Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 17
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins hefur lýst yfir áhyggj-
um af hvernig staðið verði að því að
úthluta verkefnum í Írak. Í Brussel er
greinilega ótti við að verið sé að úti-
loka evrópsk fyrirtæki frá verkefnum
og framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins er að kanna hvort farið hafi
verið eftir reglum Heimsviðskipta-
stofnunarinnar (WTO) við úthlutun
framkvæmda við uppbyggingu Íraks.
Pascal Lamy, sem fer með við-
skiptamál í framkvæmdastjórn ESB,
mun í dag eiga óformlegan fund í
Brussel með Robert Zoellick, við-
skiptafulltrúa Bandaríkjanna og er
gert ráð fyrir að þessi mál komi þar til
umræðu. Í reglum WTO er kveðið á
um að bjóða skuli framkvæmdir út
nema verkefnið varði þjóðaröryggi.
„Við erum um þessar mundir að
skoða hvort verktakasamningar, sem
Bandaríkjamenn eru að gera, stand-
ist reglur WTO,“ sagði Arancha
Gonzalez, talsmaður Lamys. „Við
vonum auðvitað að þeir virði lagakröf-
ur því að það síðasta sem við viljum
núna er að hefja nýjar deilur í WTO.“
Bandaríkjamenn segja að það sé
tímasóun að skipta sér af því hvernig
staðið sé að því að úthluta verkefnum
í Írak. „Það eru drjúgar forsendur
fyrir því að gera þetta eins og við höf-
um gert og ég held að það sé ekki þess
virði að eyða tíma í að draga það í
efa,“ sagði Richard Boucher, talsmað-
ur bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins. „Það er verk að vinna í Írak og
tími til kominn að láta hendur standa
fram úr ermum.“
Óttast að evrópsk fyr-
irtæki verði útilokuð
EINN af foringjum öfgahreyfingar,
sem grunuð er um tengsl við hryðju-
verkasamtökin al-Qaeda, starfaði í
Sýrlandi þar til í síðasta mánuði, að
því er fram kemur í grein í banda-
ríska vikublaðinu Time sem kom út í
gær.
„Frá því í janúar og út fyrstu viku
stríðsins hringdi mullah Abderraz-
zak – Túnismaður sem er í hryðju-
verkahreyfingunni Ansar al-Islam –
í gervihnattasíma frá Sýrlandi í ísl-
amska hryðjuverkamenn í Mílanó,“
segir Time. Blaðið hefur eftir ítölsk-
um rannsóknarmanni að Abderraz-
zak hafi sagt hryðjuverkamönnunum
að fara frá Evrópu til að berjast gegn
bandarísku og bresku hersveitunum
í Írak.
Blaðið segir að ekki sé sannað að
stjórnvöld í Sýrlandi hafi vitað af því
að Abderrazzak hafi haldið þar til en
ítalski heimildarmaðurinn telur að
„slík starfsemi geti ekki átt sér stað
án þess að sýrlensk öryggismálayfir-
völd viti af henni“.
Taldir tengjast al-Qaeda
Ítölsk yfirvöld telja að Abderraz-
zak hafi stjórnað hópi öfgamanna í
Mílanó. Fimm þeirra hafa verið
handteknir síðasta hálfa mánuðinn
og einn þeirra, Mohamed Daki, 38
ára Marokkómaður, er sagður hafa
búið í eitt ár með einum af forsprökk-
um al-Qaeda, Ramzi Binalshibh, sem
var handtekinn í Pakistan í fyrra.
Time segir ennfremur að Daki hafi
hitt Mohamed Atta, Egypta sem
stjórnaði árásinni á Bandaríkin 11.
september 2001. Ansar al-Islam hef-
ur verið með stöðvar í N-Írak.
Al-Qaeda-hópi
stýrt frá Sýrlandi?
London. AFP.
Reuters
Sýrlendingar lesa blöð í gær. Stjórn landsins vísaði eindregið á bug ásök-
unum um að íraskir flóttamenn hefðu fengið skjól þar í landi.
www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
ar
ki
ð
/
04
. 2
00
3 Hjólin eru afhent tilbúin
til notkunar. Ábyrgð og frí
upphersla eftir einn mánuð
Vandið valið og verslið
í sérverslun.
5% staðgreiðslu afsláttur. Kreditkortasamningar,
upplýsingar veittar í versluninni
Reiðhjólahjálmar
Mikið úrval af reiðhjólahjálmum,
barna og fullorðins.
Auðvelt að stilla höfuðstærð.
CE merktir og íslenskur
leiðarvísir.
Verð frá kr. 2.200 barna
og 2.900
fullorðins
GIANT GSR F/S 26”
Demparahjól á mjög
góðu verði.
Grip Shift,
V-bremsur,
álgjarðir,
Dömu og
herra stell.
Verð
kr. 25.555 stgr.
GIANT GSR AluxX F/S 24” og 26”
Ál stell, demparagaffall,
álgjarðir, V-bremsur.
Frábært fjallahjól
á vegi sem vegleysur.
24” aðeins
kr. 27.455 stgr.
26” aðeins
kr. 29.925 stgr.
GIANT IGUANA
F/S Disc 26”
Ál stell, dempara
gaffall og diska
bremsur.
24 gíra
Shimano
Rapid Fire.
Verð
kr 66.405 stgr.
GIANT MTX 225 DS 24”
Tveggja demparahjól
á mjög góðu verði.
18 gíra Shimano,
V-bremsur
og álgjarðir.
Verð kr.
28.405 stgr.
GIANT FREESTYLE
Vönduð hjól með
styrktum gjörðum,
pinnum og rotor.
Verð kr. 28.405 stgr.
MODEM G
CrMo stell
kr. 33.155 stgr.
BRONCO HIGH ROAD
Tveggja dempara 21 gíra
með Shimano gírum,
V-bremsum,
álgjörðum,
brettum og
bögglabera.
24” kr. 25.555
stgr.
26” kr. 26.505
stgr.
! " !
#
$ % "
&
!
"#$
"
%&
!
'
(
')