Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 36
36 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
T
RAUST og trúverðugleiki skipta mestu við
val á leiðtogum hvort sem litið er til ein-
staklinga eða stjórnmálaflokka. Kosninga-
baráttan á að auðvelda kjósendum þetta val.
Hún dregur til dæmis fram, hvort menn þora
að standa og falla með sannfæringu sinni eða hvort þeir
haga seglum eftir vindi. Hér verður þessi mælistika lögð
á afstöðu Samfylkingarinnar til aðildar að Evrópusam-
bandinu.
„Ég tel þess vegna að við eigum að ganga í Evrópu-
sambandið. Ég tel að það bæti við fullveldi okkar...“ sagði
Össur Skarphéðinsson, helsti málsvari Samfylking-
arinnar á alþingi, í þingumræðum um skýrslu utanrík-
isráðherra hinn 27. febrúar síðastliðinn.
Við upphaf kosningaþings í umræðum um stefnuræðu
forsætisráðherra hinn 2. október 2002 sagði hinn sami
Össur:
„Í vor gefst tækifæri til að breyta. Þá verður tekist á
um grundvallaratriði þar sem skilur á milli stefnu Sam-
fylkingarinnar annars vegar og hins vegar stefnu Sjálf-
stæðisflokksins. Ég tel að kosningarnar í vor muni að-
allega snúast um fjögur atriði: um tengslin við Evrópu,
um að þróa og bæta velferðarkerfið, um kvótakerfið og
um fjárfestingu í menntun. Í öllum þessum málum er
stefna Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eins og
svart og hvítt. Munurinn á Samfylkingunni og Sjálfstæð-
isflokknum er líklega hvergi jafnaugljós og varðandi Evr-
ópu.“
Enn sagði Össur: „Ég taldi sjálfur upphaflega að við
gætum ekki gengið í Evrópusambandið vegna þess að
það mundi leiða til þess að við mundum tapa yfirráðum
yfir auðlindinni í hafinu. Ég mundi aldrei leggja til að við
gengjum í Evrópusambandið ef svo væri. En ég braut
þetta mál til mergjar og komst að því að sú niðurstaða var
röng.“
x x x
Föstudaginn 4. apríl sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
í stefnuræðu á vorþingi Samfylkingarinnar: „Samfylk-
ingin hefur mótað skýra afstöðu til Evrópusambands-
aðildar, ein íslenskra stjórnmálaflokka.“ Í kosn-
ingastefnu Samfylkingarinnar samþykktri 4.-5. apríl
segir svo undir kaflaheitinu „Einörð og raunsæ Evrópu-
stefna“: „Stefna Samfylkingarinnar er að láta r
ildarsamninga við Evrópusambandið.“ Í Kastlj
sunnudaginn 6. apríl var Ingibjörg Sólrún spur
hvort Samfylkingin hefði mótað skýra afstöðu t
sambandsaðildar: „Já, hún er afdráttarlaus þes
það er að segja við viljum láta reyna á aðildarvi
Hvað felst í því að „láta reyna á aðildarviðræ
Auðvitað ekki annað en að sækja um aðild að E
abandinu. Að öðrum kosti reynir aldrei á aðilda
eða aðildarsamninga.
Össur Skarphéðinsson telur fullveldi Íslands
með aðild að Evrópusambandinu og ekkert sé a
varðandi stefnu þess í sjávarútvegsmálum. Ing
rún vill að reyni á aðildarviðræður, sem gerist e
sótt sé um aðild. Í auglýsingu Samfylkingarinn
ætlum við að gera! sem birtist í Morgunblaðinu
er þetta viðhorf áréttað með þessum orðum: „Í
eiga að skilgreina samningsmarkmið sín gagnv
ópusambandinu, sækja um aðild þar sem full yf
Íslandsmiðum eru ófrávíkjanlegt skilyrði og le
urstöðuna undir þjóðaratkvæði.“
x x x
Lagastofnun Háskóla Íslands efndi til málþi
vikudaginn 23. apríl, þar sem Stefán Már Stefá
fessor og Óttar Pálsson lögmaður kynntu niður
rannsókna sinna á fiskveiðireglum Evrópusam
og Íslands. Þeir skilgreindu einnig líklega sam
í þessum málaflokki, ef stofnað yrði til aðildarv
Íslands og Evrópusambandsins. Er að sjálfsög
ilvægara að skilgreina samningsstöðuna en sam
markmiðin, eins og Samfylkingin segist vilja ge
hljóta að vera skýr: að öðlast aðild að Evrópusa
á viðunandi grundvelli.
Þeir Stefán Már og Óttar komust ekki að söm
urstöðu í rannsóknum sínum og Össur Skarphé
lýsti, að hann hefði gert, eftir að hafa brotið má
mergjar. Össur taldi, að við mundum ekki tapa
yfir auðlindum sjávar. Lögfræðingarnir töldu h
Íslendingar fengju í aðildarviðræðum varanleg
anþágur frá sameiginlegum reglum Evrópusam
sem hefði svo til allt lagasetningarvald á sviði s
arútvegsmála innan sambandsins. Gæti Evróp
VETTVANGUR
Evrópustefna í felum
Eftir Björn Bjarnason
OPINB
lendis í
ríki haf
tölur bi
Hagsto
urnar u
mála er
ur OEC
fyrir ár
framlög
5,7% af
í 7. sæt
Þessi
einhlítu
stór hlu
Íslendi
við mar
því að v
vegna þ
á skóla
M
Ef op
tilliti ti
inum 5
land er
þjóðum
Við eru
urlanda
egur og
okkur í
ar tekið
samset
Belgía,
Ítalía, N
eru ein
fjögurr
Í má
kosning
framlög
standis
okkar.
opinber
gerir þ
stæðism
til men
framlag
og ber
St
þj
Eftir Á
ÁRÁSARSTRÍÐ Bandaríkjamanna og
Breta og eftirleikur þess er að byrja að
þokast út úr sterkasta sviðsljósi vestrænna
fjölmiðla. Ýmsir verða því sjálfsagt fegnir,
því ekki er hægt að segja að stríð og allt
sem þeim fylgir sé upplífgandi fréttaefni.
Hitt er vert að hugleiða að oft er það ekki
fyrr en allt er um garð gengið sem upplýs-
ingar um hvað raunverulega gerðist fara að
síast út og koma fram í dagsljósið. Sagt er
að sannleikurinn sé fyrstur til að falla í
stríði og Íraksstríðið á útmánuðum 2003
verður þar örugglega engin undantekning.
Þótt stríðið sé á engan hátt afstaðið, er ým-
islegt þegar farið að koma í ljós um eft-
irleikinn og segja sína sögu.
Eða þarf frekari vitna við um einn meg-
intilgang þessa stríðs þegar það blasir við
að Bandaríkjaher sló skjaldborg um öll
helstu olíuvinnslusvæði og náði þeim, með
sárafáum undantekningum, óskemmdum á
sitt vald? Hins vegar lyfti hann ekki litla-
fingri heldur ýtti jafnvel undir að farið væri
ránshendi um þjóðminjasafnið, þjóð-
skjalasafnið og fleiri slíkar stofnanir í
Bagdad. Ómetanlegur, sameiginlegur
menningararfur var eyðilagður en vænt-
anlegar olíulindir bandarískra olíu-
fyrirtækja, ekki síst Texasbænda, höfðu
forgang.
Nú hafa innrásaraðilarnir áhyggjur af því
að hinir fjölmennu shía-múslimar séu að ná
saman og mynda „of sterkt“ afl í Írak, þ.e.
of sterkt fyrir bandaríska hagsmuni. Og
ósvarað er lykilspurningunni: Hvar eru ger-
eyðingarvopnin sem áttu að réttlæta allt
saman? Það að koma Saddam Hussein frá
völdum kom til sögunnar sem réttlæting á
seinni stigum og var aldrei inni í ályktunum
Öryggisráðs SÞ. Enn síðar komu til orð-
skrípin um að frelsa Íraka a la Ameríka.
Aðalatriði þessa stríðs eru eftirfarandi:
1) Árásarstríð Bandaríkjamanna og
Breta gegn Írak var ólögleg aðgerð að
þjóðarétti.
2) Enn hefur ekkert fundist til að und-
irbyggja þá ásökun og réttlætingu stríðsins
að Írakar hafi átt og verið í færum til að
nota gereyðingarvopn eða að umheiminum
hafi stafað ógn af Írökum.
3) Stríðið kostaði gríðarlegar mannfórnir.
Tala látinna meðal óbreyttra borgara
hleypur á þúsundum og margfalt fleiri eru
særðir. Enginn veit hversu margir íraskir
hermenn féllu en Bandaríkjamenn og Bret-
ar misstu hátt á annað hundrað hermenn.
Þá létust meira en tíu fréttamenn af ýms-
um þjóðernum við störf sín í Írak.
Sennilega verður erfitt að fá rétta mynd
af raunverulegu mannfalli enda hefur
Tommy Franks, yfirhershöfðingi, lýst því
yfir fyrir hönd Bandaríkjamanna að þeir
hafi engan áhuga á þeim tölum – „we don’t
do body counts,“ sagði hann.
4) Óbreyttir borgarar og borgaraleg
skotmörk urðu endurtekið fyrir árásum
Bandaríkjamanna og Breta, að því er virtist
að yfirlögðu ráði.
5) Íslensk stjórnvöld, eða öllu heldur þeir
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson,
ákváðu einhliða og án samráðs við utanrík-
ismálanefnd Alþingis að Ísland lýsti póli-
tískum stuðningi við framferði Bandaríkj-
anna og Bretlands, auk þess að heimila
afnot af íslensku landi og lofthelgi. Þetta
var gert í augljósri andstöðu við vilja yf-
irgnæfandi meirihluta þjóðarinnar eins og
samhljóða niðurstöður skoðanakannana
sýna.
6) Íslenskir ráðamenn eru með fylgispekt
sinni ekki aðeins að skrifa upp á ólögmætt
árásarstríð gegn Írak heldur einnig það að
Bandaríkin, sem yfirburða herveldi, taki
sér nánast einræðisvald og geðþóttavald til
að fara sínu fram og beita hernaðarmætti
sínum grímulaust í þágu eigin olíu-, við-
skipta- og heimsveldishagsmuna.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð gagn-
rýnir þessa framgöngu formanna stjórn-
arflokkanna harðlega. Við munum beita
okkur fyrir gjörólíkum áherslum í utan-
ríkis- og friðarmálum, fyrir sjálfstæðri ís-
lenskri utanríkisstefnu, stefnu sem byggist
á mannúð, þróunaraðstoð, samhjálp og frið-
samlegum lausnum.
Blóð fyrir olíu
Eftir Steingrím J. Sigfússon
„Við munum beita
okkur fyrir gjör-
ólíkum áherslum í
utanríkis- og frið-
armálum.“
Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs.
STAÐA FRAMSÓKNAR-
FLOKKSINS
Eitt af því sem vakið hefur veru-lega athygli í kosningabarátt-unni vegna alþingiskosning-
anna 10. maí nk. er erfið staða
Framsóknarflokksins í skoðanakönn-
unum. Hefur jafnvel verið talið álita-
mál hvort helztu forystumenn flokks-
ins næðu endurkjöri til Alþingis.
Stöðu Framsóknarflokksins verður
að meta með hliðsjón af þeim þjóð-
félagsbreytingum sem orðið hafa á Ís-
landi undanfarna áratugi. Mestan
hluta 20. aldarinnar var Framsóknar-
flokkurinn einn áhrifamesti stjórn-
málaflokkur landsins. Forystumenn
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks skiptust á um að veita ríkis-
stjórnum forystu. Þessi öfluga staða
Framsóknarflokksins byggðist á
tvennu:
Í fyrsta lagi kjördæmaskipan sem
grundvallaðist á því að vægi atkvæða í
dreifbýli var mun meira en atkvæða í
þéttbýli. Framsóknarflokkurinn var á
þeim tíma fyrst og fremst dreifbýlis-
flokkur og vegna þessa mismunar á at-
kvæðavægi voru áhrif flokksins á Al-
þingi langt umfram almennt kjörfylgi
meðal þjóðarinnar talsvert fram á síð-
ustu öld.
Í öðru lagi byggðist áhrifastaða
Framsóknarflokksins á samvinnu-
hreyfingunni sem fram undir lok ní-
unda áratugarins var grundvöllur að
rekstri mesta viðskiptaveldis á Íslandi,
Sambands íslenzkra samvinnufélaga,
dótturfélaga þess og kaupfélaganna.
Þegar veldi Sambandsins hrundi var
annarri meginstoðinni kippt undan
Framsóknarflokknum.
Byggðaþróunin í landinu hefur leitt
til þess að fólki hefur fækkað mjög í
dreifbýli en mikil mannfjölgun orðið í
þéttbýli. Nú er í fyrsta sinn kosið eftir
kjördæmaskipan sem tryggir meiri
jöfnuð í vægi atkvæða en nokkru sinni
fyrr og allir flokkar eiga mikið undir
því að tryggja sér stuðning í fjölmenn-
ustu kjördæmunum í þéttbýlinu suð-
vestanlands. Breytt kjördæmaskipan
hefur á löngum tíma átt verulegan þátt
í að draga úr áhrifastöðu Framsóknar-
flokksins.
Það er ekki hægt að ásaka núverandi
forystumenn Framsóknarflokksins
fyrir þessar breytingar. Þeir hafa litlu
ráðið um þær. Hins vegar er ljóst að
þær hafa kallað á alveg nýja hugsun
innan Framsóknarflokksins. Flokkur-
inn hefur þurft að breyta sér úr því að
vera dreifbýlisflokkur og flokkur sam-
vinnuhreyfingar í að verða þéttbýlis-
flokkur sem hefur reynt að hasla sér
völl á miðju stjórnmálanna og gerir til-
kall til að vera miðjuflokkur í íslenzk-
um stjórnmálum.
Því verður ekki haldið fram með rök-
um að núverandi forystumenn Fram-
sóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson
og Guðni Ágústsson og samstarfsmenn
þeirra hafi ekki skynjað þörfina fyrir
þessar breytingar. Þeir hafa þvert á
móti gengið lengra í þá átt en búast
mátti við. Til marks um það eru t.d.
ummæli Halldórs Ásgrímssonar á
flokksþingi Framsóknarflokksins í
febrúarmánuði sl. en þar sagði hann að
frjálsari viðskipti, meiri samkeppni og
vöruþróun væri umhverfi sem land-
búnaðurinn þyrfti að búa sig undir og
landbúnaðurinn ætti að líta á þessar
aðstæður sem tækifæri. Slík ummæli
formanns Framsóknarflokks hefðu
valdið miklu uppnámi fyrir einum til
einum og hálfum áratug.
Málflutningur Halldórs Ásgrímsson-
ar varðandi hugsanlega aðild Íslands
að ESB á síðasta ári vakti upp spurn-
ingar um það hvort hann teldi sig geta
náð til einhverra kjósenda Sjálfstæð-
isflokksins með þeim umræðum og þá
ekki sízt í viðskiptalífinu. Staðreyndin
er hins vegar sú að fylgi Sjálfstæðis-
flokksins í viðskiptalífinu er svo traust
að því verður ekki haggað þótt þar
megi finna stuðningsmenn ESB-aðild-
ar. Þeir hverfa ekki frá stuðningi við
Sjálfstæðisflokkinn vegna þessa máls.
Annað mál er hvort Halldóri Ás-
grímssyni tekst með umfjöllun um
ESB-aðild Íslands að ná til einhverra
fyrrum kjósenda Alþýðuflokksins. Það
gæti hugsanlega tekizt á grundvelli
málefnalegrar samstöðu um ESB en
jafnframt á þeirri forsendu að það blasi
við að alþýðuflokksmenn hafa orðið
undir við sameiningu flokkanna á
vinstri kantinum í Samfylkingunni og
að þeim stjórnmálaflokki er nú stjórn-
að af fólki sem á rætur sínar í Alþýðu-
bandalaginu. Óánægja gamalla kjós-
enda Alþýðuflokksins með þá þróun
mála og stuðningur við sjónarmið Hall-
dórs Ásgrímssonar varðandi ESB gæti
hugsanlega skapað framsóknarmönn-
um sóknarfæri á þeim vígstöðvum.
Sú var tíðin að Framsóknarflokkur-
inn barðist gegn öllum breytingum sem
á einn eða annan veg gætu rýrt stöðu
landsbyggðarinnar að mati flokksins.
Það átti t.d. við um kjördæmabreyting-
ar sem höfðu það að markmiði að auka
vægi atkvæða kjósenda í þéttbýli. Þótt
Framsóknarflokkurinn sé enn mjög
viðkvæmur fyrir málefnum lands-
byggðarinnar er þó augljóst að meira
raunsæis gætir í afstöðu flokksins til
þessara málefna en áður.
Framsóknarflokkurinn átti mikinn
þátt í því að koma kvótakerfinu á og
lengi var Halldór Ásgrímsson einarð-
asti talsmaður þess ásamt Kristjáni
Ragnarssyni, formanni LÍÚ, og Þor-
steini Pálssyni, þáverandi sjávarút-
vegsráðherra. Þess vegna vakti það
verulega athygli þegar flokksþing
Framsóknarflokksins samþykkti
ályktun þess efnis að taka bæri upp í
stjórnarskrá lýðveldisins ákvæði um að
fiskistofnarnir við Ísland væru sam-
eign þjóðarinnar.
Þegar horft er til þeirra mála, sem
Framsóknarflokkurinn hefur tekið upp
á stefnuskrá sína, verður ekki annað
sagt en flokkurinn hafi lagað sig að
þjóðfélagsbreytingum og markað sér
bás á miðju stjórnmálanna. Hitt er svo
annað mál hvort það dugar flokknum
til að ná sér á strik í þeirri kosninga-
baráttu sem nú stendur yfir. Það má
vel vera að ímynd Framsóknarflokks-
ins í huga kjósenda sé enn að einhverju
leyti bundin gömlum tíma og að fram-
bjóðendum flokksins og forystumönn-
um hafi ekki tekizt að koma nægilega
vel til skila þeim grundvallarbreyting-
um sem augljóslega hafa orðið á stefnu
flokksins.
Margt bendir til þess að úrslit kosn-
inganna nú skipti sköpum um það hvort
Framsóknarflokknum tekst að breyta
sér úr þeim dreifbýlisflokki sem hann
var í þann þéttbýlisflokk á miðju
stjórnmálanna sem hann vill verða.