Morgunblaðið - 11.04.2003, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
!"
1* 3
$ )
() $ BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÁGÆTA unga samfylkingarfólk í
Reykjavík! Við í ungum framsókn-
armönnum í Reykjavík skorum á
ykkur í málþing
um mögulega
stefnuskrá ríkis-
stjórnar Fram-
sóknar og Sam-
fylkingar undir
forystu Halldórs
Ásgrímssonar.
Leggjum við til
að hvor flokkur
skipi þrjá fulltrúa
og hist verði í
kosningarmiðstöð ungra framsókn-
armanna á Laugavegi 3 á laugar-
daginn klukkan 15:00. Munum við
leggja til góðar veitingar og jafn-
framt fundarstjóra ef þess er ósk-
að.
Það er þó skoðun okkar að slíkt
þyrfti ekki þar sem nýjasta útgáfan
af stefnuskrá Samfylkingar hefur
mörg málefni sem samhljóða sér
vel við stefnuskrá Framsóknar-
flokksins. Er það trú okkar að
fulltrúar okkar gætu komist að nið-
urstöðu sem eldri fulltrúar flokk-
anna gætu nýtt í kjölfar kosninga.
Þarna yrði einungis um hugmynda-
vinnu að ræða og yrði augljóslega
ekki bindandi fyrir flokkanna.
Ágætu félagar. Við ungir fram-
sóknarmenn trúum ekki öðru en
ungt samfylkingarfólk í Reykjavík
sé reiðubúið að mæta á málþing um
myndun nýrrar miðjuríkisstjórnar.
Hittumst á miðjunni!
F.h. stjórnar ungra framsóknar-
manna í Reykjavík:
HAUKUR LOGI KARLSSON.
Hittumst á miðjunni
Frá Hauki Loga Karlssyni, for-
manni Félags ungra framsókn-
armanna í Reykjavíkurkjördæmi
suður
Haukur Logi
Karlsson
Á DÖGUNUM kærðu undirritaðir
útgáfu Umhverfisstofnunar á starfs-
leyfi fyrir álver á Reyðarfirði.
Ástæða þess er að Alcoa hyggst
spara sér að nota bestu fáanlegu
mengunarvarnartækni, samsvar-
andi þeirri sem Norsk Hydro hugð-
ist nota, þvert á yfirlýsingar um að
stefnt væri að sem „vistvænastri“ ál-
bræðslu.
Þegar starfsleyfið var gefið út
voru skilyrði þess ekki í samræmi
við niðurstöður mats á umhverfis-
áhrifum. Krafa okkar er því að
starfsleyfi verði fellt úr gildi og ein-
ungis verði gefið út leyfi í samræmi
við það umhverfismat sem til grund-
vallar liggur.
Rúm tuttuguföld
brennisteinsmengun
Í mati á umhverfisáhrifum var
gert ráð fyrir um 830 tonna árlegri
losun á SO2, þar af um 640 tonn frá
rafskautaverksmiðjunni sem ekki
mun rísa. Í umhverfismati fyrir ál-
ver Norsk Hydro var því einungis
gert ráð fyrir 190 tonna SO2 út-
blæstri vegna 420 þúsund tonna ál-
bræðslu, sem samsvarar um 145
tonnum af SO2 miðað við 320 þús-
und tonna álbræðslu. Núverandi
heimild til handa Alcoa nemur hins
vegar um 3.900 tonna útblæstri á ári
eða rúmlega tuttuguföldu því magni
sem Norsk Hydro gerði ráð fyrir að
losa frá álbræðslu sinni. Alcoa
hyggst reisa tvo risaskorsteina til að
uppfylla kröfur um að mengun fari
ekki yfir tilskilin mörk á afmörkuðu
þynningarsvæði umhverfis verk-
smiðjuna. Engar viðhlítandi ráðstaf-
anir verða hins vegar gerðar til að
hreinsa brennisteinsmengunina úr
útblástursloftinu.
Athugasemd
heilbrigðisnefndar
Heilbrigðisnefnd Austurlands
gerði athugasemdir við auglýstar
starfsleyfistillögur. Þar var þess far-
ið á leit við Umhverfisstofnun að
stofnunin myndi segja til um hvor
viðtakinn sé öflugri, loft eða sjór.
Athygli vekur að í svari sínu kveður
stofnunin ekki úr um hvor viðtakinn
sé öflugri. Hins vegar heldur hún
því fram að loftið sé „nægilega öfl-
ugur“ viðtaki og því þurfi ekki að
kanna hvort sjórinn henti betur. Þar
sem hér er fyrst og fremst um losun
á brennisteinsdíoxíðum að ræða er
ekki ástæða til að ætla annað en að
sjórinn sé mun öflugri viðtaki en
loftið. Þetta vita sérfræðingar Um-
hverfisstofnunar og hefðu þeir átt að
svara heilbrigðisnefnd af faglegum
heilindum í stað þess að bera á borð
hálfsannleik.
Stóraukin flúormengun
heimiluð
Á síðustu dögum áður en starfs-
leyfið var gefið út bárust Umhverf-
isstofnun ný gögn frá Alcoa. Í þess-
um nýju gögnum kom fram að galli
var á reiknilíkaninu sem notað var
við dreifingarspá. Fyrirtækið taldi
sig þar með ekki geta uppfyllt þau
skilyrði sem auglýst voru. Í fram-
haldi af þessu slakaði Umhverfis-
stofnun á skilyrðunum til þess að
50% meiri flúoríðmengun myndi
rúmast innan þeirra.
Ráðherra hefur
úrskurðarvald
Úrskurður umhverfisráðherra í
þessu kærumáli verður eitt af síð-
ustu verkefnum ráðherrans á þessu
kjörtímabili. Fróðlegt verður að sjá
hvort ráðherra hafi dug til að krefja
Alcoa um þá tækni sem gengið var
út frá við fyrirliggjandi umhverfis-
mat.
GUÐMUNDUR ÁRMANNSSON,
bóndi, Vaði,
HÁKON AÐALSTEINSSON,
skógarbóndi, Húsum,
ÓLAFUR F. MAGNÚSSON,
læknir, Reykjavík,
og SVEINN AÐALSTEINSSON,
viðskiptafræðingur, Reykjavík.
Hefur umhverfis-
ráðherra dug?
Frá Guðmundi Ármannssyni, Há-
koni Aðalsteinssyni, Ólafi F. Magn-
ússyni og Sveini Aðalsteinssyni