Morgunblaðið - 11.04.2003, Side 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
22 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
INGÓLFSNAUST verður opnað í
miðborginni í dag. Flestir þekkja
bygginguna sjálfsagt betur sem
Geysishúsið en í dag, þegar Höfuð-
borgarstofa og Upplýsingamiðstöð
ferðamála taka þar til starfa eftir
gagngerar endurbætur á húsinu, fær
það nýtt nafn sem dregið er af sögu
sem rekja má allt aftur til landnáms.
„Hér í Aðalstræti 2 var áður naust
Reykjavíkurbóndans, allt aftur til
daga Ingólfs Arnarsonar og þetta
svæði var kallað Ingólfsnaust í göml-
um heimildum,“ útskýrir Svanhildur
Konráðsdóttir, forstöðumaður Höf-
uðborgarstofu. „Aðalbátalendingin
var hérna fyrir neðan í Grófinni og
það er auðvelt að ímynda sér að Ing-
ólfur hafi siglt hingað að enda var
sjávarlínan nákvæmlega hér. Svo
hafi hann gengið hér upp með, þar
sem nú er Aðalstræti, og byggt sér
sinn bæ.“
Hún segir bygginguna og lóðina
ekki síður sögufræga fyrir þá versl-
un sem þar var starfrækt. „Þetta er
elsta verslunarlóðin í Reykjavík en
hér voru verslanir alveg frá árinu
1779. Þá var ákveðið að flytja hús
einokunarverslunarinnar til Reykja-
víkur en það hafði verið áður í Örfir-
isey. Hér var einnig Duus verslunin
og svo mætti lengi telja. Þannig að
þetta er hús og lóð með gríðarlega
langa og merkilega sögu og vel við
hæfi að leita til upprunans og end-
urnefna þetta upp á gamla mátann:
Ingólfsnaust.“
Bankað stíft á dyr
Sem fyrr segir verður Ingólfs-
naust nú athvarf Höfuðborgarstofu
sem tók formlega til starfa um síð-
ustu áramót. Höfuðborgarstofa er
ný stofnun hjá Reykjavíkurborg sem
sinnir ferða- og markaðsmálum,
upplýsingamiðlun og framkvæmd
auk þess sem hún hefur umsjón með
stærri viðburðum borgarinnar á
borð við Vetrarhátíð og Menningar-
nótt. Þá nefnir Svanhildur að því að í
ár muni stofan einnig koma að Hátíð
hafsins auk þess sem hún tekur þátt í
skipulagningu uppákoma á aðventu
og svo mætti lengi telja.
Stór þáttur í starfseminni verður
rekstur Upplýsingamiðstöðvar
ferðamála sem Reykjavíkurborg tók
yfir um áramótin. „Þetta er mikil-
vægasta upplýsingamiðstöð fyrir
ferðaþjónustu á landinu því hér miðl-
um við upplýsingum um ferðamögu-
leika og ferðaþjónustu á öllu landinu
– ekki bara í Reykjavík,“ segir Svan-
hildur sem á von á því að mikil líf
muni fylgja starfsemi Upplýsinga-
miðstöðvarinnar í Ingólfsnausti.
„Hún hefur dregið til sín um 120
þúsund gesti á ári og við finnum nú
þegar hvað þetta hefur haft mikil
áhrif á það að veita lífi inn á þetta
svæði – ferða-
mennirnir flæða
hingað í miklum
mæli nú þegar,“
segir hún og
hlær. „Það var
farið að banka
hér mjög stíft á
dyr strax þegar
við vorum að
byrja að koma
okkur fyrir.
Samhengið við
menningar-
stofnanirnar
hérna skiptir
líka mjög miklu
máli, við Lista-
safn Reykjavík-
ur, Grófarhúsið,
Borgarbóka-
safnið og svo
auðvitað við
höfnina og skemmtiferðaskipin.
Þannig að ég gæti ekki verið
ánægðari með þessa staðsetningu og
ég held að þetta sé mjög góð tíðindi
fyrir miðborgina.“
Veitingastaður, gjald-
eyrisbanki og verslanir
Svanhildur leggur þó áherslu á að
Upplýsingamiðstöðin sé alls ekki
eingöngu fyrir ferðamenn, þótt
vissulega hafi þeir verið stærsti hluti
þeirra sem hafa leitað eftir þjónustu
þangað. „Það er ákveðið metnaðar-
mál hjá okkur að þessi upplýsinga-
miðstöð verði líka fyrir höfuðborg-
arbúa. Þetta er ferðamiðstöð fyrir
allt landið og við erum með gríðar-
lega mikið magn upplýsinga á ís-
lensku um ferðamöguleika um allt
land.“
Eftir breytingarnar á húsinu má
segja að það samanstandi af fram-
húsinu við Aðalstræti, tengibygging-
unni sem er úr gleri og gamla pakk-
húsinu sem er Vesturgötumegin en í
því síðastnefnda verður fjölbreytt
starfsemi að sögn Svanhildar. „Í
kjallarnum verður veitingastaður
sem væntanlega mun sérhæfa sig í
fiskréttum og á hæðinni þar fyrir of-
an verður Rammagerðin með sér-
verslun sem verður væntanlega opn-
uð 1. júlí. Síðan eru uppi hugmyndir
um að fyrir ofan Rammagerðina
verði öflugt netkaffi eða eitthvað
slíkt. Þá ætlar Bláa lónið að vera
með sína fyrstu verslun í Reykjavík
hér í húsinu, við erum með gjaldeyr-
isbanka fyrir peningasendingar og
gjaldeyrisviðskipti og fleiri smærri
sölu- og þjónustuaðliar munu koma
inn í húsið á næstu mánuðum.“
Formlega opnun Ingólfsnausts
verður kl. 17 í dag þar sem borg-
arstjórinn í Reykjavík og samgöngu-
ráðherra munu flytja ávörp auk þess
sem nýtt ferðavefsvæði borgarinnar,
visitreykjavik.is, verður tekið í notk-
un. Von er á um 400 boðsgestum á
opnunina að sögn Svanhildar en
byggingin og Upplýsingamiðstöðin
verður síðan opin fyrir almenning
alla daga þar á eftir.
Höfuðborgarstofa flytur starfsemi sína í Aðalstræti 2
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Upplýsingamiðstöð ferðamála dregur til sín um 120 þús-
und heimsóknir ferðamanna á ári en Svanhildur leggur
áherslu á að hún sé ekki síður hugsuð fyrir Íslendinga
sem hyggja á ferðalög innanlands.
Fær nafnið Ingólfsnaust
í stað Geysishússins
Miðborg
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
„Hér var áður naust Reykjavíkurbóndans,“ segir Svanhildur Konráðs-
dóttir sem er hæstánægð með nýja staðsetningu Höfuðborgarstofu.
ÞÆR Sofía Ýr Eiðsdóttir, Fjóla
Kristín Auðunsdóttir og Kara Rut
Hanssen, sem allar eru í 7. bekk í
Borgaskóla í Grafarvogi, voru ekk-
ert að tvínóna við að gæða sér á
glóðvolgum pitsunum sem þær bök-
uðu í skólanum í gær. Pitsubakst-
urinn var hluti verkefna nemenda á
þemadögum, sem haldnir voru í
unglingadeild skólans nú í vikunni.
Fyrir utan það að læra að baka
flatbökur spreyttu krakkarnir sig á
því að mála á gler, skipta um dekk,
steikja hamborgara og fara í
blindrabolta svo eitthvað sé nefnt.
Margir góðir gestir litu við og
deildu fróðleik sínum með nemend-
um, s.s. Haraldur Örn Ólafsson
fjallagarpur og Stefán Karl Stef-
ánsson leikari.
Var það mál manna að dagarnir
hefðu heppnast einstaklega vel
enda til mikils að vinna þar sem um
fyrstu þemadaga, sem haldnir hafa
verið í skólanum, var að ræða.
Dekkja-
skipti og
flatbökur
Grafarvogur
Morgunblaðið/Jim Smart
FORELDRAR og starfsfólk Lækj-
arskóla í Hafnarfirði hafa sent
undirskriftalista til bæjaryfirvalda
þar sem því er mótmælt að bygg-
ingu íþróttamannvirkja við skólann
verði frestað.
Mótmælin voru til umræðu fund-
ar bæjarráðs í gær þar sem fulltrú-
ar meirihlutans bókuðu að tillögum
um mögulegar flýtiframkvæmdir,
m.a. uppbyggingu kennslusund-
laugar, hefði verið vísað til af-
greiðslu stjórnar Fasteignafélags
Hafnarfjarðar. „Nánari skoðun á
framkvæmdaáætlun íþróttaaðstöðu
við Lækjarskóla er því í fullri
vinnslu og niðurstaða mun liggja
fyrir við framlagningu nýrrar 3ja
ára framkvæmdaáætlunar nú á
næstunni.“
Bæjarráðsmenn Sjálfstæðis-
flokksins tóku hins vegar undir
mótmælin enda væri þörfin á
íþróttamannvirkjum ótvírætt til
staðar. „Bæjarráðsmenn Sjálf-
stæðisflokksins telja það forkast-
anlegt að tala eilíflega um flýti-
framkvæmdir og það jafnvel um
verk sem þegar var ákveðið að ráð-
ast í,“ segir í bókun þeirra.
Mótmæla frestun
íþróttamannvirkja
Hafnarfjörður