Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 17 FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hefur lýst yfir áhyggj- um af hvernig staðið verði að því að úthluta verkefnum í Írak. Í Brussel er greinilega ótti við að verið sé að úti- loka evrópsk fyrirtæki frá verkefnum og framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins er að kanna hvort farið hafi verið eftir reglum Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) við úthlutun framkvæmda við uppbyggingu Íraks. Pascal Lamy, sem fer með við- skiptamál í framkvæmdastjórn ESB, mun í dag eiga óformlegan fund í Brussel með Robert Zoellick, við- skiptafulltrúa Bandaríkjanna og er gert ráð fyrir að þessi mál komi þar til umræðu. Í reglum WTO er kveðið á um að bjóða skuli framkvæmdir út nema verkefnið varði þjóðaröryggi. „Við erum um þessar mundir að skoða hvort verktakasamningar, sem Bandaríkjamenn eru að gera, stand- ist reglur WTO,“ sagði Arancha Gonzalez, talsmaður Lamys. „Við vonum auðvitað að þeir virði lagakröf- ur því að það síðasta sem við viljum núna er að hefja nýjar deilur í WTO.“ Bandaríkjamenn segja að það sé tímasóun að skipta sér af því hvernig staðið sé að því að úthluta verkefnum í Írak. „Það eru drjúgar forsendur fyrir því að gera þetta eins og við höf- um gert og ég held að það sé ekki þess virði að eyða tíma í að draga það í efa,“ sagði Richard Boucher, talsmað- ur bandaríska utanríkisráðuneytis- ins. „Það er verk að vinna í Írak og tími til kominn að láta hendur standa fram úr ermum.“ Óttast að evrópsk fyr- irtæki verði útilokuð EINN af foringjum öfgahreyfingar, sem grunuð er um tengsl við hryðju- verkasamtökin al-Qaeda, starfaði í Sýrlandi þar til í síðasta mánuði, að því er fram kemur í grein í banda- ríska vikublaðinu Time sem kom út í gær. „Frá því í janúar og út fyrstu viku stríðsins hringdi mullah Abderraz- zak – Túnismaður sem er í hryðju- verkahreyfingunni Ansar al-Islam – í gervihnattasíma frá Sýrlandi í ísl- amska hryðjuverkamenn í Mílanó,“ segir Time. Blaðið hefur eftir ítölsk- um rannsóknarmanni að Abderraz- zak hafi sagt hryðjuverkamönnunum að fara frá Evrópu til að berjast gegn bandarísku og bresku hersveitunum í Írak. Blaðið segir að ekki sé sannað að stjórnvöld í Sýrlandi hafi vitað af því að Abderrazzak hafi haldið þar til en ítalski heimildarmaðurinn telur að „slík starfsemi geti ekki átt sér stað án þess að sýrlensk öryggismálayfir- völd viti af henni“. Taldir tengjast al-Qaeda Ítölsk yfirvöld telja að Abderraz- zak hafi stjórnað hópi öfgamanna í Mílanó. Fimm þeirra hafa verið handteknir síðasta hálfa mánuðinn og einn þeirra, Mohamed Daki, 38 ára Marokkómaður, er sagður hafa búið í eitt ár með einum af forsprökk- um al-Qaeda, Ramzi Binalshibh, sem var handtekinn í Pakistan í fyrra. Time segir ennfremur að Daki hafi hitt Mohamed Atta, Egypta sem stjórnaði árásinni á Bandaríkin 11. september 2001. Ansar al-Islam hef- ur verið með stöðvar í N-Írak. Al-Qaeda-hópi stýrt frá Sýrlandi? London. AFP. Reuters Sýrlendingar lesa blöð í gær. Stjórn landsins vísaði eindregið á bug ásök- unum um að íraskir flóttamenn hefðu fengið skjól þar í landi. www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 04 . 2 00 3 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar. Ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð Vandið valið og verslið í sérverslun. 5% staðgreiðslu afsláttur. Kreditkortasamningar, upplýsingar veittar í versluninni Reiðhjólahjálmar Mikið úrval af reiðhjólahjálmum, barna og fullorðins. Auðvelt að stilla höfuðstærð. CE merktir og íslenskur leiðarvísir. Verð frá kr. 2.200 barna og 2.900 fullorðins GIANT GSR F/S 26” Demparahjól á mjög góðu verði. Grip Shift, V-bremsur, álgjarðir, Dömu og herra stell. Verð kr. 25.555 stgr. GIANT GSR AluxX F/S 24” og 26” Ál stell, demparagaffall, álgjarðir, V-bremsur. Frábært fjallahjól á vegi sem vegleysur. 24” aðeins kr. 27.455 stgr. 26” aðeins kr. 29.925 stgr. GIANT IGUANA F/S Disc 26” Ál stell, dempara gaffall og diska bremsur. 24 gíra Shimano Rapid Fire. Verð kr 66.405 stgr. GIANT MTX 225 DS 24” Tveggja demparahjól á mjög góðu verði. 18 gíra Shimano, V-bremsur og álgjarðir. Verð kr. 28.405 stgr. GIANT FREESTYLE Vönduð hjól með styrktum gjörðum, pinnum og rotor. Verð kr. 28.405 stgr. MODEM G CrMo stell kr. 33.155 stgr. BRONCO HIGH ROAD Tveggja dempara 21 gíra með Shimano gírum, V-bremsum, álgjörðum, brettum og bögglabera. 24” kr. 25.555 stgr. 26” kr. 26.505 stgr.                                  ! "  !    #  $ % "                                                                   &                           !     "#$ "       %&    !     ' (      ') 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.