Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 44
MESSUR Á MORGUN
44 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14:00. Kór
Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl.
11.00. Sýnt verður leikritið Minnsta tröll í
heimi. Brúðuleikrit í umsjá Hallveigar
Thorlacius. Hljómsveit ungmenna undir
stjórn Guðmundar Sigurðssonar. For-
eldrar hvött til þátttöku með börnum sín-
um. Guðsþjónusta kl. 14.00. Hátíð-
armessa í tilefni 50 ára afmælis
Kvenfélags Bústaðasóknar. Frú Ebba Sig-
urðardóttir prédikar, fyrir altari þjóna Ólaf-
ur Skúlason biskup og sóknarprestur.
Kór Kvenfélagsins Glæður syngur undir
stjórn Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur. Org-
anisti Guðmundur Sigurðsson. Karlar í
sóknarnefnd bjóða kvenfélagskonum og
þeirra gestum í kaffi eftir messu. Pálmi
Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Jak-
ob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkór-
inn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur
á orgel. Munið æskulýðsstarfið á kirkju-
loftinu meðan á messu stendur. Messa
kl. 14:00. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson
prédikar. Dómkórinn syngur. Marteinn H.
Friðriksson leikur á orgel. Súðvíkingar og
nágrannar þeirra eru sérstaklega boðnir
velkomnir í messuna.
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00.
Messa kl. 11:00. Ferming. Altarisganga.
Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jó-
hannsson.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili:
Guðsþjónusta kl. 14:00. Prestur sr.
Hreinn S. Hákonarson. Organisti Kjartan
Ólafsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Hátíðarmessa og
barnastarf kl. 11:00. Ferming. Sr. Jón
Dalbú Hróbjartsson og sr. Sigurður Páls-
son. Umsjón barnastarfs Magnea Sverr-
isdóttir. Mótettukór Hallgrímskirkju syng-
ur. Organisti Hörður Áskelsson. Ensk
messa kl. 14:00 í umsjá sr. Bjarna Þórs
Bjarnasonar. Organisti Hörður Áskelsson.
Forsöngvari Bjarney Ingibjörg Gunnlaugs-
dóttir. Tónleikar kl. 17:00. Franskar
messur. Sönghópurinn Voces Thules og
Björn Steinar Sólbergsson organisti flytja
Missa Pange lingua eftir Josquin Desprez
og Missa cum Jubilo eftir Mauice
Duruflé.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11:00. Guðrún Helga Harðardóttir og sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl.
14:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir. Aðalsafn-
aðarfundur eftir messu.
LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS:
HRINGBRAUT: Guðsþjónusta kl. 10:30.
Sr. Ingileif Malmberg.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Fermingarmessa og barnastarf
kl.11. Barnastarfið verður alfarið í safn-
aðarheimilinu vegna fermingarinnar. At-
hugið að þetta er síðasta barnastundin á
sunnudögum í vetur. Við verðum með á
lokahátíð barnastarfsins í Reykjavík í
Hallgrímskirkju laugardaginn 3. maí kl.
14. Fjölmennum á sunnudaginn.
LAUGARNESKIRKJA: Fermingarmessa
kl. 11:00 í kirkjunni en sunnudagaskól-
inn verður haldinn í Íþróttahúsi Laug-
arnesskólans. Þar verður hlaupið og farið
í leiki, svo rétt er að klæða sig í sam-
ræmi við það. Við fermingarmessuna
syngur Kór Laugarneskirkju undir stjórn
Gunnars Gunnarssonar, en sr. Bjarni
Karlsson þjónar ásamt fermingarfræð-
urunum Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur,
Sigurvini Jónssyni og meðhjálparanum
Sigurbirni Þorkelssyni. (Sjá síðu 650 í
Textavarpi)
NESKIRKJA: Fermingarmessa kl. 11:00.
Kór Neskirkju syngur. Organisti Stein-
grímur Þórhallsson. Prestar sr. Frank M.
Halldórsson og sr. Örn Bárður Jónsson.
Sunnudagaskólinn og 8–9 ára starf á
sama tíma.
SELTJARNARNESKIRKJA: Ferming kl.
10:30 og kl. 13:30. Prestur sr. Sigurður
Grétar Helgason, Arna Grétarsdóttir, guð-
fræðingur, aðstoðar við útdeilingu. Org-
anisti Viera Manasek. Kammerkór Sel-
tjarnarneskirkju leiðir tónlistarflutning.
Athugið að sunnudagaskólinn hefst kl.
11:00 á neðri hæð kirkjunnar.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Þjóðlagamessa
kl. 14:00. Barnastarf á sama tíma. Maul
eftir messu. Aðalfundur safnaðarins eftir
þjóðlagamessu.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Engin messa
sunnudaginn 27. apríl. Næsta messa
verður 4. maí kl. 11.
ÁRBÆJARKIRKJA: Fermingarguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Óskar Ingi Ingason og sr.
Sigrún Óskarsdóttir þjóna fyrir altari. Ólöf
Inger Kjartansdóttir syngur einsöng og
Sverrir Sveinsson leikur á cornett. Kirkju-
kórinn leiðir söng undir stjórn Krisztínu
Kalló Szklenár organista. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Kvöldmessa kl.
20. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.
Organisti Sigrún M. Þórsteinsdóttir.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prest-
ur Magnús B. Björnsson. Organisti Kjart-
an Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju
A-hópur. Léttur málsverður í safnaðarsal
að messu lokinni. Vorferð Sunnudaga-
skólans kl. 11. Hjónastarfið fer í göngu
um Kópavogsdalinn kl 19:30. Sr. Gunnar
fer með gamanmál í Kapellunni eftir
gönguna. (Sjá nánar: www.digra-
neskirkja.is).
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11:00. Prestur: Sr. Svavar Stef-
ánsson. Djákni: Lilja G. Hallgrímsdóttir.
Organisti: Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar
syngur. Sunnudagaskóli í safnaðarheim-
ilinu á sama tíma í umsjón Elfu Sifjar
Jónsdóttur.
GRAFARVOGSKIRKJA: Ferming kl.
10:30. Prestar: Séra Vigfús Þór Árnason,
séra Anna Sigríður Pálsdóttir, séra Bjarni
Þór Bjarnason. Ferming kl. 13:30. Prest-
ar: Séra Vigfús Þór Árnason, séra Anna
Sigríður Pálsdóttir, séra Bjarni Þór Bjarna-
son. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Um-
sjón: Sigurvin og Sigríður Rún. Undirleik-
ari: Guðlaugur Viktorsson.
Barnaguðsþjónusta kl. 13:00 í Engja-
skóla. Umsjón: Sigurvin og Sigríður Rún.
Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. Kátir
krakkar boðnir velkomnir og barnamessu-
ferðin til Grindavíkur kynnt.
HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11. Barn borið til skírnar. Sr. Íris Krist-
jánsdóttir þjónar. Barnakór Digranes-
skóla kemur í heimsókn og syngur undir
stjórn Þórdísar Sævarsdóttur. Organisti
Jón Ólafur Sigurðsson. Aðalsafn-
aðarfundur Hjallasóknar að guðsþjónustu
lokinni. Venjuleg aðalfundarstörf. Léttur
hádegisverður fram borinn á meðan á
fundinum stendur. Ferðalag barnastarfs-
ins kl. 13. Farið verður í óvissuferð út fyr-
ir bæjarmörkin. Allir komi með nesti. Við
minnum á bæna- og kyrrðarstund á
þriðjudag kl. 18. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn-
aðarheimilinu Borgum kl. 11:00. Guðs-
þjónusta kl. 11:00. Félagar úr kór Kópa-
vogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng.
Organisti Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sig-
urgeirsson.
LINDAKIRKJA í Kópavogi: Óvissuferð
sunnudagskólans. Farið verður frá Linda-
skóla kl. 11. Ath. – guðsþjónusta fellur
niður þennan dag.
SELJAKIRKJA: Kl. 14. Guðsþjónusta.
Bolli Pétur Bollason prédikar. Alt-
arisganga.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð-
sþjónusta kl.11.00. Fræðsla fyrir börn og
fullorðna. Ásdís Blöndal kennir. Sam-
koma kl. 20.00. Hollendingurinn Teo van
der Weele predikar. Boðið upp á fyrirbæn
í lok samkomunnar. Þáttur kirkjunnar
„Um trúna og tilveruna“ er sýndur á sjón-
varpsstöðinni Ómega kl.13.30. Heiðmas-
íða kirkjunnar er: www.kristur.is.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: kl.
19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræð-
issamkoma. Áslaug Haugland stjórnar.
Daniel Glad talar. Mánudagur: Kl. 15
heimilasamband. Fanney Sigurðardóttir
talar. Kl. 17.30 barnakór. Öll börn hjart-
anlega velkomin.
FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti
601: Samkoma kl. 14.00. Ræðumaður
er Helga R. Ármannsdóttir. Lofgjörð og
fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–5
ára og 6–12 ára börn á sama tíma. Kaffi
og samfélag eftir samkomu. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma
sunnudag kl. 17 á Holtavegi 28. Upp-
hafsorð: Gunnar Haukur Ingimundarson.
Guðspjall dagsins:
Jesús kom að luktum
dyrum.
(Jóh. 20).
Morgunblaðið/Golli
Reykholt
STOPPLEIKHÚSIÐ sýnir barna-
leikritið „Palli var einn í heim-
inum“ í fjölskylduguðsþjónustu í
Breiðholtskirkju í Mjódd á morg-
un, sunnudag kl. 11.
Leikritið byggist á hinni vin-
sælu barnabók Jens Sigsgaard.
Leikritið segir frá Palla litla, sem
vaknar einn daginn og er þá orð-
inn einn í heiminum. Hann fer að
leita að mömmu og pabba og leik-
félögunum, en það er sama hvern-
ig hann leitar, það eru allir horfn-
ir. Skyndilega getur hann gert
allt sem honum sýnist og enginn
getur bannað honum það. Gam-
anið tekur þó fljótlega að kárna,
því það er enginn til að leika við
eða tala við í öllum heiminum.
Leikritið er ætlað 2–8 ára börn-
um og tekur um 25–30 mínútur í
sýningu. Vonandi sjáumst við sem
flest á sunnudag, bæði foreldrar
og börn. Allir eru velkomnir að
njóta sýningarinnar og þess lær-
dóms sem við getum af henni
dregið. Það er ekki allt fengið
með eignunum einum því við er-
um ekki mikið án náungans, kær-
leikans eða Guðs.
Sunnudagaskóli
Laugarneskirkju
hreyfir sig
NÚ er vorhugur í okkur öllum. Af
því tilefni og líka vegna ferming-
arathafnar í kirkjunni okkar ætl-
ar sunnudagaskólinn að færa sig
yfir í íþróttahús Laugarnesskól-
ans sunnudaginn 27. apríl kl.
11:00. Þar munu Hildur Eir,
Heimir og Þorvaldur halda uppi
fjörinu með söng og íþrótta-
dagskrá þar sem Biblíusaga dags-
ins verður sögð með myndum og
brúðuleikritið verður á sínum
stað.
Hvetjum við foreldra og börn
til að fjölmenna í íþróttahúsið og
njóta samverunnar þennan vor-
morgun.
Aðalsafnaðarfundur
Hjallasóknar – Vor-
ferð barnastarfsins
Á MORGUN, sunnudag, verður
stór dagur í Hjallasöfnuði, Kópa-
vogi. Dagurinn hefst með fjöl-
skylduguðsþjónustu kl. 11 en þá
mun barnakór Digranesskóla
koma í heimsókn og syngja undir
stjórn Þórdísar Sævarsdóttur. Að
guðsþjónustu lokinni verður að-
alsafnaðarfundur Hjallasóknar
haldinn og er boðið upp á léttan
hádegisverð á meðan á fundinum
stendur. Eftir hádegi, kl. 13, mun-
um við svo leggja upp í vorferð
barnastarfsins. Þá verður haldið
eitthvert út í Guðs græna náttúr-
una, leikið og skemmt sér í góðra
vina hópi. Þátttakendur eru beðn-
ir um að koma með nesti með sér.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Kolaportsmessa
HELGIHALD þarfnast ekki hús-
næðis heldur lifandi fólks. Kirkja
Jesú Krists er ekki steypa, heldur
lifandi steinar, manneskjur af
holdi og blóði. Þess vegna er hægt
að fara út úr kirkjubyggingum
með helgihald og fagnaðarerindið
og mæta fólki í dagsins önn.
Í tilefni af því bjóðum við til
guðsþjónustu í Kolaportinu
sunnudaginn 27. apríl kl. 14:00.
Bjarni Karlsson sóknarprestur
mun predika og þjóna ásamt
prestunum Jónu Hrönn Bolladótt-
ur og Irmu Sjöfn Óskarsdóttur.
Þorvaldur Halldórsson leiðir lof-
gjörðina ásamt Margréti Schev-
ing.
Áður en Kolaportsmessan hefst
kl.13:40 mun Þorvaldur Hall-
dórsson flytja þekktar dæg-
urperlur. Þá er hægt að leggja
inn fyrirbænarefni til þeirra sem
þjóna í guðsþjónustunni. Í lok
stundarinnar verður blessun með
olíu, þar erum við minnt á nálægð
Guðs og að Kolaportsmessurnar
eru stundir nálægðarinnar.
Guðsþjónustan fer fram í kaffi-
stofunni hennar Jónu í Kolaport-
inu sem ber heitið Kaffi port, þar
er hægt að kaupa sér kaffi og dýr-
indis meðlæti og eiga gott sam-
félag við Guð og menn.
Það eru allir velkomnir.
Miðborgarstarf KFUM&KFUK
og Kirkjunnar.
50 ára afmælis
minnst í Bústaða-
kirkju
Í TILEFNI 50 ára afmælis Kven-
félags Bústaðasóknar verður há-
tíðarmessa sunnudaginn 27. apríl
kl. 14:00. Þar mun frú Ebba Sig-
urðardóttir prédika og kven-
félagskonur lesa ritningarlestra.
Fyrir altari þjóna Ólafur Skúla-
son biskup og sóknarprestur. Kór
Kvenfélagsins Glæður mun
syngja í messunni undir stjórn
Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur.
Organisti er Guðmundur Sigurðs-
son.
Eftir messu bjóða karlar í sókn-
arnefnd kvenfélagskonum og
þeirra gestum í messukaffi í safn-
aðarheimilinu.
Kvenfélag Bústaðakirkju hefur
verið einn sterkasti bakhjarl
kirkjunnar frá upphafi. Kven-
félagskonur hafa látið sér annt
um kirkjuna og minnst hennar
með margvíslegum hætti með
veglegum gjöfum og tryggri þjón-
ustu. Í tilefni 50 ára afmælis fé-
lagsins ákváðu félagskonur að
gefa kirkjunni nýtt píanó, sem
verður formlega afhent við guðs-
þjónustuna á sunnudag.
Allir eru hjartanlega velkomnir
til messunnar og taka þátt í hátíð-
arhöldum kvenfélagsins.
Sóknarnefnd og sóknarprestur
Bústaðakirkju.
Minnsta tröll í heimi
í barnamessu
Á SUNNUDAGINN kl. 11.00
verður brúðuleikritið Minnsta
tröll í heimi sýnt í barnamessu í
Bústaðakirkju. Hallveig Thorlac-
ius stjórnar sýningunni.
Allir eru velkomnir til kirkj-
unnar en þar leikur hljómsveit
ungmenna undir söng.
Leiksýning
í Breiðholts-
kirkju
Morgunblaðið/Arnaldur