Morgunblaðið - 30.04.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.04.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 21 00 5 04 /2 00 3 Gasgrill Fiesta 3000231 Grillflötur 28,5x51 sm Verð 16.990 kr. Öll garðverkfæri og áhöld Malarskófla 795 kr. Garðslanga 895 kr. Úðabyssa 695 kr. Malarhrífa 1.395 kr. Klóra 675 kr. Muna að klára pallinn Reiðhjól Tornado 3899920 26" 21 gíra. Demparar og V-bremsur að framan og aftan. Verð 19.900 kr. Dæmi: Skjólveggur 200x37/67 600460 Verð 6.490 kr. Skjólveggir í miklu úrvali. Komdu og skoðaðu möguleikana. Skjólveggur 200x127/90 600500 Verð 9.480 kr. Í maí er lengri opnunartími í timbursölu Súðarvogi 3-5 og versluninni Skútuvogi: Opið virka daga kl. 8.00-18.00 og laugardaga kl. 9.00-17.00. Athugið! Enginn verður óbarinn biskup, frekar en forseti. Streituskólinn tekur til starfa Tekið á vaxandi vandamáli STREITUSKÓLINNhefur göngu sínamánudaginn 12. maí næst komandi og byggist á þeirri alkunnu vitneskju, að vellíðan í starfi skiptir miklu hvað varðar starfs- getu, úthald og einbeit- ingu. Ólafur Þór Ævars- son, doktor í geðlækn- ingum, er skólastjóri Streituskólans og hann svaraði nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins. – Segðu okkur meira… „Skólinn er alveg nýr. Námskeiðið sem hefst þann 12. maí er það fyrsta á vegum skólans, en hann er rekinn af ráðgjafar- fyrirtæki mínu, Forvörn- um ehf., sem veitir fyrir- tækjum, einstaklingum og félögum heilbrigðisráðgjöf. Þetta námskeið tekur í allt þrjú kvöld, 12., 13. og 16. maí frá klukkan 17– 21. Það er þekkt að vellíðan í starfi skiptir miklu hvað varðar starfs- getu, úthald og einbeitingu. Skipt- ir þetta enn meira máli nú á dög- um þegar rekstur fyrirtækja byggist fremur á andlegri hæfni en endingu véla í verksmiðju eins og áður fyrr. Nýlegar rannsóknir benda til að álag og streita fari vaxandi og að álagstengd vanlíðan og hætta á kulnun í starfi valdi vaxandi vanlíðan og truflun á rekstri fyrirtækja og sé ein af höf- uðorsökum fjarveru frá vinnu. Á þetta ekki síst við í fyrirtækjum þar sem unnin er huglæg vinna þar sem krafa er um frumlega hugsun og nýsköpun. Skipuleg forvarnarfræðsla starfsmanna og stjórnenda um þessa þætti er því mikilvæg.“ – Þetta er þá forvarnarskóli? „Það eru vissar staðreyndir sem liggja til grundvallar. Ein er sú, að til er bæði jákvæð og neikvæð streita. Það er vissulega grátt svæði þar á milli, en jákvæða streitan getur talist eðlileg og hana má virkja til góðra hluta. Sú neikvæða getur haft slæmar af- leiðingar. Með tilliti til þessa þá er meginútgangspunktur Streitu- skólans að veita fræðslu sem hjálpar fólki að þekkja í sundur já- kvæða og neikvæða streitu og skilja þar á milli í beinu fram- haldi.“ – Er þetta gerlegt? „Já, mannslíkaminn er afar vel búinn til að takast á við streitu. Flókið líffræðilegt kerfi þar sem saman spila hormónakerfi og efnaskiptakerfi sér um viðbrögð við álagi og streitu. Á andlegu hliðinni er manneskjan einnig vel búin með varnarháttum, viðbrögð- um og persónustyrk.“ – Hvað er vandamálið stórt? „Jákvæð streita er ekki vanda- mál í sjálfu sér, enda eðlileg og undanfari margra góðra verka. En neikvæð streita er mikið vandamál og vaxandi. Ef við tök- um Svíþjóð sem dæmi, en þar hef- ur vandamálið verið rannsakað, þá hefur kostnaður fyrirtækja vegna fjarveru starfs- manna aukist gífurlega á undanförnum árum. Síðustu fimm árin er um tvöföldun að ræða og eru ástæður aukningarinnar í flestum tilvikum tengdar streitu, kvíða og þunglyndi, að ógleymdri kulnun í starfi, eða því sem heitir á ensku burnout syndrome og er nokkurs konar hástig streitu.“ – Þær raddir heyrast að það sé hreinlega í tísku að taka sér frí á þessum forsendum? „Já, þær raddir heyrast vissu- lega og ef til vill er eitthvað til í því og þá erum við dottin inn í um- ræðuna um sjúkdómsvæðingu samfélagsins. Það er hins vegar erfitt að átta sig á því að hve miklu leyti það á við að tala um svona kvilla sem tískufyrirbæri þó það sé rétt að á allra síðustu árum hef- ur alls konar kvillum verið gefið nafn. Á sama tíma er það stað- reynd að álag hefur verið að aukast, kröfur um meiri fram- leiðni, nýsköpun, framkvæmda- gleði, markaðssetningu og fleira, en margt af því flokkast sem hug- læg vinna. Þá má nefna álag sem fylgir nútímaþjóðfélaginu, það er vaxandi tímaleysi og erfiðleika við samræmingu atvinnu- og fjöl- skyldulífs. Einnig hefur vaxandi þátttaka kvenna í atvinnulífinu breytt álagi á fjölskylduna. At- vinnuöryggi hefur einnig tekið breytingum.“ – Streituskólinn er því ekki enn einn þátturinn sem elur á um- ræddri sjúkdómsvæðingu sam- félagsins? „Nei, þvert á móti. Eins og ég gat um áðan, þá snýst Streituskól- inn um að kenna fólki að skilja á milli jákvæðrar og neikvæðrar streitu og með auknum skilningi geti virkjað betur þá krafta sem það hefur til að verjast neikvæðri streitu. Sá sem lærir það er betur í stakk búinn og kennir sér síður meins.“ – Hvernig fer kennslan fram? „Í fyrirlestrum er farið fræði- lega yfir málið, kenn- ingar, hugmyndir og staðreyndir reifaðar. Síðan verður hópvinna og umræður. Það hefur reynst afar vel og fólk sækir í að tala saman og miðla af reynslu sinni og læra af öðrum. Í ljós kemur að oftast finnast einfaldar leiðir til að skilja vandamálið og ná tökum á því. Með mér verða Steinunn Stef- ánsdóttir M.Sc. í viðskiptasálfræði og streitustjórnun, Guðmundur Björnsson endurhæfingarlæknir og Anna Dagný hjúkrunarfræð- ingur hjá Saga Heilsu & Spa.“ Ólafur Þór Ævarsson  Ólafur Þór Ævarsson er fædd- ur á Akureyri 1958. Stúdent frá MA 1978 og lauk námi við lækna- deild HÍ 1985. Hélt síðan til Gautaborgarháskóla og lauk þaðan doktorsnámi í geðlækn- ingum 1998. Ólafur er fram- kvæmdastjóri Forvarna ehf. sem veitir fyrirtækjum og félögum heilbrigðisráðgjöf. Eiginkona Ólafs er Marta Lárusdóttir heim- ilislæknir og eiga þau Ragnhildi 17 ára, Ævar 13 ára, Rafnar 10 ára og Sigrúnu Júlíu eins og hálfs árs. …að skilja á milli jákvæðr- ar og nei- kvæðrar streitu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.