Morgunblaðið - 15.04.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.04.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HLUTFALL þeirra sem neita að svara í skoðanakönnunum fer sífellt hækkandi sem aftur getur skekkt niðurstöður kannana, t.d. á fylgi stjórnmálaflokkanna. Þá getur mis- munandi aðferðafræði leitt til mis- munandi útkomu. „Hópurinn sem segir kerfisbundið nei við þátttöku í könnunum er að stækka. Það er í sjálfu sér allt í lagi ef sá hópur skiptist jafnt á flokkana, en ef hann gerir það ekki, ef einhverjir tilteknir flokkar eru síður tilbúnir til að gefa sig upp, þá skekkir það mynd- ina,“ segir Friðrik H. Jónsson, for- stöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Í skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið og birt var um helgina neituðu 20% að svara. Fylgi stjórnmálaflokkanna hefur sveiflast nokkuð að undanförnu skv. skoðanakönnunum ýmissa aðila, eins og sést á meðfylgjandi súluritum. Fleiri að kanna nú en áður „Þú þarft 1.200 manna úrtak til að gera könnun á Íslandi og líka í Bandaríkjunum. Líkurnar á að lenda í úrtaki á Íslandi eru bara svo miklu meiri hérna að álag á fólk er orðið meira og fleiri búnir að fá nóg af þessu. Því miður,“ segir Friðrik. Hann segir erfitt að fullyrða um ástæður misvísandi niðurstaðna. „Hvað varðar könnunina hjá okkur þá er lunganum af gögnunum safnað um helgina (þar síðustu helgi) þannig að það er ekkert ólíklegt að Samfylking hafi mælst með meira fylgi af því þá voru þeir með vorþing og voru mikið í fjölmiðlum.“ Friðrik segir að úrtaksstærðin geti haft sitt að segja. Eftir því sem úrtak- ið sé minna verði skekkjan meiri, eðlileg úrtaksstærð sé í kringum 1.200 manns. Hann segir að sé könn- unin tekin á lengri tíma kunni útkom- an að verða óljósari en væru allir spurðir á sama tíma. Á móti komi að í slíkum könnunum náist oftar stærra úrtak. „Síðan er alltaf villa í öllum mæl- ingum og þú getur lent á vondu úr- taki. Maður hefur stundum séð það í gegnum tíðina í könnunum að það hefur komið út skrýtin niðurstaða. Eina skýringin sem kemur í hug- ann er þá að samsetningin sé skringi- leg.“ Friðrik segir að landslagið fyrir kosningar nú sé einnig ruglingslegra en áður. Fleiri séu að kanna fylgi flokkanna og meiri munur sé á milli kannana. Þjóðskrárúrtak eða kvótaúrtak Þóra Ásgeirsdóttir, forstöðumaður viðhorfsrannsókna hjá IMG Gallup, segir það mat sitt að ólík aðferða- fræði hafi haft sitt að segja um að fylgi flokkanna mælist mismikið milli ólíkra kannana. Þjóðskrárúrtak, eins og Gallup, Félagsvísindastofnun og fleiri aðilar styðjist við, sé yfirleitt betra úrtak en svokölluð kvótaúrtök sem tekin séu af síðum símaskrárinnar. Skoðanakönnun sem IMG Gallup vann fyrir RÚV og birt var á dög- unum var unnin á hálfum mánuði. Þóra segir að kosturinn við slíkar kannanir sé að þær endurspegli stöð- una betur. Bæði náist í þá sem auð- velt sé að ná í og einnig þá sem séu uppteknir og oft erfiðara að ná til. Þá sé hægt að taka tillit til atburða sem gerast á umræddu tímabili sem könn- unin er gerð og kunna að hafa áhrif á fylgi flokkanna. Þóra tekur undir að áreiti á fólk verði sífellt meira og erf- iðara sé að ná viðunandi svarhlutfalli sem sé í kringum 70%. Það takist þó í vel flestum tilvikum. Hún segir að rætt sé um það innan greinarinnar að þetta sé m.a. til komið vegna sölu- mennsku sem fram fari í gegnum síma þar sem viðkomandi er fyrst beðinn um að svara nokkrum spurn- ingum áður en honum er boðin til- tekin vara til sölu. Slík sölumennska eyðileggi fyrir þeim sem vinni að gerð viðhorfskannana. Konur óákveðnari en karlar Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur í könnunum Viðskiptaráðgjafar IBM mælst ívið hærra en í öðrum könn- unum, mældist í síðustu könnun tæp 42%. Svali H. Björgvinsson hjá Við- skiptaráðgjöf IBM segir að í dag verði birt ný skoðanakönnun í frétta- tíma Stöðvar 2 þar sem í fyrsta sinn sé spurt fleiri en einnar spurningar. Það geti breytt útkomunni í könnun- um IBM. „Við höfum fram að þessu ekki tal- ið skynsamlegt að spyrja fólk hvað það telji „líklegast“ að það kjósi,“ segir Svali. Hann segir að það hafi sýnt sig að fjöldi kjósenda sé enn ekki búinn að ákveða sig og ákveðið hafi verið að þrýsta ekki á svör með því að leggja fleiri spurningar fyrir. Hins vegar verði spurt að því nú hvað sé líklegast að viðkomandi ætli að kjósa, enda skammur tími til kosninga. „Vit- um að konur eru óákveðnari en karl- menn. Ef þú myndir þvinga þær til svara, og gerum ráð fyrir að þær dreifist nokkuð jafnt miðað það sem nú er, myndi Samfylking hækka og Sjálfstæðisflokkur lækka,“ segir Svali. IBM notast við kvótaskipt slembi- úrtak, þ.e. ákveðnu prósentuhlutfalli er safnað af höfuðborgarsvæðinu og ákveðnu utan af landsbyggðinni og gengið út frá réttu hlutfalli karla og kvenna og aldursdreifingu. Úrtakið er tekið úr Þjóðskrá en í stað þess að taka 1.200 manna úrtak er 800 svör- um safnað saman. Svali segir þessa leið farna því margir hafi skráð sig úr Þjóðskrá og erfitt reynist að ná í suma. Spurður um aðrar líklegar ástæður þess að fylgi flokkanna mælist mis- mikið eftir könnunum bendir hann á að úrtökin séu misstór og skekkjan aukist eftir því sem þau séu minni.                                    ,  , #, & ' % ()* %+  ! , -.  ' &)* .   ( ' /             !       #$     !   % & '  (   *  (     +        !   % &  ,  ( - -,  !   ./ 0  ! 1       !   ) *       (     3 & 4 , ##   (  *  (    0      +    !   ) *       ( & ' % ()* %+   ! , -.  ' &)* .   ( ' /                                        ,           ,     ,                         Niðurstöður kannana á fylgi stjórnmálaflokkanna misvísandi eftir könnunum Mismunandi aðferðafræði getur haft áhrif FLUGSKÓLI Íslands hefur tekið í notkun nýjan flughermi af full- komnustu gerð sem samræmist samræmdum flugreglum í Evrópu. Það voru Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sem vígðu flug- herminn á föstudaginn. Að sögn Baldvins Birgissonar, skólastjóra FÍ, er flughermirinn meðal annars notaður til þess að þjálfa flugmenn í áhafnarsamstarfi en samkvæmt nýjum Evrópu- reglum um flugkennslu er gerð sú krafa að flugmenn æfi samvinnu í slíkum flughermi ætli þeir sér að fljúga stórum flugvélum þar sem tveir flugmenn eru í stjórnklefa. Morgunblaðið/RAX Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri í aðflugi í nýja flugherminum. Fullkominn flughermir tekinn í notkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.