Morgunblaðið - 11.04.2003, Page 55
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 55
ÞÝSKA handknattleiksfélagið
Magdeburg hefur sett upp
kveðjuleik fyrir Ólaf Stefánsson
og Uwe Mäuer, sem yfirgefa það
að þessu tímabili loknu. Sá leikur
fer fram 1. júní og lið Magde-
burgar í dag mætir liði félagsins
sem varð EHF-meistari árið 1999.
Þar mæta til leiks kappar á borð
við Henning Fritz, Gueric Kerv-
adec, Sven Liesegang og Vjatch-
eslav Atavin, sem léku með
Magdeburg á þeim tíma.
Ólafur er á förum til Ciudad
Real á Spáni í sumar en óvíst er
hvar Mäuer leikur á næsta tíma-
bili.
Kveðjuleik-
ur fyrir Ólaf
og Mäuer
FÓLK
LÁRUS Orri Sigurðsson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, lofaði í gær
stuðningsmönnum WBA því að liðið
myndi ljúka keppni í úrvalsdeildinni
með reisn þó ljóst væri að það myndi
falla í 1. deildina á ný. „Það er enn
góður andi í okkar herbúðum þrátt
fyrir erfiða stöðu og við munum
leggja okkur fram fyrir stuðnings-
menn okkar, sem hafa verið stórkost-
legir í allan vetur,“ sagði Lárus Orri.
FORSVARSMENN ítalska knatt-
spyrnuliðsins Roma sögðu við
sænska fjölmiðla í gær að liðið væri í
viðræðum við hollenska liðið Ajax
um kaup á sænska landsliðsfram-
herjanum Zlatan Ibrahimovic. Ajax
vill fá rétt rúman milljarð ísl. kr. fyrir
Ibrahimovic en hann er aðeins 21 árs
gamall.
SIGMAR Vilhjálmsson, betur
þekktur sem Simmi í Popptíví, var
þulur á leik Fram og Hauka í úrslita-
keppninni í handknattleik í gær-
kvöld, en hann er bróðir Hjálmars,
leikmanns Fram. Sigmar fór yfir
strikið í æsingnum seint í leiknum,
lýsti þá einu marki Haukanna sem
„djöfulsins grís“ og fékk fyrir vikið
aðvörun frá Óla Ólsen, eftirlitsdóm-
ara, sem var ekki skemmt.
PORTÚGÖLSKU grannliðin
Porto og Boavista standa vel að vígi
eftir fyrri leiki undanúrslita UEFA-
bikarsins í knattspyrnu sem leiknir
voru í gærkvöld. Talsverðar líkur eru
á að þau mætist í úrslitaleik keppn-
innar sem yrði gífurlegur áfangi fyrir
portúgalska knattspyrnu.
BRASILÍUMAÐURINN Derlei
skoraði tvívegis fyrir Porto sem
vann Lazio frá Ítalíu, 4:1, á heima-
velli sínum. Það var þó Lazio sem
náði forystu í leiknum með marki frá
Claudio Lopez.
HENRIK Larsson, sænski fram-
herjinn hjá Celtic, var bæði hetja og
skúrkur þegar lið hans gerði jafn-
tefli, 1:1, gegn Boavista á heimavelli
sínum í Glasgow.
BOAVISTA komst yfir í byrjun
síðari hálfleiks þegar belgíski varn-
armaðurinn Joos Valgaeren sendi
boltann í eigið mark. Mínútu síðar
jafnaði Larsson, 1:1, en á 76. mínútu
brást honum illilega bogalistin. Hann
tók þá vítaspyrnu en Ricardo, mark-
vörður Boavista, varði.
KEPPNI á fyrsta degi Masters-
mótsins í golfi var frestað í gær
vegna gífurlegrar rigningar en það
átti þá að hefjast í Augusta í Banda-
ríkjunum. Reynt verður að spila 36
holur í dag. Þetta er í fyrsta skipti í
64 ár sem fresta þarf keppni á
mótinu. Tiger Woods á að hefja
keppni kl. 13.50 að íslenskum tíma.
LOUIS Van Gaal, hollenski þjálf-
arinn sem rekinn var frá Barcelona í
vetur, hefur sýnt mikinn áhuga á að
taka við stöðu knattspyrnustjóra
Fulham, samkvæmt frétt í enska
blaðinu Independent í morgun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðjón Finnur Drengsson, hornamaður Fram, er tekinn föstum tökum af Haukamanninum Robertas Pauzuolis í viðureign liðanna.
Eradze varði alls 28 skot og áttusóknarmenn FH-inga ekkert
svar við stórleik hans á milli stang-
anna en hafa verður í
huga að vörn Vals-
manna var afar öflug
og hvað eftir annað
sigldi sókn Hafnar-
fjarðarliðsins í strand. Leikurinn var
nánast endurtekning frá leiknum að
Hlíðarenda á þriðjudaginn. Valsmenn
með blóð á tönnunum og sérlega vel
stemmdir á meðan FH-ingar virtust
mjög ráðþrota í leik sínum. Valsmenn
hófu leikinn með látum, komust í 5:1
og liðnar voru 14 mínútur af leiknum
þegar stuðningsmenn FH-inga gátu
fagnað öðru marki sinna manna.
Seinni hálfleikur hófst með sama
hætti og sá fyrri. Baráttuglaðir og
fullir sigurvilja skoruðu Valsmenn
þrjú fyrstu mörkin og náðu fimm
marka forskoti, 13:8, og útlitið því
dökkt hjá heimamönnum. Þorbergur
Aðalsteinsson, þjálfari FH-inga,
brást við með þeim hætti að taka
Snorra Stein og Markús Mána úr um-
ferð og þó svo aðeins hafi hægt á Vals-
mönnum í sókninni og FH-ingar hafi
náð að minnka muninn í þrjú mörk.
„Við spiluðum okkur ekki í færi og
skotin voru mörg hver ansi döpur en
það verður ekki af Roland tekið að
hann lokaði markinu á löngum köfl-
um. Það er auðvitað gríðarlega sorg-
legt að enda tímabilið núna. Við vor-
um komnir á góða siglingu en létum
svo slá okkur algjörlega út af laginu.
Ég get samt ekki annað en hrósað
Valsliðinu og ef það heldur áfram
svona þá fer það mjög langt,“ sagði
Arnar Pétursson, leikstjórnandi FH.
Valsmenn voru afar vel að sigrinum
komnir og ljóst er að Geir Sveinsson,
þjálfari Vals, hefur undirbúið sína
menn af kostgæfni og blásið nýju lífi í
sitt lið. Í sterkri liðsheild má segja að
Roland Eradze hafi gert gæfumuninn
en markvarsla hans vó ansi þungt.
Vörnin var eins og áður er lýst frábær
þar sem Ragnar Ægisson lék stórt
hlutverk í hjarta hennar ásamt því að
Hjalti Pálmason náði algjörlega að
klippa á Loga Geirsson. Þá skilaði
Freyr Brynjarsson frábærri frammi-
stöðu. Hann var óþreytandi í að trufla
sóknarleik FH og nýtti færi sín vel.
Markús Máni og Snorri áttu báðir fín-
an leik og voru ógnandi en liðsheild
Valsmanna var öflug samhent og það
ásamt sigurvilja, baráttu og vel út-
færðum leik skilaði öruggum sigri.
„Strákarnir sýndu hvað í þeim býr
og ég var virkilega ánægður með
hvernig þeir spiluðu. Það tók okkur of
langan tíma að vinna okkur út úr
lægðinni sem við lentum í en með
þessum tveimur leikjum á móti FH
held ég að við höfum náð að sanna það
fyrir okkur sjálfum hvað við getum
gert. Við vorum geysilega vel ein-
beittir, sigurviljinn og hungrið var til
staðar og það má segja að leikurinn
hafi verið nær endurtekning á fyrri
leiknum. Við áttum að vera búnir að
gera út um leikinn í fyrri hálfleik en
sigri okkar var ekki ógnað og góður
varnarleikur ásamt frábærri mark-
vörslu lagði grunninn að sigrinum,“
sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals.
Valsmenn
lokuðu á FH
FRÁBÆR markvarsla Rolands
Eradze, markvarðar Vals, ásamt
mjög öflugum varnarleik Hlíð-
arendaliðsins lagði grunninn að
öruggum sigri Valsmanna á FH-
ingum, 21:15, í Kaplakrika og
þar með er Valur kominn í und-
anúrslitin þar sem liðið glímir
við ÍR en þriðja árið í röð verða
FH-ingar að sætta sig við að
falla út í 8-liða úrslitunum.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Mönnum var heitt í hamsi er þeirmættu til leiks og var hart tek-
ist á frá fyrstu mínútu, oft gengið út á
ystu nöf. Jafnt var
fyrstu mínúturnar en
þegar heimamenn
stóðu af sér að spila
einum færri í 8 mín-
útur náðu þeir 10:6 forystu. Þegar svo
Akureyringurinn Andreus Stelmokas
fékk rautt spjald fyrir brot áttu Kópa-
vogsbúar von á að hagur þeirra vænk-
aðist enn frekar. Svo varð ekki því
þeir fóru heldur illa að ráði sínu þar til
KA jafnaði 11:11 en HK hafði samt
14:12 í hálfleik. Eftir hlé var leikurinn
í járnum en hægt og bítandi náðu
norðanmenn undirtökunum – brostu
á meðan þungt var yfir HK-mönnum.
Engu að síður munaði aldrei meiru en
tveimur mörkum þar til fimm mín-
útur voru eftir. Þá slokknaði neistinn í
sókn HK og það var eins og gestirnir
væru einmitt að bíða eftir því, sigldu
framúr og tryggðu sér sigur.
„Við höfðum líklega ekki næga trú
á sigri, vorum nokkrum sinnum
komnir í góða stöðu og gátum gert
hana enn betri en það má ekki gefa
færi á sér, þá koma KA-menn alveg
vitlausir,“ sagði Árni Stefánsson
þjálfari HK eftir leikinn. „Ég skil ekki
að setja óreyndustu dómarana á leik,
sem vitað var að yrði hrikalegur og af
hverju milliríkjadómarar okkar voru
ekki á þessum leik. Mér fannst þeir
dæma illa og það bitnaði á okkur en er
auðvitað ekki hlutlaus. Mér fannst að
eftir verðskuldað rautt spjald á
Stelmokas hafi dómarar hætt að
dæma á KA-menn. Auðvitað verðum
við samt líka að leita skýringa hjá
okkur sjálfum. Strákarnir eiga ýmis-
legt ólært en þegar litið er til baka get
ég ekki annað en verið stoltur eftir
veturinn, bikarmeistarar og 5. sæti í
deildinni, sem HK hefur aldrei náð
áður.“ Björgvin Gústafsson í markinu
átti góðan leik og einnig Arnar Freyr
Reynisson, sem kom inná eftir hlé.
Samúel Árnason skilaði sínu að venju
og Ólafur Víðir Ólafsson átti góða
spretti.
„Við lögðum upp með að láta HK-
menn ekki brjóta okkur niður með
öskrum og barsmíðum því það gera
þeir einmitt,“ sagði Jónatan Magnús-
son fyrirliði KA eftir leikinn. „Við er-
um miklu betri en þeir í handbolta og
ætluðum ekki að bugast á útivelli.
Við þolum alveg að vera undir því
við vitum sjálfir að við komum alltaf
til baka og fyrst að HK náði ekki
meiri forystu eftir að við vorum mikið
reknir útaf fyrir hlé vissum við að ef
það yrði jafnt í lokin hefðum við betur
því við erum sterkari á taugum. Við
þessir ungu stóðumst prófið þegar
reynsla liðsins minnkaði mikið eftir
að Stelmokas var rekinn útaf enda
langbesti maðurinn í deildinni.“ Liðs-
heildin skóp sigur KA. Liðið hélt allt-
af áfram og beið þar til mótherjar
þess gáfu aðeins eftir. Egidijus Petk-
evicius varði mjög vel, Ingólfur Ax-
elsson kom ferskur inná og Baldvin
Þorsteinsson var drjúgur eins og
Arnór Atlason.
KA tók HK á
lokasprettinum
HÆGT var að ganga að einu vísu þegar HK fékk KA í heimsókn í öðr-
um leik liðanna í 8 liða úrslitum í gærkvöldi – það yrði engin logn-
molla. Sú varð líka raunin en eftir gríðarlega baráttu í hörkuleik
hafði KA 28:24 sigur með fjórum síðustu mörkum leiksins, sem
skilar þeim í undanúrslit. Mótherjar þeirra verða Fram eða Haukar.
Stefán
Stefánsson
skrifar