Morgunblaðið - 21.03.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.03.2003, Qupperneq 25
Flugriti Kól- umbíu fundinn Washington. AFP. FLUGRITI geimskutlunnar Kól- umbíu, sem fórst á leið til lendingar fyrsta febrúar sl., fannst í heilu lagi, að því er óháða rannsóknarnefndin, er kannar orsakir harmleiksins, greindi frá á miðvikudagskvöldið. Laura Brown, fulltrúi nefndarinn- ar, sagði ritann hafa fundist í Hemp- hill í Texas. „Hann var í heilu lagi og hafði ekki lent í vatni, sem eru góðar fréttir. Við erum vongóð um að hægt verði að fá einhverjar upplýsingar úr honum.“ Hefur flugritinn verið flutt- ur til Johnson-geimvísindastöðvar bandarísku geimvísindastofnunar- innar, NASA, í Houston. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 25 ALMENNAR BÍLA- VIÐGERÐIR Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 UM 1.000 manna lið undir forystu Bandaríkjamanna hóf í gær meiri- háttar aðgerðir á landi og í lofti gegn skæruliðum í Suður-Afgan- istan, skammt frá landamærunum við Pakistan. Um er að ræða eina umfangs- mestu aðgerð í Afganistan frá því stríðinu þar í landi lauk og hófst hún næstum í sömu mund og árás- ir voru hafnar á Írak. Roger King, talsmaður bandaríska herliðsins, sagði þó, að ekkert samband væri á milli þessara aðgerða. Er meiri- hluti hermannanna bandarískur og njóta þeir stuðnings fjölda þyrlna af Apache-, Chinook- og Black Hawk-gerð. Hafast enn við í fjöllunum Ótiltekinn fjöldi talibana og al- Qaeda-liða hefst enn við í fjalllend- inu fyrir sunnan borgina Kandah- ar og eru þeir sagðir njóta stuðn- ings afganska stríðsherrans Gulbuddins Hekmatyars en hann var í eina tíð forsætisráðherra Afganistans. Er hans leitað sem „hryðjuverkamanns“. Hafa skæru- liðar látið mikið að sér kveða í Kandahar að undanförnu en borg- in var áður miðstöð talibanahreyf- ingarinnar. Margir telja hugsanlegt, að Osama bin Laden, leiðtogi al- Qaeda, sé í felum einhvers staðar á þessum slóðum og hafa banda- rískir og pakistanskir hermenn hert mjög leitina að honum. Ráðist gegn skæruliðum í suðurhluta Afganistan Bagram. AFP. Morðið á Zoran Djindjic Vararíkis- saksóknari handtekinn Belgrad. AFP. LÖGREGLAN í Serbíu handtók í fyrradag aðstoðarríkissaksóknara landsins vegna meintrar aðildar hans að morðinu á Zoran Djindjic forsætisráðherra, sem var skotinn til bana í Belgrad fyrir rúmri viku. Alls hafa meira en 750 manns ver- ið yfirheyrð af lögreglu í tengslum við morðið á Djindjic en Milan Saraj- lic aðstoðarríkissaksóknari er hins vegar fyrsti embættismaðurinn sem tekinn er fastur. Sagði í yfirlýsingu lögreglunnar að hann hefði verið handtekinn vegna tengsla sem hann hefði við glæpagengi í landinu. Þrátt fyrir umfangsmiklar að- gerðir lögreglunnar leika meintir höfuðpaurar morðsins á Djindjic enn lausum hala, þ. á m. Milorad Luko- vic, fyrrverandi yfirmaður sérsveita serbnesku lögreglunnar. Kúbverskri flugvél rænt Miami. AFP. BANDARÍSK yfirvöld handtóku á miðvikudaginn sex menn sem rænt höfðu kúbverskri farþegaflugvél, vopnaðir hnífi. Þrjátíu og fimm manns voru um borð. Bandarískar orrustuþotur neyddu vélina til að lenda á Flórída. Vélin, gömul, tveggja hreyfla bandarísk smíð, Douglas DC-3, lenti á Key West, syðstu eyj- unni í Flórída-eyjaklasanum. Vélin var í innanlandsflugi á Kúbu er henni var rænt, skömmu eftir flug- tak. Flugumferðarstjórn á Kúbu til- kynnti um ránið og bandarísku orr- ustuþoturnar fóru til móts við kúbversku vélina, sem hafði verið snúið í átt til Bandaríkjanna. Ekki er fyllilega ljóst hvað vakti fyrir ræn- ingjunum. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.