Morgunblaðið - 11.04.2003, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 9
Röndóttir gallajakkar og buxur
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030.
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18,
lau. 10—15.
Bankastræti 14, sími 552 1555
Ný sending
af stuttkápum og bolum
Gott verð
Stórglæsileg ný sending
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
RAFVÉLA
VERKSTÆÐI
Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík
Sími: 577 4500 • www.velaland
velaland@velaland.is
d
es
ig
n.
is
2
00
3
Laugavegi 46, sími 561 4465
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, laug. frá kl. 10-16.
Ný sending
frá
Helgartilboð:
25% afsláttur
af Uno-peysum
og Thing-skokkum Kjólar - kjólar - kjólar
Galla, spari, hversdags
Fyrir flottustu fljóðin
Bæjarlind 12,
Kópavogi, sími 544 2222
Opið: mán.-fim. frá kl. 10-18.30
fös. frá kl. 10-19.30 - lau. frá kl. 10-16.30
Vinningar í aukaútdráttum
Ferð fyrir tvo í eina viku til
Prag eða Dublinar að verðmæti 90.000 kr.
16819 - 36116 - 29106 - 37383 - 136670 - 44997 - 28249 - 34621
Ferð fyrir tvo í eina viku til Mallorka eða
Portúgals að verðmæti 150.000 kr.
25339 - 54915 - 68998 - 135522
Leiðrétting
Vinningar í happdrætti
Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2003
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ sér
ekki ástæðu til að vara við notkun á
getnaðarvarnarstaf sem hefur verið
á markaði hér á landi í nokkur ár.
Að sögn Vilborgar Ingólfsdóttur, yf-
irhjúkrunarfræðings hjá Landlækn-
isembættinu, er hlustað eftir öllum
ábendingum sem embættinu berast
en hingað til hafi ekkert gefið
ástæðu til þess að vara sérstaklega
við notkun stafsins eða að leggja til
að hann verði tekinn af markaði.
Stafurinn er settur undir húð á upp-
handlegg og á að duga í þrjú ár.
Reynir Tómas Geirsson, yfir-
læknir og prófessor á kvennasviði
LSH, segir að stafurinn sé örugg
getnaðarvörn en hann þurfi að vera
rétt upp settur. Hann segir að ekki
eigi að vera mikill vandi að fjar-
lægja stafinn en sé hann settur of
djúpt geti verið erfiðara að ná hon-
um og þurft smá aðgerð.
Reynir segir að flestar konur sem
noti stafinn finni ekki til neinna
fylgikvilla af hans völdum en um
það bil ein af hverjum fimm konum
geti orðið fyrir óþægindum vegna
milliblæðinga eða óreglulegra blæð-
inga. Þær aukaverkanir hafi hins
vegar ekkert með öryggi getnaðar-
varnarinnar að gera. Hann segir
stafinn hafa orðið að hálfgerðri
tískubólu hér á landi sem hafi leitt
til þess að konur sem hefðu getað
notað aðra heppilegri getnaðarvörn
hafi verið að sækja í að nota þessa
vörn.
„Stafurinn er fyrst og fremst
hugsaður sem viðbót við aðrar getn-
aðarvarnir, enn ein aðferðin sem
konur og karlar eiga völ á. Hann er
góður fyrir konur sem af einhverj-
um ástæðum geta illa nýtt sér aðrar
getnaðarvarnir, svo sem pilluna eða
lykkju,“ segir Reynir.
Hann segir stafinn reynast þeim
konum best sem séu á seinni hluta
frjósemisskeiðs, um og upp úr fer-
tugu, þær fái oftast engar blæðing-
ar og hafi lítil eða engin óþægindi af
stafnum. Reynir segir að um 500
konur hafi fengið stafinn settan upp
hér á landi og ætla megi að hann
hafi verið tekinn hjá um 100 þeirra,
en hinar hafa hann enn og líki vænt-
anlega ágætlega við hann.
„Þetta er góð og örugg getnaðar-
vörn þar sem við á. Ein af hverjum
fimm konum lenda í vandræðum
vegna blæðingavandamála og óska
eftir að stafurinn sé fjarlægður en
aftur á móti gengur fjórum af hverj-
um fimm vel að nota stafinn,“ segir
Reynir.
Fjórar af hverjum fimm konum
þola getnaðarvarnarstafinn vel
DÓMS- og kirkjumálaráðu-
neytið hefur gefið út upplýs-
ingabækling fyrir ungt fólk
sem mun kjósa í fyrsta sinn til
Alþingis hinn 10. maí nk.
Tilgangur bæklingsins er að
upplýsa unga kjósendur um
framkvæmd kosningarathafn-
arinnar, útskýra nýja kjör-
dæmaskipan og hvetja unga
kjósendur til þátttöku í alþing-
iskosningum. Bæklingurinn er
sendur til alls ungs fólks sem er
fætt á tímabilinu 9. maí 1981 til
og með 10. maí 1985. Einnig er
hægt að nálgast bæklinginn á
Netinu undir slóðinni www.-
kosning2003.is.
Bæklingur
fyrir nýja
kjósendur