Morgunblaðið - 15.04.2003, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.04.2003, Qupperneq 36
✝ Lárus ÞórarinnJósepsson Blön- dal var fæddur á Siglufirði 12. júlí 1912. Hann lést á Dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Holts- búð í Garðabæ 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jósep Blöndal, f. 19.8. 1875, d. 8.6. 1966, og Guðrún Guðmundsdóttir Blöndal, f. 31.7. 1880, d. 17.2. 1960. Systkini Lárusar eru: 1) Sigríður Bjarney, f. 15.11. 1908, d. 24.7. 1934. 2) Kristín, f. 12.1. 1910, d. 11.1. 1931. 3) Guð- mundur Sigurbjörn Theódór, f. 24.5. 1911, d. 12.1. 1986. 4) Bryn- dís, f. 12.10. 1913. 5) Anna, f. 22.11. 1914, d. 19.6. 1983. 6) Hall- dór, f. 29.3. 1917, d. 28.6. 1993. 7) Haraldur Hans, f. 29.3. 1917, d. 22.6. 1964. 8) Óli, f. 24.9. 1918. 9) Lára Margét Kristín, f. 21.3. 1920, d. 12.1. 1921. Hinn 27.7. 1945 kvæntist Lárus Guðrúnu Sigríði Jóhannesdóttur Blöndal, f. 21.10. 1923. Börn þeirra eru: 1) Steingrímur, f. 19.2. 1947, d. 13.6. 1970, kvæntur Ingunni Þóroddsdóttur, f. 11.9. 1949, og áttu þau soninn Stein- grím Þórarin, f. 31.1. 1968. 2) Kristín, f. 31.1. 1948, d. 18.8.1983 og átti hún með Jónasi Gústafs- syni, f. 19.6. 1948, soninn Lárus Steingrím, f. 3.6. 1974, sem ólst upp hjá móðurforeldrum sínum. Hann er í sambúð með Írísi Magnúsdóttur, f. 5.3. 1973, og eiga þau Kristínu Maríu, f. 2.6. 2002. 3) Jóhannes Valgarð, f. 25.8. 1949, kvæntur Maj Britt Pálsdóttur, f. 16.10. 1952, og eiga þau þrjár dætur; a) Karlottu, f. 1.11. 1973, b) Eivor Pálu, f. 29.4. 1976, í sambúð með Alexander Peterson, f. 2.7. 1980, c) Önnu Kristínu, f. 22.9. 1988. 4) Jósep Blöndal, f. 5.11. 1950, kvæntur Hedvig Krane, f. 9.11. 1954, og eiga þau þrjú börn: a)Erlend, f. 1.10. 1985, b) Lísu, f. 16.3. 1989, c) Nínu, f. 20.1. 1994. 5) Gunnar Blöndal, f. 7.11. 1952, kvæntur Margréti Hólm Magnúsdóttur, f. 12.12. 1956, og eiga þau fjögur börn: a) Guðrúnu Kristínu, f. 18.7. 1976, gift Sigurði Sveini Sigurðssyni, f. 24.2. 1976, b) Önnu Bryndísi, f. 25.10. 1978, í sambúð með Haraldi Líndal Pét- urssyni, f. 13.4. 1978, og eiga þau einn son, c) Magnús, f. 14.1. 1989, d) Orri, f. 10.10. 1990 6) Guðmundur Sig- urbjörn Theodór, f. 6.8. 1954, kvæntur Ingu Pálmadóttur, f. 19.7. 1955, og eiga þau tvær dætur; a) Hrefnu Fönn, f. 14.10. 1987, b) Hlín, f. 19.3. 1991. Fyrir átti Inga börnin Ingólf og Sunnu. 7) Guðrún, f. 28.7. 1956 gift Theodór Gunnari Sigurðs- syni, f. 23.11. 1956, og eiga þau þrjú börn: a) Gunnlaug Kristin, f. 24.8. 1984, b) Þorbjörgu Liesel, f. 30.11. 1987, c) Lárus Heiðar, f. 15.8. 1990. 8) Lárus Rafn, f. 5.11. 1961, kvæntur Soffíu Ófeigsdótt- ur, f. 7.3. 1961, og eiga þau þrjár dætur: a) Ernu Kristínu, f. 29.4. 1984, b) Mörtu Guðrúnu, f. 9.2. 1988, c) Brynju Rut, 10.9. 1994. 9) Anna Bryndís, f. 22.7. 1963. 10) Jón Ásgeir, f. 13.5. 1966, kvæntur Huldu Ólafsdóttur, f. 25.5. 1969, og eiga þau þrjú börn: a) Alexander Jósep, f. 11.7. 1996, b) Silju Björk, f. 11.4. 1998, c) Birtu Rós, f. 13.6. 2002. Áður átti Lárus soninn Birgi, f. 15.11. 1944. Hann er kvæntur Ás- laugu Steingrímsdóttur f. 2.6. 1946. Börn þeirra eru: a ) Emil, f. 5.1. 1967, kvæntur Önnu Maríu Guðmundsdóttur, f. 23.6. 1968, og eiga þau tvö börn, b) Anna Sigríður, f. 25.12. 1970, gift Kristni Bjarnasyni, f. 5.8 .1970 og eiga þau tvö börn, c) Þröstur, f. 6.11. 1975. Lárus rak um áratuga skeið frá árinu 1937 Bókaverslun Lár- usar Þ. J. Blöndal og Aðalbúðina hf. á Siglufirði. Hann starfaði einnig um árabil sem fulltrúi Skattstjórans á Norðurlandi vestra. Hann var lengst af um- boðsmaður Flugfélags Íslands og síðar Flugleiða auk Morgun- blaðsins og Vísis á Siglufirði. Lárus tók þátt í ýmsu félagsstarfi á Siglufirði, var m.a. einn af stofnendum Lionsklúbbsins á Siglufirði og virkur í starfi Sjálf- stæðisflokksins. Lárus bjó á Siglufirði til sjötíu ára aldurs en þá flutti hann búferlum til Garðabæjar þar sem hann bjó alla tíð síðan. Útför Lárusar verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast þess manns sem fyrir 25 árum leiddi dóttur sína til altaris og gaf mér hönd hennar. Ég áttaði mig á því löngu síðar að í rauninni var hann ekki að láta dótt- ur sína af hendi, heldur að bæta mér í sína stóru fjölskyldu. Þetta var að sjálfsögðu ekki meðvituð ráðagerð. Lárus var bara þannig gerður að það laðaðist allt að hon- um. Ef til væri Íslandsmet í glað- lyndi, jákvæðni og bjartsýni þá ætti Lárus örugglega það met. Það voru sennilega þessir eiginleikar sem fleyttu honum áfram gegnum alla brotsjói lífs hans. Ég var forvitinn að fá upp úr honum uppskriftina af þessum eiginleikum og spurði hann oft um þetta. En það var, eins og búast mátti við, til einskis. Upp- skriftina er ekki hægt að fjölfalda. Sem betur fer skilur hann þó eftir sig heilmikið erfðaefni hér í þessu lífi. Hann eignaðist ekki minna en ellefu börn og enn fleiri afa- og langafabörn. Eitt af þeim einkennum Lárusar sem mér er minnisstæðust er hlát- urinn hans. Innilegur og smitandi. Til allrar hamingju skilaði sér sá eiginleiki áfram til konu minnar. Það var einmitt hlátur hennar sem vakti fyrst athygli mína á stúlkunni. Ég á þar af leiðandi Lárusi svo óendanlega mikið að þakka og vona að hann finni fyrir þakklæti mínu yfir landamærin. Við ræddum oft um lífið, tilgang þess og áframhaldið. Lárus var ekki í nokkrum vafa um að lífið heldur áfram í víddum sem við ekki skilj- um. Hann kveið ekki þeirri stundu, sem bíður okkar allra, að yfirgefa hið holdlega líf og ganga inn á næsta stig þróunarinnar. Hversu oft hefur hann ekki sagt að hann vilji sjá gleðina í fyrirrúmi þegar hans stund komi? Þannig hefur það líka alltaf verið þegar börnin hans safnast saman hjá honum. Gleðin er á einhvern hátt alltaf einkennandi fyrir þær samkomur. Síðast sum- arið 2002 þegar haldið var upp á ní- ræðis afmæli hans var hann tilefni sameiningar og gleði. Jafnvel nú þegar hann hefur haldið til annars sviðs gefur hann okkur tilefni til að safnast saman og hefur óskað þess að við samgleðjumst honum yfir þeim áfanga. Já, Lárus Þórarinn Jósepsson Blöndal var enginn venjulegur maður. Minning hans mun lifa með okkur að eilífu. Theodór G. Sigurðsson. LÁRUS ÞÓRARINN JÓSEPSSON BLÖNDAL  Fleiri minningargreinar um Lár- us Þórarin Jósepsson Blöndal bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ég kveð þig pabbi, klökkum huga, kærleiksrík var þín lund. Það var svo sárt að sjá þig þjást, á þinni dauðastund. Hvíl í friði, kæri pabbi, kærleik þú sýndir mér. Nú leiðir þig Guð í ljóssins heimi, sú líkn er handa þér. Ljóshærð stúlka – lítil hnáta – er leit fyrst pabba sinn. Nú kveð ég þig í litlu ljóði og lofa kærleik þinn. Til pabba frá Lilju Báru. HINSTA KVEÐJA ✝ Steinþór Guð-mundur Hall- dórsson fæddist á Svarthamri í Álfta- firði 20. febrúar 1931. Hann lést á Landspítalanum Hringbraut 4. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar Steinþórs voru Rannveig Svanhvít Benediktsdóttir (hús- móðir og verkakona), f. 12.9. 1904, d. 5.3. 1985, og Halldór Kristinn Sigurður Ásgeirsson (bóndi, sjómaður og síðan verkamaður í Reykjavík), f. 14.1. 1904, d. 12.5. 1990. Systkini hans eru: Jóhanna Guðmundína Huld Sumarliðadótt- ir, f. 26.12. 1923; Steinþór Krist- ján Halldórsson, f. 9.6. 1926, d. 1.7. 1927; Kristjana Björg Gyð- ríður Halldórsdóttir, f. 17.9. 1927; Anna Sigurjóna Halldórsdóttir, f. 27.8. 1929; Sigríður Katrín Hall- dórsdóttir, f. 21.3. 1932, d. 9.5. 1984; Hinrikka Guðmundína Hall- dórsdóttir, f. 6.5. 1942, d. 18.12. 2002. Steinþór var kvæntur Erlu Kroknes Jóhannsdóttur sem hann missti 1.2. sl. Þau voru gift í nærri 43 ár. Þau áttu fjögur börn. Þau eru: 1) Guðrún Jó- hanna, eiginmaður Ásvaldur Jónatans- son, börn þeirra Svanur Veigar Þrá- insson, Erla Sigur- laug og Unnur Ósk. 2) Jóhanna Ágústa, eiginmaður Ágúst Rafn Kristjánsson, börn þeirra Árni Pétur, Edda Fanný og Eva Rún. 3) Bene- dikt, eiginkona Jó- hanna Árnadóttir, börn Rannveig Svan- hvít og Natan Orri. 4) Ásgerður Helga, eiginmaður Sigurður Enoksson, börn Enok Steinar, Hrafnhildur Anna og Steinþór Guðmundur. Fyrir átti Steinþór eina dóttur, Lilju Báru, eiginmaður Kristinn Gunnarsson, börn Steinþór, Svanhildur og Styrmir og eitt barnabarn, Krist- ófer. Steinþór starfaði hjá samvinnu- félaginu Ísborg í tvö ár, hjá SVR. Strætisvögnum Reykjavíkur frá 1954–1960, hjá Ísbirninum frá 1960–1968, hjá ÍSAL frá 1969– 1995 og hjá Kerfóðrun 1995–2001. Útför Steinþórs Guðmundar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi. Nú kveð ég þig með miklum söknuði, það er erfitt að sætta sig við orðinn hlut. Fyrst fer mamma frá okkur skyndilega og svo þú tveim- ur mánuðum síðar eftir mikla baráttu við þín veikindi. Eftir er ég dofin og sé ekkert réttlæti í lífinu en innst inni veit ég að nú líður þér mjög vel, laus við allar kvalir og kominn til mömmu aftur eins og þú hefðir farið eina sjó- ferð, en margar eru minningarnar sem koma upp þegar ég sest niður og skrifa þessi orð. T. d. þegar ég var lítil og átti að fara á róló eins og ég oft fór, en í þetta skiptið vissi ég að þú værir heima og vildi ekki fara heldur vera heima hjá þér og mömmu, en þú sagð- ir að ég ætti að fara í smástund. Þú settir mig á bögglaberann hjá systur minni sem átti að fara með mig, en hún komst bara niður sundið því að ég setti báða fætur á milli teinanna til að stoppa hjólið. Ég man að það var ekki farið á róló þann daginn og var ég mjög ánægð með það. Eða þegar þú kenndir mér að hjóla á reiðhjól án hjálpardekkja. Svona koma ótal minningar upp í kollinn um ykkur mömmu núna, en mikið langaði mig að tala við ykkur núna fyrir helgi. Þar sem hlutir í lífi mínu hafa breyst fann ég hvað allt var tómt og tómarúmið er ekki hægt að fylla. En við systkinin höfum hvert annað eins og alltaf, og vona ég að það breytist ekki því að þau eru allt sem ég á eftir fyrir utan minn eiginmann og börn. Þið mamma höfðuð gaman af barnabörnum ykkar, fóruð oft með þau í sumarbústaðinn sem er perla á sinn hátt. Mér er minnisstætt þegar við vorum í útilegu með systur mömmu og hennar fjölskyldu þegar ég var með lausa tönn aðeins sex ára og þú kipptir tönninni úr, og þegar ég fór að sofa lagðist þú, pabbi, við hlið- ina á mér og bankaðir á bakið á mér þar til ég sofnaði. En alltaf var hægt að leita til þín, pabbi, og einnig til mömmu þegar einhvað þurfti að gera og ekki stóð á hjálpinni frá ykkur. Stundum hugsaði ég að nóg væri að hafa heitt á könnunni og kleinur með, þá varst þú himinlifandi með það bakkelsi, elsku pabbi, og núna strax sé ég að Steinþór litli er eins hvað kleinur varðar, það fylgir nafninu geri ég ráð fyrir. Nú kveð ég þig, pabbi minn, með söknuði. Megi englar Guðs umvefja þig. Nú veit ég að þið mamma haldist í hendur og fylgist með okkur þarna handan. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þín Ásgerður Helga. Mig langar til að minnast tengda- pabba míns Steinþórs G. Halldórs- sonar með nokkrum fátæklegum orð- um. Hann lést 4. apríl eftir erfið veikindi en hann stóð sig eins og hetja í baráttu við illvígan sjúkdóm. Það varð eitthvað að láta undan. Hann missti konu sína snögglega 1. feb. 2003 og varð það ekki til að hjálpa til í baráttunni við þennan sjúkdóm. Þegar ég kynntist Steinþóri varð ég var við mikinn mann (þó að hann væri smávaxinn) og góðan. Þau hjónin voru gullkorn í mínum augum og voru alltaf til staðar þegar maður þurfti á hjálp að halda. Það eru risastór skörð höggvin í fjölskyldu þegar svona fólk fer. En það fer á góðan stað og Steinþór hittir Erlu sína sem beið eftir honum og tekur honum hlýjum örmum. Ég á eftir að sakna hans mjög mik- ið. Hann var alls staðar þar sem ein- hvern vantaði hjálp eða eitthvað. Og ég veit að hann er hér einhvers staðar að fylgjast með og hjálpar manni í því sem maður er að gera. Allar ferðir upp í sumarbústað hafa verið minn- isstæðar. Þar er paradís á jörð og þar var hann öllum stundum þegar hann var ekki í vinnunni. Þar voru hjónin búin að gera glæsileg híbýli eins og þeirra var von og vísa. Ég gaf þér lof- orð áður en þú fórst frá okkur og mun standa við það, Steini minn. Skilaðu kveðju til allra sem ég þekki þarna hinum megin og ég þakka fyrir að fá að kynnast þér og Erlu. Takk fyrir allt. Enok, Hrafnhildur og Steinþór biðja að heilsa öllum og þau munu sakna ykkar mjög mikið. Megi guð styrkja ykkur, Guðrún, Benni, Gústa, Ásgerður, Lilja, og fjöl- skyldur ykkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þinn tengdasonur, Sigurður Enoksson. STEINÞÓR G. HALLDÓRSSON  Fleiri minningargreinar um Steinþór G. Halldórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 16. apríl kl. 15.00. Sverrir Guðmundsson, Þórdís Ingvarsdóttir, Sigrún Sverrisdóttir, Jón Óskar Sverrisson, Ingvar Þorsteinn Sverrisson, Aðalsteinn Sverrisson og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR ÓSK BJÖRNSDÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrhúsinu á Akureyri, Seli, fimmtudaginn 3. apríl sl. Útför hennar fór fram föstudaginn 11. apríl. Ólöf Snorradóttir, Björn Magnús Snorrason, Ragnheiður Karlsdóttir, Ólafur Dan Snorrason, Kristbjörg Ingólfsdóttir, Þorbjörg Snorradóttir, Daníel Snorrason, Hrafnhildur Karlsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.