Morgunblaðið - 11.04.2003, Page 59

Morgunblaðið - 11.04.2003, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 59 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.50 og 10. B.i 12. Sýnd kl. 8. B.i 12 HK DV Kvikmyndir.com SV MBL HJ MBL HK DV Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 10. B.i 14. Epísk stórmynd í anda The English Patient. Frá leikstjóra Elizabeth. Með stórstjörnunum Kate Hudson og Heath Ledger. Missið ekki af þessari! COMEDIAN Sýnd kl. 6. ensk. tal. RABBIT PROOF FENCE sýnd kl. 6. enskt. tal. ELSKER DIG FOR EVIGT Sýnd kl. 6. isl texti. GAMLE MÆND I NYE BILER sýnd kl. 8. ísl. texti. EL CRIMEN DEL PADRE AMARO sýnd kl. 8. ensk. texti. PINOCCHIO Sýnd kl. 10.20. ísl. texti. BOWLING FOR COLUMBINE Sýnd kl. 5.50 og 10. ísl. texti. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i 12. HOURS ÓHT Rás 2 BESTA HEIMILDARMYNDIN ÓSKARSVERÐLAUN www.laugarasbio.is  RADIO X  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Tilboð 400 kr. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.30. Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og Miðnætursýning kl. 12. Miðaverð 750 kr. SV MBL Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. Sýnd kl. 8 og 10. FRUMSÝNING 400 kr HEIMSFRUMSÝNING Miða verð 750 kr SCOOTER eru núverandi konungar evrópoppsins, takfastri og stuðvænni partítónlist sem góð er til skankahristinga, veri það í næturklúbbum eður líkams- ræktarstöðvum. „Stuð, stuð, þrumustuð“ er dags- skipunin, svo vitnað sé í Ðe lónlí blú bojs. Jæja, hvernig líkar ykk- ur svo við Ísland (eða „Há dú jú læk Æsland?“)? „Ja…við vorum bara að koma. Það er frábært út- sýni frá hótelinu okkar. Fjöll og snjór og svona. Virkilega fallegt. Þegar við vorum að lenda sáum við landslagið út um flugvél- argluggann og þetta er allt, allt öðruvísi en maður á að venjast í Þýskalandi. Við hlökkum til að geta ferðast aðeins og skoðað landið.“ Hvernig líst ykkur á tón- leikana? „Þetta er dálítið skrítið. Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í.“ Hvernig er svo að vera konungar evrópoppsins? „Ha ha ha…ég þakka hrósið. Ja…við höfum bara alltaf vandað okkur við að vera heilir í því sem við gerum. Við erum alltaf að semja og reynum að finna nýja fleti á þessu. Það er lykilatriði að hafa gaman af þessu og við ferðumst mikið og höldum mikið af tónleikum. Okkur finnst mjög mikilvægt að leika á tónleikum og forðumst að rotta okkur of mikið saman í hljóðverinu.“ Tónleikar ykkar þykja mikil stuðveisla… „Já, það hefur alltaf ver- ið svoleiðis. Allt frá byrjun. Við höfum alltaf a.m.k. tvo dansara og hugmyndin er að breyta tónleikunum í eitt risastórt partí. Þetta hefur samt aldrei verið þaulskipulagt í þær áttir. Stuðið verður bara alltaf svo mikið!“ Þið voruð að gefa út nýja plötu er það ekki? „Jú, hún heitir The Stadium Techno Exper- ience og er nýkomin út.“ Eru einhverjar áherslu- breytingar á plötunni? „Við erum með fleiri sungin lög en áður hefur verið. Við fáum fjóra gesta- söngvara til liðs við okkur. Þegar við byrjum að semja fyrir nýja plötu þá er aldr- ei nein hernaðaráætlun í gangi. Við bara byrjum og sjáum hvað setur. Svona þróaðist þetta núna og enn sem komið er höfum við fengið góð viðbrögð frá aðdáendum.“ Svo virðist sem þið séuð mikil fagmenn í því sem þiðgerið – um leið og kímnigáfan er ekki langt undan. Er það rétt? „Já – auðvitað. Sumpart er þetta hrein fagmennska en við höfum aldrei glatað húmornum fyrir þessu og því að hafa gaman af þessu. Það er mjög mik- ilvægt. Það er ekki hægt að búa til partítónlist án þess að vera partídýr sjálf- ur. Við lifum eftir boð- skapnum og skemmtum okkur um hverja helgi. Það er eftir-á-partí eftir alla tónleika. Í því umhverfi fáum við líka allar góðu hugmyndirnar. Svo einfalt er það nú.“ „Eruð þið tilbúin?!“ H.P. Baxxter ætlar að leiða tæknóteitið í Höllinni í kvöld. TENGLAR ...................................... www.scootertechno.com arnart@mbl.is Þýska tæknósveitin Scooter rífur þakið af Laugardalshöll í kvöld Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og standa til 01.00. Miðaverð er 3.900 kr en hægt er að nálg- ast miða í útibúum Símans. DJ Ívar Amore hitar upp. Að- göngumiðinn gildir einnig sem aðgangsmiði í eftir-á-partíið á Nasa til kl. 02.00. Skellibjöllurnar í Scooter eru mættar til landsins. Arnar Eggert Thoroddsen heyrði hljóðið í H.P. Baxxter, teitisforverði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.