Morgunblaðið - 26.04.2003, Síða 21

Morgunblaðið - 26.04.2003, Síða 21
MARKVISSUM AÐGERÐUM Í HÚSNÆÐISMÁLUM www.vg.is, vg@vg.is Af hverju? Það er ekki nóg að flestir finni sér einhvers staðar gistingu frá degi til dags. Allir landsmenn verða að búa við öryggi í húsnæðismálum. Það eru sjálfsögð mannréttindi að eiga heimili. Samfélagið á að styðja alla til að koma sér upp þaki yfir höfuðið hvort sem fólk kýs að kaupa, byggja eða leigja. Þess vegna viljum við koma á samræmdu húsnæðisframlagi í staðinn fyrir vaxtabætur og húsaleigubætur. Ungu fólki sem er að stofna heimili þarf að veita sérstakan stuðning. Brýnasta verkefnið í húsnæðismálum er að auka framboð á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum á höfuðborgarsvæðinu. Biðlistarnir eru langir og leiga á almennum markaði of há fyrir stóra hópa. Þess vegna viljum við efla félagslega aðila til að byggja leiguhúsnæði, veita þeim allt að 1000 milljónir á ári í stofnstyrki til að lækka vaxtakostnaðinn og þar með þá upphæð sem leigjendur þurfa að borga. Það væri jafnframt góður kostur að fá lífeyrissjóði til samstarfs um að fjármagna slík verkefni og veita fólki styrki til að endurbæta eldra húsnæði. Þannig aukum við framboð á íbúðum. Það er ekki nóg að flestir finni sér einhvers staðar gistingu frá degi til dags. Allir landsmenn verða að búa við öryggi í húsnæðismálum. Það eru sjálfsögð mannréttindi að eiga heimili. E Á MÓTI Þannig svaraði ráðherrann sem fer með húsnæðismál þegar spurt var hvað ríkisstjórnin hygðist gera til að leysa húsnæðisvandann. Ríkisstjórnin lagði niður félagslega húsnæðiskerfið og innleiddi markaðsvexti á húsnæðislán sem varð til þess að leiga hækkaði gríðarlega. Nú stærir ríkisstjórnin sig af því að landsmenn geti fengið lán til íbúðakaupa á hagstæðustu markaðsvöxtum hverju sinni. Snúum við blaðinu!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.