Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ E itt stærsta mál kosn- inganna sem fram fara 10. maí eru skattamál. Megin- ástæðan er líklega sú að flokkarnir, og þó einkum stjórnarflokkarnir, hafa kosið að setja skattamálin efst á dagskrána í þeirri von að kosningarnar snúist um þau. Þetta hefur gengið eftir því skoðanakannanir sýna að kjós- endur telja að skattamál séu eitt mikilvægasta mál kosninganna. Í sjálfu sér er þessi áhersla flokkanna á skattamálin skiljanleg. Stjórnarand- staðan hefur haldið því fram að skattbyrði fólks hafi aukist í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin hefur verið að lækka skatta á fyrirtæki og því mátti búast við að margir kjósendur myndu spyrja í þessum kosningum, er ekki komið að því að lækka skatta á okkur? Með því að leggja fram tillögur um lækkun skatta tóku stjórnarflokkarnir visst frumkvæði í kosningabarátt- unni og um leið neyddu þeir Sam- fylkinguna til að bregðast við, en margt bendir til þess að Samfylk- ingin hafi í upphafi kosningabar- áttunnar ekki ætlað sér að setja fram tillögur um lækkun skatta heldur hafi flokkurinn ætlað að láta kosningabaráttuna snúast um aðra hluti. Ef stjórnmálaflokkur vill ná ár- angri í kosningabaráttu er mik- ilvægast að sett séu fram skýr og einföld skilaboð. Lækkun tekju- skattsprósentu um 4% er dæmi um skýra og einfalda tillögu sem allir skilja. Að hækka skerðing- armörk tekjutryggingar almanna- trygginga og lækka skerðing- arhlutfall tekjutryggingar er dæmi um flókna tillögu sem fáir skilja. Það er kannski þess vegna skiljanlegt að flokkanir hafa ekki sett fram tillögur um endurbætur á almannatryggingakerfinu, þó að rök séu fyrir því að brýnt sé að gera endurbætur á kerfinu. Íslenska almannatrygg- ingakerfið er flókið. Eitt af ein- kennum þess er að það byggist á talsvert umfangsmiklum tekju- tengingum, þ.e. bæturnar taka mið af tekjum fólks. Slíkt kerfi er að mörgu leyti skynsamlegt. Hvers vegna á ellilífeyrisþegi sem fær háar greiðslur úr lífeyrissjóði að fá til viðbótar greiðslur frá Tryggingastofnun? Það er að mörgu leyti óeðlilegt og miklu skynsamlegra að nýta skattpen- ingana til að gera betur við þá sem engar tekjur hafa úr lífeyrissjóði. En íslenska almannatrygg- ingakerfið er ekki þannig að það skerði greiðslur til hátekjuhóps- ins. Kerfið byggist á því að skil- greina einhvern hóp sem býr við fátækt og síðan fær hann óskertar bætur, en allir aðrir fá skertar eða engar bætur. Þannig byrjar ellilífeyrir fólks að skerðast við 117.617 krónur á mánuði. Enginn getur haldið því fram að maður sem er með 117.617 krónur á mánuði sé hálaunamaður. Það má jafnvel halda því fram að það sé erfitt að komast af með svo lágar tekjur. Kannski lætur nærri að það sé útilokað ef fólk býr í leiguhúsnæði eða er að borga af skuldum. Samt er á Íslandi litið svo á að skerða beri trygginga- bætur til ellilífeyrisþega sem hefur þetta miklar tekjur. Fyrir skömmu hitti ég fullorð- inn mann sem lýsti fyrir mér hvernig þetta kerfi fer með hann. Maðurinn er með sæmilegan líf- eyrisrétt og fær um 80 þúsund krónur á mánuði í greiðslur frá líf- eyrissjóðnum. Konan hans fær einnig greiðslur úr lífeyrissjóði og bæði fá þau greiðslur frá Trygg- ingastofnun. Þau eiga dálítið af hlutabréfum og fá nokkur þúsund krónur á ári í arðgreiðslur. Sam- tals eru hjónin með u.þ.b. 160 þús- und krónur á mánuði. Þau greiddu á síðasta ári u.þ.b. 300 þúsund krónur í skatta. Þau hjónin leyfa sér þann munað að eiga sum- arbústað og bíl. Maðurinn sagðist hafa þurft á viðbótartekjum að halda á síðasta ári og því hefði hann selt nokkur hlutabréf. Í reynd hefði hins vegar orðið minna úr tekjuaukningu en hann hafði vænst við að losa um þessar eignir vegna þess að bætur Trygg- ingastofnunar hefðu einfaldlega lækkað í takt við tekjuaukninguna. Lög kveða á um að tekjur umfram 117.617 krónur skerði ellilífeyri. Og til viðbótar þarf viðkomandi að greiða skatt af söluhagnaði hluta- bréfanna. Í reynd hirða skatt- og bótakerfið því stóran hluta hluta- bréfanna sem hann hafði sparað til elliáranna. Maðurinn sagðist líta svo á að hann væri í eins konar fátækt- argildru. Honum væri naumt skammtaður lífeyrir eftir að hafa unnið hörðum höndum alla ævi og greitt skatta til samfélagsins ára- tugum saman. Og ekki nóg með það; hlutabréfin, sem hann hefði sparað fyrir um ævina, væru að hluta til hirt af honum við sölu þeirra. Sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki sé eðlilegt að nota hluta af því svigrúmi sem flokkarnir segja að sé fyrir hendi til skatta- lækkana til að draga úr þeim tekjuskerðingum sem aldraðir þurfa að sæta. Í þessu sambandi er rétt að benda á að skerðingarhlut- fall ellilífeyris og tekjutryggingar er 30–45%. Til samanburðar má geta þess að skerðingarhlutfall barnabóta er 3–9%. Barnabótakerfið er byggt upp með sama hætti og almannatrygg- ingakerfið að því leyti að tekju- skerðingar hefjast við mjög lágar tekjur. Þannig byrja barnabætur einstæðs foreldris að skerðast þegar tekjurnar ná 58.705 krón- um. Þetta þýðir að nánast allir sem fá tekjutengdar barnabætur fá skertar barnabætur. Það eru ein- faldlega ekki margir sem eru með 58.705 krónur í mánaðarlaun. Fátæktar- gildra aldraðra Maðurinn sagðist líta svo á að hann væri í eins konar fátæktargildru. Hon- um væri naumt skammtaður lífeyrir eft- ir að hafa unnið hörðum höndum alla ævi og greitt skatta til samfélagsins ára- tugum saman. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HINGAÐ til hafa karlmenn verið í forsvari fyrir flestum samfélögum og ákveðið þjóðfélagsgerðina. Karl- ar hafa ráðið hlutskipti og kjörum kvenna og barna um aldir í krafti valds sem byggist oft á stjórnmál- um og trúarbrögðum. Tuttugasta og fyrsta öldin hófst sem öld hryðjuverka og stríðs en hún verð- ur einnig öld aukinnar alþjóðavæð- ingar á viðskiptamörkuðum og upp- lýsingaflæði milli landa mun aukast verulega. Víða um heim eru mann- réttindi virt að vettugi, jafnvel með- al lýðræðisþjóða. Misskipting auðs er mikil í öllum heimsálfum og flóttamönnum mun fjölga verulega. Evrópskar konur hafa upplifað tvær heimsstyrjaldir með miklum hörmungum og vilja ekki meira. Það eru konur sem eiga börnin og eiginmennina sem falla í stríði og verða hungri og fátækt að bráð. Bosníustríðið sýndi vel hina grímu- lausu grimmd, nauðganir og eyði- leggingu sem stríð hefur í för með sér. Hungur og fátækt eykst þrátt fyrir aukna matvælaframleiðslu og það verður að leysa offjölgunar- vandamálið. Hungur, ólæsi og kvennakúgun eru fastir fylgifiskar víða um heim. Aukin menntun og þekking veitir fólki frelsi til at- hafna. Margir valdhafar ríkja með óttann að vopni, enda eru mannslíf oft lítt metin, sérstaklega kvenna og barna. Konur þurfa að fella hið alda- gamla feðraveldi sem enn ríkir meðal flestra þjóða. Það ætti að til- einka 21. öldina konum sem rísa upp og taka við stjórnartaumunum af körlum sem hafa ráðið öllu kerf- inu innan valdapýramída síns. Konur í þróunarlöndunum eru 100–150 árum á eftir konum á Vest- urlöndum. Um 1850 voru réttindi kvenna á Vesturlöndum á sviði hjú- skapar, eignarréttar og menntunar afar bágborin. Þá ríkti karla- og feðraveldi eins og er í þriðja heim- inum núna. Konur eru alltof víða án sjálf- sagðra mannréttinda og það verður að rétta hlut þeirra kvenna sem búa við kúgun sem er af menning- arlegum toga. Trúin hefur oft verið notuð til að undiroka konur sem óæðri persónur. En mismunandi siðir, venjur og menningarheimar réttlæta aldrei kúgun kvenna eða minni réttindi þeim til handa. Enn er barnaþrælkun á hinum alþjóðlega vinnumarkaði. Aðalvið- skiptavinurinn þar er hinn vestræni heimur. Konur eru hnepptar í kyn- lífsþrælkun í enn ríkari mæli en áð- ur. Viðskiptavinir þeirra kvenna eru oft vel menntaðir, vestrænir karlmenn. Barnaþrælkun og kyn- lífsþrælkun barna og kvenna eykst samhliða mikilli misskiptingu á fjár- magni í heiminum. Síðasta öld skilaði vestrænum konum vel áleiðis til framfara og jafnréttis vegna látlausrar kvenna- baráttu í 150 ár. Samfélagið þróað- ist til aukins kosningaréttar kvenna, meiri þátttöku í stjórnmál- um, aukinnar menntunar og at- vinnuþátttöku. Við höfum nú lög um launajafnrétti en sú lagasetning er ekki virt. Konur hafa oft ekki sömu rétt- indi og karlar menntunarlega, stjórnmálalega, efnahagslega og fé- lagslega. Þetta er áberandi í þróun- arlöndunum og konur þar skortir áþreifanlega menntun til að geta risið upp. Sjálfstæði kvenna felst í aukinni menntun og betur launuð- um störfum. Skortur á menntun er versti óvinur kvenna og hindrar framfarir í þriðja heiminum. Menntun og lagaleg réttindi hafa rétt hlut kvenna víða um heim en betur má ef duga skal. Eignarrétt- inum er ekki jafnt skipt milli kynjanna enda eru konur hvorki eigendur helmings alls lands né fjármagns í heiminum. Þennan kvennahalla þarf að leið- rétta með því að konur auki völd sín enda er jafnrétti sjálfsögð rétt- indi allra. Það er skynsamlegt að láta konur taka við stjórninni enda er heimurinn kominn í uppnám vegna hryðjuverka, arðráns og of- beldis í nafni landvinninga, olíuauðs og yfirráða sem er stýrt af körlum. Konur eru helmingur alls mann- kyns og konur þurfa að komast að hlið karla í æðstu stöðum þjóð- félagsins. Konur eru langþreyttar á stríði, ofbeldi og lágum launum. Jafnrétti í orði en ekki á borði er ekki nóg fyrir konur. Hér á landi eru að verða til fá- tæktargildrur. Félagslega kerfið heldur ekki í við hinn raunverulega heim. Hörð efnishyggja tekur við af velferðarkerfinu. Fátækt er jafnvel talin fólkinu sjálfu að kenna en ekki lág laun, hátt matarverð, vextir og húsaleiga. Hér þarf nýja stéttabar- áttu þar sem lægstu laun verða hækkuð. Barnauppeldi og umönn- unarstörf eru mun mikilvægari en umsýsla peninga og verðbréfa þótt hún geti lagt grunn að velferð ef vel gengur. Karlasamfélagið hefur ekki getað útrýmt fátækt né bægt frá hung- urvofunni í heiminum þrátt fyrir að hafa farið með völd frá ómunatíð. Afríka er meira og minna í sárum þar sem hungur, eyðni, fátækt, menntunarleysi og fáfræði ræður ríkjum. Þar sést karlasamfélagið í hnotskurn með samfélagsgerð sem er óvinveitt konum. Hvar eru sterku konurnar í al- þjóðasamfélaginu á Vesturlöndum, í Evrópu og Ameríku? Það hefur engin kona verið kosin til verulegra valda síðan Thatcher fór frá völdum árið 1990. Eftir fall Berlínarmúrs- ins árið 1989 virðist sem kvenna- baráttan hafi legið niðri. Það er staðreynd að flestar breytingar í samfélaginu koma frá vinstri öfl- unum, hinum róttæku. Hægri öflin vilja ekki rugga bátnum og eru íhaldssöm þegar kemur að fé- lagslegum breytingum sem kosta peninga. Frjálshyggjan hefur ekki skilað auknum kvennaskara inn á þing né aukið vald kvenna til jafns á við karla. Alþjóðavæðingin hefur ekki enn skilað okkur betri heimi, bara tæknivæddari og um leið hættulegri. En þarf alþjóðavæðingin að vera slæm fyrir konur? Nei, konur ættu að taka höndum saman og upplýsa kynsystur sínar og aðra um réttindi kvenna. Það eru engin trúarbrögð sem gera lítið úr konum og mæðr- um heldur er það túlkun karla á þeim til að sýna vald sitt. Konur ættu að rísa upp, taka til hendinni og laga heiminn að sínum kröfum og barna sinna þar sem hin alda- gömlu valdayfirráð karla eru komin í þrot. Offjölgun, fátækt, hungur, menntunarleysi, ójafnrétti, barna- þrælkun, mannréttindabrot, ánauð og stríðsótti þarf að víkja fyrir framförum, auknu heilbrigði, hærri launum, meiri menntun og tækifær- um fyrir allar konur innan stjórn- mála og þar með alls þjóðlífs um allan heim. 21. öldin á að vera öld kvenna Eftir Kolbrúnu S. Ingólfsdóttur „Það eru engin trúar- brögð sem gera lítið úr konum og mæðrum heldur er það túlkun karla á þeim til að sýna vald sitt.“ Höfundur er meinatæknir og sagnfræðingur. Í ÞEIRRI kosningabaráttu, sem nú stendur yfir, er varla minnst einu orði á heilbrigðismál þjóðar- innar. Ástæðurnar geta aðeins ver- ið tvær; algjört áhugaleysi á einum mikilvægasta málaflokki verlferð- arsamfélagsins eða almenn ánægja með heilbrigðiskerfið. Góðum verkum skal til haga haldið. Jón Kristjánsson hefur staðið sig vel í starfi heilbrigð- isráðherra. En stjórnmálaflokkar verða að hafa stefnu í heilbrigð- ismálum og ræða æskilega þróun þeirra, einkum fyrir kosningar. Framundan er fjögurra ára kjör- tímabil og án efa munu heilbrigð- ismál koma mikið við sögu á þeim árum. Þessi þögn verður nánast ærandi þegar eftirfarandi er haft í huga:  Heilbrigðismál snerta hvern ein- asta íbúa þessa lands.  Heilbrigðisþjónustan er mikil- vægasti þáttur velferðarkerfis- ins.  Heilbrigðisþjónustan er mikil- vægasti mælikvarðinn á sam- félagsleg gæði í lífi hverrar þjóð- ar.  Afstaða stjórnmálaflokka til heil- brigðismála segir með skýrum hætti hvernig þjóðfélag þeir vilja móta. Þessi þögn er óskiljanleg á tím- um nýrra og vel ígrundaðra kenn- inga um mikla arðsemi góðrar heil- brigðisþjónustu. Kenningunum um hina botnlausu hít heilbrigðiskerf- isins hefur verið hafnað. Þess í stað hafa verið færð gild rök fyrir því, að fækkun veikindadaga, end- urkoma til starfa, geta til sjálfs- hjálpar, minni örorka og að ógleymdri minni þjáningu færi arð í hvert þjóðarbú, sem geri meira en að jafna útgjöld til heilbrigð- ismála. Það er Mogganum til sóma að hafa minnt á þessa gleymsku stjórnmálaflokkanna í Reykjavík- urbréfi. En hversu mjög sem fram- bjóðendur hafa orðið uppteknir af ógrynni vandamála, hefur ekki dottið útúr þeim orð um heilbrigð- ismálin. Heilbrigðismálin: Hin ærandi þögn Eftir Árna Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ. „Þessi þögn er óskilj- anleg á tím- um nýrra og vel ígrund- aðra kenninga um mikla arðsemi góðrar heil- brigðisþjónustu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.