Morgunblaðið - 03.04.2003, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 03.04.2003, Qupperneq 63
Í KVÖLD munu tveir Dalvíkingar reyna með sér í uppistandi, þeir Hjálmar Hjálmarsson – leikari með meiru – og Fíllinn, en hann var valinn fyndnasti maður Íslands í fyrra. Þetta er frumraun Hjálmars í uppi- standinu en honum til halds og trausts verður enginn annar en Ekki- fréttamaðurinn góðkunni Haukur Hauksson. Morgunblaðið innti Hjálmar skýr- inga á þessu óvænta tilstandi. „Heiðarlegasta svarið er það að mig langaði til að prófa þetta form og athuga hvort ég hefði eitthvað í þetta,“ segir Hjálmar. „Það hefur blundað í mér í nokkurn tíma að prófa þetta. Þetta er áskorun þar sem formið er stressandi; maður er einn og nakinn uppi á sviði. Annað hvort virkar þetta hjá manni eða ekki og lítið hægt að gera ef maður „miss- ir“ áhorfendur.“ Uppistand verður nú æ sýnilegra hérlendis og má heita að slíkar skemmtanir séu að verða reglubund- inn hluti afþreyingaflórunnar. Er- lendis á þetta sér lengri og dýpri ræt- ur og það er t.a.m. mikil uppistands- menning í Bretlandi og fólk ætti að kannast við heimsfræga „ofur-uppi- standara“ eins og Jerry Seinfeld og Eddie Murphy. En á Hjálmar sér ein- hverjar hetjur? „Ja … sá fyrsti sem hafði einhver áhrif á mig á þessu sviði er Dave All- en,“ segir Hjálmar og horfir um öxl í huganum (Allen stýrði geysivinsæl- um skemmtiþáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu ca. ’75 til ’80.) „En ég á engin átrúnaðargoð eða fyrirmyndir þannig.“ Hjálmar segir að atriðið hans muni byggjast á orðum fremur en líkam- legum fíflalátum og meðfylgjandi fettum, grettum og brettum. „Ég byggi þetta aðallega upp á tvennu. Pælingum um sjálfan mig og mína samfélagsstöðu og svo vanga- veltum um samfélagið í heild og póli- tíkina sem því fylgir. Þar mun reynsla mín af störfum fyrir Ekki-fréttastof- una nýtast, en ég starfa þar nú sem prófarkalesari. Ég hef markað mér ákveðnar útlínur en svo verður þetta byggt upp á staðnum og augnablikið látið ráða för. Þetta er spuni og ég redda mér bara með eftirhermum ef illa fer,“ segir hann og hlær. Eins og áður hefur komið fram mun Fíllinn einnig stíga á stokk. Fíll- inn hefur verið kunnur fyrir að leita inn á við og felst uppistand hans í mis- kunnarlausri sjálfsskoðun sem fær áhorfendur til að kútveltast um af hlátri. Kvöldið hefst kl. 22 og er aðgangs- eyrir sléttar 1.000 krónur. Hjálmar Hjálmarsson og Fíllinn Innrásin frá Dalvík Morgunblaðið/Jim Smart Það var „tími“ til kominn að Hjálmar skellti sér í uppistandið! arnart@mbl.is með uppistand á Kringlukránni MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 63 MADONNA hefur hætt við útgáfu á myndbandi við nýtt lag, sem heitir „American Life“ og er titillag vænt- anlegrar plötu hennar, af tillitssemi við hermenn sem berjast í Írak. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Madonnu í gær segir að mynd- bandið hafi verið tekið upp áður en stríðið í Írak hófst og ekki sé við- eigandi að sýna það við núverandi kringumstæður. „Vegna hins hvik- ula ástands í heiminum og af nær- gætni og virðingu við hermennina, sem ég styð og bið fyrir, vil ég ekki hætta á að móðga neinn sem kynni að mis- skilja merkingu myndbandsins,“ segir Madonna. Í myndbandinu sést Madonna í fullum herklæðum við hlið dansara í hermannabúningum á göngupalli fyrir tískusýningar … Miðar á Glastonbury-tónlistarhá- tíðina seldust upp á einum sólar- hring. Yfir 100 þúsund miðar sem kostuðu hver 12 þúsund krónur voru rifnir út eftir að miðasala hófst klukkan 9 á mánudagsmorgun. Þessi mikla eftirspurn eftir miðum hefur líka orðið til þess að þeir sem náðu í miða hafa fengið dollara- merki í augun og bjóða miða sína til sölu á Netinu á allt að 60 þúsund krónur. Stofnandi hátíðarinnar og forsvarsmaður Michael Eavis hef- ur fordæmt þessi netviðskipti og segist ætla að leita allra leiða til þess að koma í veg fyrir þau. „Ef verið er að heimta 500 pund í dag, hvað haldið þið að farið verði fram á eftir tvær vikur,“ segir Eavis hneykslaður. Hann segist vissulega sæll yfir þessum mikla áhuga en um leið þykir honum miður að svo margir fastagestir á hátíðinni skuli verða af miðum. Hljómsveitirnar R.E.M. og Radiohead verða aðal- númerin á Glastonbury í ár en há- tíðin fer fram dagana 27.-29. júní … FÓLK Ífréttum Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 6, 8 og 10.30. B.i 16. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12 Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i. 12. HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 6 ÓSKARSVERÐLAUN M.A. BESTA MYNDIN SV MBL Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! NICOLE KIDMAN BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 2 ÓSKARSVERÐLAUN Sýnd kl. 10. B.i. 16. HOURS Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i 12 .   !"!#$% "&'!(&!   )*+#$ " www.laugarasbio.is  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Sýnd kl. 5.30. Sýnd kl. 10. B.i.16. Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann!Þeir líta bara út eins og löggur! Grínið er farið í gang með tveimur geggjuðum - Steve Zahn og Martin Lawrence! Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. B.i.16.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.