Morgunblaðið - 15.04.2003, Side 48
KVIKMYNDIR
48 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR
Regnboginn –
101 kvikmyndahátíð
FJÓRUM VIKUM SÍÐAR (28 DAYS LATER)
Leikstjóri: Danny Boyle. Handrit: Alex
Garland. Kvikmyndatökustjóri: Anthony
Dod Mantle. Tónlist: John Murphy. Aðal-
leikendur: Cillian Murphy, Naomie Harris,
Brendan Gleeson, Megan Burns, Christ-
opher Eccleston. 110 mín. Fox Search-
light. Bretland 2002.
„HLUTIRNIR hafa ekkert
breyst, við höfum verið að drepa
hvert annað frá upphafi,“ segir at-
vinnuhermaðurinn West (Christ-
opher Eccleston), í ógnvænlegri
framtíðarsýn og magnaðri hrollvekju
en bíógestum hefur staðið til boða um
langa hríð. Önnur persóna í Fjórum
vikum síðar, segir sem svo: „Mann-
kynið á sér ekki nema augnablik í ei-
lífðinni. Þó að við séum þurrkuð út,
breytir það litlu.“
Það er mergur málsins í nýjasta
verki Danny Boyle, þessa mistæka
en athyglisverða leikstjóra sem gerði
hinar mögnuðu Trainspotting og
Shallow Grave, hina mun slakari A
Life Less Ordinary og The Beach,
forvitnilega mynd þó mislukkuð
væri.
Jim (Cillian Murphy), sendill í
Lundúnum, lendir í slysi og rankar
við sér á sjúkrahúsi 28 dögum síðar. Í
millitíðinni hafa hrikalegir atburðir
átt sér stað, djöflaveira nánast út-
rýmt mannlífi í stórborginni. Jim
heldur út á auðar götunar þar sem
ekkert lífsmark er lengi vel að finna
uns á hann er ráðist af frávita fórn-
arlömbum veirunnar sem morðóð
bíða dauða sins.
Jim finnur um síðir, nokkra, ósmit-
aða einstaklinga, þeir hafa náð send-
ingum frá herfylki norðan Manchest-
er. Þangað tekur þessi litli og
skelkaði hópur stefnuna, nær ákvörð-
unarstaðnum – en tekur betra við?
Væntanlegum bíógestum er ekki
hollt að vita meira um gang mála í
lengst af einni hrikalegustu mynd
síðari ára. Boyle vinnur úr nýju
handriti eftir Alex Garland (The
Beach) og hér er samvinna þessara
athyglisverðu listamanna mun ár-
angursríkari og eftirminnilegri þó að
báðar myndirnar gjaldi fyrir endi
sem er meira veikburða en það sem á
undan er gengið. Garland hefur tak-
markaða trú á mannkyninu í tákn-
rænni hrollvekju um hverjir við erum
þegar á hólminn er komið þrátt fyrir
alla „siðmenninguna“. Hann hefur
tekið þann kostinn að velja í örfá
hlutverkin unga og kraftmikla leik-
endur með hinum reyndari Brendan
Gleeson og Charles Eccleston í
bland. Leikurinn er magnaður, sagan
lengst af óhugnanleg, einföld og
kraftmikil og brellurnar hrikalegar.
Fjórum vikum síðar er framúr-
skarandi mynd, hvalreki fyrir unn-
endur vísindaskáldsögulegra hroll-
vekja og fyrirgefst að mestu ekki
alveg fullnægjandi lokalausn. Það er
því undarlegt að myndinni sé stillt
upp í örfáa daga og ekki einu sinni
sýnd sú virðing að texta hana. Ekki
virðist heldur búist við aðsókn því
þegar undirritaður sá verkið á
sunnudagskvöld kl. 22, var löng bið-
röð við miðasöluna þar sem einn
starfsmaður hafði ekki undan. Þó að
mættur væri akademískum 10 mín.
fyrir sýningu missti ég af einhverjum
mínútum fyrir bragðið, sem er það
versta sem getur komið fyrir bíó-
gesti. Reyndar var bætt við öðrum
starfsmanni í miðasöluna en þá var of
seint í rassinn gripið. Nokkrir kunn-
ingjar mínir ætluðu að sjá mynd á há-
tíðinni á laugardaginn en þegar röðin
var loks komin að þeim var alltof
langt liðið á myndina að þeirra mati
og hættu við. Það þarf greinilega að
bæta úr þessum atriðum á annars
matarmikilli og þakkarverðri hátíð.
Ef …
!
"#$% '
(
$
)
$*
+ $,
-.
$,
/
$
0 )
&
# 0 + $,
-.
$,
, 1
/ 23
Fjórum vikum síðar er „fram-
úrskarandi mynd, hvalreki fyrir
unnendur vísindaskáldsögulegra
hrollvekja“, segir í umsögn.
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYNDIR
Regnboginn – 101 kvikmyndahátíð
HIMINN/HEAVEN Leikstjórn: Tom Tykwer. Handrit: Krzyszt-
of Kieslowski og Krzysztof Piesiewicz.
Kvikmyndataka: Frank Griebe. Aðal-
hlutverk: Cate Blanchett, Giovanni Ribisi
og Remo Girone. BNA, Bretl., Frakkl., Ít.,
Þýs. 96 mín. Miramax Films 2002.
SAGT er að Himinn sé fyrsti hluti
nýrrar trílógíu sem þeir félagar Kiesl-
owski og Piesiewicz, hafi verið byrj-
aðir að skrifa þegar sá fyrrnefndi dó.
En saman skrifuðu þeir Dekalog
myndirnar og litina þrjá, Hvítan,
Rauðan og Bláan. Hversu langt þeir
voru komnir með handritið veit ég
ekki, en mér finnst það því miður
frekar endaslappt og órökrétt.
Sagan segir frá Philippu (Blanch-
ett), enskukennara í Torino á Ítalíu.
Hún hefur horft upp á eiginmanninn
og nokkra nemendur sína deyja úr
eiturlyfjaneyslu, og hefur ítrekað
reynt að segja yfirvöldum frá höfuð-
paur eiturlyfjadreifingarinnar, en án
árangurs. Hún tekur því lögin í eigin
hendur og kemur sprengju fyrir á
skrifstofu höfuðpaursins. Hún er síð-
an sett í yfirheyslur vegna málsins,
þar sem ungur lögreglumaður (Rib-
isi) verður ástfanginn af henni.
Sögur þeirra félaga eru móralskar
og oft leiðir velviljuð gjörð til ills, sem
aftur leiðir til góðs. Sprengja Philippu
hefur hörmulegri afleiðingar en hún
hafði gert ráð fyrir, og hún segist ætla
að svara til saka fyrir það sem hún
hafi gert, en gerir það síðan ekki. Af
hverju ekki? Af því að hún varð svo
ástfangin? Sá endir finnst mér alger-
lega á skjön við það sem ég áleit
myndina eiga að vera um, mér til mik-
illa vonbrigða.
Og eiginlega fannst mér endirinn
óréttlátur gagnvart þeirri sterku per-
sónu sem Cate Blanchett tekst að
skapa á svo látlausan og yfirvegaðan
hátt. Í þessari hægu og ljóðrænu
mynd, er leikur hennar sterkasti hlut-
inn, og þá ekki síst í upphafinu sem er
bæði spennandi og áhrifaríkt. Sá ann-
ars ágæti leikari Ribisi nær engan
veginn að njóta sín við hlið hennar.
Það er spurning hvort einhver ann-
ar geti leikstýrt Kieslowsky handriti
en hann sjálfur. Alla vega finnst mér
Tykwer ekki hafa fulla stjórn á því
sem hann er að gera, þótt verkefnið
hafi óneitanlega verið spennandi fyrir
hann.
Hildur Loftsdóttir
Endasleppur boðskapur
Getur einhver annar leikstýrt Kieslowsky-handriti en hann sjálfur?
Smurbrauðsverður innifalinn
Miðasala Iðnó í síma 562 9700
Hin smyrjandi jómfrú
sýnt í Iðnó
Mið 16.april kl 20 Örfá sæti
Laug 19.apríl kl 20
Laug 25.apríl kl 20
Sunn 26.apríl kl 20 Síðustu sýningar
Stóra svið
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Forsýning fi 24/4 kl 20 - Kr. 1.000
FRUMSÝNING su 27/4 - UPPSELT
Mi 30/4 kl 20 - UPPSELT
Fi 1/5 kl 20 - 1.maí tilboð kr. 1.800
Fö 2/5 klL 20, Lau 10/5 kl 20
PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht
Lau 26/4 kl 20, Su 4/5 kl 20, Su 11/5 kl 20
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Fö 25/4 kl 20, Lau 3/5 kl 20, Fö 9/5 kl 20
ATH: Sýningum lýkur í vor
DÚNDURFRÉTTIR - TÓNLEIKAR
Dark side of the Moon
Mi 23/4 kl 20,
Mi 23/4 kl 22:30
Nýja svið
Þriðja hæðin
Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga.
Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is
Miðasala 568 8000
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
Lau 3/5 kl 20
Su 11/5 kl 20
Takmarkaður sýningarfjöldi
Litla svið
RÓMEÓ OG JÚLÍA
e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT
Fö 25/4 kl 20, Lau 27/4 kl 20,
Fö 2/5 kl 11 - UPPSELT, Fö 2/5 kl 20
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ
Leikrit með söngvum - og ís á eftir!
Lau 26/4 kl 14
SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og
leikhópinn
Mi 23/4 kl 20, Lau 26/4 kl 20, Su 27/4 kl 20
MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS
VÆRI HATTUR
eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne
Fö 25/4 kl 20, Fi 1/5 kl 20
KVETCH eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Fi 24/4 kl 20, Lau 3/5 kl 20
ATH: Síðustu sýningar
15:15 TÓNLEIKAR - BERGMÁL FINNLANDS
Ferðalög - Poulenc-hópurinn, Lau 26/4 kl 15:15
„Salurinn lá í hlátri allan tímann enda textinn
stórsnjall og drepfyndinn.“ Kolbrún Bergþórsdóttir DV
Forsala á miðum í Sjallann Akureyri fer fram
í Pennanum Eymundsson Glerártorgi.
mið 16/4 SJALLINN AK. AUKAS.Nokkur sæti
fim 17/4 SJALLINN AKUREYRI UPPSELT
Iau 19/4 SJALLINN AKUREYRI UPPSELT
lau 19/4 Þrjár systur; frumsýning í Nasa
föst 25/4 Örfá sæti
lau 26/4 Nokkur sæti
mið 30/4 Sellófon 1. árs Nokkur sæti
föst 2/5 Nokkur sæti
lau 3/5 Nokkur sæti
Leyndarmál rósanna
sýn. mið. 16. apríl kl. 19
sýn. lau. 19. apríl kl. 19
Allra síðustu sýningar
Uppistand um
jafnréttismál
sýn. lau. 19. apríl kl. 22.30
Allra síðasta sýning
Búkolla
sýn fim. 17. apríl kl. 14
sýn lau. 19. apríl kl. 14
sýn mán. 21. apríl kl. 14
Síðustu sýningar
Miðasölusími sími 462 1400
www.leikfelag.is
Laugard. 26. apríl kl. 14 Örfá sæti
Sunnud. 27. apríl kl. 14 Örfá sæti
Laugard. 3. maí kl. 14
Sunnud. 4. maí kl. 14
Miðvikud. 16. apríl kl. 20
Fimmtud. 24. apríl kl. 17
Síðustu sýningar
Miðasala allan sólarhringinn
í síma 566 7788
Bæjarleikhúsið
Mosfellsbæ
Eftir J.R.R. Tolkien
Frumflutningur
Guðbrandsmessa
eftir Hildigunni Rúnarsdóttur
í Langholtskirkju
föstudaginn langa
kl. 17:00 og sunnudaginn
27. apríl kl. 20.00
Flytjendur:
Kór Langholtskirkju
Kammersveit Langholtskirkju
Ólöf Kolbrún Harðard., sópran
Marta Hrafnsdóttir, alt
Björn Jónsson, tenór
Eiríkur Hreinn Helgason, bassi
Stjórnandi: Jón Stefánsson
Pantanir í síma 520 1300 og
klang@kirkjan.is
Miðasala í Langholtskirkju
og við innganginn.