Morgunblaðið - 11.04.2003, Síða 52
ÍÞRÓTTIR
52 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VISSULEGA hafði maður heyrt þá
samsæriskenningu að við myndum
tapa viljandi hér í kvöld til þess að
fá einn leik til viðbótar og fagna
sigri á heimavelli á laugardag. Við
erum hinsvegar meiri íþróttamenn
en svo og það kom aldrei neitt ann-
að til greina en að vinna,“ sagði Sig-
urður Ingimundarson þjálfari Kefl-
víkinga en hann var að landa þriðja
Íslandsmeistaratitli sínum sem
þjálfari liðsins á s.l. sjö árum.
„Það eru svona leikir í hverri viku
hjá okkur á æfingum og oft er meiri
keppni á æfingum hjá okkur en í
sumum leikjum okkar í deildinni.“
Sigurður vildi lítið gera úr því að
hann hefði ekki fengið mikið hrós í
gegnum tíðina sem þjálfari þar sem
margir hafa litið á það sem sjálfsagt
mál að vel mannað lið hans væri
ávallt fremstu röð. „Ég spái ekkert í
slíka hluti. Við erum ekki að sækjast
eftir hrósi – það eina sem skiptir
máli fyrir okkur eru verðlaun og
titlar,“ sagði Sigurður en hann
sagðist ætla að leika nokkra golf-
hringi áður en hann tæki ákvörðun
um framhaldið hjá sér en samn-
ingur hans við Keflavík rennur út í
vor.
Sigurður sagði að neikvæð um-
ræða hefði verið í gangi hvað varð-
ar komu Edmund Saunders í byrjun
árs en það hefði þjappað liðinu sam-
an. „Við erum með einn erlendan
leikmann og níu íslenska. Önnur lið
hafa á að skipa tveimur til þremur
erlendum leikmönnum og það er lít-
ið sagt við því en við höfum fengið
mikla gagnrýni fyrir að hafa fengið
okkur erlendan leikmann.“
Grindvíkingar áttu í mestu vand-ræðum með að stöðva þá Ed-
mund Saunders og Damon Johnson í
einvíginu og brá Frið-
rik á það ráð að leika
„fljótandi“ svæðis-
vörn frá upphafi.
Vörnin skilaði ekki
árangri í fyrsta leikhluta þar sem 10
stig skildu liðin að. Grindvíkingar
mikla skorpu í öðrum leikhluta með
Helga Jónas Guðfinnsson og Darell
Lewis fremsta í flokki. Heimamenn
náðu að minnka muninn jafnt og þétt
þar sem ákefðin var mikil í vörninn-
i.Staðan í hálfleik var 51:49 heimalið-
inu í vil en sú sæla var skammvinn þar
sem Keflvíkingar settu í gírinn í upp-
hafi síðari hálfleiks og skoruðu þá 10
stig gegn 2. Segja má að þessi kafli
hafi lagt grunninn að sigri þeirra blá-
klæddu því liðið leit aldrei um öxl eftir
það. Það kviknaði þó von í hjörtum
Grindvíkinga er Damon Johnson fékk
sína fjórðu villu um miðjan þriðja
leikhluta. Merkisberar ungu kynslóð-
arinnar í Keflavíkurliðinu, Jón Nor-
dal Hafsteinsson og Magnús Gunn-
arsson tóku við keflinu af Damon á
þeim kafla sem Grindvíkingar ætluðu
sér að ná yfirhöndinni. Jón með því að
fiska ruðning á Darrell Lewis í stöð-
unni 71:74 og í næstu sókn setti
Magnús niður þriggja stiga skot – líkt
og hann hefur svo margoft gert.
Grindvíkingar gáfust ekki upp
þrátt fyrir að munurinn væri þetta 7–
10 stig í 4. leikhluta en reynsla Kefl-
víkinga vó þungt undir lokin þar sem
þeir keyrðu upp að körfu Grindvík-
inga og fengu dæmdar villur eða
skoruðu auðveldar körfur.
Keflavík hafði einfaldlega of sterku
liði á að skipa fyrir Grindavík að
þessu sinni og með 3:0 sigri í einvíg-
inu sendu Keflvíkingar sterk skilaboð
um að þeir væru einfaldlega bestir.
Það er aðdáunarvert hve hlutverka-
skiptingin í Keflavíkurliðinu er skýr
og átta manna kjarni liðsins veit alveg
nákvæmlega hvers er ætlast af hon-
um. Jón Nordal, Gunnar Einarsson
og Sverrir Sverrisson skila vörninni
með sóma. Magnús, Falur og Guðjón
skjóta þegar þeir fá frí skot og þeir
Edmund Saunders og Damon John-
son herjuðu undir körfunni.
Grindavíkurliðið virtist ekki ná sér
almennilega á strik í úrslitakeppnin-
ni.Darrell Lewis og Guðmundur
Bragason voru þeir leikmenn sem
léku hvað jafnast í liði Grindvíkur á
meðan skytturnar Páll Axel, Helgi
Jónas og Guðlaugur Eyjólfsson tóku
rispur en voru ekki nógu stöðugir.
Síðasti kossinn? Guðjón Skúlason fagnaði titlinum innilega. Öflugir stuðningsmenn Keflvíkinga fögnuðu titlinum ákaflega.
Morgunblaðið/Kristinn
Hvar er boltinn? Guðmundur Bragason, Grindavík, og Damon Johnson virðast í vafa.
Keflvíkingar eru bestir
„Titlar eru það eina
sem skiptir máli“
KEFLVÍKINGAR fögnuðu sjötta
meistaratitli félagsins í körfu-
knattleik karla í gær er liðið
kláraði úrslitarimmu liðsins á
útivelli gegn deildarmeistaraliði
Grindvíkinga. Sigurður Ingi-
mundarson þjálfari Keflavíkur
virtist hafa svör við flestu því
sem Friðrik Ingi Rúnarsson spil-
aði út í þremur viðureignum lið-
anna og það var aðeins í þriðja
og jafnframt síðasta leik liðanna
sem þeir gulklæddu virtust hafa
trú á sigri en styrkur gestanna
reyndist vera mikill þegar mest
á reyndi þar sem liðið sigraði á
ný og að þessu sinni 102:97.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
„ÉG ætla ekki að lofa einu eða
neinu en eins og mér líður núna
þá býst ég við að hafa leikið minn
síðasta leik í treyju nr. 12 með
Keflavíkurliðinu,“ sagði Guðjón
Skúlason fyrirliði Keflvíkinga.
„Það er varla til betri tími á ferl-
inum til þess að hverfa frá þessu,
við unnum allt sem í boði var,
Kjörísbikarinn, bikarkeppnina og
þann stóra – Íslandsmeistaratit-
ilinn. Ég hef verið í 20 ár í efstu
deild og er mjög sáttur í dag við
það sem ég hef lagt af mörkum.
Veturinn var líka með eindæmum
skemmtilegur,“ sagði Guðjón og
taldi að tveggja mánaða gömul
dóttir hans og átta ára sonur
myndu helst draga frá körfu-
knattleiksvellinum í framtíðinnni.
„Það er erfitt að rífa sig frá þess-
um félagsskap en allt hefur sinn
tíma,“ sagði Guðjón en á svip-
brigðum hans mátti greina að
hann var í vafa um hvort hann
gæti staðið við orð sín og lagt
skóna á hilluna frægu enda er
maðurinn aðeins 36 ára gamall.
„Engar yfirlýsingar frá mér“
Falur Harðarson baðst undan
því að vera spurður að því sama
og félagi hans og fyrirliði hafði
sagt. „Ég hef bara ekkert velt því
fyrir mér hvort ég láti staðar
numið núna. Það hefur bara verið
mjög gaman að spila í vetur, ég
hef verið heill heilsu eftir tvö
mögur ár.“ Falur vildi þakka ÍR-
ingum fyrir að hafa sett vekj-
araklukkuna í gang þegar liðið
vann þá í átta liða úrslitum
keppninnar. „Eftir þann leik var
allt annar bragur á okkur og í
raun aldrei spurning um hvað við
vildum gera í framhaldinu,“ sagði
Falur og bætti því við að enginn
myndi frétta af því þegar hann
hætti. „Þegar ég hætti þá hætti
ég bara og segi engum frá því.“
„Minn síðasti leik-
ur í treyju nr. 12“