Morgunblaðið - 21.03.2003, Page 25

Morgunblaðið - 21.03.2003, Page 25
Flugriti Kól- umbíu fundinn Washington. AFP. FLUGRITI geimskutlunnar Kól- umbíu, sem fórst á leið til lendingar fyrsta febrúar sl., fannst í heilu lagi, að því er óháða rannsóknarnefndin, er kannar orsakir harmleiksins, greindi frá á miðvikudagskvöldið. Laura Brown, fulltrúi nefndarinn- ar, sagði ritann hafa fundist í Hemp- hill í Texas. „Hann var í heilu lagi og hafði ekki lent í vatni, sem eru góðar fréttir. Við erum vongóð um að hægt verði að fá einhverjar upplýsingar úr honum.“ Hefur flugritinn verið flutt- ur til Johnson-geimvísindastöðvar bandarísku geimvísindastofnunar- innar, NASA, í Houston. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 25 ALMENNAR BÍLA- VIÐGERÐIR Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 UM 1.000 manna lið undir forystu Bandaríkjamanna hóf í gær meiri- háttar aðgerðir á landi og í lofti gegn skæruliðum í Suður-Afgan- istan, skammt frá landamærunum við Pakistan. Um er að ræða eina umfangs- mestu aðgerð í Afganistan frá því stríðinu þar í landi lauk og hófst hún næstum í sömu mund og árás- ir voru hafnar á Írak. Roger King, talsmaður bandaríska herliðsins, sagði þó, að ekkert samband væri á milli þessara aðgerða. Er meiri- hluti hermannanna bandarískur og njóta þeir stuðnings fjölda þyrlna af Apache-, Chinook- og Black Hawk-gerð. Hafast enn við í fjöllunum Ótiltekinn fjöldi talibana og al- Qaeda-liða hefst enn við í fjalllend- inu fyrir sunnan borgina Kandah- ar og eru þeir sagðir njóta stuðn- ings afganska stríðsherrans Gulbuddins Hekmatyars en hann var í eina tíð forsætisráðherra Afganistans. Er hans leitað sem „hryðjuverkamanns“. Hafa skæru- liðar látið mikið að sér kveða í Kandahar að undanförnu en borg- in var áður miðstöð talibanahreyf- ingarinnar. Margir telja hugsanlegt, að Osama bin Laden, leiðtogi al- Qaeda, sé í felum einhvers staðar á þessum slóðum og hafa banda- rískir og pakistanskir hermenn hert mjög leitina að honum. Ráðist gegn skæruliðum í suðurhluta Afganistan Bagram. AFP. Morðið á Zoran Djindjic Vararíkis- saksóknari handtekinn Belgrad. AFP. LÖGREGLAN í Serbíu handtók í fyrradag aðstoðarríkissaksóknara landsins vegna meintrar aðildar hans að morðinu á Zoran Djindjic forsætisráðherra, sem var skotinn til bana í Belgrad fyrir rúmri viku. Alls hafa meira en 750 manns ver- ið yfirheyrð af lögreglu í tengslum við morðið á Djindjic en Milan Saraj- lic aðstoðarríkissaksóknari er hins vegar fyrsti embættismaðurinn sem tekinn er fastur. Sagði í yfirlýsingu lögreglunnar að hann hefði verið handtekinn vegna tengsla sem hann hefði við glæpagengi í landinu. Þrátt fyrir umfangsmiklar að- gerðir lögreglunnar leika meintir höfuðpaurar morðsins á Djindjic enn lausum hala, þ. á m. Milorad Luko- vic, fyrrverandi yfirmaður sérsveita serbnesku lögreglunnar. Kúbverskri flugvél rænt Miami. AFP. BANDARÍSK yfirvöld handtóku á miðvikudaginn sex menn sem rænt höfðu kúbverskri farþegaflugvél, vopnaðir hnífi. Þrjátíu og fimm manns voru um borð. Bandarískar orrustuþotur neyddu vélina til að lenda á Flórída. Vélin, gömul, tveggja hreyfla bandarísk smíð, Douglas DC-3, lenti á Key West, syðstu eyj- unni í Flórída-eyjaklasanum. Vélin var í innanlandsflugi á Kúbu er henni var rænt, skömmu eftir flug- tak. Flugumferðarstjórn á Kúbu til- kynnti um ránið og bandarísku orr- ustuþoturnar fóru til móts við kúbversku vélina, sem hafði verið snúið í átt til Bandaríkjanna. Ekki er fyllilega ljóst hvað vakti fyrir ræn- ingjunum. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.