Morgunblaðið - 03.04.2003, Side 51

Morgunblaðið - 03.04.2003, Side 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 51 Nýtt Framtíð án elli Perfectionist Correcting Serum for Lines/Wrinkles Sértu að spá í leysigeislameðferð, húðslípun eða hrukkusprautur, því þá ekki að íhuga mildari valkost, án retínóls. Perfectionist er fljótvirkt, árangursríkt og áhrifin endast lengi. Uppistaðan í því er hið einstaka BioSync Complex. Eftir daginn: Fíngerðar þurrklínur hverfa. Eftir viku: Dýpri línur grynnka og húðin sléttist. Eftir mánuð: Endurheimtur æskuljómi. Gjöfin þín Gefðu húð þinni þá frábæru meðferð sem hún á skilið. Kannaðu hvað nýjasti farðinn gerir fyrir þig. Finndu angan vors og blóma í yndislegum ilmi. Kaupirðu Estée Lauder vörur fyrir 3.900 kr. eða meira í Clöru Kringlunni færðu fallega gjöf með eftirfarandi glaðningi:* 2 Pure Color augnskuggum Illusionist maskara Pure Color varalit Resilience Lift næturkremi Estée Lauder Pleasures EDP spray Nýtt: Perfectionist - fljótvirkt á línur og hrukkur *meðan birgðir endast www.esteelauder.com Kringlunni, sími 568 9033 GJÖFIN ÞÍN Opið hús í KHÍ í dag, fimmtudaginn 3. apríl, kl. 15.30–18 verður opið hús í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Kennarar, stúdentar og námsráðgjafar munu kynna náms- framboð í grunndeild og svara fyrir- spurnum. Í tengslum við þá kynn- ingu verða einnig til sýnis námsgögn sem notuð eru á hinum ýmsu náms- brautum sem og sýningar á verkum stúdenta, aðallega þeirra sem stunda nám í listgreinum. Stúdentar á íþróttabraut bjóða fólki m.a. upp á húðfitu- og uppstökksmælingar. Í fyrirlestrasalnum Bratta munu námsbrautarstjórar kynna brautir sínar kl. 16–17.30. Í fyrirlestrasaln- um Skriðu verður kynning kl. 16 á verkefninu námUST. Einnig verður kynning á Mentor-verkefninu Vin- áttu. Sjá nánari dagskrá á khi.is. Málstofa Rannsóknarstofnunar KHÍ Jörgen Svedbom framhalds- skólakennari heldur málstofu á veg- um Rannsóknarstofnunar KHÍ í dag, fimmtudaginn 3. apríl, kl. 13.15 í salnum Bratta í Kennaraháskóla Íslands v/Stakkahlíð og er öllum op- in. Málstofan fjallar um ólíkar leiðir í kennslu um heilsufar og heilbrigði og hvaða áhrif mismunandi kennslu- aðferðir hafa á nám. Málstofan fer fram á ensku. Tourette-samtökin verða með op- ið hús í kvöld, fimmtudagskvöldið 3.apríl, í kaffiteríunni á jarðhæð að Hátúni 10b (austasta ÖBÍ blokkin) kl. 20:30. Ragna Freyja Karlsdóttir, sérkennari, fjallar um kennslu barna með hegðunarvanda og svarar fyrir- spurnum. Í DAG Doktorsvörn í lyfjafræðideild við Háskóla Íslands fer fram á morgun, föstudaginn 4. apríl, kl. 18 í Hátíðasal Háskólans. Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur ver þá ritgerð sína Fatty acid derivatives as lipophilic prodrugs and as soft antibacterial agents (Fitusýruafleiður sem fitu- sækin forlyf og mjúk bakteríudrep- andi efni). Fjallar ritgerðin um efna- smíði á fitusæknum forlyfjum og mjúkum efnum og lyfjafræðilegar prófanir á þessum efnum. Var rann- sóknin unnin undir leiðsögn Þor- steins Loftssonar prófessors. And- mælendur eru Nicholas Bodor prófessor frá University of Florida og Sigmundur Guðbjarnason, pró- fessor emeritus. Þórdís Kristmunds- dóttir, forseti lyfjafræðideildar, stjórnar athöfninni Athöfnin er öllum opin. Utanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga efna til ráðstefnu föstudaginn 4. apríl um nýja stjórnunarhætti hjá ESB og áhrif þeirra á sveitarstjórnarstigið. Erindi halda innlendir og erlendir sveitarstjórnarmenn og sérfræð- ingar. Ráðstefnan er haldin á Nor- dica hóteli (áður Hótel Esja), Suður- landsbraut 2, og hefst kl. 13 með ávarpi Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra. Skráning á ráðstefn- una fer fram hjá Sambandi ísl. sveit- arfélaga, sigridur@samband.is. Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefna um framtíð borga(r) á vegum Sagnfræðingafélags Íslands og Borgarfræðaseturs undir yfir- skriftinni „Hvað er borg?“ verður haldin á morgun, föstudaginn 4. apríl, kl. 13.15–16 í Norræna húsinu. Um- ræðustjóri verður Stefán Ólafsson forstöðumaður Borgarfræðaseturs. Erindin flytja: Páll Björnsson, sagn- fræðingur við Hugvísindastofnun HÍ, Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Hagfræðistofnun HÍ, Halldór Gísla- son, arkitekt og deildarstjóri hönn- unardeildar LHÍ, og Salvör Jóns- dóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar. Í pallborði verður, auk Halldórs Gíslasonar og Salvarar Jónsdóttur, Trausti Valsson, prófessor við verk- fræðideild HÍ. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Ráðstefna um rekstur fé- lagslegra leiguíbúða sveitarfélag- anna verður haldin á vegum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytisins á morgun, föstudaginn 4. apríl. Ráðstefnan verður haldin á Nordica hóteli, Suð- urlandsbraut 2, og hefst hún kl. 9. Skýrt verður frá reynslu nokkurra sveitarfélaga af þessum málum o.fl. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands ísl. sveitarfélaga setur ráðstefnuna. Fyrirlesarar verða: Sig- urður Friðriksson, framkvæmda- stjóri Félagsbústaða, Þórarinn Magnússon forstöðumaður fram- kvæmdasviðs Félagsbústaða, Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri, Ellert Eiríksson formaður stjórnar fast- eignafélags Reykjanesbæjar, Gísli Jón Hjaltason, framkvæmdastjóri Fasteignafélags Ísafjarðarbæjar, Guðmundur Bjarnason fram- kvæmdastjóri Íbúðarlánasjóðs, Garðar Jónsson stjórnarformaður Varasjóðs húsnæðismála og Gunn- laugur Júlíusson sviðsstjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Fyrirlestur um atferlisfræði sjó- birtings verður á Líffræðistofnun Háskólans á Grensásvegi 12 í stofu G-6 föstudaginn 4. apríl kl. 12.20. Er- indi heldur Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum ehf. Greint verður frá niðurstöðum rannsókna á atferlis- vistfræði sjóbirtings úr Grenlæk er fram fóru árin 1995–2001. Á MORGUN ISO 9000 – Lykilatriði, uppbygg- ing og notkun Staðlaráð Íslands stendur fyrir námskeiði fimmtudag- inn 10. apríl fyrir þá sem vilja læra á nýja útgáfu ISO 9000 gæðastjórn- unarstaðlanna. Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178, kl. 8.30-14.45. Markmið nám- skeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir megináherslum og uppbyggingu kjarnastaðlanna í ISO 9000:2000 röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og við- halda gæðastjórnunarkerfi. Auk þess að skýra uppbyggingu staðl- anna, notkun og kröfurnar í ISO 9001, verður farið yfir tengsl staðl- anna og gæðastjórnunarkerfis sam- kvæmt ISO 9000. Þátttakendur leysa hópverkefni í gerð verklags- reglna. Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is. Fegurðarsamkeppni Austurlands verður haldin í Egilsbúð laugardag- inn 5. apríl kl. 19. Sjö stúlkur taka þátt í keppninni. Hársnyrtifólk í Neskaupstað verður með hár- greiðslusýningu, verslanirnar Syst- em og Sentrum verða með tískusýn- ingu og sýnt verður atriði úr Rauðu myllunni. Kynnir á keppninni verður Hálfdán Steinþórssson. Hljóm- sveitin Ber og Páll Óskar Hjálmtýs- son skemmta gestum á dansleik. Vistvernd í Borgarfirði Hópur sem kallar sig Grænu síðuna og hefur tekið þátt í Vistvernd í verki, al- þjóðlegu umhverfisverkefni fyrir heimili, heldur kynningarfund fyrir íbúa Hvítársíðu og nærliggjandi sveitir sunnudaginn 6. apríl. Fund- urinn verður haldinn í félagsheim- ilinu Brúarási kl. 15 og verður boðið uppá kaffiveitingar. Nánari upplýs- ingar um verkefnið er hægt að fá á skrifstofu Landverndar í síma og á vefnum www.landvernd.is/vistvernd. Á NÆSTUNNI Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 FERÐASKRIFSTOFAN Ultima Thule fagnar um þessar mundir 10 ára afmæli sínu á sviði ævintýra- ferða. Af því tilefni verður efnt til ferðaleiks á heimasíðu fyrirtæk- isins, www.ute.is, þar sem í boði eru sjókajakferðir um Ísland og Austur-Grænland ásamt fleiri vinn- ingum. Einnig hefur verið opnuð kajak- verslun á Bíldshöfða 16 í Reykjavík og er markmiðið að bjóða upp á traustar kajakvörur sem ferða- skrifstofan þekkir af eigin raun úr ferðum og námskeiðum undanfar- inna ára. Fararstjórar og leiðbein- endur aðstoða við val á búnaði, seg- ir í fréttatilkynningu. Ultima Thule 10 ára Fyrir almennan markað Í frétt í blaðinu á mánudag var frá því skýrt að bygging íbúðarhúsa væri að hefjast á Neskaupstað eftir 12 ára hlé. Athygli blaðsins hefur verið vakin á því að fyrir tveimur árum byggði sveitarfélagið þrjár félagslegar íbúð- ir, sem í dag eru leigðar til fatlaðra einstaklinga. Réttara hefði verið að segja í fréttinni að bygging íbúðar- húsa fyrir almennan markað væri að hefjast eftir 12 ára hlé. Rangt verð Í samanburðartöflu sem birtist með umfjöllun um Nissan Patrol- jeppann í síðasta bílablaði var gefið upp rangt verð fyrir Luxury-útgáf- una. Rétt verð er 4.790.000 kr. eins og kom réttilega fram í sjálfri umfjöll- uninni. Sigurður Skúli Bergsson Sigurði Skúla Bergssyni forstöðu- manni tollgæslusviðs tollstjórans í Reykjavík var fyrir mistök gefið milli- nafnið Snorri í frétt blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.