Morgunblaðið - 11.04.2003, Qupperneq 18
AP
Þjófar í Bagdad á leið burt með teppi sem þeir hafa rekist á í miðborginni.
HÚS að minnsta kosti fimm ráðu-
neyta í Bagdad og gamli markaður-
inn í miðborginni voru í gær í ljós-
um logum og víða í borginni virtist
ríkja algert stjórnleysi og ring-
ulreið, að sögn AFP-fréttastof-
unnar. Brennandi bílaflök komu í
veg fyrir að óbreyttir borgarbúar
kæmust um stærstu brúna yfir
Tígris. Ekki hefur verið fjarlægt
sorp í tíu daga og vegna mikilla hita
er daunninn mikill.
Víða er ekkert rafmagn í Bagdad
og fara ræningjahópar einkum á
kreik eftir sólarlag, almennir borg-
arar halda sig nú flestir innan dyra.
Engir slökkviliðsmenn eða lög-
reglumenn voru á ferli en í gær bár-
ust fregnir af því að bandarískir
hermenn hefðu fengið skipun um að
reyna að halda uppi lögum og reglu.
„Þeir stela öllu steini léttara,“
sagði bandaríski liðþjálfinn John
Kelley í samtali við fréttamann AP.
„Þegar ég kom fyrst hingað á stað-
inn sagði ég að þeir stælu öllu nema
eldhúsvaskinum. En þá leit ég við
og sá einmitt mann rogast með
vask.“ Annar hermaður sagði að
svo mikið væri um rán og þjófnað að
útilokað væri að hermennirnir gætu
stöðvað athæfið. Þeir væru allt of
fáir til þess, annar hermaður sagði
að þjófar og spellvirkjar væru að
valda meira tjóni en sjálft innrás-
arliðið.
Kona sem sagðist ekki þora að
gefa upp nafn sagðist vona að
bandarísku hermennirnir kæmu
aftur á lögum og reglu. „Glundroð-
inn kom okkur öllum á óvart. Allt er
stjórnlaust. Við getum ekki sofið af
því að við erum svo hrædd við að
okkar eigið fólk ráðist á okkur.“
Einn þjófanna, Omar Amir, lauk
deginum með því að stela nýrri
dýnu sem hann fann á opinberri
skrifstofu. „Mig vantar hana, ég á
enga,“ sagði hann og brosti breitt.
Fleiri þjófar sendu Bandaríkjaher-
mönnum bros, létu byrði sína síga
eitt andartak, drógu fingurinn yfir
barkann með lýsandi hreyfingum
og hvísluðu „Saddam“ en hurfu síð-
an á brott með þýfið.
Brotist var inn í hús Tariq Aziz,
fyrrverandi aðstoðarforsætis-
ráðherra, og eigur hans tættar í
sundur. Þjófar sýndu hins vegar
hvergi áhuga á að eignast ritsafn
Saddams sem margir ráðamanna
eiga á heimili sínu.
Alþjóðanefnd Rauða krossins
segir að æstur, vopnaður múgur
hafi ráðist til inngöngu í sjúkrahús í
Bagdad og látið greipar sópa. Var
öllu lauslegu stolið, þar á meðal
sjúkrarúmum, raftækjum og lækn-
isáhöldum og jafnvel sjúkrabíl. Þá
hafi orðið að loka fleiri sjúkra-
húsum vegna ofbeldisverka og grip-
deilda. Sagði talsmaður Rauða
krossins að fólk þyrði ekki lengur
að fara á sjúkrahús.
Annar talsmaður Rauða krossins
sagði að starfsaðstaða samtakanna
hefði þó batnað frá því fyrr í vik-
unni. Þá varð Rauði krossinn að
hætta starfsemi sinni í borginni
tímabundið eftir að kanadískur
starfsmaður samtakanna var skot-
inn.
„Mig vantar
hana, ég á enga“
Glundroði í Bagdad og þjófar og
ræningjar stela öllu steini léttara
AP
Tvær konur með stolin húsgögn í Bagdad í gær. Múgurinn lét greipar sópa um opinberar byggingar og heimili fyrrverandi ráðamanna.
AP
Slasað barn sem verið er að flytja á
al-Kindi-sjúkrahúsið í Bagdad.
Reuters
Karlmaður í fátækrahverfinu Sadd-
amborg með hurð sem hann rændi
á skrifstofu Baath-flokksins.
Reuters
Íraki í Bagdad gengur framhjá líki sem hulið hefur verið með teppi.
ÖRUGGT er talið að a.m.k. 1.139
óbreyttir borgarar hafi fallið í átök-
unum í Írak undanfarnar þrjár vik-
ur, og sú tala kann reyndar að vera
mun hærri. Erfitt er hins vegar að
fjölyrða um heildartölu fallinna, þ.e.
þegar liðsmenn íraska hersins eru
taldir með, enda engar upplýsingar
fyrir hendi um hversu margir tóku
þátt í átökunum.
Bardögum er ekki enn lokið í Írak
en í gær var ljóst að 101 bandarísk-
ur hermaður hafði fallið í átökunum.
Um 30 breskir hermenn höfðu fallið.
Þetta er skv. upplýsingum sem lágu
fyrir í gærmorgun.
Þegar rætt er um hversu margir
Írakar féllu í stríðinu vandast hins
vegar málið, enda ekki alltaf auðvelt
að skera úr um hver er óbreyttur
borgari og hver er hermaður. Í frétt
The New York Times segir t.d. að
starfsfólk sjúkrahúsa í Basra giski á
að það hafi séð á bilinu 1.000 og
2.000 lík. Sum voru greinilega lík
hermanna; þ.e. viðkomandi lík voru
klædd einkennisbúningi. Jafnframt
var stundum auðvelt að greina, að
um óbreyttan borgara var að ræða;
þ.e. um var að ræða konur, börn eða
gamalmenni.
Í öðrum tilfellum var svarið ekki
eins augljóst; þannig bárust til spít-
alans lík manna á herskyldualdri
sem klædd voru fatnaði óbreyttra
borgara. Vitað er hins vegar að sum-
ir liðsmanna Lýðveldisvarðarins,
sérsveita Írakshers, höfðu kastað
herklæðum sínum í því skyni að
leynast fyrir hersveitum banda-
manna.
Þá er ómögulegt að vita hversu
margir íraskir hermenn hafa fallið.
Bandaríkjaher segir að liðssveitir
Írakshers í Bagdad hafi gjörtapað í
bardögum í borginni. Einu sinni var
talið að þessar sveitir teldu um tíu
þúsund manna herlið og því vaknar
spurningin hvar þessir hermenn séu
núna. Eru þeir allir fallnir eða brast
flótti í þetta lið?
Hundruðum þúsunda íraskra
hermanna breytt í duft?
Mark Burgess, sem stundar rann-
sóknir við Center for Defense In-
formation í Washington, segir úti-
lokað að giska á hversu margir
Írakar hafa fallið. Hann segir að
ofsalegar sprengjuárásir banda-
manna hafi sennilega gert að dufti
tugi ef ekki hundruð þúsund íraskra
hermanna. Sumir hafi jafnframt
brunnið eða séu grafnir í rústum
húsa.
Einnig er haldið úti vefsíðu,
www.iraqbodycount.net, þar sem
unnið er upp úr tölum um fjölda fall-
inna borgara sem sagt hefur verið
frá í hinum ýmsu fjölmiðlum, bæði á
Vesturlöndum og í arabaheiminum.
Í gær var talan sögð á bilinu 1.139 til
1.375 en umsjónarmenn síðunnar
segja aðeins um tilkynnt dauðsföll
hér að ræða, mjög líklegt sé að mun
fleiri óbreyttir borgarar hafi týnt lífi
í átökunum.
Tala fallinna gæti
skipt tugþúsundum
Ljóst að á bilinu
1.139 og 1.375
óbreyttir borg-
arar hafa fallið í
átökum í Írak
Washington. AFP.
STRÍÐ Í ÍRAK
18 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ