Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 45
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú skipuleggur tíma þinn vel
og vilt hafa reglu á hlut-
unum. Árið framundan mun
verða viðburðaríkt og þú
munt treysta vinabönd og
útlitið er gott fyrir ástar-
ævintýri.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú finnur fyrir spennu í dag
því á morgun er fullt tungl,
það eina á árinu andspænis
þínu merki. Það dregur úr
áhyggjunum og óþolinmæð-
inni um leið og tunglið fer að
minnka á ný.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft á sérstakri þol-
inmæði að halda í dag gagn-
vart vinnufélögunum. Þetta
þýðir ekki að aðrir séu að haga
sér illa, þetta þýðir að kveikju-
þráður þinn sé óvenju stuttur.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Ekki flýta þér að draga álykt-
anir í sambandi við samskipti
við börn eða ástarævintýri í
dag. Gefðu þér tíma til að
hugsa um hlutina svo þú getir
brugðist við með viðeigandi
hætti.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er spenna í loftinu í dag.
Ekki gefa öðrum ástæðu til að
bregðast við með ýktum
hætti.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Farðu varlega þegar þú hjól-
ar, ekur eða gengur í dag.
Minniháttar stress getur haft
áhrif á samgöngur á jörðu
niðri. Reyndu að halda ró
þinni.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ef þú færð löngun til að eyða
peningum eða að gefa eitthvað
skaltu hugsa þig tvisvar um.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Fullt tungl morgundagsins er
í voginni. Þess vegna ert þú á
nálum í dag. Þegar tunglið fer
að minnka á ný síðdegis á
morgun mun spennan dvína.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ekki ráðskast of mikið með
vinnufélagana í dag. Þú hefur
völd og þú vilt skipuleggja
vinnutímann betur. En ekki er
víst að allir aðrir deili þessum
áhuga með þér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ekki gera of miklar kröfur
þegar kemur að börnum,
íþróttum eða öðrum hlutum.
Þú gætir skyndilega farið að
haga þér barnalega. Þú þarft
þess ekki, teldu fyrst upp að
þremur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Í dag er ekki heppilegt að tala
við fólk með völd, eða fjöl-
skylduna um mikilvæga hluti
á heimilinu. Bíddu þar til síðar
í vikunni þegar aðrir eru mun
jákvæðari.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Sýndu sérstaka aðgæslu við
akstur í dag og ef þú notar vél-
ar. Fullt tungl morgundagsins
tengist sambandi elds og
málms. Í dag er það samband
að byggjast upp.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Reyndu að standast freist-
ingar í dag. Þú vilt ekki eyða
peningum eða gera annað sem
þú kannt að iðrast síðar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LEIRKARLSVÍSUR
Skyldir erum við skeggkarl tveir,
skammt mun ætt að velja,
okkar beggja’ er efni leir,
ef þarf lengra telja.
Við höfum það af okkar ætt,
efnið slíkt ég þekki,
bráðum er við broti hætt,
byltur þolum ekki.
Það er annað ættarmót,
að okkar hætti réttum,
við höfum báðir valtan fót,
veit ei nær við dettum.
Ílát vínsins athuga-vönd
erum við þess á milli,
og þurfum báðir hentuga hönd,
svo hvorugur sínu spilli.
Einn ég mismun okkar fann,
ef áföll nokkur skerða:
eg á von, en aldrei hann,
aftur heill að verða.
Hallgrímur Pétursson
LJÓÐABROT
SUÐUR missti af góðu
tækifæri í sögnum og verð-
ur þá í staðinn að standa sig
vel í úrspilinu.
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♠ G106
♥ 10642
♦ ÁD5
♣1073
Suður
♠ ÁKD93
♥ K73
♦ K4
♣Á54
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 spaði
Dobl 2 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Þrjú grönd eru á borðinu
og suður hefði átt að bjóða
makker sínum upp á þann
möguleika. En það gefst
enginn tími til að dvelja
lengi við slíkar hugleiðingar
því vestur hefur þegar spil-
að út gegn fjórum spöðum –
það er laufkóngurinn og
austur vísar frá. Hvernig á
að ná í tíu slagi?
Ekki er mikið af punktum
úti og því nokkuð víst að
vestur á hjartaásinn, senni-
lega í fjórlit. Besta tilraunin
er að spila upp á innkast
með því að einangra tromp-
ið að hluta. Til að byrja með
er laufkóngurinn dúkkaður.
Norður
♠ G106
♥ 10642
♦ ÁD5
♣1073
Vestur Austur
♠ 4 ♠ 8752
♥ ÁD95 ♥ G8
♦ G932 ♦ 10876
962 ♣
Suður
♠ ÁKD93
♥ K73
♦ K4
♣Á54
Næsti slagur er tekinn
með laufás, trompi spilað
tvisvar og tígli þrisvar og
HJARTA hent heima. Lauf-
tíu er svo spilað til vesturs
og hann verður að gefa slag
á hjartakóng eða spila láglit
út í tvöfalda eyðu.
Þegar svona er spilað
skiptir lítilsháttar kæruleysi
í sögnum litlu máli.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 d6 6. Be3
Rf6 7. f4 Be7 8. Df3 O-O 9.
O-O-O Dc7 10. Rb3 a6 11. g4
b5 12. g5 Rd7 13. h4 Bb7 14.
g6 Rb4 15. a3 Rc6 16. Bh3
hxg6 17. h5 g5 18. f5 Rce5
19. Dg3 g4 20. Bxg4 Rxg4
Staðan kom upp í stór-
meistaraflokki Gausdal
mótsins sem lauk fyrir
skömmu. Magnus Carlsen
(2315), efnilegasti
skákmaður Norð-
manna, hafði hvítt
gegn Colm Daly
(2353). 21. h6! g5
21... Rde5 hefði ekki
bjargað svörtu stöð-
unni þar eð eftir 22.
hxg7 Kxg7 23. Bf4
exf5 24. Rd4! Hh8
25. Bxe5+ dxe5 26.
Rxf5+ Kf6 27. Dxg4
vinnur hvítur 22.
Dxg4 Re5 23. Dh5
g4 24. Bd4 Bf6 25.
Bxe5 Bxe5 26.
Dxg4+ Kh8 27. Hdg1 og
svartur gafst upp. Loka-
staða flokksins varð þessi: 1.
Nick DeFirmian (2536) 7½
vinning af 11 mögulegum.
2.-4. Kjetil Lie (2430), Alex-
ei Lugovoi (2563) og Em-
anuel Berg (2514) 6½ v. 5.-6.
Heikki Kallio (2470) og
Mark Bluvshtein (2451) 6 v.
7.-8. Heikki Westerinen
(2360) og Stefán Krist-
jánsson (2406) 5 v. 9.-10.
Torsten Sarbok (2325) og
Elisabeth Paehtz (2384) 4½
v. 11.-12. Colm Daly (2353)
og Magnus Carlsen (2315)
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Afruglarinn er svolítið stór en hann er miklu
öflugri svo nú geturðu náð sjónvarpi nágrannans!
Hákon, þetta er ekki þannig boð!
Hemmi er af þeirri gerðinni
sem aldrei gefst upp …
MEÐ MORGUNKAFFINU
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja
afmælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og síma-
númer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Þriggja vikna hlé
hjá Bridsfélagi SÁÁ
Sunnudagskvöldið 6. apríl sl. var
spilaður tíu para Howell-tvímenn-
ingur og urðu þessi pör hlutskörp-
ust (meðalskor 108):
Lilja Kristjánsd. – Sigríður Gunnarsd. 127
Brynja Dýrborgard. – Þorleifur Þórar.
120
Sigmar Sigurðsson – Jón Jóhannsson 119
Jón Karl Árnason – Eggert Bergsson 118
Þóroddur Ragnarss. – Guðm. Gunnþ. 115
Vegna ferminga er spilasalur fé-
lagsins upptekinn og því ekki spil-
að fleiri sunnudaga í apríl. Af þeim
sökum er talsvert hlé framundan.
Næsta spilakvöld félagsins er mið-
vikudaginn 30. apríl.
Athugið breyttan spiladag.
Spilastaður er Lionssalurinn að
Sóltúni 20. Allir spilarar eru hjart-
anlega velkomnir, umsjónarmaður
er Matthías Þorvaldsson (sími 860-
1003) og veitir hann aðstoð við
myndun para, sé þess óskað.
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Glæsibæ, mánud. 7. apríl
2003.
Spilað var á 10 borðum. Með-
alskor 216 stig.
Árangur N-S:
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson
272
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 264
Oddur Jónsson – Ægir Ferdinandsson
245
Árangur A-V:
Alda Hansen – Jón Lárusson 261
Eysteinn Einarsson – Magnús Oddsson
261
Kristján Ólafsson – Friðrik Hermannss.
258
Tvímenningskeppni spiluð fimm-
tud. 10. apríl. Spilað var á 12 borð-
um.
Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Ásta Erlingsdóttir – Sigurður Pálsson
248
Leifur Jóhanness. – Aðalbjörn Bened. 247
Júlíus Guðm. – Rafn Kristjánss. 237
Árangur A-V:
Björn E. Pétursson – Gísli Hafliðason
282
Halldór Magnússon – Þórður Björnss.
275
Hilmar Valdimarss. – Magnús Jósefss.
249
Firmakeppni Bridsfélags
Siglufjarðar
Hin árlega firmakeppni félags-
ins var spiluð mánud. 10., 17. og
24. mars. Að venju var þátttaka
með afbrigðum góð en alls tóku 45
firmu, stofnanir og einstaklingar í
rekstri þátt í mótinu. Stjórn fé-
lagsins vill hér með koma á fram-
færi miklu þakklæti til allra þess-
ara aðila fyrir þátttökuna og
stuðninginn við félagið.
Spilaður var tvímenningur og
spilað var fyrir öll firmun á hverj-
um mánudegi, eða þrisvar sinnum
alls og samtala þessara þriggja
kvölda síðan lokaúrslit. Eftir harða
og jafna keppni fóru leikar þannig
að verktakafyrirtæki Stefáns Ein-
arssonar fór með sigur af hólmi
með alls 589 stig. Spilarar voru
Anton – Bogi, Kristín – Guðrún
Jakobína, Hrafnhildur – Hinrik.
2. Siglómyndir ehf. 582 stig.
Spilarar Anton – Bogi, Kristín –
Guðrún Jakobína, Elsa Vilhelm.
3. Siglókjör ehf. 573 stig. Spil-
arar Sigfús – Sigurður, Birgir –
Þorsteinn, Hörður – Ásgrímur.
Jafnframt var spilaður þriggja
kvölda tvímenningur sem Anton
og Bogi unnu með miklum yfir-
burðum. Úrslit urðu annars þessi:
Anton Sigurbjörnss. – Bogi Sigurbj. 599
Guðlaug Márusdóttir – Ari Már 523
Sigfús Steingrímss. – Björn Ólafsson 520
Íslandsmót í sveitakeppni
Helgina 4.–6. apríl var undan-
keppni Íslandsmótsins í sveita-
keppni spiluð í Hótel Borgarnesi
þar sem 40 sveitir börðust um rétt
til þátttöku í úrslitum sem spiluð
verða um páskahelgina. Frá Brids-
félagi Siglufjarðar mætti Sigló-
sveitin til keppni og vann sinn rið-
il, en spilað var í fimm 5 riðlum,
þar sem tvær efstu sveitirnar
komust áfram. Siglósveitin mun
því mæta til úrslitaorustunnar 16.–
19. apríl nk.
Tvímenningur
Nú stendur yfir síðasta mót
vetrarins sem er tvímenningur.
Eftir tvö kvöld af þremur er staða
efstu para þessi:
Stefán Benediktss. – Þorsteinn Jóhannss.
65
Friðfinnur Haukss. – Hreinn Magnúss. 56
Haraldur Árnason – Hinrik Aðalsteinss.55
Bronsmeistari félagsins
Nú þegar er orðið ljóst að
bronsmeistari félagsins árið 2003
verður Anton Sigurbjörnsson en
sá sem fær flest bronsstig á starfs-
árinu hlýtur sæmdartitilinn besti
spilari félagsins. Staða efstu spil-
ara er nú þessi:
Anton Sigurbjörnsson 423
Bogi Sigurbjörnsson 369
Hreinn Magnússon 302
Stefán Benediktsson 281
Þorsteinn Jóhannsson 246
Guðlaug Márusdóttir 238
Lokahóf
Að venju verður haldið veglegt
lokahóf þar sem vel er veitt í mat
og drykk og verðlaun afhent.
Lokahófið nú verður haldið 23.
apríl sem er síðasti vetrardagur
þar sem bridsfélagar skemmta sér
með hefðbundnum hætti.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni
eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða
543 1000 um skiptiborð.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30
v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og
símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um
helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770.
SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í
Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og
slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–
16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369.
LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn-
isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl.
í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–
24. S. 533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími
564 5600.
BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl.
9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími
585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232.
Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar.
NEYÐARÞJÓNUSTA
NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar-
hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000.
EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring-
inn. S. 525 1111 eða 525 1000.
ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar-
hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð.
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum
trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar-
og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að-
standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til
að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek-
ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif-
stofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar-
hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
Neyðarnúmer fyrir
allt landið - 112
Fyrir
flottar
konur
Bankastræti 11 sími 551 3930