Morgunblaðið - 15.04.2003, Síða 42

Morgunblaðið - 15.04.2003, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL undirboð verktaka í bygg- inga- og mannvirkjagerð byggjast oftar en ekki á fölskum forsendum. Það sem verra er, opinberir aðilar, fyrirtæki og ein- staklingar taka svona tilboðum, eftir að hafa skoð- að skil á stað- greiðslu skatta, lítillega trygging- ar í banka sem er stundum „fiff “. Er þetta nægjan- legt? Þarf ekki að kanna mannafla, menntun, reynslu og skil á vörslu- sköttum, lífeyrissjóð, sjúkrasjóð og fleira, sem og tækjakost? Hvað stór hluti mannaflans eru undirverktakar og hvernig er staða þeirra? Eru þeir menntaðir, standa í skilum og kunna til verka? Eru þess- ir aðilar að keppa á jafnréttisgrunni t.d. varðandi vinnuaðstöðu, þ.e varn- ir gegn slysum, matar- og hreinlæt- isaðstöðu, fata- og verkfæra- geymslu, eru tryggingar í lagi? Því miður er þetta alloft ekki í lagi, byggingarfulltrúar, vinnueftirlit, samkeppnistofnun og skattayfirvöld horfa framhjá reglum og bera við skorti á starfsmönnum. Stór fyrir- tæki eins og Landsvirkjun, Vega- gerðin og sveitarfélög eru að taka svona tilboðum. Einstaklingar lenda auðvitað í því að taka of lágum til- boðum og lenda jafnvel verr í mis- tökunum en stórfyrirtækin sem hafa góða sjóði. Það er ekki bara verk- kaupi sem fær skell heldur í mörgum tilfellum fjölskyldur og aðstandend- ur smærri fyrirtækja ásamt þeim sem skrifa uppá verk, (leppar) lán og tryggingar. Það á að vera samkeppni um verk, en hún verður að byggjast á réttlátum og sambærilegum reglum. Byggingarfulltrúar, vinnu- eftirlit, bankar þeir sem veita trygg- ingar, samkeppnisstofnun og skatta- yfirvöld mega ekki firra sig ábyrgð. Opinberir verkkaupar verða að vera ábyrgir, það er ekki nægjanlegt að kaupa eftirlit frá virtri verkfræði- stofu ef hún ræður síðan til sín und- irverktaka, einstaklinga með mennt- un, en stundum svo ábyrgðarlausa að þeir standa ekki skil á sköttum og skyldum. Undirboð sem eru 10 – 20 % undir kostnaðaráætlun eiga að skoðast sérstaklega og það er spurn- ing hvort ekki á að hafna þeim sem eru lægri. Eftirlitsaðilar sem nefndir eru hér að framan þurfa að fylgjast hver með öðrum. Fjölskyldur og einstaklingar með- alstórra og lítilla fyrirtækja lenda alltof oft í því að fjárhagslegt um- hverfi þeirra hrynur á örskots- stundu. Þær eru oftast ungar og eng- inn ber ábyrgð. Við verðum að geta treyst því að velmenntað fólk á Íslandi hafi þekk- ingu á samfélaginu og burði til að fara eftir almennum lögum og leik- reglum. ÁRMANN ÆGIR MAGNÚSSON, Lyngheiði 24, 810 Hveragerði. Undirboð, opinberar stofnanir og eftirlit Frá Ármanni Ægi Magnússyni Ármann Ægir Magnússon                     !    "#         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNGIR framsóknarmenn í Reykja- vík skora á Unga jafnaðarmenn í Reykjavík á málþing í opnu bréfi í Morgunblaðinu 11. apríl. Okkur er bæði ljúft og skylt að taka áskorun þeirra, þó með augljós- um breytingum á nálgun við um- ræðuefnið, en framsóknar- mennirnir vilja ganga svo langt að mynda ríkisstjórnarsáttmála með okkur nú þegar. Við bjóðum aftur á móti unga framsóknarmenn velkomna í kosn- ingamiðstöð okkar, á tíma sem hent- ar báðum fylkingum, til kappræðna um: a) Afhverju Framsóknarflokkur- inn hafi séð ástæðu til að skerða barnabætur um 8 milljarða króna frá árinu 1995. b) Afhverju ógnarlangir biðlistar eru eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og ýmsum læknisað- gerðum eftir 8 ára samfellda stjórnarsetu Framsóknar- flokksins. c) Afhverju Íslendingar standa langt að baki öðrum Norður- landaþjóðum í opinberum fram- lögum til menntamála. Samfylkingin gengur óbundin til kosninga eins og aðrir flokkar. Sam- fylkingin hefur mótað stefnu sína og mun ganga til ríkisstjórnarsam- starfs á grundvelli stefnunnar. Grundvallaratriði verður að tryggja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setj- ist í forsætisráðherrastól svo Sam- fylkingin fái þau tæki sem þarf til að fylgja stefnu sinni eftir, ekki bara í orði, heldur líka á borði. Kjósendur sem knýja vilja fram tímabærar breytingar á landsstjórn- inni kjósa Samfylkinguna 10. maí. Framsóknarflokkurinn fær dóm kjósenda fyrir framgöngu sína síð- astliðin 8 ár í þingkosningum 10. maí. Að öðru leyti þökkum við góð orð í okkar garð og bjóðum unga fram- sóknarmenn sem og alla aðra vel- komna í hóp þeirra sem leggja vilja Samfylkingunni lið við að koma nú- verandi stjórnarherrum frá völdum og snúa frá misskiptingarstefnu og sérhagsmunagæslu ríkisstjórnarinn- ar, hverrar dagar verða vonandi brátt taldir. Það er kominn tími til að breyta. ANDRÉS JÓNSSON, formaður stjórnar Ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík. Tími til að breyta Frá Andrési Jónssyni, formanni Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, ungliðahreyfingar Samfylking- arinnar í Reykjavík Andrés Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.