Morgunblaðið - 26.04.2003, Page 27
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 27
LANDIÐ
súkkulaði og gos með góðu meðlæti.
Krakkarnir höfðu sjálfir ásamt
foreldrum sínum allan veg og vanda
af uppsetningu og undirbúningi
sýningarinnar svo og af veitingun-
um. Þau hafa verið í allan vetur að
vinna fyrir þessu ferðalagi. Þau
gerðu sjálf jólakort og seldu, hafa
vikulega unnið við að færa sorppoka
að sorpbílnum, selt gellur og fisk
o.fl. Þetta er örugglega þroskandi
og gott fyrir krakkana að standa í
öllu þessu.
Stefnan sett á Kaupmannahöfn
Nemendur 10. bekkjar grunn-
skólans á Hellissandi hafa sl. 12 ár
jafnan farið til útlanda að prófum
loknum. Fyrstu fjögur árin var far-
ið til Frakklands. Síðan hefur verið
farið til Danmerkur og síðustu árin
bara til Kaupmannahafnar.
Ferðinni nú er heitið til Kaup-
mannahafnar strax að loknum sam-
ræmdum prófum. Þar verður stopp-
að í 6 daga, farið í Tívólí, skoðuð
söfn og markverðir staðir. Svo verð-
ur haldið heim.
Á SUMARDAGINN fyrsta stóðu
krakkar í 10. bekk grunnskólans á
Hellissandi fyrir fjölbreyttri og
áhugaverðri sýningu á alls konar
munum sem fólk hér í Snæfellsbæ
hefur búið til í tómstundum sínum.
Á sýningunni kenndi margra
grasa allt frá fallegum bútasaums-
teppum til vel gerðra keramiks-
muna. Mikið var af postulíni sem
hafði verið málað og skreytt. Svo
var þarna allt möguleg annað, m.a.
tveir íslenskir kvenbúningar.
Þá sýndu nokkrar konur línudans
af kunnáttu . Þær voru skemmti-
lega búnar í fallegum kúrekabún-
ingum.
Tilgangur þessarar sýngar var að
safna peningum til að standa undir
kostnaði við væntanlega utanlands-
ferð nemandanna í bekknum, auk
þess að að gefa fólki tækifæri til að
sjá þessa fallegu muni. Það kostaði
ekkert inn á sýninguna en pening-
unum náðu þau af gestunum með
því að selja þeim veitingar, kaffi,
Safna fé fyrir
utanlandsferð
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
Á sýningunni voru bútasaumsteppi, keramikmunir, postulín sem hafði ver-
ið málað og skreytt, tveir íslenskir kvenbúningar og margt fleira.
Hellissandur
VERKUN á þorramat er almennt
góð, samkvæmt niðurstöðum
skýrslu um eftirlit Umhverf-
isstofnunar og heilbrigðiseftirlits
sveitarfélaga með gæðum þorra-
matar. Mikill meirihluti sýna, eða
96 af 101, var talinn fullnægja
viðmiðunarreglum Hollustu-
verndar ríkisins fyrir örveru-
rannsóknir á matvælum og
neysluvatni. Fimm sýni voru talin
ófullnægjandi og var eitt sýni
með of mikinn fjölda gerla, eða of
háa líftölu sem svo er nefnd.
„Greinilegt er að hreinlæti við
meðhöndlun á þorramat er víðast
hvar fullnægjandi. Niðurstöður
eru mjög svipaðar og í samskonar
rannsókn árið 2002 og sýna að
ástandið er gott. Næsta ár væri
athugandi að skoða aðra þætti
tengda kjötvinnslu,“ segir í
greinargerð Umhverfisstofnunar.
Eftirlitið fór fram frá desem-
ber á liðnu ári og fram í febrúar
2003 og var tilgangurinn sá að
kanna gæði súrmatar víðs vegar
um landið. Tekin voru sýni á átta
heilbrigðiseftirlitssvæðum, það
er 85 sýni af súrsuðu kjötmeti og
16 sýni af ósýrðum mat frá stór-
eldhúsum, veislueldhúsum, fram-
leiðendum og úr verslunum. Um
var ræða sýni af lundabagga,
bringukolli, súrri sviðasultu, súr-
um hrútspungum, súrri lifr-
arpylsu, súrum blóðmör, blönd-
uðum þorramat, rengi, súrri
grísasultu og pressuðu kjöti.
Einnig voru sýni tekin af ósýrðri
sviðasultu, blóðmör, lifrarpylsu,
magál og hákarli.
Öryggi og hreinlæti
Litið er á helstu atriði sem hafa
áhrif á öryggi matvælanna og
sýni rannsökuð með tilliti til
fjölda gersveppa, myglusveppa,
saurkólígerla og bacillus cereus,
sem gefa vísbendingar um hrein-
læti og gæði vörunnar. Einnig
var mælt sýrustig og fjöldi mjólk-
ursýrubaktería sem gefa súrmat
hina sérstöku bragðeiginleika og
geymsluþol.
Í ósýrða matnum var heild-
arfjöldi gerla talinn og hvort
sjúkdómsvaldandi örverur væru
til staðar, það er saurkólígerlar,
clostridium og staphylococcus
aureus.
Eitt sýni greindist með of mik-
inn heildargerlafjölda við 30
gráður og reyndist jafnframt
mengað af saurkólígerlum, sem
bendir til þess að almennu hrein-
læti hafi verið ábótavant, segir í
skýrslu Umhverfisstofnunar.
Verkun á þorramat sögð góð
Morgunblaðið/Golli
Óhætt er að leggja þorramat sér til
munns, í það minnsta frá heilbrigð-
issjónarmiði.
KÚS kús er vinsæl hveititegund í
seinni tíð og er ekki bara fyrir
meistarakokka að matreiða, eins og
einhverjir kynnu að ætla.
Hér fylgir sumarleg uppskrift frá
dönsku neytendasamtökunum.
Kús kús-salat
með grænmeti
fyrir fjóra
350 g kús kús
6 stórir tómatar
4 laukar
4 gulrætur
1 kúrbítur
1 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif
1 rauður chili pipar
Hnífsoddur af kanil
Safi og börkur úr hálfri sítrónu
Hrásykur eða hunang
1 dl fínt söxuð mynta
1 dl fínt saxað basil
4 sneiðar hráskinka eða fjórar
lambamedalíur
Hellið ísköldu vatni yfir kús kúsið
og látið standa í 20 mínútur. Skerið
tómatana til helminga og pressið
safann og steinana varlega úr.
Skerið tómatana í teninga. Sneiðið
laukinn, gulræturnar og kúrbítinn
og mýkið í ólífuolíu á djúpri pönnu.
Kremjið hvítlaukinn og skerið niður
chili-piparinn, bætið saman við
ásamt kanilnum. Setjið tómatana
saman við og látið krauma í fáeinar
mínútur. Hellið sítrónusafanum út í
og bætið örlitlu af hrásykri eða
hunangi saman við. Hellið vatninu
af kús kúsinu og setjið saman við
grænmetið. Stráið salti og pipar yf-
ir og lokið pönnunni. Látið standa í
um það bil fimm mínútur. Stráið
kryddjurtunum og sítrónuberkinum
yfir og kryddið með salti og pipar
eftir smekk. Berið fram með hrá-
skinku eða lambakjöti.
Kús kús-salat með grænmeti
Kús kús er kjörið í salat með alls
kyns grænmeti og kryddi.