru leikari var það æðsti draumur sénísins að gera léttgeggj- aða rómantíska gamanmynd, helst með Sandler. Skarphéðinn Guðmundsson hitti þá kauða í Cannes og kættist yfir kerskni þeirra. skarpi@mbl.is Örvita af ást eða Punch Drunk Love var frumsýnd hér á landi á föstudag. Emily Watson þótti auðvelt að leika konu sem fellur fyrir Adam Sandler. Sandler, Anderson, Watson og Philip Seymour Hoffman – stjörnur myndarinnar Örvita af ást. Reuters KVIKMYNDIR Háskólabíó – Norrænir bíódagar LILJA AÐ EILÍFU/LILJA 4-EVER Leikstjórn og handrit: Lukas Moodysson. Kvikmyndataka: Ulf Brantås. Aðal- hlutverk: Oksana Akinshina, Artyom Bogucharsky, Lyubov Agapova, Liliya Shinkaryova, Elina Benenson, Pavel Ponomaryov, Tomas Neumann. 109 mín. Svíþj./Danm. Sandrews Metronome 2002. Ó, GUÐ minn góður! Þvílík kvik- mynd. Maður er alveg miður sín eftir hana. Eiginlega langar mig ekki að skrifa um hana, því ég vil ekki hugsa um hana, þá fer ég bara aftur að gráta. Lukas Moodysson sýndi með fyrstu mynd sinni Árans Åmål (Fucking Åmål) að þar var Svíþjóð búin að eignast alvöru leikstjóra sem mikils mátti vænta af. Og Lukas sýn- ir með þessari þriðju mynd sinni Lilja að eilífu að hann er ótrúlega snjall, hæfileikaríkur, smekkvís, ábyrgðarfullur og þenkjandi lista- maður. Hún fjallar um Lilju, 16 ára stelpu sem býr í litlu þorpi í fyrrum Sovétríkjunum, en mamma hennar hverfur til Bandaríkjanna. Líf henn- ar er ömurlegt þar sem hún býr í skítakompu, án peninga, allslaus og vonlaus. Eini vinur hennar er hinn 11 ára Volodja, og saman eiga þau ágætar stundir. Þegar Lilja kynnist síðan Andreij glæðist lítil von í brjósti hennar um betra líf, enda býður Andreij henni vinnu í Svíþjóð. Myndin er einstaklega samúðar- full meðhöndlun á því sérlega við- kvæma og alvarlega máli sem man- sal er. Efnislega er myndin tímabært tímamótaverk, sorglegt, áhrifaríkt, köld gusa í andlitið fyrir okkur öll. Það er ekki skrítið að í um- fjöllun sinni á þessu máli hafi Moodysson valið að fjalla um fórn- arlamb á unglingsaldri, þótt vissu- lega séu þau oft eldri og jafnvel vel menntuð. Moodysson hefur mikla samkennd með börnum, einsog sést hefur í fyrri myndum hans. Hann hefur einstaka sýn inn í sálarlíf Lilju, skilur vonir hennar og væntingar og sýnir á átakanlegan hátt hvernig vonleysið nær tökum á henni og hvernig hún brotnar niður. Við skilj- um Lilju, sjáum það sem hún sér og vonum með henni – jafnvel þegar við vitum að það er engin von. Oksana Akinshina er algerlega sannfærandi og heillandi sem Lilja, og félagi hennar Artyom Bogucharsky er ekki síðri sem Volodja. Það er hreint ótrúlegt hversu vel Moodysson get- ur fengið alls óvana krakka til að leika, og það krakka sem hann getur ekki einu sinni talað almennilega við! Ég býst við að myndin sé raunsæ- isleg lýsing á því eymdarlífi sem margir mega lifa í Rússlandi. Rúss- um þykir víst Moodysson alhæfa um of, enda er hryllilegt hvernig komið er fram við börn í myndinni, hversu tilfinningasljótt fólk er gagnvart náunganum og í rauninni dýrslegt. En ég sé þetta frekar sem sammann- lega mynd, og lít svo á Moodysson sé ekki að dæma heldur að segja að fólk eigi hvergi að þurfa að búa við slíkar aðstæður og grípa til þeirra örþrifa- ráða sem það gerir. Lilja að eilífu er ein átakanlegasta og sorglegasta mynd sem ég hef séð, hvergi sést í ljósglætu. Ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hversu margar konur og mörg börn lifa svona vonlausu, undankomulausu og frelsissviftu lífi. En ætli það sé ekki einmitt það sé Moodysson vill að ég geri – hugsi smá? Hildur Loftsdóttir Engin von, ekkert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.