Morgunblaðið - 11.04.2003, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 11.04.2003, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing Buxnadagar Vinnufatabúðin FRAMUNDAN eru fram- kvæmdir á tímabilinu 2003 til 2009 sem kosta um 315,5 millj- arða króna. Þetta kom fram í máli Tryggva Þórs Herbertsson- ar, forstöðumanns Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands, á fundi á vegum Landsbankans í gær. Þessi kostnaður slær hátt í 40% af landsframleiðslu sem er svo hátt hlutfall að það er nánast óþekkt í heiminum, að sögn Tryggva Þórs. Forstöðumaður Hagfræði- stofnunar segist ekki telja rúm fyrir frekari vaxtalækkanir hjá Seðlabanka Íslands heldur muni vextir frekar hækka á næstunni. Í máli Tryggva kom fram að raungengið er 4,6% yfir 10 ára meðaltali um þessar mundir sem gerir útflutningsgreinum erfiðara um vik. Þetta háa raungengi mun sennilega flýta hagræðingu í sjávarútvegi. En hátt gengi mun, ásamt miklum óvissutím- um, kreppa að ferðamannaiðnaði og þjónustugreinum tengdum ferðamennsku. 315,5 milljarða fram- kvæmdir  Kostnaður/12 BANASLYS varð á Sauðárkróki síðdegis í gær þegar malarflutn- ingabíll og pallbíll rákust harka- lega saman á Strandvegi. Tveir voru í pallbílnum og er talið að farþegi í honum, 22 ára karlmaður, hafi látist samstundis, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Sauð- árkróki. Ökumaður pallbílsins, rúmlega þrítugur karlmaður, hlaut alvar- lega áverka og eftir að hafa fengið aðhlynningu á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki var hann fluttur suð- ur til Reykjavíkur með sjúkraflug- vél sem kom frá Akureyri. Fór hann beint í aðgerð á Landspít- alanum í Fossvogi vegna alvar- legra höfuðáverka. Samkvæmt upplýsingum læknis á gjörgæslu- deild í gærkvöldi er líðan öku- mannsins eftir atvikum. Ökumaður malarflutningabílsins var einn á ferð og slasaðist hann ekki alvarlega. Tildrög slyssins eru óljós en eru í rannsókn lög- reglunnar á Sauðárkróki. Malar- flutningabíllinn er mikið skemmd- ur en pallbíllinn, sem var í eigu verktaka er nýlega hóf fram- kvæmdir við breikkun Strandveg- ar, er gjörónýtur eftir slysið. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Morgunblaðið/Björn Björnsson Malarflutningabíllinn og pallbíllinn skullu harkalega saman á Strandvegi. Banaslys á Sauðárkróki EKKI var gengið endanlega frá samkomulagi EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins um aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB á samningafundi í Brussel í gær- morgun vegna óvæntra mótmæla Írlands og Póllands. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra segist þó viss um að ekkert geti komið í veg fyrir að samningunum verði lok- ið. Pólland vill lægri tolla og stærri innflutningskvóta Öllum að óvörum settu fulltrúar Póllands sig upp á móti fyrirliggj- andi samkomulagi í gærmorgun og kröfðust betri samnings fyrir Noreg og Ísland; að tollur á ferskum laxi yrði afnuminn og innflutningskvótar fyrir síldarafurðir stækkaðir. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins vísuðu fulltrúar Póllands einkum til hagsmuna fiskvinnslu þar í landi, en gerðu einnig athugasemdir við að framkvæmdastjórn ESB hefði ekki haft væntanleg aðildarríki sam- bandsins nógu mikið með í ráðum við samningagerðina. Aukinheldur gerði Írland athuga- semdir við samkomulagið, en á þver- öfugum forsendum, þ.e. að innflutn- ingskvótar fyrir síld væru of stórir. Írar veiða sjálfir talsvert af síld og selja til annarra ESB-landa. Breytingar ekki líklegar Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að Ísland hefði lagt mikla áherzlu á það í samningunum við ESB að fá innflutningskvóta á heil- frystri síld. „Við vildum sjá þennan kvóta hærri og erum auðvitað ánægðir með að eiga bandamenn í því,“ segir Halldór. „Ég hef hins vegar ekki trú á að það verði veru- leg breyting á því samkomulagi, sem nú liggur fyrir.“ Utanríkisráðherra segir ljóst að ekki verði endanlega gengið frá samkomulagi við ESB fyrr en eftir páska. „Það skiptir þó ekki öllu máli, því að aðalatriðið er að staðfesting- arferlið [varðandi stækkun EES annars vegar og stækkun ESB hins vegar] eigi sér stað samhliða,“ segir Halldór. Aðspurður hvort framkvæmda- stjórn ESB hafi gefið EFTA-ríkj- unum einhverja tryggingu fyrir því að málið verði leyst gagnvart Írlandi og Póllandi, segir Halldór: „Það er út af fyrir sig engin trygging en það verður ekki til baka snúið með þessa samninga. Það er ekkert, sem kem- ur í veg fyrir að þeim verði lokið.“ Samkomulag við ESB um EES næst ekki fyrir páska Ráðherra viss um að ekki verði aftur snúið  Noregur–ESB: 0–2/10 TÆPLEGA fjórðungur 9 ára barna í Reykjavík telst of þungur og af þeim eru 5,5% sem teljast eiga við offituvandamál að stríða, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á holdafari og lifnaðarháttum 9 ára barna í Reykjavík sem kynntar voru í gær. Börnum sem teljast of feit hefur fjölg- að um 13% á fjórum árum en fjöldi þeirra var 4,8% árið 1998. Þá kom í ljós að um 48% barna stunda íþróttir eða hreyfingu nær aldrei eða sjaldnar en vikulega fyrir utan skyldutíma í skólum. Hópur fræðimanna frá Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands framkvæmdu rannsóknina síðastliðið haust í fjórum skól- um í Reykjavík. Úrtakið var 308 börn en þátttökuhlutfall var 76%. Markmiðið var að kanna holdafar með því að finna út líkams- þyngdarstuðul, mæla líkamsfitu, íþrótta- iðkun, hreyfingu og lífsvenjur 9 ára barna. Hreyfingarleysi aðalorsökin Offita og hreyfingarleysi meðal barna og unglinga eru orðin alvarlegt heilbrigð- isvandamál, að mati aðstandenda rann- sóknarinnar. Telja þeir að bregðast verði við því m.a. með aukinni fræðslu og fjöl- breyttara íþróttastarfi. Vandinn á fyrst og fremst rætur að rekja til hreyfingarleysis en í minna mæli til mat- aræðis. Stúlkur eru þyngri en drengir og þeir hreyfa sig einnig mun meira en stúlk- urnar, sérstaklega stunda þeir frekar íþróttir sem ekki eru skipulagðar af skól- anum eða íþróttafélögum. Fjórðungur 9 ára barna of þungur Morgunblaðið/Sverrir VINKONURNAR Andrea Atladóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Una Steinsdóttir, sem allar léku með landsliði kvenna í handbolta, aðallega á árunum 1985 til 1995, eiga ýmislegt annað sameiginlegt en áhugann á boltanum. Stjórnunarstörfin, sem þær gegna hjá stórum fyrirtækjum, eru kannski eðlilegt framhald viðskiptafræðimenntunar þeirra, en að allar skyldu eignast tvíburadætur sem fyrstu börn er ein af undarlegum tilviljunum lífsins. Eins og nærri má geta hvetja þær stöllur dætur sínar til íþróttaiðkunar. Elísabet og Margrét, tveggja ára, eru byrjaðar í Litla íþróttaskólanum, Agnes og Bríet eru að verða fjögurra ára og æfa fimleika með ÍBV í Vestmannaeyjum, og Sóley og Stefanía, næstum átta ára, slá hvorki slöku við djassballettinn né sundið hjá Sundfélagi Keflavík- ur. Mæðrunum ber saman um að gildi íþrótta, sér- staklega keppnisíþrótta, sé ótvírætt. Ekki síst fyrir stelpur. Boltinn til tvíburadætranna  Daglegt líf/B2 KEFLAVÍK varð Íslandsmeistari í körfuknattleik karla í gærkvöldi þegar liðið lagði Grindavík, 102:97, í þriðja og síðasta úrslitaleik þeirra í Grindavík. Fjögur ár eru liðin síðan Keflavík varð Íslandsmeistari í karlaflokki síðast en þetta er önnur vegsemd félagsins á skömmum tíma því á dögunum varð kvennalið þess einnig Íslands- meistari með glæsibrag. Rík ástæða var til að fagna að leikslokum eins og þeir gerðu Sigurður Ingimundarson þjálfari og lærisveinn hans, Arnar F. Jónsson, þegar flautað var af í Grindavík. Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar  Íþróttir/52 Morgunblaðið/Kristinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.