Morgunblaðið - 15.04.2003, Page 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Hrafnkeli
A. Jónssyni, formanni stjórnar Líf-
eyrissjóðs Austurlands. Þar kemur
m.a. fram að hann hefur ákveðið að
víkja úr stjórn á næsta fulltrúaráðs-
fundi 26. maí nk.:
„Að gefnu tilefni vil ég að eftirfar-
andi komi fram. Sem fulltrúi AFLs
stéttarfélags í stjórn Lífeyrissjóðs
Austurlands hef ég lagt kapp á að
upplýsa stjórnarmenn í stéttarfélög-
unum á Austurlandi um málefni líf-
eyrissjóðsins. Þetta hef ég gert með
því að skýra frá gangi mála á fundum
og í samtölum við einstaka stjórnar-
menn.
Af þeirri ástæðu kom mér á óvart
þegar Jón Ingi Kristjánsson, formað-
ur Afls, segir í samtali við Fréttablað-
ið að á aðalfundi Alþýðusambands
Austurlands í næsta mánuði verði
ákveðið með hvaða hætti stjórn lífeyr-
issjóðsins verði kölluð til ábyrgðar
fyrir meinta óráðsíu. Þetta orðaval
vekur athygli en ekki síður að Jón
Ingi gerir enga tilraun til að útskýra
fyrir blaðamanninum m.a. það að
stjórnarmenn LAUST hafi reglulega
skýrt honum og öðrum stjórnar-
mönnum Afls, Vökuls og ASA frá
gangi mála.
Í Morgunblaðinu 10. apríl sl. var
stjórnarmönnum, framkvæmdastjóra
og endurskoðanda Lífeyrissjóðs
Austurlands birt ákæra vegna refsi-
verðs athæfis í meðferð eigna Lífeyr-
issjóðs Austurlands. Þar var því beint
til ríkissaksóknara að látin yrði fara
fram opinber rannsókn vegna með-
ferðar fyrrgreindra aðila á sjóðnum.
Ekki þótti ástæða til að upplýsa þá
einstaklinga sem hlut eiga að máli um
ákæruna. Þess í stað virðist hún hafa
verið send Morgunblaðinu og afrit til
ríkissaksóknara. Hinir ákærðu þurftu
að kaupa Morgunblaðið til að fá frétt-
ir af ákærunni.
Ég verð að lýsa undrun minni á
þessari málsmeðferð og hlýt að álykta
að eitthvað annað en hagsmunir Líf-
eyrissjóðs Austurlands og sjóðfélaga
þar liggi að baki þessum vinnubrögð-
um.
Ég hef ásamt öðrum stjórnar-
mönnum í Lífeyrissjóði Austurlands
og samstarfsaðilum í Kaupþingi hf.
unnið sleitulaust undanfarna mánuði
við að verja sjóðinn áföllum og ég tel
að við höfum náð að sigla honum út úr
þeim brimgarði sem hann hefur verið
í. Í dag teljum við að Lífeyrissjóður
Austurlands sé kominn á lygnan sjó.
Það hefur ekki tekist áfallalaust. Það
þarf að skerða lífeyrisréttindi, það
harma ég, en tel að önnur leið hafi
ekki verið fær þannig að framtíðin
verði tryggð enda um lagaskyldu að
ræða þegar svo er komið sem er í dag.
Með tilliti til þess sem hér hefur
komið fram tel ég að hagsmunum Líf-
eyrissjóðs Austurlands sé best borgið
með því að ég hverfi úr stjórn sjóðs-
ins. Ég lýsi því hér yfir að ég mun
víkja úr stjórn á næsta fulltrúaráðs-
fundi 26. maí nk. og óska eftir því að
Afl stéttarfélag kjósi aðalmann í
stjórn sjóðsins í minn stað.“
Aths. ritstj.
Vegna þeirra ummæla Hrafnkels
að Morgunblaðið hafi birt forsvars-
mönnum Lífeyrissjóðs Austurlands
ákæru í þessu máli er rétt að taka
fram að það er ekki í verkahring
Morgunblaðsins að birta mönnum
ákærur. Þáttur Morgunblaðsins í
þessu máli var eingöngu sá að segja
frétt af því að fjórir sjóðsfélagar
hefðu kært forsvarsmenn lífeyris-
sjóðsins til ríkissaksóknara vegna
málefna sjóðsins.
Yfirlýsing frá Hrafn-
keli A. Jónssyni
HÁLF öld er frá því Árni Gunnlaugsson, fyrrverandi
bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, opnaði lögmannsstofu og
af því tilefni hefur hann gefið út hljómdiskinn Kveðj-
an mín með 16 lögum eftir sig og sjö lögum eftir aðra
höfunda. „Ég gaf út diskinn Þú fagra vor 1998, sem
var helgaður aldarafmæli móður minnar, hann fékk
mjög góðar viðtökur og þess vegna ákvað ég á 75 ára
afmælinu mínu í fyrra að fylgja honum eftir.“
Árni Gunnlaugsson segist hafa lifað og hrærst í
tónlistinni frá unga aldri. „Ég var alinn upp við
þetta. Móðir mín var mjög söngelsk, spilaði bæði á
orgel og píanó og söngurinn var alltaf í hávegum
hafður á mínu heimili,“ segir hann, en Árni bæði
syngur og semur lög. „Elsta lagið er frá 1965,“ bætir
hann við og segir að áhugi á tónlist og innblástur hafi
ýtt sér á þessa braut. „En mest á ég að þakka móður
minni, en það var okkar skemmtun á kvöldin að hún
settist við orgelið og ég söng. Stundum opnaði hún
gluggann til að leyfa vinkonum sínum að heyra, ættu
þær leið um.“
Það eru ekki margir sem gefa út hljómdiska á átt-
ræðisaldri. Árni segir að diskurinn sé fyrst og fremst
hugsaður sem kveðju- og þakklætisvottur fyrir þær
hlýju móttökur sem fyrri diskurinn hafi hlotið auk
þess sem hann vilji geyma minningar frá fyrri tíma.
Flytjendur laganna auk hans eru meðal annars Eyj-
ólfur Eyjólfsson, Jóhanna Linnet, Margrét Eir og
Gísli Magnason, Ragnheiður Linnet, Ólafur Magn-
ússon frá Mosfelli, Carl Möller, félagar úr Lúðrasveit
Hafnarfjarðar, Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleik-
ari, Hrönn Geirlaugsdóttir fiðluleikari, Örn Arnarson
gítarleikari, Kári Þormar orgel- og píanóleikari og
Oliver Kentish sellóleikari. Ennfremur eru gamlar
upptökur allt frá 1951 með Gluntasöng Árna Gunn-
laugssonar og Stefáns Skaftasonar, söng tvöfalds
kvartetts og Karlakórsins Þrasta. Halldór Víkingsson
annaðist hljóðvinnslu og samsetningu, Eyþór Þor-
láksson útsetti flest laganna og Gunnar Þór Halldór
sá um hönnun vandaðs bæklings sem fylgir.
„Ég þakka öllum sem hafa lagt mér lið og ég er
ekki síður stoltur af bæklingnum,“ segir Árni og tek-
ur ekki fyrir að hann eigi eftir að gefa út þriðja disk-
inn. „Hver veit hvað ég geri þegar ég verð átt-
ræður?“
Árni segist hafa sungið á hverjum degi alla tíð.
„Þegar aðrir tala saman þá raula ég. Ég fer í sund í
Garðabænum á hverjum morgni og við karlarnir tök-
um lagið í gufunni á laugardagsmorgnum. Ég geng
líka oft á milli klukkan sex og hálfsjö á morgnana, en
hugmyndir mínar um ljóð og lag verða gjarnan til í
göngutúrum úti í náttúrunni, ekki síst fallegustu stef-
in. Það að hlusta á fuglana í kyrrðinni hefur gefið
mér langsamlega mest, en söngurinn er mitt yndi og
sálarvítamín.“
Árni Gunnlaugsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnar-
firði, gefur út annan hljómdisk sinn á áttræðisaldri
„Söngurinn er mitt
yndi og sálarvítamín“
Morgunblaðið/Kristinn
Árni Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi bæjar-
fulltrúi í Hafnarfirði, með hljómdiskana sína.
SAMTÖK sem berjast fyrir frelsi í
fjölmiðlum hafa sent ljósvakamiðl-
unum bréf þar sem farið er fram á að
stuðlað verði að jöfnum aðgangi allra
flokka, sem bjóða fram í alþingis-
kosningum, að miðlunum. Gera sam-
tökin það að tillögu sinni að hverjum
flokki verði úthlutað minnst 5 mín-
útum á besta tíma í dagskrá ljós-
vakamiðlanna í hverri viku fram að
kosningum.
Að sögn Einars Árnasonar, hag-
fræðings Félags eldri borgara og
talsmanns samtakanna, hefur þessi
háttur verið hafður á víða annars
staðar, til að mynda í Englandi. Ein-
ar segir að í öllum lýðræðisríkjum sé
það sjálfsagður réttur allra þeirra
sem bjóða sig fram að fá að koma
sínum málum á framfæri í fjölmiðl-
um. Hann segist sakna lýðræðislegr-
ar umræðu í fjölmiðlum á Íslandi og
að ákveðin ritskoðun eigi sér stað áð-
ur en farið sé í fjölmiðla þar sem ekki
allir hafi sama aðgang.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hans Gústafsson og Einar Árnason, talsmenn Samtaka um frelsi í fjöl-
miðlum, kynntu tillöguna á Austurvelli í gær.
Allir flokkar fái útsend-
ingartíma í sjónvarpi
GEIR Haarde fjármálaráðherra
heimsótti Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri í gær. Hér sýnir Þorvald-
ur Ingvarsson lækningaforstjóri
ráðherranum gerviliði á slysadeild
sjúkrahússins. Með þeim á mynd-
inni eru Halldór Jónsson forstjóri
sjúkrahússins og Vignir Sveinsson
framkvæmdastjóri fjármála og
reksturs.
Morgunblaðið/Kristján
Fjármálaráðherra
heimsótti FSA
AF dagbók lögreglunnar á
Selfossi má ráða að hún er
ekki fyllilega sátt við vegfar-
anda sem tilkynnti um óhapp í
hádeginu á sunnudag. Maður-
inn kvaðst hafa séð bifreið
fara út af veginum neðarlega í
Kömbunum og hafi hún horfið
sjónum hans. Hann lét sér
nægja að hringja en hélt ferð
sinni áfram án þess að stöðva
eða hafa fyrir því að kanna
málið frekar.
„Vegna óvissu var send
sjúkrabifreið, lögreglubifreið,
klippubifreið og læknir á vett-
vang. Í ljós kom að ofarlega í
Kömbum hafði bifreið farið út
af veginum en henni verið ekið
upp á veg aftur og var farin
þegar björgunarlið kom á
staðinn. Þetta dæmi sýnir hve
nauðsynlegt er að þeir sem
verða vitni að óhöppum sem
þessum stöðvi og geri sér
grein fyrir umfangi slyssins
svo ekki þurfi að kalla til svo
viðamikið björgunar- og hjálp-
arlið að óþörfu,“ segir í dag-
bókinni.
Tilkynnti um óhapp
í Kömbunum
Hringdi en
kannaði
málið ekki
frekar
ÁKVEÐIÐ var á skiptafundi í
gær að greiddar yrðu um 140
milljónir úr þrotabúi Frjálsrar
fjölmiðlunar. Greiðslurnar
renna upp í almennar kröfur en
áður höfðu upp undir 70 millj-
ónir verið greiddar vegna for-
gangskrafna, að sögn Sigurðar
Gizurarsonar hrl. skiptastjóra.
Spurður sagði Sigurður að
140 milljónirnar sem greiddar
verða út væru um helmingur af
þeim fjármunum sem þrotabú-
ið hefði yfir að ráða. Gjaldþrot-
ið nemur á þriðja milljarð
króna. Ekki hefur verið ákveðið
hvenær næsti skiptafundur fer
fram.
140 milljónir
upp í almenn-
ar kröfur
Þrotabú FF