Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 49

Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 49 ✝ Sesselja Sumar-rós Sigurðardótt- ir fæddist í Víðinesi á Kjalarnesi hinn 22. apríl 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands hinn 19. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- ríður Jónsdóttir, f. 4. júlí 1883, d. 27. des- ember 1970, og Sig- urður Einarsson, f. 24. mars 1884, d. 10. mars 1951, síðar bændur í Seljatungu í Gaulverjabæjar- hreppi. Þau bjuggu í Seljatungu frá 1919–1945. Systkini Sesselju eru: Þorsteinn, látinn, Sigríður, látin, Jón, Laufey, látin, Kristín Magnea, Guðjón Helgi og E. Gunnar. Sesselja giftist 22. apríl 1948 Vigfúsi Einarssyni frá Helli í Ölf- usi, f. 5. september 1924, d. 12. júní 2001. Börn þeirra eru: 1) Einar Páll, bílstjóri á Selfossi, f. 3. nóv. 1948. 2) Sig- urður, framreiðslu- maður í Reykjavík, f. 17. ágúst 1950, kvæntist Hrönn Sverrisdóttur, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Sesselja Sumarrós, Jónína Eirný, Árný Ösp og Vigfús Snær. Sig- urður er giftur Karli Valdimarssyni. 3) Ingibjörg, skrif- stofumaður í Reykjavík, f. 19. maí 1956, gift Ólafi Jónssyni, dóttir þeirra er Halla. Barnabarnabörn- in eru fjögur. Útför Sesselju Sumarrósar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Sesselja Sumarrós. Nafnið hennar Sillu hafði mikla skírskotun í per- sónuleika hennar. Sesseljunafnið fékk hún frá móðurömmu sinni, mik- illi dugnaðarkonu á Hvalfjarðar- ströndinni, og Sumarrós var hún látin heita þar sem hún fæddist á sumar- daginn fyrsta. Sá dagur varð síðan í huga okkar jafn tengdur Sillu og sumarkomunni. Hún var sem sumarrósin er hrekur í burtu kulda og boðar nýja tíma í náttúrunni. Sumarrósin sem brýst undan viðjum vetrar af miklum dugn- aði og elju en er um leið viðkvæm. Sumarrósin er eitt fegurst blóma. Hún Silla var í huga okkar sannkölluð sumarrós og var gædd svo miklum mannkostum að þeim verður ekki lýst á prenti, slíkt þarf að upplifa. Við bjuggum í bernsku í sama húsi og þau hjón Silla og Fúsi og krakk- arnir þeirra. Silla var föðursystir okk- ar. Mikill samgangur var á milli austrí og vestrí og flæði krakka á milli íbúða stöðugt. Aldrei var amast við börnum í hvorri íbúðinni sem var og öllum tek- ið sem jafningjum. Sumarkrakkar fengu líka allir sama viðmótið á hvoru heimili sem var, virðingin var einung- is borin fyrir persónulegum eiginleik- um, ekki stétt eða stöðu foreldra. Heimili sínu stjórnaði Silla með miklum skörungsskap og hún var svo dugleg og kjörkuð að af bar. Barns- sálir okkar urðu fyrst varar við hræðsluleysið þegar hún gekk óhrædd og óhikað inn í kríuger um varptímann og fáir fuglar voru í meira uppáhaldi hjá henni. Hún gekk alltaf til verka strax og óhrædd. Hún þekkti ekki leti og við spurð- um hana stundum hvort hún væri aldrei löt, hún bara hló svona aðeins inni í sér því hún vissi ekki hvaða merkingu orðið hafði. Hún var alltaf að og þegar hún settist niður eftir dagsverkin þá saumaði hún út eða prjónaði. Féll aldrei verk úr hendi. Eftir að þau hjón fluttu á Selfoss var þeirra heimili alltaf opið okkur systrum og á hvaða tíma sólarhrings sem var. Aldrei skammaði hún okkur þótt við værum að vekja þau upp um miðjar nætur ef við vorum á böllum og höfðum ekki far í sveitina. Eitt sem einkenndi Sillu var gest- risnin og oft höfum við brosað að því að þegar við höfðum borðað hjá henni og þakkað fyrir okkur, þá jafnan þakkaði hún okkur ennfremur fyrir að vilja borða hjá sér. Hún var af- skaplega mikil tilfinningavera og þessi duglega og afgerandi mann- eskja viknaði mjög auðveldlega við falleg orð, ljúfa tóna eða fagrar minn- ingar svo eitthvað sé nefnt. En hún sagði alltaf sína meiningu og stundum hvessti í kringum hana en allir vissu líka um afstöðu hennar. Silla og Fúsi voru á undan sinni samtíð í mörgu. Eftir að þau fluttu í kaupstaðinn stunduðu þau líkams- rækt á hverjum degi. Þau gengu og gengu, þau víluðu ekki fyrir sér að skreppa á Ingólfsfjall einn eftirmið- dag og víst er að þau hafa lengt líf- daga sína og aukið vellíðan með þessu. Vigfús Einarsson, eiginmaður Sillu, lést fyrir tæpum tveimur árum. Þau hjón voru einstaklega samrýnd og við lát hans varð Silla ekki söm eft- ir og lífskraftur hennar dvínaði hratt frá þeim tíma. Nú þegar tveir dagar eru liðnir af sumri er Silla borin til moldar. Rósin hennar hefur fellt blöðin og hún geng- ið veginn sem allir ganga á sínum vitj- unartíma. Við systur, makar okkar og börn ásamt foreldrum okkar, þeim Gunnari og Vilhelmínu, eigum henni svo margt að þakka og lútum höfði í virðingu og takmarkalausri væntum- þykju fyrir þeirri konu sem mótaði líf okkar svo mikið. Samúðarkveðjur sendum við fjöl- skyldunni. Guðný, Sigrún, Margrét og Laufey Gunnarsdætur. Broslynd samhent hjón er minn- ingin um Sesselju Sumarrós Sigurð- ardóttur og Vigfús Einarsson eigin- mann hennar. Þau hafa nú kvatt með tæplega tveggja ára millibili. Mér er ætíð minnisstætt úr æsku hve nafnið Sumarrós er fallegt og í besta falli viðeigandi. Hún enda fædd á sumar- komu fyrir 88 árum. Það var síðan í stíl reglusamrar föðursystur minnar að kveðja líka á sama tíma. Allir þekktu hana undir nafninu Silla. Dugnaðarforkurinn í Smára- túninu ættuð frá Seljatungu. Ég hef fyrir því heimildir að ömmu Sigríði hafi nú ekki litist meira en svo á ráða- haginn hjá dóttur sinni Sesselju er hún sem vinnukona í Laugardælum fór að hitta ungan pilt, Vigfús Ein- arsson frá Helli. Ekki endilega vegna þess að Fúsi væri grínsamur gleði- maður að upplagi. Hann var bara heilum níu árum yngri. Amma Sigríð- ur skipti fljótt um skoðun. Frá fyrsta degi var parið og síðar hjónin sam- hent, samrýnd, ólík að vissu leyti en bættu hvort annað upp á skemmti- legan máta. Fáir reyndust síðar Sig- ríði í Seljatungu betur en Fúsi þegar elli kerling sótti á. Minningin lifir um starfsama frænku er hélt vel á sínu sem búkona í besta lagi. Sinnti búskap í Seljatungu af elju og áhuga. Er þau hjón fluttu á Selfoss settist Silla ekki í helgan stein. Auk starfa við eldhús sjúkra- hússins var eftir að aldursmörk sögðu stans unnið m.a. hjá Höfn í sláturtíð- inni, útkeyrslu með Fúsa í nágrennið ásamt margs konar annarri vinnu. Hún hélt þrótti og vinnusemi vel fram á síðustu ár með stoðkerfið í góðu lagi. Silla og Fúsi voru einstaklega dugleg að hreyfa sig og sáust oft í löngum göngutúrum á Selfossi og létu veður og færð ekkert aftra sér. Ég sé frænku mína fyrir hugskots- sjónum, takandi laust um munninn og hlæjandi að bröndurunum hjá elsk- uðum eiginmanni, hinum grínsama og reikningsglögga Fúsa. Svo er eflaust nú hinum megin. Góðum degi er lokið. Hér neðar í Flóanum rammast formfagurt Ing- ólfsfjallið inn í roðagylltan ramma ásamt Skálafelli og Hellisheiði. Sólin er hnigin. Samúðarkveðjur frá Gaulverjabæ. Valdimar Guðjónsson. SESSELJA S. SIGURÐARDÓTTIR ✝ Guðmundur Sig-urbergsson fædd- ist 15. apríl 1928. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Ljósheim- um á Selfossi 14. apríl síðastliðinn. Hann var elstur fimm barna hjónanna Sigurbergs Jóhannssonar, bónda á Grænhól og í Strýtu í Ölfusi, síðar á Sel- fossi og konu hans Arnfríðar Einarsdótt- ur ættaðri frá Þór- oddsstöðum í Ölfusi. Guðmundur kvæntist 26. apríl 1959, Sigríði Stefaníu Erlendsdótt- ur, f. 9. okt. 1920, d. 28. mars 1989. Börn þeirra eru: 1) Einar, búsettur á Hjarðarhvoli í Hjaltastaða- þinghá. Sambýliskona hans var Hrafnhildur Björk Jónsdóttir. Börn þeirra eru: Sigríður Stefanía, Guðjón Ólafur og Erlendur Ágúst. Sonur Hrafnhildar og fóstursonur Ein- ars er Óskar Eyfjörð Elvarsson. 2) Sigur- björg, búsett á Sel- fossi. 3) Ólafía Erla Guðmundsdóttir bú- sett á Sauðárkróki. 4) Stefán Sigurður, búsettur í Kópavogi. Kona hans er Sól- borg M. Kristjáns- dóttir. Börn Sigríðar og fósturbörn Guð- mundar eru: Jensína Jensdóttir búsett á Eyrarbakka og Haraldur Bragi Ólafsson búsettur á Hjarðarhvoli. Guðmundur var bóndi í Götu í Selvogi frá 1959 til 1995, en var eftir það á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi. Útför Guðmundar verður gerð frá Strandarkirkju í Selvogi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú þegar Guðmundur bróðir okkar er dáinn viljum við systkinin og fjöl- skyldur okkar festa á blað nokkur kveðjuorð. Fæðingin var erfið þegar Guð- mundur fæddist og var víst tvísýnt um bæði móður og barn. Þrátt fyrir erfiða byrjun lífsins varð Guðmundur af Guðs náð þéttbyggður og mjög sterkur. Eitt sinn þegar Guðmundur var ungur maður var hann á ferðalagi upp í Húsafelli og þar svipti hann kvíahellunni á Húsafelli upp á bringu sér, eins og ekkert væri, meðan venjulegir og fílhraustir karlmenn gátu ekki lyft henni frá jörðu. Guðmundur var víða í vinnu, ýmist í vinnumennsku, eða byggingarvinnu og var eftirsóttur vegna dugnaðar og krafta. Eftir að Guðmundur fór að búa í Götu kom vel í ljós hve laginn hann var við skepnuhirðingu. En þar sem búið var lítið vann hann oft í fisk- vinnu í Þorlákshöfn með bústörfun- um. Fyrir um það bil tuttugu árum fór heilsu Guðmundar að hraka og þegar Einar sonur hans, sem þá hafði tekið við búinu, flutti austur á land fór Guð- mundur á Hjúkrunarheimilið á Ljós- heimum á Selfossi. Viljum við flytja starfsfólki þar alúðarþakkir fyrir umönnun Guðmundar öll þessi ár. Veikindin urðu löng og erfið, hjart- að var sterkt og hélt honum lifandi lengur en menn áttu von á, en að lok- um hafði krabbameinið vinninginn, eftir að hafa tært þennan þétta og sterka líkama upp. Við biðjum Guð að blessa og geyma þig kæri bróðir. Hvíl þú í friði. Magnea og Jóhann Þór. GUÐMUNDUR SIGURBERGSSON ✝ Þuríður GuðrúnTómasdóttir fæddist í Helludal í Biskupstungum 20. júlí 1909. Hún lést á Vist- og hjúkrunar- heimilinu Kumbara- vogi 14. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Steinunn Magnúsdóttir, f. í Stekkholti 18. nóvem- ber 1875, og Tómas Guðmundsson, f. 20. október 1869, bóndi í Helludal í 30 ár og síðan á Efri-Gegnis- hólum í Gaulverjabæjarhreppi. Al- systkini Guðrúnar, sem öll voru fædd í Helludal, voru: Guðmundur, f. 9. júní 1900, Magnús, f. 7. apríl 1902, drukknaði í Grindavík 7. mars 1933, og Anna, f. 10. október 1903. Þau eru öll látin. Uppeldis- bróðir Guðrúnar er Óskar Bjarna- son, búsettur í Reykjavík. Árið 1936 fluttist Guðrún að Sandgerði á Stokks- eyri til sambýlis- manns síns Gísla Guðnasonar, f. 6. jan- úar 1909, d. 5. júní 1984. Börn þeirra eru a) Magnús, f. 30. maí 1937, kona hans er Alda Einarsdóttir og eru synir þeirra Gísli Rúnar og Einar Freyr og b) Vilborg, f. 10. janúar 1939, dóttir hennar er Guðný Rúna Bjark- arsdóttir. Fyrir átti Gísli soninn Garðar, f. 18. nóvember 1934, kona hans er Margrét Bjarnadóttir og er dóttir þeirra Kristín Þóra. Afkomendur Guðrúnar og Gísla eru nú 13. Auk húsmóðurstarfa var bú- skapur helsta ævistarf Guðrúnar. Útför Þuríðar Guðrúnar verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku móðir mín. Ég vil með þessum orðum mínum þakka þér allar stundirnar sem við höfum átt saman. Alltaf var gott að leita til þín. Við Guðný Rúna mín nutum þess að fá að vera hjá þér og eigum þér margt að þakka. Þú varst yndisleg móðir, amma og lang- amma. Ég þakka þér fyrir allt. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Vertu sæl. Þín dóttir Vilborg Gísladóttir. Elsku Rúna amma. Þakka þér allar yndislegu stund- irnar í Sandgerði, þar sem ég ólst upp hjá þér, afa og mömmu. Minningarnar streyma fram: Vor á Stokkseyri, sólin gyllir haf- flötinn. Sauðburðurinn stendur sem hæst, kindurnar komnar út á tún með lömbin. Lítil, ljóshærð hnáta hoppar í kringum ömmu og afa, fær að gefa heimalningnum pela með ömmu. Amma í eldhúsinu að töfra fram eitthvað ljúffengt og segir lítilli ömmustelpu sögur frá liðnum tím- um. Amma lambaljósa, amma hafði einstakt lag á dýrum og blés jafnvel lífi í lömbin. Ófáir voru bændurnir sem leituðu til hennar eftir aðstoð við erfiðan sauðburð. Ekki taldi hún eftir sér að koma og skipti þá engu hvort nótt var eða dagur, svo hjálp- fús og óeigingjörn var hún. Stokkseyrarfjara, ég og amma með Skjónu. Fyrstu drög eru lögð að tamningu hryssunnar. Sú er ekki á að gefa sig og prjónar eins og besti hestur úr villta vestrinu, en amma kann á þessu tökin, enda alvön hestakona. Þennan dag vissi ég að hestakona vildi ég verða eins og amma. Seinna varð svo Skjóna reið- hesturinn minn. Ég orðin eldri, farin að búa og ófrísk að tvíburunum mínum. Ömmu leist nú aldeilis vel á það, enda mikil barnakona. Seinna bættist þriðji glókollurinn í hópinn og öll urðu þau sólargeisl- arnir hennar langömmu. Elsku amma mín. Þetta eru að- eins lítil brot af öllum minningum mínum um þig. Þú varst alltaf svo hjartahlý og góð við mig, Stefán og börnin okkar. Við söknum þín mikið. Nú vantar svo mikið í ömmubæ, engin langamma til að knúsa og hlæja með. Þú varst alltaf svo kát og glöð, svo ung í anda og við svo mikið góðar vinkonur. En þökk sé móður minni, sem annaðist þig af svo mikilli ástúð, að þú gast verið svo lengi heima á þínu eigin heimili. Nú síðustu árin varstu næstum orðin blind, þá lýsti ég mörgu fyrir þér, en þú varst oft svo döpur yfir að geta ekki séð allt það fallega, sem fyrir augu bar. Elsku amma mér finnst sárt að sjá á eftir þér, en minningarnar um þig eru sem demantar greyptir í hjata mitt. Ég mun geyma þær svo lengi sem ég lifi. Vertu sæl amma mín. Guð blessi þig. Þín Guðný Rúna. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Elsku langamma. Við erum mjög þakklát fyrir stundirnar með þér og söknum þín mikið. Guð geymi þig. Litlu sólargeislarnir þínir, Guðrún Ósk, Gísli Vilberg og Atli Freyr, Stokkseyri. ÞURÍÐUR GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER OLSEN, Holtsgötu 6, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu- daginn 17. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun og hlýju. Baldur Árnason, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.