Morgunblaðið - 11.04.2003, Qupperneq 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 31
ÖSSUR Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar, kynnti
einkar athyglisverða og nútíma-
lega menningarstefnu á nýaf-
stöðnu menningarþingi flokksins.
Flokkurinn ætlar m.a. að verja og
treysta ritmálið, hornstein ís-
lenskrar menningar, með niðurfell-
ingu virðisaukaskatts af bókum.
Þá mun sá víðförli útvörður nú-
tímamenningarinnar sem tónlistin
er, leystur úr fjötrum hæsta virð-
isaukaskatts í heimi og færður til
jafns við nauðsynjavöru. Í fyrr-
nefndri menningarstefnu felst auk
þessa viðurkenning á tónlist og
tónlistariðnaði sem mikilvægri
tekjuskapandi atvinnugrein sem
ber að efla og hlúa að með bættu
starfsumhverfi og sérstökum þró-
unar- og útflutningssjóði.
Síðastnefnda atriðið hefur
reyndar verið eitt af fögrum fyr-
irheitum núverandi ríkisstjórnar
sl. tvö kjörtímabil sem, líkt og
t.a.m. tónlistarhúsið hefur dagað
uppi í dæmalausu dáðleysi. Þess í
stað hefur ríkið kinnroðalaust inn-
heimt af hverjum seldum geisla-
diski virðisaukaskatt sem nemur
a.m.k. tvöfalt hærri upphæð en
þeir fá til skiptanna sem eyða vik-
um og mánuðum við að semja, út-
setja, flytja og hljóðrita viðkom-
andi verk.
Með nýrri menningarstefnu
Samfylkingarinnar stendur þetta
til umtalsverðra bóta. Sú stefna
markar tímamót og er fagnaðar-
efni þeim sem starfa á vettvangi
sköpunar og lista og ekki síður
öllu áhugafólki og velunnurum ís-
lenskrar menningar og mennta.
Því ber okkur að tryggja menning-
arstefnu Samfylkingarinnar
öruggt brautargengi í alþingis-
kosningunum 10. maí næstkom-
andi.
Ný menningarstefna Samfylk-
ingarinnar markar tímamót
Eftir Jakob Frímann
Magnússon
„Því ber
okkur að
tryggja
menning-
arstefnu
Samfylkingarinnar
öruggt brautargengi í
alþingiskosningunum.“
Höfundur er tónlistarmaður og skip-
ar 7. sæti á lista Samfylkingarinnar í
Reykjavík, Suðurkjördæmi.
ÞAÐ er ekki að ósekju að þessi fyr-
irsögn er valin. Ofangreindan sunnu-
dag um kl. 15.30 varð árekstur á
Hellisheiðinni, nálægt þeim stað þar
sem vegurinn liggur hæst. Þegar yfir
lauk höfðu 16 bílar lent í árekstrinum,
þar á meðal áætlunarbifreið og lög-
reglubifreið. Tveir björgunarsveitar-
menn, sem komið höfðu til aðstoðar
við að flytja fólk niður af heiðinni,
áttu fótum fjör að launa. Snögg við-
brögð þeirra sjálfra björguðu þeim
frá því að verða á milli bíla. Sama gilti
um lögreglumenn á vettvangi.
Þegar atburðarásin hófst var
slæmt skyggni og vont veður, en það
kom ekki í veg fyrir að ökumaður æki
á nærri 70 kílómetra hraða framhjá
umferðargreini Vegagerðarinnar
skammt frá. Þessari grein fylgir út-
prentun úr umferðargreininum sem
sýnir hraða bifreiða og einnig vind-
hraða á þeim stað. Eins og þú vænt-
anlega tekur eftir, lesandi góður,
mældist einn bíll aka á 76 km hraða á
klukkustund kl. 15.32 þegar árekstr-
arnir byrjuðu. Meðalhraðinn var hins
vegar helmingi minni eða 38 km/klst.
Vindhraði var 17 m/sek. Og vindhvið-
an mældist 21–22 m á sek. Að sögn
lögreglumanna og vegfarenda á
árekstursstað sá vart út úr augum.
Engu að síður má sjá af meðfylgjandi
mynd, sem sýnir hraða einstakra bif-
reiða, vindhraða og hraða vinds í
mestu hviðum, að ástand veðurs
versnaði og ökuhraði hélzt svipaður
við umferðargreininn eftir tilkynn-
inguna.
Sú niðurstaða verður ein af þessu
dregin, að ökumenn er óku um Hellis-
heiði sunnudaginn 9. marz 2003 milli
kl. 14 og 17, hafi ekki fylgt því boðorði
umferðarlaganna að aka í samræmi
við aðstæður, að minnsta kosti meiri
hluti þeirra. Almenningur hrekkur
illa við þegar fréttir um árekstur 16
bíla berast. Það er eðlilegt. Hið um-
hugsunarverða í málinu er hve marg-
ir telja sig geta ekið hratt þegar
skyggni er lítið sem ekkert og taka
þar með ekki tillit til annarra í um-
ferðinni og valda sjálfum sér og öðr-
um hættu, eins og glöggt kom í ljós.
Vissulega fór betur en á horfðist í
fyrstu, en búast má við því að eigna-
tjón hafi vart orðið undir 10 milljón-
um króna, auk minniháttar meiðsla,
sem vonandi hafa ekki alvarlegar af-
leiðingar.
Hvað er þá til ráða? Ökumenn
verða skýlaust að virða skyldur sínar
samkvæmt umferðarlögum og aka í
Svarti sunnudagurinn
9. marz 2003
Eftir Rögnvald Jónsson
og Ólaf Helga
Kjartansson
„Margir telja sig geta
ekið hratt þegar
skyggni er lítið sem
ekkert.“
Rögnvaldur er framkvæmdastjóri
tæknisviðs Vegagerðarinnar og
Ólafur Helgi er sýslumaður á
Selfossi.
Rögnvaldur
Jónsson
Ólafur Helgi
Kjartansson
samræmi við aðstæður samkvæmt
36. grein þeirra. Sú spurning vaknar
hvort bregðast skuli við aðstæðum,
sem þeim er þarna komu upp, með
því að grípa til lokunar svo komið
verði í veg fyrir stórslys. Það er
óneitanlega hastarlegt, en með tilliti
til þessa svarta sunnudags virðist fátt
annað til ráða. En það má ekki
gleyma því að margt fólk var í hættu
statt, þótt svo vel hafi viljað til að í
rútunni sem flutti mörg börn hafi
verið bílbelti og þau öll bundin í sæt-
um.
Vegagerðin og lögreglan hafa í
sameiningu skoðað atburðarásina við
þennan árekstur og reynt að gera sér
grein fyrir því hvað gerðist eins og að
framan greinir og íhuga jafnframt
viðbrögð til þess að koma í veg fyrir
viðlíka slys í framtíðinni. En fyrst og
femst er því beint til ökumanna að
aka Hellisheiði, sem er einn fjölfarn-
asti fjallvegur landsins, með varúð
þegar veður og færð eru viðsjárverð.
En skjótt skipast veður í lofti eins og
dæmið hér að framan sannar. Akið
ævinlega varlega á vegum úti.
G
Ú
S
T
A
HVERFISGÖTU 21 • SÍMI 552 8755 • FAX 562 3188 • www.fbm.is • fbm@fbm.is
Sumir KOMAST ekki á aðalfund
– EN HVAÐ MEÐ ÞIG?
Aðalfundur FBM verður haldinn laugardaginn
12. apríl nk. á Grand Hótel v/Sigtún, kl. 10.
Morgunkaffi er milli 9 og 10 og einnig verður
boðinn matur í fundarhléi.
o Aðalfundarmál og önnur mál.
Nefndir sem fjallað hafa um aðild FBM að ASÍ
og um nýtt nafn á FBM skila áliti.
Reikningar, fundargerðir, tillögur um laga-
breytingar og aðrar framkomnar tillögur liggja
frammi á skrifstofu FBM frá og með 3. apríl 2003.
Fyrir fundinum liggja lagabreytingar.
Laugardagskaffi
í Valhöll
Fylgist með
næstu
fundum
á xd.is
Allir
velkomnir
Upplýsinga- og fræðslunefnd
Sjálfstæðisflokksins heldur
opna spjallfundi í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, á laugardags-
morgnum fram að kosningum.
Annar fundurinn verður
á morgun, laugardaginn
8. mars, kl. 11.00.
Gestur fundarins verður
Davíð Oddsson,
forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Sími 515 1700
Upplýsinga- og fræðslunefnd
Þriðji fundur verður á
morgun, laugardaginn 15.
mars, kl. 11 00.
Gestur fundarins verður
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
alþingismaður.
Gestir á morgun kl. 11 verða
Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra og
Sigríður Anna Þórðardóttir,
formaður utanríkismálanefndar
Alþingis.
EES-samningurinn:
Góður kostur fyrir Ísland