Morgunblaðið - 26.04.2003, Síða 42
UMRÆÐAN
42 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Framsóknarflokkurinn er fé-
lagshyggjuflokkur sem leggur
áherslu á fjölskyldumál og að gott
samspil fjölskyldu og samfélags sé
forsenda velferðar. Í ljósi þess
leggur Framsóknarflokkurinn
áherslu á að stefnumótun í öllum
málaflokkum taki mið af þörfum
foreldra og barna. Nauðsynlegt er
að styrkja foreldra enn frekar í
uppeldishlutverki sínu með að-
gengilegri fræðslu. Það er nauð-
synlegt til að ná árangri að yfirvöld
og frjáls félagasamtök á sviði for-
varna og meðferðarúrræða starfi
náið saman.
Skilgreinum áhættuhópa
Framsóknarflokkurinn leggur
áherslu á að skilgreina áhættuhópa
í virku samstarfi foreldra, skóla,
heilbrigðisyfirvalda, lögreglu og
annarra fagaðila og tryggja að
þeim sem tilheyra áhættuhópi sé
veittur sérstakur stuðningur, ráð-
gjöf og aðhald innan skóla-, heil-
brigðis- og félagsmálakerfis. Lyk-
ilatriði er að grípa inn í mál barna
og unglinga sem fyrst og þeim,
ásamt fjölskyldum þeirra, veitt
ráðgjöf og aðstoð. Í þessu for-
varna- og leitarstarfi gegna æsku-
lýðs- og tómstundafélög lykilhlut-
verki og náin samvinna er
nauðsynleg.
Eitt af stefnumálum Framsókn-
arflokksins í Alþingiskosningunum
1999 var að leggja einn milljarð til
vímuvarna og vímuefnamála. Það
hefur verið staðið við það loforð og
vel það. Í raun er réttara að tala
um tvo milljarða sem farið hafa til
forvarna og baráttunnar gegn
fíkniefnavandanum á þessu kjör-
tímabili. Vert er að taka fram að
hér var um að ræða fjármagn til
málaflokksins umfram áður
ákveðnar fjárveitingar á fjárlögum.
Það var ekki látið staðar numið
við einn milljarð heldur var haldið
áfram að styrkja og efla forvarnir
og meðferðarúrræði í landinu. En í
hvað hafa þessir peningar farið?
Listinn er langur en vert er að
benda á fé til nýbyggingar og
reksturs meðferðaraðila. Má þar
nefna unglingameðferðardeild á
vegum SÁÁ, Virkið á Kjalarnesi,
Krossgötur, Krísuvíkurskóla og
Byrgið. Meðferðarúrræðum fyrir
unga vímuefnaneytendur hefur
fjölgað og starfsemi Barnavernd-
arstofu efld. Aukið fé hefur runnið
til Áfengis- og vímuvarnaráðs og til
tóbaksvarna. Tómstunda- og menn-
ingarhús fyrir ungt fólk á borð við
Gamala apótekið Ísafirði og Tún á
Húsavík hafa fengið styrki til
starfsemi sinnar og einnig félaga-
samtökin á borð við Vímulausa
æsku. Frjáls félagasamtök og
sveitarfélög hafa því fengið aukið
fjármagn til ýmissa forvarna- og
meðferðarmála.
Á vegum félagsmálaráðuneytis
hefur verið sett á laggirnar Fjöl-
smiðja sem er verkþjálfunarsetur
ætlað ungu fólki sem ekki hefur
náð að fóta sig í skóla eða á vinnu-
markaði. Eitt af markmiðum Fjöl-
smiðjunnar er að efla og styrkja
þátttakendur, byggja upp sjálfs-
traust og því er hér um að ræða
öflugt forvarna- og lífsleiknistarf.
Á vegum heilbrigðisráðherra hafa
ný endurskoðuð og hert tóbaks-
varnalög tekið gildi og einnig hefur
ráðherra lagt fram frumvarp um
stofnun lýðheilsustöðvar sem ætlað
er að efla og samræma forvarna-
starf í landinu.
Enga lögleiðingu
fíkniefna
En betur má ef duga skal. Fram-
sóknarflokkurinn leggur áherslu á
að halda áfram baráttunni gegn
þeim fíkniefnavanda sem finnst í
samfélaginu og auka enn frekar
forvarnastarf með markvissu og
samstilltu átaki allra, svo sem for-
eldra, skóla, lög- og tollgæslu,
frjálsra félagasamtaka, sveitarfé-
laga, ríkis og kirkju. Það er stefna
Framsóknarflokksins að ekki komi
til greina að heimila önnur fíkniefni
en áfengi og tóbak. Einnig leggur
flokkurinn til að tóbak og áfengi
verði tekið út úr vísitölu neyslu-
verðs. Framsóknarflokkurinn legg-
ur áherslu á að styrkja opinberar
stofnanir og frjáls félagasamtök
sem starfa að forvörnum og virkja
þar með sem flesta. Framsóknar-
flokkurinn leggur áherslu á að ríki
og sveitarfélög móti heilstæða
stefnu í æskulýðs- og tómstunda-
málum, enda er hér um forvarna-,
heilbrigðis- og menntamál að ræða.
Allt æskulýðsstarf á að stefna að
því að byggja upp virka einstak-
linga með jákvæða sjálfsmynd, lífs-
leikna og örugga um að velja rétt-
an lífsstíl. Það þarf, með beinum
eða óbeinum hætti, að tryggja að
öll börn og unglingar hafi tækifæri
til þess að stunda uppbyggilegt
tómstundastarf.
Virk þátttaka
Öllum landsmönnum er það ljóst
að virk þátttaka barna og unglinga
í jákvæðu og uppbyggjandi æsku-
lýðs- og tómstundastarfi er órjúf-
anlegur hluti forvarna. Í því sam-
bandi má benda á niðurstöður
rannsókna sem sýna að þau börn
og unglingar sem tileikna sér
íþróttir, útivist eða menningar-
tengdan lífsstíl eru mun betur í
stakk búin til að segja nei við
ávana- og fíkniefnum.
Framsóknarflokkurinn leggur
fram markvissa stefnu í atvinnu-,
fjölskyldu- og velferðarmálum.
Undirstaða velferðar öllum til
handa er trygg og góð atvinna í
landinu. Landsmenn vita að Fram-
sóknarflokkurinn stendur við gefin
loforð og með því að leggja Fram-
sóknarflokknum lið í næstu kosn-
ingum er tryggt að haldið verður
áfram á sömu braut. Heill og ham-
ingja barna og unglinga er á
ábyrgð okkar allra og borgaraleg
skylda hvers og eins að leggja þar
sitt að mörkum.
Öflugar forvarnir eru
grunnur að heilbrigðum
lífsstíl barna og unglinga
Eftir Fannýju
Gunnarsdóttur
„Í raun er
réttara að
tala um tvo
milljarða
sem farið
hafa til forvarna og bar-
áttunnar gegn fíkni-
efnavandanum á þessu
kjörtímabili.“
Höfundur skipar 5. sæti á lista Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík norður.
NÚ er komið að því að við Íslend-
ingar eigum þess kost að kjósa
konu sem forsætisráðherra. Það eru
söguleg tímamót og mikið fagnaðar-
efni, ekki aðeins vegna þess að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir er afburða-
stjórnmálamaður heldur einnig
vegna þess að hún er jafnréttissinni
í raun. Ef hún sæti í stjórnarráðinu
þyrfti ekki að reyna að sannfæra
valdhafa um nauðsyn þess að jafna
beri rétt karla og kvenna. Þá væri
ekki um jafnréttisbaráttu að ræða í
þeim skilningi, heldur miklu fremur
jafnréttisátak þar sem áhuginn og
frumkvæðið kæmi frá stjórnvöldum
sjálfum. Þá værum við í svipuðum
sporum og þegar Gro Harlem
Brundtland var forsætisráðherra
Noregs og gekk fram fyrir skjöldu
til að jafna hlut kvenna á þingi og í
sveitarstjórnum.
Og ekki mun af veita, því jafn-
réttismálin hafa verið hornreka í
stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar,
þar sem lítið hefur mjakast í heild-
ina þó að einstaka mál hafi náð
fram að ganga. Sem dæmi um þetta
voru árið 1993 og aftur 1998 sam-
þykktar af ríkisstjórninni fram-
kvæmdaáætlanir um aðgerðir til að
ná fram jafnrétti kynjanna. Í áætl-
uninni frá 1998 var hvert ráðuneyti
með sérstaka áætlun í jafnréttis-
málum. Í skýrslu frá Jafnréttisstofu
um mat á framkvæmd áætlunarinn-
ar segir m.a. að þar sé mikið mis-
ræmi á milli háleitra markmiða
annars vegar og hins vegar þess, að
forsendur séu tryggðar fyrir fram-
kvæmdinni með nægu fjármagni.
Afar lítill hluti þeirra 100 verkefna
sem voru á áætlun hjá ráðuneyt-
unum 1998 hafa komist til fram-
kvæmda. Svona árangur er erfitt að
sætta sig við þegar ástandið er enn
þannig að aðeins rúm 18% forstöðu-
manna ríkisstofnana eru konur,
hlutur kvenna í stjórnum og nefnd-
um á vegum ríkisins er að sama
skapi rýr, konur fá 18–30% lægri
laun en karlar fyrir sömu eða sam-
bærilega störf, engin kona er starf-
andi ráðuneytisstjóri, engin seðla-
bankastjóri, aðeins ein kona
sendiherra og tvær konur hæsta-
réttardómarar.
Og á Alþingi og í sveitarstjórnum
er hlutfall kvenna því miður langt
frá því að vera helmingur.
Með einni undantekningu. Í þing-
flokki Samfylkingarinnar eru kon-
urnar heldur fleiri en karlarnir og
stefnir í að það haldist eftir kosn-
ingar. Samfylkingin er jafnréttis-
flokkur sem hefur á stefnuskrá
sinni að jafna hlut kvenna og karla í
stjórnunarstöðum hjá ríkinu,
tryggja framkvæmd fyrrnefndrar
jafnréttisáætlunar hjá ráðuneytum
og láta verkin tala við að jafna
launamun kvenna og karla í sam-
bærilegum störfum. Hjá Samfylk-
ingunni skipa konur örugg sæti á
framboðslistum í sama mæli og
karlar. Forsætisráðherraefni
flokksins er kona sem hefur sýnt og
sannað sem borgarstjóri að hún
lætur verkin tala þegar um jafnrétt-
ismál er að ræða.
Hjá Reykjavíkurborg hefur orðið
gjörbylting í stöðu þessara mála
eins og fram hefur komið í greinum
hér í blaðinu að undanförnu. Launa-
munur kynjanna hjá borginni
minnkaði um helming á síðustu 8
árum og mun minnka enn meir við
nýtt starfsmat. Starfsandi og
starfsumhverfi hjá borginni hefur
breyst konum í hag, og unnið hefur
verið markvisst að málum sem
skipta konur og börn miklu máli.
Gott dæmi um það eru dagvistar-
málin sem eru eitt stærsta hags-
munamál foreldra í borginni og um
leið mikið jafnréttismál. Þar ríkti
áður takmarkaður aðgangur, hálf-
gert kvótakerfi sem að mestu var
bundið við einstæða foreldra og
námsmenn. Í dag eiga öll börn eldri
en 2 ára rétt á dagvist. Áður var
takmörkun á tímalengd dagvistun-
ar, nú býðst heilsdags dagvist þeim
sem það þurfa. Hin geysilega eft-
irspurn eftir dagvistarrýmum sem
varð þegar hömlum Sjálfstæðis-
flokksins var aflétt sýnir best hve
mikil þörfin var orðin í borginni fyr-
ir fulla þjónustu á þessu sviði. Kom-
ist Samfylkingin í ríkisstjórn með
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem
forsætisráðherra verður ekki
ástæða til að óttast að áætlanir um
aðgerðir í jafnréttismálum dagi
uppi. Þetta sögulega tækifæri gefst
okkur aðeins núna, við skulum
grípa það.
Sögulegt tækifæri til
aukins jafnréttis
Eftir Valgerði
Gunnarsdóttur „Ef Ingibjörg
Sólrún sæti í
stjórn-
arráðinu
þyrfti ekki
að reyna að sannfæra
valdhafa um nauðsyn
þess að jafna beri rétt
karla og kvenna.“
Höfundur er frambjóðandi á lista
Samfylkingarinnar í Reykjavík
suður.
ÞAÐ hefur vakið athygli mína í
umræðu um skattamál í kosninga-
baráttunni hve bæði stjórnarand-
staðan og fjölmiðlar þegja þunnu
hljóði um orð og efndir tveggja
frambjóðenda sem báðir eru borg-
arfulltrúar í Reykjavík. Hér er átt
við aðalframbjóðanda Samfylking-
arinnar, sem satt að segja virðist
eini frambjóðandi flokksins, Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur, og
fyrrverandi forseta borgarstjórn-
ar, Helga Hjörvar. Í öllum lof-
orðaflaumnum er aldrei spurt:
Hvar eru orð og efndir í skatta-
álögum hjá þessum tveimur borg-
arfulltrúum, sem hafa verið í for-
ystu í borgrstjórn, síðustu níu
árinn. Það er áhugavert að rifja
það upp.
Engin gjöld
verða hækkuð
Í kosningabaráttunni fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar 1998 gaf
Helgi Hjörvar það loforð, í beinni
útsendingu á Stöð 2, að engin
gjöld yrðu hækkuð á Reykvíkinga.
Þetta loforð var gefið af þáverandi
meirihluta og enn er sami meiri-
hluti og borgarstjórinn hét Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir. Nú,
nokkrum árum síðar í annarri
kosningabaráttu ættu fjölmiðlar að
rifja þetta upp og spyrja, hver er
reynslan, hverjar eru efndirnar og
hver er árangurinn? Sérstaklega
þegar sömu borgarfulltrúar standa
nú að nýjum loforðum um sama
efni til sömu kjósenda.
Reynsla, efndir,
árangur
Reynslan: Öll loforð í þessa veru
hafa verið svikin. Efndirnar: Öll
gjöld og skattaálögur á Reykvík-
inga hafa stórhækkað og nýir
skattar lagðir á kjósendur í valda-
tíð þessara tveggja borgarfulltrúa,
nú frambjóðenda Samfylkingarinn-
ar. Árangurinn: Þrátt fyrir stór-
auknar skatttekjur, hefur þessum
forystumönnum í borgarstjórn
tekist að tífalda skuldir Reykajvík-
inga, úr rúmum fjórum milljörðum
í rúma fjörutíu milljarða, á nokkr-
um árum. Þessi samantekt er ekki
Íslandsmet heldur heimsmet í
slakri fjármálstjórn. Og nú eru
aftur gefin loforð. Allt á að gera og
allir fá allt sem beðið er um, hvað
sem það kostar. Er þetta trúverð-
ugt í ljósi reynslunnar?
Trúverðugir
frambjóðendur
Báðir þessir borgarfulltrúar
hafa verið ósparir á loforð í kosn-
ingabaráttum seinni tíma. Borg-
arstjórinn fyrrverandi um setu
sína sem borgastjóri allt þetta
kjörtímabil, loforð sem hún er þeg-
ar búin að svíkja og forsetinn fyrr-
verandi um gjöld og skatta, sem
báðir frambjóðendurnir eru búnir
að margsvíkja. Og enn og aftur er
komið til sömu kjósenda og sagt,
og nú lofum við og nú lofum við og
nú lofum við. Hvað er hægt að lofa
og svíkja mikið og hvað oft? Eru
þessir frambjóðendur trúverðugir
í málflutningi sínum í yfirstand-
andi kosningabaráttu í ljósi reynsl-
unnar?
Nú ætlum við að
lofa enn og aftur
Eftir Júlíus
Hafstein
Höfundur er fv. borgarfulltrúi.
„Og enn og
aftur er
komið til
sömu kjós-
enda og
sagt, og nú lofum við og
nú lofum við og nú lof-
um við. Hvað er hægt
að lofa og svíkja mikið
og hvað oft?“
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060
Skólavörðustíg 8
Sími/fax 511 3555
Myndlistarsýning
Bjarni Ragnar