Morgunblaðið - 11.04.2003, Qupperneq 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 39
✝ Jón Péturssonvar fæddur á
Morastöðum í Kjós
22. júní 1914. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
2. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Margrét Jónsdóttir,
f. 12.11. 1882 í
Hvammi í Kjós, d.
25.1. 1957, og Pétur
Pétursson, f. 10.3.
1895 í Miðdal í Kjós,
d. 14.7. 1986, verk-
stjóri í Reykjavík.
Jón, var einkasonur
móður sinnar en systkini hans
samfeðra voru ellefu: Hallgrím-
ur, f. 1923, d. 1993, Guðfinna
Lea, f. 1925, d. 1985, Þorbjörn, f.
1927, Sigríður, f. 1929, Trausti,
f. 1937, Pétur K., f. 1938, Elín, f.
1940, Esther, f. 1943, Sara Ruth,
f. 1945, d. 1946, Ruth, f. 1949,
María Svanhildur, f. 1955.
Jón kvæntist í Reykjavík 22.
júní 1935 Aðalheiði Tryggva-
dóttur, f. á Fáskrúðsfirði 28.
febrúar 1910, d. 8. desember
1981. Eignuðust þau sex börn.
Þau eru: 1) Tryggvi Þór, f. 19.10.
1934, kvæntur Þorbjörgu Ólafs-
dóttur og eiga þau tvö börn,
fjögur barnabörn og eitt barna-
barnabarn. 2) Grétar Ólafur, f.
20.12. 1938, kvæntur Helgu
Hannesdóttur, eiga þau þrjá syni
og fimm barnabörn. Með fyrri
konu sinni Sigrúnu Sonju Dan-
íelsdóttur átti Ólafur tvo syni,
annar er látinn. Eitt barnabarn
og eitt barnabarnabarn. 3) Mar-
grét, f. 20.1. 1941, gift Hreini
Jónassyni. Fyrri maður Magnús
Ölversson. Þeirra börn eru fjög-
ur og barnabörnin þrettán, þar
af eitt látið. 4) Auðbjörg, f. 22.1.
1945, gift Unnari Jónssyni, þau
eiga tvö börn. Fyrri
maður Alfreð Al-
freðsson. Þeirra
börn eru þrjú og
barnabörnin fimm.
5) Björn Hafsteinn,
f. 27.7. 1948, kvænt-
ur Reidun Karin
Urke. Fyrri kona
Margrét J. Péturs-
dóttir, d. 1998.
Eignuðust þau tvö
börn, annað er látið.
6) Sigríður, f. 29.3.
1952, d. 13.11. 1968.
Eftir að Jón varð
ekkill eignaðist
hann góða vinkonu; Helgu
Hansen Guðmundsdóttur, f. 21.3.
1916, d. 1.8. 1987. Jón ólst upp í
Kjósinni með móður sinni, en
hún var í vist á ýmsum bæjum,
lengst þó á Meðalfelli í Kjós.
Hann byrjaði 14 ára gamall að
starfa í Vélsmiðjunni Héðni í
Reykjavík, lærði málmsteypu og
vann sem málmsteypumeistari til
1971, lengst af með eigin rekstur
í Eyrarhrauni, en þangað fluttu
þau Aðalheiður 1942. Jón vann
um tíma sem birgðavörður á
vegum Bræðranna Ormsson í
Straumsvík, síðan nokkur ár hjá
Olíustöðinni í Hafnarfirði. Hann
lærði orgelleik 47 ára að aldri
með sjálfsnámi og var lengi org-
elleikari við Barnastarfið hjá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði sem
og á fundum Góðtemplararegl-
unnar í Hafnarfirði, þar sem
hann tók virkan þátt árum sam-
an. Jón var söngmaður góður og
söng með nokkrum kórum, þó
lengst af í Fríkirkjukórnum,
einnig Kór eldri borgara og Kór
Árbæjarkirkju.
Útför Jóns fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Í dag kveðjum við elskulegan afa
minn, Jón á Eyrarhrauni. Ég vissi
að hann var orðinn lasinn og oft lé-
legur. En samt fannst mér ekkert
fararsnið á honum. Flestar vikur sá
ég hann einhvers staðar á bílnum
eða hitti hann í búðinni. Sjálfstæð-
ur, stoltur og sjálfbjarga fram í
dauðann. Það hlýtur að vera
draumur hvers manns. Hann var
góður og hlýr afi og einhver laun-
fyndnasti maður sem ég þekkti.
Músikalskur, hagmæltur og lag-
hentur. Ég man hvað gott og gam-
an var að kúra milli ömmu og afa á
morgnana. Hann las Moggann fyrir
okkur, aðra ólæsa og hina sjón-
lausa. Svo fór hann kannski að
skellihlæja í miðri minningargrein.
Þá var hann að „fatta“ brandarann,
sem hann las korteri fyrr. Fá súr-
mjólk með „afasykri“ úr býflugna-
krukkunni í morgunmat. Nú eða
kannski krúska, bankabygg eða
eitthvað annað óskaplega hollt og
gott, sem ekki var á boðstólum
heima. Fá að kíkja út í bragga,
þegar hellt var úr deiglunni. Hætta
aldrei að undrast og óttast þann
rauðglóandi ævintýraheim. Þar var
mest allt ævistarfið unnið í bræl-
unni. Þau voru ákaflega ólík afi
minn og amma. Bæði þó jafnfull-
komin í barnshuganum. Hún kát og
ör, hann hljóður og rólegur. Minn-
ingarnar eru óteljandi og hafa birst
ein af annarri síðustu vikuna. Afi að
spila vögguljóð á orgelið, þegar
maður fékk að gista. Afi að hringja
kirkjuklukkunum, afi að syngja í
kórnum. Og hvernig rödd hans
fyllti stofuna hjá mömmu á að-
fangadagskvöld fyrir um tíu árum
þegar hann söng „Heims um ból“
svo fallegri og sterkri röddu. Við
fengum barasta gæsahúð. Þá var
hann að verða áttræður. Ekki má
heldur gleyma þeim einstæða hæfi-
leika hans að vita ef barn var í
vændum. Jafnvel töluvert áður en
tilvonandi móðir vissi það sjálf. Ég
gæti haldið áfram endalaust, en
kveð nú með bæninni fyrstu sem ég
lærði:
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaði Jesú mæti.
(Höf ók.)
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín dótturdóttir,
Sólveig Margrét Magnús-
dóttir og fjölskylda.
Elsku afi nú er komið að kveðju-
stund. Mig langar að minnast þín í
nokkrum orðum.
Oft áttum við góðar stundir á
Eyrarhrauni og þú fræddir mig um
atburði og fólk frá liðnum árum úr
Kjósinni og Hafnarfirði.
Í þínu litla húsi var mjög sér-
stakt herbergi sem var kallaður var
„endinn“. Þar kenndi margra
grasa, en ekki vildu allir fara þang-
að. Ferðalög í endann voru mér
sérstök ævintýri, þú hlóst oft mikið.
Í einveru þinni síðustu árin
fannstu félagsskap með útigangs-
kisum, en alls munu þær hafa verið
12 samkvæmt síðustu talningu
þinni. Þú þekktir þær allar og
skapferli þeirra og hegðan.
Einstaklega þótti þér vænt um
son minn hann Tryggva Þór sem
þú gafst göngustaf þinn sem þú
hafðir búið til sjálfur. Þú talaðir oft
um hann og skemmtir þér yfir
gauragangi hans.
Hinn 23. mars sl. mættir þú í
skírn langa-langaafabarns þíns til
Keflavíkur. Þú ljómaðir og lékst á
als oddi. Þú varst spurður um
hvernig þér líkaði nafnið og þú
sagðir: „Barnið er fallegt.“
Þú komst til mín í mat á sprengi-
dag. Kjötið var alltof salt en þú í
hógværð þinni sagðir að það væri
mjög gott.
Síðustu stundir okkar á Eyrar-
hrauni voru þriðjudaginn 25. mars
sl. Þú talaðir mikið um liðna tíma
og gafst mér mynd af þér.
Síðast sat ég hjá þér þriðjudag-
inn 1. apríl á Landspítalanum. Ég
fékk hana Kristrúnu sjúkraliða til
þess að raka þriggja daga skegg
þitt því ég kunni ekki við þig svona
órakaðan.
Þú varst mér alltaf góður, afi
minn, Guð geymi þig
Aðalheiður Tryggvadóttir.
Minningar frá Eyrarhrauni koma
upp í huga minn þegar ég minnist
afa míns, Jóns Péturssonar. Að
sama tilefni minnist ég ömmu
minnar, Aðalheiðar Tryggvadóttur.
Það var vinsælt að fá að gista á
Eyrarhrauni í hlýjunni hjá ömmu
og afa. Plokkfiskurinn, jólakökurn-
ar sem amma geymdi fram í Vest-
urenda, orgelleikur afa á kvöldin og
amma hallaði hurðinni á meðan,
flóaða mjólkin, mjúkur dívaninn,
sækja Moggann niðrí kassann við
Malirnar á morgnana, kyrrðin á
Eyrarhrauni. Umhverfi Eyrar-
hrauns var sannkallaður ævintýra-
heimur, hraunið, tjarnirnar og fjar-
an þar sem auðvelt var að gleyma
sér í leik. Upp koma minningar frá
jólaboðunum á jóladag þegar fjöl-
skyldan hittist. Jólasveinninn upp-
trekkti í stofunni og látlausa litla
jólatréð í Siggu herbergi og allir
leikirnir sem við krakkarnir fórum
í. Upp koma minningar frá málm-
steypunni hans afa, en það var sér-
stök stemning að fá að vera með
afa þegar hann bræddi og síðan
hellti úr deiglunum í sandmótin. Ég
minnist bíltúrs með afa á „Voff-
anum“ vestur á Rauðkotsstaði til
Huldu frænku. Afi var fæddur og
uppalinn í Kjósinni og naut sín vel
er við keyrðum um Hvalfjörðinn í
því að uppfræða mig bæði um fólk-
ið sitt og örnefni fjarðarins. Og að
sjálfsögðu fylgdu með í kjölfarið
þjóðsögur úr Hvalfirðinum því afi
var vel að sér í þeim efnum. Afi
hafði gott minni, hann mundi
bernsku sína vel og naut sín vel á
seinni árum að segja frá henni.Við
Helena eigum afa miklar þakkir að
gjalda fyrir að hafa lánað okkur
Eyrarhraun er við hófum okkar bú-
skap fyrir rétt rúmum sautján ár-
um. Amma og afi tileinkuðu sér
reglusemi í lífi sínu, þau voru trú-
rækin og nægjusamt fólk og upp-
skáru í samræmi við það. Eftir
stendur þögnin á Eyrarhrauni þar
sem eingöngu má heyra tifið frá
klukkunni í stofunni. Afa bíða hlýj-
ar móttökur handan þessa lífs þar
sem amma og Sigga frænka bíða
hans með bros á vör.
Víðir Þór Magnússon.
Þá kveður elsti hraunbúinn.
Afi minn á Eyrarhrauni.
Alveg frá því ég man eftir mér
kom afi í heimsóknir til mömmu,
þáði kaffibolla og Moggann frá lið-
inni viku. Hann var vanur að sitja
við eldhúsborðið og segja frá helstu
tíðindum, hvort sem um var að
ræða fréttir liðinnar viku eða fyrir
nokkrum þúsundum vikna. Hann
sagði okkur hvernig var að alast
upp í sveitinni, við sult og fátækt
og maður býr að því að vita hvað
maður hefur það nú gott. Ég get
ekki sagt að ég hafi talað mikið við
hann enda var erfitt að ná til hans,
þegar hann sökkti sér í endurminn-
ingarnar og talaði um gleði og sorg
liðins tíma. Ég man að mamma hló
oft að afa og ég skildi það ekki.
Hann virtist alltaf svo alvarlegur.
Svo óx maður úr grasi og náði að
feta sig á slóð húmorsins og þá
blasti við manni nýr maður. Afi var
nefnilega hrikalega fyndinn í sínum
hárbeitta gálgahúmor og mér hefur
alltaf fundist það heiður þegar
hann hló að því sem ég sagði.
Stundum hló hann samt ekki…
Þegar einhver sem er manni ná-
kominn fer áttar maður sig á því að
sá var manni nákomnari en maður
hélt. Afi trúði að þegar maður fer
hitti maður aftur fólkið sitt og ég
ætla að trúa því líka. Afi minn,
gangi þér vel í ferðinni til staðarins
þar sem brostnir draumar rætast.
Jón Tryggvi.
Hugurinn leitar til æskuáranna,
þegar ég stend á þeim tímamótum
að kveðja afa á Eyrarhrauni.
Í hrauninu kringum Eyrarhraun
þar sem hann og amma bjuggu var
heill ævintýraheimur fyrir börn,
klettar með álfum og huldufólki,
hraunið þar sem leikið var með bú,
tjarnir með sílum og í minningunni
alltaf sól og sumar. Innivið sat afi
löngum stundum við orgelið sitt í
stofunni og þá var oft stiginn dans
á eldhúsgólfinu með ömmu.
Alltaf var tekið vel á móti manni
á Eyrarhrauni og ósjaldan komið
við eftir sundferðir til að fá eitt-
hvað í gogginn.
Á þessum tíma var afi hringjari í
Fríkirkjunni í Hafnarfirði og sá
einnig um að spila á orgelið í
barnamessunni. Þótti manni mikið
til hans koma, hann var jú aðalmað-
urinn í barnshuganum.
Minningar um hann skipa stóran
sess í hjarta mínu, og nú líka sona
minna sem þótti hann standa undir
nafni, bæði langur, enda langafi og
stórmerkilegur.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Björk og fjölskylda.
Elsku langafi minn. Nú ertu
kominn á betri stað og þú munt
alltaf eiga hluta af hjarta mínu. Þú
varst mér alltaf góður og þess
vegna mun mér alltaf þykja vænt
um þig.
Guð geymi þig, elsku langafi
minn.
Þín
Guðrún Lísa.
JÓN
PÉTURSSON
við texta Guðmundar Halldórsson-
ar.
Stundarfjórðungi síðar söng Stef-
án þetta fallega lag við undirleik
Guðrúnar Ásbjörnsdóttur og hreif
alla með sér enda röddin bæði sterk
og hrein. Þá var Stefán Jónsson 78
ára að aldri, kvikur og snarhuga.
Undir háu hamrabelti höfði drúpir
lítil rós,
þráir lífsins vængja víddir, vorsins yl og
sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan, hjarta-
sláttinn, rósin mín,
er kristalstærir daggardropar drjúpa milt
á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um
þennan stað.
Krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrð-
legt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað, yndislega
rósin mín.
Eitt er það, sem aldrei gleymist, aldrei,
það er minning þín.
(Guðm. Halld.)
Guð og góðir menn varðveita
minningu þessa ljúfa drengs. Hall-
dóru og fjölskyldu hennar biðjum
við guðs blessunar.
Haraldur G. Blöndal og
María Aldís Kristinsdóttir.
Kveðja frá sundfélögum
Stefán Jónsson, veggfóðrara-
meistari, félagi okkar, sem sækjum
Sundlaugarnar í Laugardalnum
strax og opnað er á morgnana, var
hrifinn af landi lifenda að kvöldi
annars apríl s.l. Við minnumst Stef-
áns sem kraftmikils manns sem sá
um að engin lognmolla ríkti í hópn-
um meðan beðið var eftir að and-
dyrið yrði opnað fyrir okkur. Það
var segin saga að hann fann alltaf
upp á einhverju léttu umræðuefni
þá stund sem við stóðum utandyra.
Ef fréttist að einhver ætti afmæli
þann eða þann daginn hóf hann upp
raust sína og söng afmælissönginn
alkunna og félagarnir tóku undir
enda var Stefán söngelskur og var
virkur í söngflokkum. Stefán fór
ekki leynt með það að hann var
sannur Húnvetningur.
Hann flutti með sér anda sinnar
sveitar og vildi sjá hróður hennar
sem mestan.
Hann kom til borgarinnar fátæk-
ur maður og með atorku sinni og
einbeittum vilja kom hann sér og
sínum vel áfram. Þá mátti líka aug-
ljóst vera hvaða stjórnmálaflokki
hann fylgdi en hann hélt mikilli
tryggð við sína flokksforingja ef upp
kom einhver efahyggja í hópnum.
Stefán var afar félagslyndur maður
og var mikill stuðningsmaður Þrótt-
ar og var vakinn og sofinn yfir vel-
gengni þess ágæta íþróttafélags.
Árrisull var hann og traustur iðn-
aðarmaður. Það var á tímabili með-
an heilsa hans leyfði að hann var
mættur um sexleytð á morgnana og
tók þá langan göngutúr í Laugar-
dalnum með hressum aldursforseta
þess hóps sem þarna mætir og þeg-
ar komið var úr gönguferðinni og
hópurinn fyrir utan anddyrið var að
stækka þá sást Stefán taka sínar
líkamsræktarteygjur, lék á alsoddi
sem unglingur væri. Hér var sann-
arlega kraftmikill maður á ferð.
Tvö síðustu árin leyfði heilsa hans
ekki að hann stundaði sundið reglu-
lega en hann kom samt öðru hverju
að hitta hópinn sinn og gjarnan
drekka með nokkrum þeirra morg-
unkaffi og halda uppi samræðum
með sínum glettna hætti því glað-
værðin yfirgaf hann aldrei.
Morgnunin 2. apríl sat hann í hópi
sundfélaga þar sem þeir hittust yfir
kaffibolla í Húsasmiðjunni. Þar var
hann glaður og reifur og menn
höfðu á orði hve hress hann væri.
Það kannaðist hann þó ekki við, en
ekki var annað að sjá en að hann
hefði fulla orku að sögn þeirra er
þar sátu með honum.
Við minnumst Stefáns sem glað-
lynds manns og skemmtilegs félaga
sem hafði fastmótaðar skoðanir og
fylgdist vel með. Hér er góður
drengur genginn og við þökkum
honum samfylgdina.
Ástvinum hans vottum við dýpstu
samúð og blessum minningu hans.
Sigursteinn Hersveinsson.