Morgunblaðið - 11.04.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.04.2003, Qupperneq 10
GUÐNI Ágústsson landbún- aðarráðherra sagði á aðalfundi Landssambands kúabænda að það væri enginn vafi í sínum huga um að samningurinn sem gerður var milli ríkisvalds og Lands- sambands kúa- bænda árið 1997 hefði skilað nýrri framtíð og öfl- ugri bændum. „Ég mótmæli því að taka eigi stuðninginn af. Ég tel að stuðningur þurfi og eigi að vera í formi þess að skila ódýrari vöru. Frjáls verðlagning hefði ógnað mjólkuriðnaðinum sem er einn glæsilegasti iðnaðurinn hér á landi. Ég tel að þessi atvinnugrein þurfi sem fyrst að fá nýjan samning til 7 eða 10 ára. Hann þarf að eiga sér stað á þessu ári til þess að framtíðin sé ljós. Ég er ekkert sannfærður um að hægt sé að ljósrita, eins og sagt er, þann samning sem nú er í gildi. Ég er heldur ekkert svo viss um að það sé hyggilegt,“ sagði Guðni. Guðni sagði samninginn hafa komið inn í fleiri greinar landbún- aðarins til eflingar hans. „Ég mótmæli því harðlega sem haldið er að kjósendum, að það sé mikilvægt að taka þennan stuðning af fólkinu sem er að framleiða mat- vælin í sveitunum, hvort sem það eru mjólkurbændur eða sauð- fjárbændur, því þetta er sú besta leið sem við eigum til að lækka mat- vöruverð. Ég tel að stuðningurinn þurfi og eigi að vera í formi þess að menn vinni fyrir land sitt og þjóð og skili til neytenda góðri og ódýrri vöru. Þess vegna er mikilvægt að vaka yfir því að þessi gerð samninga verði ekki eyðilögð. Við glímum auðvitað við ýmislegt sem við þurfum að huga að, til að mynda frjálsa verðlagningu í heild- sölu á mjólk. Ég frestaði því ákvæði með fjármálaráðherra til 2004. Ég setti nýja nefnd í gang til að gera samning við ykkur [Landsamband kúabænda]. Ég tel mjög mikilvægt og taldi að aðilar vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB, kæmu þar að og at- vinnulífið ekki síst, til að fara yfir það hvort núverandi kerfi væri ekki farsælt til framtíðar bæði fyrir bændur og ekki síður neytendur. Ef ákvæði um frjálsa verðlagningu hefði verið tekið í gildi hefði það ógn- að mjólkuriðnaðinum. Það er enginn vafi í mínum huga að mjólkuriðn- aðurinn er einn glæsilegasti iðnaður- inn á Íslandi sem hiklaust keppir við iðnað annarra sambærilegra landa þannig að því má ekki raska,“ sagði Guðni. Að lokum kom Guðni inn á að bændur þyrftu að búa sig undir aukna samkeppni að utan. Hann sagði að hann og utanríkisráðherra hefðu mótmælt þeim tillögum WTO sem lagðar hafa verið fram um minni afskipti ríkis af landbúnaði. „Þær eru hagstæðar útflutnings- þjóðum en ekki okkur.“ Hann sagði íslenskan landbúnað skapa mikil verðmæti fyrir þjóðarbúið og skipta miklu máli atvinnulega. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við eigum hérna sterkan landbúnað sem getur bæði verið í samkeppni við innlendan og erlendan markað,“ sagði Guðni. Landbúnaðarráðherra vill gera nýjan samning við bændur um mjólkurframleiðsluna Guðni Ágústsson Morgunblaðið/Arnaldur Ekki hyggilegt að ljósrita gamla samninginn ÞÓRÓLFUR Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, ræddi um slæma stöðu Lífeyrissjóðs bænda, sameiningu íslensks mjólk- uriðnaðar í eitt fyrirtæki, nýjar reglur Heimsviðskiptastofnunar- innar, WTO og slæma stöðu nauta- kjöts á markaði í opnunarræðu sinni á aðalfundi Landssambands bænda í gær. Þórólfur sagði við Morgunblaðið að mikið tap hafi verið á Lífeyr- issjóði bænda undanfarið. „Það liggur fyrir að sjóðurinn er fallinn á þeim mörkum sem almenn lög setja varðandi heildareignir á móti heildarskuldbindingum. Hann vantar nú orðið 12,9% uppá, en mörkin eru við 10%. Það þýðir að hann verður að skerða réttindi sjóðfélaga. Það sem virðist blasa við er að það verði að skerða rétt- indi. Hvernig það verður gert og hvaða svigrúm stjórn Lífeyrissjóðs bænda hefur, þekki ég ekki. Ávöxt- unin hefur gengið illa síðastliðin 3 ár og því verður sjóðurinn í sam- ræmi við almenn lagaákvæði að skerða réttindi sjóðfélaga,“ sagði Þórólfur. Háðir verkaskiptingu í mjólkuriðnaði Þórólfur sagði í ræðu sinni í upp- hafi aðalfundar að mjólkurfram- leiðendur væru algerlega háðir verkaskiptingu í mjólkuriðnaðin- um. Hann sagði að sá góði árangur sem íslenskur mjólkuriðnaður hafi náð undanfarin ár byggðist á skyn- samlegu heildarskipulagi og verka- skiptingu milli samlaga. Hann varpaði fram þeirri hug- mynd að sam- eina íslenskan mjólkuriðnað í eitt fyrirtæki og að hans mati leysa þar með öll vandamál tengd verka- skiptingu og verðtilfærslu. „Sameining á þeim afurðastöðvum sem nú eru starfandi myndi því ekki skapa þeim einokunarforskot, heldur auka hagkvæmni rekstrar. Því kann það að fara svo að framundan sé nánari sameining þeirra afurða- stöðva sem nú eru starfandi, ásamt því að lagaramma um mjólkur- vinnnsluna verði breytt,“ sagði Þórólfur. Óvissa um alþjóðasamninga Á vettvangi Heimsviðskipta- stofnunarinnar, WTO, hafa verið lagðar fram hugmyndir um að dregið verði úr stuðningi stjórn- valda við landbúnaðinn og stefnir að frjálsara flæði búvara en verið hefur. Niðurstöður WTO eru þó ekki ljósar og taldi Þórólfur að var- lega ætti að fara í allar breytingar þar til ljóst yrði hverjar niðurstöð- urnar verða. „Nú skal það viðurkennt að það eru skiptar skoðanir um þetta. Ég er í þeim hópi sem vill bíða með þetta þar til ég veit hver niður- staða samninganna verður. Við vit- um að það eru komnar fram til- lögur sem munu þýða miklar breytingar fyrir okkur ef sam- þykktar verða án þess að Ísland fái Vill sameina íslenskan mjólkuriðnað í eitt fyrirtæki Þórólfur Sveinsson undanþágu af neinu tagi. Ég vil ekki loka á möguleika á undanþágu fyrr en allt um þrýtur. Smáþjóð hefur sannanlega aðra stöðu til þess að fá undanþágu. Hins vegar fer þörfin fyrir undanþágunni al- gerlega eftir því hver heildarnið- urstaðan verður,“ sagði Þórólfur. Hann sagði jafnframt að sam- tökin yrðu að vera búin undir breytingar. Óvissa á nautakjötsmarkaði Þórólfur ræddi einnig stöðu nautakjöts og framleiðenda þess. Hann sagði að um það bil 45% af nautgripakjötinu sem kæmi á markað væri kýrkjöt eða annað kjöt sem til fellur vegna mjólk- urframleiðslu. „Það kjöt heldur áfram að falla til svo lengi sem við stundum mjólkurframleiðslu. Hin 55–60% eru komin af gripum sem eru settir sérstaklega á til að framleiða kjöt. Það er sá hluti framleiðslunnar sem óvissa ríkir um,“ sagði Þór- ólfur og bætti við að bændur fengju of lítið út úr slíku. „Við höf- um lagt megináherslu á úrvalskjöt- ið í þessum viðræðum sem við höf- um átt við stórnvöld. Ég held að það sé alveg ljóst að þeir bændur, sem eru alls um 30–40 sem hafa þetta að aðaluppistöðu, muni flestir gefast upp á þessari framleiðslu ef þeir fá engan stuðning.Við Íslend- ingar erum eina landið í Evrópu að ég held sem styður ekki eitthvað við nautakjötsframleiðslu,“ sagði Þórólfur. Hann bætti við að það mál væri nú á borði ríkisstjórn- arinnar. Skerða þarf lífeyr- isréttindi bænda FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEGINATRIÐI samkomulagsdrag- anna sem fyrir liggja á milli EFTA- ríkjanna og Evrópusambandsins um aðlögun EES-samningsins að stækk- un ESB mælast misjafnlega fyrir í Noregi. Blendin viðbrögð eru við nið- urstöðunni í umfjöllun norskra fjöl- miðla í gær um afrakstur samninga- viðræðnanna. „2–0 fyrir Evrópusambandið,“ seg- ir í frétt frá fréttaritara ANB (Avisenes nyhetsbyrå) í Brussel. Nið- urstaða samningsins er verri fyrir norskan sjávarútveg en það fyrir- komulag sem hann býr við í dag, segir í fréttinni. Framlag Noregs tífaldast Meðal þess sem gagnrýnt er í um- fjöllun norskra fjölmiðla er hækkun framlaga Norðmanna í þróunarsjóði sambandsins en samtals nemur fram- lag Noregs um 1,7 milljörðum norskra kr. (rúmum 19 milljörðum ísl. kr.) Í frétt Aftonbladet er þó bent á að upphafleg krafa ESB var að framlög- in hækkuðu tuttugufalt. Marit Arnstad, formaður þing- flokks norska Miðflokksins, er meðal þeirra sem hafa uppi gagnrýni á væntanlegan samning skv. frétt Verdens Gang og segir hún að Norð- menn þurfi að tífalda framlög sín í þróunarsjóði ESB í skiptum fyrir væntanlegan samning sem sé í reynd verri en gildandi fríverslunarsamn- ingar Noregs og Austur-Evrópuland- anna sem eru að fá aðild að ESB, þar sem samkomulagið veiti Noregi ekki betri aðgang að mörkuðum fyrir sjáv- arafurðir en þeir höfðu fyrir. Viðmælendur netútgáfu norskra blaða benda m.a. á að samkomulagið muni hafa neikvæðar afleiðingar fyrir síldarútflutning Norðmanna á mikil- vægan síldarmarkað í Póllandi, en Norðmenn hafa haft tollfrjálsan að- gang að mörkuðum flestra þeirra tíu landa, sem eru að fá aðild að ESB, en verða framvegis að sætta sig við inn- flutningskvóta á þessa markaði skv. samkomulaginu. Ekki sé þar með neitt tillit tekið til vaxtarmöguleika í fiskútflutningi á þessa markaði. Bergens Tidende segir að þær upp- bætur sem fiskveiðistórveldin Noreg- ur og Ísland verði að sætta sig við fyr- ir að missa fríverslunaraðgang fyrir sjávarafurðir til umræddra A-Evr- ópuríkja eftir inngöngu þeirra í ESB, megi meta á bilinu 130 til 150 millj. norskra kr. Þetta er augljóslega aft- urför fyrir norska fiskútflytjendur, segir í blaðinu. 1.750 kr. á hvern Íslending en 4.300 kr. á Norðmann SAMKOMULAG EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins um aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB gerir ráð fyrir að EFTA-ríkin greiði samtals 234 milljónir Evra eða um 19,6 milljarða ísl. kr. í þró- unarsjóði bandalagsins. Eins og fram hefur komið hækka greiðslur Íslands í 500 milljónir kr. en fram- lag Norðmanna nær tífaldast frá því sem verið hefur og nemur sam- tals um 227 milljónum Evra eða sem svarar um 19,3 milljörðum ísl. kr. Séu framlögin umreiknuð miðað við höfðatölu þjóðanna kemur í ljós að framlag Íslands jafngildir um 1.750 krónum á hvern Íslending en framlag Noregs er ríflega tvöfalt hærra eða sem svarar tæplega 4.300 ísl. kr. á hvern íbúa í Noregi. Viðbrögð við EES-samkomulagi „Noregur – ESB: 0–2“ Söluhagn- aður af hótelum renni til lífeyrissjóðs FYRIR aðalfundi Landssam- bands kúabænda, LK, liggja drög að ályktun frá stjórninni um hvernig ráðstafa beri söluhagnaði af Hótel Sögu og Hótel Íslandi ef hótelin verða seld, en þau eru í eigu hluta- félags í eigu Bændasamtaka Íslands. Ályktunin verður væntanlega tekin til af- greiðslu á fundinum í dag en áform hafa verið uppi um nokkurra ára skeið að selja þessar miklu eignir Bænda- samtakanna. Í ályktunardrögum er talað um að koma söluhagnaðinum fyrir í Lífeyrissjóði bænda til að auka lífeyrisréttindin, en eins og kemur fram hér á síð- unni í máli formanns LK, Þórólfs Sveinssonar, blasir við að skerða þurfi lífeyris- réttindin. Bent er á að Hótel Saga, oft nefnd Bændahöllin, hafi verið byggt upp með sér- stökum skatti sem tekinn var af bændum á sjötta og sjö- unda áratug síðustu aldar. Flestir þessara bænda eru komnir á lífeyrisaldur í dag og finnst stjórn LK eðlilegt að þeir fjármunir komi til baka til bændanna til að vega á móti skerðingu lífeyrisrétt- inda. Tekið er fram að sam- komulag þurfi að nást við rík- ið um mótframlag þess í lífeyrisgreiðslum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.